Morgunblaðið - 23.08.2004, Page 11
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 11
Þúsundir fermetra af
flísum
á lækkuðu verði
Gegnheilar útiflísar frá kr. 1.250.- m
Smellt plastparket 7 mm frá kr.890.- m
Veggflísar 20 x 25 kr. 890.-m
Öll Nords
jö útimál
ning
með30%
afslætti!
Pallaolía
3 L. kr. 7
90.-
Verðdæmi:
2
2
ÚTSALA
2
Akranes | Þrátt fyrir að nýr framhalds-
skóli taki til starfa í Grundarfirði á næstu
dögum hefur ekki dregið úr aðsókn að
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi,
FVA, og í upphafi skólaárs eru skráðir
nemendur nokkru fleiri en fjárveitingar
til skólans gera ráð fyrir.
Alls eru 627 nemendur skráðir í skól-
ann, þar af 171 nýnemi, og þar af 150
nemendur sem luku við grunnskólapróf í
10. bekk s.l. vor. 65 nemendur hafa end-
urinnritað sig í skólann eftir hlé en 391
nemandi sem var við skólann á síðustu
önn hefur skráð sig til náms á ný. Þeir
nemendur sem skráðu sig til náms í ágúst
voru settir á biðlista og verður svarað í
upphafi annar um skólavist.
Hörður Helgason, skólameistari FVA,
sagði við Morgunblaðið að skýringin á
fjölda nemenda við skólann væri í raun
einföld. „Það er fjölmennur árgangur
sem er að hefja nám við skólann, afföll af
þeim nemendum sem voru við nám á síð-
asta ári eru ekki eins mikil og undanfarin
ár og einnig eru nemendur að koma á ný
í nám eftir hlé. Við erum að sjálfsögðu
ánægð með þessa niðurstöðu enda nýr
framhaldsskói tekinn til starfa á norð-
anverðu Snæfellsnesi. Sú viðbót varð til
þess að ekki fjölgaði enn frekar hjá okk-
ur, og við horfum björtum augum á fram-
tíðina þrátt fyrir aukna samkeppni,“
sagði Hörður og bætti því við að um 20
umsóknum um skólavist ætti enn eftir að
svara. „Við erum komnir fram úr þeim
fjárheimildum sem okkur var úthlutað en
við höfum sótt um aukafjárveitingu til
þess að geta tekið við öllum þeim nýnem-
um sem skráðu sig til náms nú í ágúst,“
sagði Hörður en skólinn verður settur í
dag, mánudag.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Í vor var haldið fjölmennt námskeið í
gerð flugdreka við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi og ungi maðurinn
beið spenntur eftir stóru stundinni hvort
„drekinn“ tækist á loft.
Fjölbrautaskóli Vest-
urlands þéttsetinn
Stykkishólmur | Það er
orðin sjaldgæf sjón að sjá
flutningaskip við bryggju
í Stykkishólmi, því allir
flutningar fara orðið
landleiðina. En það var
mikið um að vera er Jök-
ulfellið lagðist að
bryggju nýlega með
óvenjulegan farm. Skipið
var að koma frá Póllandi
með 130 rör í nýja virkj-
un í Straumfjarðará.
Bjarni Einarsson á
Tröðum í Staðarsveit er
einn byggjenda virkj-
unarinnar. Hann segir að
hér sé um að ræða rör
sem leiða eiga vatnið frá
stíflu við Baulárvallavatn
og niður í stöðvarhús.
Leiðin sé tæpir tveir
kílómetrar að lengd.
Hvert rör er 12 metrar á
lengd og 1,40 m í þver-
mál. Bjarni segir að rörin
séu úr glerfíberefni, sem
er miklu léttara en stál
og að endingin sé ekki
verri. Hvert rör vegur
um 2.500 kg. Á næstu
dögum verða rörin flutt
að fyrirhugaðri virkjun
og fram kom hjá Bjarna
að framkvæmdir eru
komnar á fulla ferð, en
Straumfjarðarárvirkjun
verður 2 megawött og
tekur til starfa á næsta
ári.
Til að stærri skip geti
komið til hafnar þurfa ör-
yggismál hafnanna að
vera í lagi samkvæmt
kröfu Alþjóða sigl-
ingastofunarinnar. Hafn-
arsvæðið er girt af með-
an skipið er í höfn og öll
óviðkomandi umferð
bönnuð.
Símon Sturluson er
hafnarverndarmaður
Stykkishólmshafnar.
Hann segir að þessi
skipakoma sé fyrsta
verkefni hans í hafn-
arverndinni. Hann segist
vera tengiliður við ör-
yggisfulltrúa skipsins og
er á staðnum ef á þarf að
halda. Hann segir að
strax í fyrsta skipti hafi
sannast þörfin á hafn-
arvernd. Óboðinn gestur
komst frá borði án þess
að hafa tilskilda pappíra.
Hann var handsamaður
af hafnarverndarmann-
inum. „Fyrsta alvöru
verkefni mitt var að
handsama engisprettu
sem hafði falið sig í einu
rörinu sem skipað var í
land,“ segir Símon. „Sem
betur fer sást hún og
reyndist mér auðvelt
verk að ná henni. Með
þessu tel ég mig hafa
komið í veg fyrir að engi-
sprettur næðu bólfestu í
Hólminum og þá plágu
sem þeim getur fylgt,“
segir Símon hinn árvök-
uli hafnarverndarmaður.
Símon lét Náttúrustofu
Vesturlands fá engi-
sprettuna, til nánari
rannsóknar á uppruna.
Óboðinn gestur fylgdi með en var gómaður
Rörum í nýja
virkjun skipað upp
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Rörum í nýja virkjun var skipað upp í Stykkishólmi á dögunum. Símon Sturluson
hafnarverndarfulltrúi og Bjarni Einarsson, einn eigenda Straumfjarðarvirkjunar.
Farmurinn var óvenjustór og fyrirferðarmikill á
hafnarsvæðinu.
VESTURLAND
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● TAP varð af rekstri Austurbakka
hf. á fyrri helmingi ársins sem nem-
ur 65 milljónum króna. Á sama tíma-
bili í fyrra var viðlíka hár hagnaður af
rekstrinum. Af-
koman versnar
því um 130
milljónir króna.
Sala dróst
saman um
3,6% og nam
nú rúmum ein-
um milljarði.
Rekstrartekjur
drógust alls
saman um
3,7% en
rekstrargjöld jukust um 7,2%, þar af
hækkaði launaliður um nær 24%.
Ennfremur jukust fjármagnsgjöld
verulega og voru 25 milljónir króna.
Þá eru áhrif frá hlutdeildarfélagi nei-
kvæð um tæpar 4 milljónir. Veltufé
frá rekstri var neikvætt um 50 millj-
ónir. Gengið hefur á eigið fé félags-
ins og hefur það lækkað um 21% frá
áramótum, eða 72 milljónir. Eig-
infjárhlutfall er 19,7%.
Í tilkynningu frá Austurbakka segir
að unnið sé að því að auka sölu-
tekjur og lækka kostnað félagsins.
Slæm afkoma
Austurbakka
! ""
#$
%&&#'
● HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestfirð-
inga nam 49,9 milljónum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins sam-
anborið við 55,9 milljóna króna tap á
sama tímabili í fyrra. Afkoman batnar
því um nær 110 milljónir króna.
Vaxtatekjur námu 350 milljónum
króna og vaxtagjöld námu tæpum
207 milljónum. Hreinar vaxtatekjur
námu því 143 milljónum en voru 138
milljónir á sama tímabili 2003. Aðrar
rekstrartekjur námu 225 milljónum
og aukast um 148 milljónir frá árinu
áður. Hreinar rekstrartekjur jukust um
153 milljónir og námu 369 milljónum
en aukningin skýrist fyrst og fremst af
gengishagnaði af verðbréfum.
Reiknað er með að hagnaður af
reglulegri starfsemi verði svipaður á
seinni hluta ársins.
Afkoma Sparisjóðs
Vestfirðinga batnar