Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI eru til neinar einfaldar lausnir
á því hvernig reka skal heilbrigð-
iskerfi og nauðsynlegt er að tína til
það besta úr bæði einka- og rík-
isreknum heilbrigðiskerfum, þar sem
bæði hafa ólíka kosti og galla. Þetta
er mat Tor Iversen, prófessors í
heilsuhagfræði við háskólann í Ósló,
og Jan Erik Askildsen, prófessors í
heilsuhagfræði við háskólann í Berg-
en, en þeir sóttu norræna ráðstefnu
heilsuhagfræðinga hér á landi um
helgina.
Heilsuhagfræði er grein hagfræð-
innar sem snýr að hagfræði heilbrigð-
iskerfa og heilbrigðisstofnana. Er
þar, líkt og í öðrum greinum hag-
fræðinnar, leitast við að finna leiðir til
að nýta best þær takmörkuðu auð-
lindir sem kerfi hafa yfir að ráða.
„Svið heilsuhagfræði er afar vítt og
spannar allt frá mati á kostnaði við
læknisfræðilegar aðgerðir og finna
leiðir til að mæla efnahagsleg áhrif og
sjá hvort aðgerðir gagnist samfélag-
inu, til rannsókna á stjórnun spítala
og fjármögnun spítala og helstu
umönnunarþjónustu,“ segir Jan Erik
og bætir við að bakgrunnur allrar
hagfræði sé hinar takmörkuðu auð-
lindir. „Það þýðir að ef við setjum
fjármagn inn í einn hluta heilbrigð-
iskerfis erum við að taka það annars
staðar frá. Það er til dæmis mjög
mikið rætt um hversu mikinn þátt
ríkið á að taka í lyfjakostnaði. Ef við
lækkum meðferðarþröskuldinn og
aukum útgjöld til niðurgreiðslu lyfja
notum við mikið af fjármagni og öðr-
um auðlindum sem annars færu í
aðra hluta heilbrigðisgeirans. Þannig
er það á verksviði heilsuhagfræð-
innar að reikna út áhrif hinna ýmsu
leiða sem farnar eru í nýtingu fjár-
magnsins.“
Vega og meta kosti og galla
Annað dæmi um viðfangsefni
heilsuhagfræðinnar er að finna réttu
blönduna milli hjúkrunar, lyfja-
meðferðar og annarar læknismeð-
ferðar. „Með góðri hjúkrun er hægt
að stytta tímann sem fólk er inni á
spítölum og flýta bata,“ segir Jan
Erik. „Hver dagur inni á sjúkrahúsi
er mjög dýr fyrir kerfið og mikilvægt
að hafa þá ekki fleiri en nauðsynlegt
er. Hins vegar verður einnig að gæta
þess að láta kostnað af sjúkrahúss-
legu ekki ýta notendum út of
snemma, því það haft slæmar afleið-
ingar. Með góðri hjúkrun er hægt að
nýta mjög vel þá takmörkuðu fjár-
muni sem spítalar hafa yfir að ráða,
því ef sjúklingar ná skjótum og góð-
um bata með góðri hjúkrun losnar
um fjármagn sem hægt er að nota á
öðrum stöðum.“
Tor segir fáar upplagðar leiðir til
að fjármagna sjúkrahús og heilbrigð-
iskerfi. Öfgaleiðir í báðar áttir hafi
ólíka kosti og galla, en mikilvægt sé
að nýta það sem virkar í hverri leið
fyrir sig. „Fjármögnunarkerfi sem
byggist á fjölda sjúklinga sem fá
þjónustu getur leitt til betra skipu-
lags en það getur einnig hvatt til lé-
legri þjónustu og of hraðrar með-
ferðar sjúklinga,“ segir Tor.
„Fjármögnunarkerfi sem borgar fyr-
ir þá þjónustu sem er veitt leiðir til
mjög góðrar þjónustu, en hins vegar
getur spítalinn farið að veita óþarfa
þjónustu og framkvæma óþarfar að-
gerðir og rannsóknir sem sóa pen-
ingum. Margar aðrar leiðir eru til og
starf okkar felst að miklu leyti í að
vega þær og meta og leita leiða til að
sameina kosti þeirra og losna við gall-
ana.“ Þessu samsinnir Jan Erik og
bætir við að besta leiðin sem þekkist
til að fjármagna spítala felist í bland-
aðri leið fjárveitinga. „Annars vegar
þarf að greiða fast gjald fyrir hvern
sjúkling til að hvetja spítala til að láta
sjúklinga ganga hratt gegnum kerfið
og hins vegar greiðslu til að hvetja til
betri þjónustu, því það er ekki gott ef
sjúklingarnir fari of hratt í gegn.“
Ekki gott að verðlauna biðlista
Enn eitt viðfangsefni sem Jan Erik
hefur skoðað snýr að því hversu auð-
velt er að fá starfsfólk; lækna, hjúkr-
unarfræðinga og annað heilbrigð-
isstarfsfólk. „Þar koma meðal annars
til laun og aðrar leiðir til hvatningar
starfsfólks til að vinna eins mikið og
þarf á spítölum,“ segir Jan Erik.
„Stóri vandinn í heilbrigðiskerfinu er
meintur skortur á heilbrigðisstarfs-
fólki og þá er spurt hvort hægt sé að
hækka launin hjá þeim til að auka
vinnuframlag.“
Tor hefur einnig rannsakað biðlista
á spítölum og leitað leiða til að stytta
þá. „Þetta er mjög erfitt vandamál
hjá mörgum Evrópulöndum,“ segir
Tor. „Ég hef verið að rannsaka hvaða
fjármögnunarleiðir fyrir spítala eru
bestar til að minnka biðtíma notenda.
Áður fengu spítalar með langa bið-
lista meiri peninga til að losna við bið-
listana, en það er ekki rétta leiðin, því
þar er í raun verið að verðlauna spít-
alana fyrir lélegan árangur og þetta
virkar sem hvatning til að halda bið-
listunum. Það sem er að gerast núna
er að spítölum er borgað fyrir fjölda
meðhöndlana, sem leiðir til þess að
það er minni hvatning fyrir spítalana
að hafa langa biðlista.“
Jan Erik bætir við að nú hafi sjúk-
lingar í Noregi einnig rétt til að velja
milli spítala, en til langs tíma hafi
þeim verið úthlutað spítala. „Það þýð-
ir að ef spítali er með langan biðlista
eru minni líkur á að sjúklingur velji
hann, ólíkt því sem áður var.“
Sameiningar spítala segir Jan Erik
hafa, eins og flesta aðra hluti, bæði
kosti og galla. Annars vegar sé hægt
að lækka kostnað og auka sérhæfingu
hvers spítala sem leiði til betri nýt-
ingar fjármagns og jafnvel bættrar
þjónustu. „Hins vegar minnkar sam-
keppnin, sem getur leitt til verri
gæða og einnig takmarkaðs vals ein-
staklinga,“ segir Jan Erik en bætir
við að þó sé hægt að bæta fyrir það
með því að veita rétta fjárhagslega
hvatningu til að láta spítalana og
deildir innan þeirra hegða sér eins og
þeir væru í samkeppni. „Sameiningar
geta líka leitt til þess að spítalarnir
sem vinnuveitendur geta lent í einok-
unaraðstöðu, sem er mjög slæmt fyr-
ir heilbrigðisstarfsfólk, en það er líka
hægt að vinna úr því með vissum úr-
ræðum. “
Norskir heilsuhagfræðingar leita kjörinna leiða til fjármögnunar spítala
Öfgaleiðirnar
duga illa en gefa
vísbendingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jan Erik Askildsen og Tor Iversen heilsuhagfræðingar stunda miklar rann-
sóknir á fjármögnun heilbrigðiskerfa við háskóla í Noregi.
hafa verið gert á fundinum á laugardag, en það
verði frekar rætt á fundinum á miðvikudaginn.
„Það er mikill hiti í konum. Hópurinn er óánægð-
ur, og konur mikið almennt. Við heyrum mikil við-
brögð,“ segir Hildur og bætir við að það sé vegna
þeirra ólýðræðislegu vinnubragða sem séu viðhöfð
í þingflokki Framsóknarflokksins. Hún segir mik-
inn baráttuhug í konunum sem sóttu fundinn.
„Okkur finnst þetta ganga gegn grundvallar-
reglum flokksins okkar sem leggur mikið upp úr
bæði mannréttindum og þessu lýðræði sem hefur
verið í flokknum.“
Jafnrétti verði haft að leiðarljósi
Hildur segir fundinn á miðvikudag vera boð-
aðan undir nafninu „Aftur til fortíðar. Vér mót-
„OKKUR er alveg nóg boðið,“ segir Hildur Helga
Gísladóttir, formaður Félags framsóknarkvenna í
Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi. Hún er ein 40
framsóknarkvenna sem nýverið skoruðu á þing-
flokk Framsóknarflokksins, þar sem þess er
vænst af flokknum að hann virði lög sín um jafn-
rétti og standi jafnframt undir „væntingum kjós-
enda“ við val á ráðherrum nú þegar Framsókn-
arflokkurinn taki við forsæti í ríkisstjórn.
Hópurinn hittist á laugardag til þess að undir-
búa fund Landssambands framsóknarkvenna á
miðvikudaginn. Þær eru mjög ósáttar við þá
ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að Siv
Friðleifsdóttir skyldi hafa verið sett af sem ráð-
herra, og telja ekki nægjanlega góðar ástæður
liggja þar að baki. Hildur Helga segir ýmislegt
mælum allar.“ Hún segir jafnréttisbaráttuna hafa
náð góðum árangri undir merkjum Landssam-
bands framsóknarkvenna sem var sett á laggirnar
fyrir 23 árum. Ætlunin sé að halda áfram á þeirri
braut því konurnar sætti sig ekki við þá aðferða-
fræði sem viðhöfð var vegna brottvikningar Sivjar
Friðleifsdóttur.
„Það er ekkert sem stoppar okkur í því að halda
áfram að vinna að þessu máli. Vegna þess að við
teljum hag flokksins best borgið með því að jafn-
rétti sé haft að leiðarljósi,“ segir Hildur og að-
spurðri þykir henni útskýringar Halldórs Ás-
grímssonar á ráðherravalinu ekki hafa tekist.
Aðferðafræðin sem viðhöfð hefur verið hafi ekki
verið notuð núna, það er fylgi, kjördæmi og
reynsla þingmanns, að sögn Hildar.
Konur í Framsóknarflokknum vilja ræða val á ráðherrum flokksins
Telja vinnubrögðin ólýðræðisleg
INGI Agnarsson varði nýlega
doktorsritgerð sína við George
Washington-háskóla í Washington,
DC. Ritgerðin nefnist: Systematics
of Anelosimus and Theridiidae spid-
ers (Araneae),
and the evolution
of social and
kleptoparasitic
web sharing, sem
þýða má á ís-
lensku sem:
Flokkunarfræði
Anelosimus og
Theridiidae
köngulóa (Ar-
aneae), og þróun
stelsníkju- og félagshegðunar. Leið-
beinendur voru Jonathan A. Codd-
ington yfirmaður dýrafræðideildar
Smithsonianstofnunarinnar og Gust-
avo Hormiga, dósent í flokkunar-
fræði við George Washington há-
skóla. Andmælendur voru Charles
Mitter prófessor vid Maryland há-
skóla, og þau Marc Allard dósent,
James Clark dósent, og Diana Lips-
comb prófessor, öll við George
Washington háskóla.
Allar köngulær eru rándýr, yf-
irleitt gera þær sér vef einar á báti
og eru árásargjarnar, meira að segja
gagnvart eigin afkvæmum og mök-
um. Það er því sérlega áhugavert að
margar köngulær innan Theridiidae
ættarinnar eru félagslyndar. Þó ætt-
in telji einungis um 6% köngulóateg-
unda heims inniheldur hún yfir
helming félagslyndra köngulóa, og
jafnframt aðrar tegundir sem gjarn-
an lifa í nábýli, svo sem þær sem lifa
stelsníkjulífi (notfæra sér vefi ann-
arra tegunda). Rannsóknarverkefni
Inga beindist að þróun félagshegð-
unar og var leitað svara við spurn-
ingum svosem: Af hverju eru svona
margar tegundir af þessari ætt fé-
lagslyndar? Ritgerðin saman-
stendur annarsvegar af yfirgrips-
mikilli úttekt á útlitseinkennum
theridiid köngulóa, sem síðan er not-
uð til skyldleikagreiningar á ætt-
kvíslum innan ættarinnar og teg-
undum innan ættkvíslarinnar
Anelosimus, og hinsvegar af flokk-
unarfræði og lýsingu Anelosimus
tegunda. Meðal annars er sjö nýjum
Anelosimus tegundum lýst. Nið-
urstöður rannsóknanna voru óvænt-
ar og benda til þess að algengi fé-
lagshegðunar innan theridiid
ættarinnar sé ekki hægt að skýra
með því að félagslyndri tegund hafi
vegnað vel og orðið forfaðir margra
skyldra tegunda með sama hegð-
unarmynstri. Í raun virðist sem fé-
lagshegðun hafi þróast margsinnis,
félagslyndar tegundir innan ætt-
arinnar eru óskyldar hver annarri.
Ingi lauk BS prófi í líffræði frá
Háskóla Íslands 1995, en mun á
næstu árum starfa við frekari rann-
sóknir á þróun félagshegðunar
köngulóa við British Columbia há-
skólann í Kanada. Foreldrar Inga
eru Agnar Ingólfsson prófessor í
vistfræði við Háskóla Íslands, og
Linda Wendel meinatæknir. Ingi er
kvæntur Laura May-Collado sjáv-
arlíffræðingi frá Kostaríka.
Doktor í
skordýra-
fræði
Ingi Agnarsson
HÁSKÓLI Íslands stóð fyrir vísindahátíð á laugardag í
tenglum við Menningarnótt. Þar bar ýmislegt fyrir
augu og eyru, þar á meðal þennan íslenska loftbelg auk
annarra loftbelgja sem voru af ýmsum stærðum og
gerðum. Að auki var boðið upp á Qi Gong-leikfimisæf-
ingar, og í tjöldum voru margvíslegir vísindaleikir í
gangi, sápukúlubrellur, loftbelgjafræðsla o.fl. Hljóm-
sveitin Spaðar lék í Norræna húsinu og spekingar Vís-
indavefjar HÍ sátu fyrir svörum um það sem gesti og
gangandi langaði að forvitnast um.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftbelgur á vísindahátíð HÍ