Morgunblaðið - 23.08.2004, Side 16

Morgunblaðið - 23.08.2004, Side 16
16 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ eir Sigurjón Sighvats- son og Sigurður Gísli Pálmason fjárfestu árið 2001 í landi og húsa- kosti Eiða á Austur- landi. Markmiðið með kaupunum var að byggja staðinn upp sem menningarsetur og hefur uppsetn- ingin og undirbúning- urinn nú farið rólega en örugglega af stað. Í ár var lista- mannaþingið haldið í annað sinn og var að þessu sinni var lögð áhersla á að leiða saman myndlistar- menn og kvikmynda- gerðarfólk til að rann- saka þá þætti sem skarast í þessum tveimur listgreinum. Voru sem fyrr leiddir saman erlendir og innlendir listamenn sem skiptust á hug- myndum og skegg- ræddu möguleika uppbyggingar menn- ingarsetursins. Hópurinn saman- stóð af þeim Anri Sala, Birni Roth, Car- sten Holler, Christ- opher Doyle, Elínu Hansdóttur, Erling Klingenberg, Fríðu Björk Ingvarsdóttur, Guy Madden, Hans Ulrich Obrist, Heklu Dögg Jónsdóttur, Jessicu Morgan, Katrínu Sigurðar- dóttur, Koo Jeong-A, Miriam Bäckström, Ólafi Elíassyni, Pash Buzari, Philippe Par- reno, Richard Brown og Tomas Mai, auk þeirra Sigurjóns og Sigurðar Gísla. Dvöldu þau við hugmyndavinnu og aðra sköpun á Eiðum dagana 18. til 21. ágúst og var síðasti dagur þings- ins almenningi opinn þar sem fulltrúar hópsins sögðu frá afrakstri helgarinnar og framtíðarsýn Eiða. Hugmyndafræjum sáð Sigurjón Sighvatsson setti hina opnu dagskrá. Hann reifaði þær hugmyndir sem lágu að baki stofn- un menningarseturs á Eiðum. Hann sagði eina mestu áskor- unina við það að koma starfseminni á fót hafa verið að ætla að standa fyrir breytingum á stað sem á sér jafn mikla menningarsögu og Eiðar eiga. „Staðurinn var byggður í ákveðnum tilgangi. Okkar hlutverk er að breyta um 10 þúsund fermetra svæði og það er ekki hægt að gera svo allir verði sáttir,“ sagði hann. „Þetta verk verður þó ekki gert með því að umbylta eða breyta neinu heldur á fyrst og fremst að þróa hér alþjóðleg listræn sam- skipti.“ Sigurjón ræddi einnig þá þrjá þætti sem í upphafi var ákveðið að einkenna ættu starfsemi Eiða. Í fyrsta lagi á að byggja þar grund- völl fyrir samstarfi innlendra og er- lendra listamanna. Í annan stað verður einblínt á að kynna lista- mönnunum umhverfið og leyfa þeim að upplifa það og jafnvel nýta sér það til listsköpun- ar. Í þriðja lagi á að þróa á Eiðum starf- semi fyrir börn og unglinga til að virkja þau til hvers kyns list- sköpunar. Sigurjón sagði síðastnefnda þáttinn hafa verið reyndan fyrst í fyrra og það hafa tekist mjög vel. Sigurjón sagði það mikilvægt fyrir starf- semina að hafa fastan samastað ekki síst vegna þess að þá öðlist hún fastari sess í hug- um fólks og verði raunverulegri. Hann sagðist jafnframt bjartsýnn á framtíð Eiða sem menningar- seturs. „Á síðasta ári náð- um við að sá hug- myndafræjum sem eru nú byrjuð að vaxa,“ sagði Sigurjón og nefndi í því sam- hengi að fjórir þeirra erlendu listamanna sem tóku þátt í fyrra hefðu í kjölfarið starf- að á Íslandi. Sigurjón sagðist bjartsýnn á að hug- myndavinna helgar- innar ætti eftir að skila sér í formi listaverka en gaf ekkert nánar upp um hvar eða hvenær það yrði. Þing í formi baða Ólafur Elíasson steig næstur í hina óformlegu pontu og gerði grein fyrir sýn sinni á menningarsetrið á Eiðum sem og þeim hugmyndum sem hann hefði um listsköpun á staðnum. „Ég var mjög hrifinn af þeirri hugmynd Sigurjóns að skapa eitt- hvað á þessum stað. Þegar ferlið hófst í fyrra gat ég strax fundið samhljóm hjá minni sýn á listina og þeirri sýn sem var í gangi hér,“ sagði Ólafur. „Ég sé þetta í mun stærra sam- hengi þar sem möguleikarnir hér eru mjög miklir. “ Ólafur sagðist andvígur þeirri til- hneigingu að setja listina á einhvern stall og um leið einangra hana frá almenningi. Hann sagðist halda að framtak þeirra Sigurjóns og Sig- urðar Gísla ætti eftir að gera listina aðgengilegri öllum. „Ég hef velt því fyrir mér hvaða þýðingu hefur það að tala saman og hef mikinn hug á að vinna eitthvað úr þeirri pælingu og þá aðallega Árlegu listamannaþin Miðstöð alþjóðlegs samstarfs listamanna Síðastliðinn laugardag var lokadagur ár- legs listamannaþings á Eiðum sem ætlað er að vera stefnumótandi afl í tengslum við menningarsetur þar. Birta Björns- dóttir sat þingið og segir frá því helsta sem þar fór fram. Frá sýningunni Seyðisfjarð Ólafur Elíasson sagði frá hugmyndum sínum um listsköpun á Eiðum. Sigurjón Sighvatsson sagðist bjartsýnn á framtíð menningarset- ursins á Eiðum. Hans Ulrich Obrist og Anr EIRÍKUR Þorláksson er fo stöðumaður Listasafns Rey ur, en safnið ætlar til móts Hafnarhúsið að hýsa stærs hluta fyrirhugaðrar sýning verkum Dieters Roth á kom Listahátíð. Hann segir sýningu á ve Roth vera geysilega mikilv lensku listalífi, ekki síst sé litið að þetta er í fyrsta sin jafn yfirgripsmikil sýning um hans verður sett upp hé landi. „Roth hafði mikil áhrif á listalíf og framþróun í íslen prentiðn og grafík með ák hætti sem vonandi verður koma til skila á sýningunu sagði Eiríkur. „Hann kynntist hér mör listamönnum og áhrifin vo kvæm að einhverju leyti og þau áhrif verið að skila sér lengri tíma. Það er því kom til að við Íslendingar sjáum Gæti orðið mikilv í íslensku menni ÞÓRUNN Sigurðardóttir e rænn stjórnandi Listahátíð var hún viðstödd síðasta d listamannaþingsins á Eiðu „Þetta er búið að vera m áhugavert og gaman að k hingað. Það er virkilega g að sjá hvað Sigurjóni og S Gísla hefur tekist vel til, a eins færa listamenn hinga raun ber vitni,“ sagði Þór dagskrá lokinni. Megináhersla verður á m list á Listahátíðinni á næs og mun hina yfirgripsmik ingu á verkum Dieter Rot þar hæst. Þórunn segir það því ha ið sérlega ánægjulegt að h Björn Roth segja frá sýnin Seyðisfjarðarskyggnur. „Fyrir okkur sem erum irbúa þetta gríðarstóra my arverkefni fyrir næstu list er þessi viðburður mjög g legur,“ sagði Þórunn. Hún sagði jafnframt að Mikilvægt að sty við erlenda listam AFREK MAGNÚSAR SCHEVING Offita og ofþyngd barna er vax-andi vandamál hér á landi líktog annars staðar í hinum vest- ræna heimi. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var fyrir nokkru á heilsufari barna frá árinu 1938 til 1998 hækkaði hlutfall of þungra og of feitra barna úr 0,2% í 19% á þeim tíma. Þetta eru ekki síst alvarlegar tölur vegna þess að eft- ir því sem rannsóknir sýna á meiri- hluti þeirra barna, sem eru of þung í æsku, við ofþyngdarvanda að stríða fram á fullorðinsár. Oft eru þessi börn hreinlega illa á sig komin, úthalds- og þróttlítil. Fáir hafa lagt jafnhart að sér til að snúa þessari þróun við og Magnús Scheving, sem fyrir tólf árum fékk hugmyndina að Latabæ og Íþróttaálf- inum. Íþróttaálfurinn hefur frá upp- hafi hvatt til hreyfingar og hollustu, auk þess sem hann hefur lagst gegn einelti og hrekkjum og hvatt börn til að sýna hvert öðru virðingu og tillits- semi. Því fer sennilega ekki fjarri að nánast hvert einasta mannsbarn á Ís- landi þekki Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Glanna glæp og ýmsar aðrar persón- ur, sem koma við sögu í Latabæ. Nú eru þessar persónur farnar að láta að sér kveða utan landsteinanna. Í liðinni viku hófust sýningar á Latabæ í bandarísku sjónvarpi. Samið hefur verið um gerð 40 þátta sjónvarpsþátt- araðar. Í þessum þáttum er sama áhersla á hreyfingu og hollustu og verið hefur í Latabæ hér á landi. Auk Latabæjar er Magnús maður- inn á bak við Orkubókina, sem börn hér á landi fylltu út. Meðan orkuátak- ið stóð yfir dróst sala á gosi saman, en neysla grænmetis jókst. Hyggst hann einnig koma Orkubókinni á framfæri erlendis. Magnús hefur ávallt lagt sig fram um að reyna að hafa áhrif á börn og í viðtali Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur við hann í Morgunblaðinu í gær segir hann að á 11 árum hafi hann haldið samanlagt 3.866 fyrirlestra. Á dögunum voru Magnúsi veitt Norrænu lýðheilsuverðlaunin fyrir framlag sitt til bættrar heilsu almenn- ings á Norðurlöndum. Magnús er í viðtalinu í gær spurður: Hvers vegna Latibær? „Svarið er ein- falt,“ segir hann. „Reykingar voru helsta dánarorsök fólks fyrir 11 árum. Við eftirgrennslan komst ég að því að allt stefndi í að hreyfingar- og nær- ingarleysi yrði helsta dánarorsök fólks innan fárra ára eins og reyndar hefur komið á daginn. Ég ákvað því að taka til minna ráða og byrja á því að fræða börnin í gegnum skemmtiefni eins og Latabæ. Fyrsta verkefnið fólst í því að skapa heilbrigða fyrir- mynd.“ Áhersla Magnúsar er hárrétt. Eitt er að predika um vandann vegna of- fitu barnanna, annað að ná til barnanna sjálfra og hvetja þau til að taka upp hollari lífshætti. Það hefur Magnúsi tekist og ánægjulegt að sjá þann ávöxt, sem þrotlaus vinna er nú að bera. ÚTLIT OG ATVINNA Við viljum telja okkur trú um að viðlifum í þjóðfélagi þar sem fólk er metið að verðleikum; þar sem verð- leikar ráða framgangi og sá sem stendur sig vel uppsker ávöxt erfiðis síns. Þó vitum við að það er ekki alls kostar rétt. Til dæmis væri fráleitt að halda því fram að konur stæðu í raun jafnfætis körlum, þótt reynt sé að tryggja jafnrétti með lögum og öðr- um aðgerðum. En það er ekki nóg með að konur standi hallari fæti en karlar, svo virðist sem útlit konunnar sé einnig lykilatriði. Samkvæmt rannsókn, sem Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsuhag- fræðingur og doktorsnemi í Miami- háskóla í Flórída í Bandaríkjunum hefur gert, hefur offita mikil áhrif á atvinnuþátttöku kvenna. Tinna vann rannsóknina á Íslandi og sýna niður- stöðurnar að konur í kjörþyngd séu líklegri til að verða þátttakendur á vinnumarkaði en þær, sem eru of þungar. Hjá karlmönnum virðist þyngd hins vegar ekki skipta neinu máli. Tinna segir að þessi tengsl milli of- fitu og atvinnuþátttöku hjá konum tengist ekki heilsufari kvennanna. Ef svo væri ætti þessi munur á atvinnu- þátttöku að vera sá sami eða meiri meðal karla, en þar sé hins vegar enginn munur. Hún segir að þennan mun megi skýra með ýmsum hætti. Mismunun gagnvart konum á vinnu- markaði geti til dæmis verið fólgin í því að of þungar konur séu ekki ráðn- ar eða þær fái lægri laun en grannar konur, en einnig gæti verið að skýr- inga væri að leita í viðhorfum við- skiptavina til of feitra kvenna í þjón- ustustörfum. „Konur sem eru of þungar eru ann- aðhvort oftar heimavinnandi eða at- vinnulausar, þær fá sem sagt síður atvinnu,“ sagði Tinna í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún tekur sem dæmi meðalkonu, 1,67 m á hæð, sem léttist um 1,5 kg og segir að áhrifin af því á atvinnuþátttöku séu nánast jafnmikil og væri konan með háskóla- gráðu og bætti ofan á hana meistara- gráðu. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að konur eru frekar metnar eftir útliti en karlar þegar sótt er um vinnu. Þar er rætt við Lindu Báru Lýðsdóttur, sem kennir sálfræði kynjamunar í Háskóla Ís- lands og starfar sem ráðgjafi hjá IMG, um þetta mál. Hún segir að staðalmyndir kynjanna skipti máli í þessu tilviki eins og svo mörgum öðr- um og ljóst að gerðar séu aðrar kröf- ur til útlits kvenna en karla. Staðal- myndin geti haft áhrif þegar kemur að ráðningum, en persónuleiki þess, sem ráði í starfið, skipti einnig miklu. Orðið mannauður er iðulega notað þegar rætt er um gangverk íslensks efnahagslífs. Hann nýtist illa ef útlit- ið ræður úrslitum um atvinnuhorfur. Hér er grafalvarlegt mál á ferðinni. Mikilvægi þess að fólk sé metið að verðleikum þarf ekki að undirstrika. Rannsókn Tinnu Laufeyjar Ásgeirs- dóttur sýnir að við þurfum að rjúfa viðjar vanans og tileinka okkur staðla, sem ekki byggjast á útliti heldur verðleikum, eigi raunverulegt jafnrétti að nást á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.