Morgunblaðið - 23.08.2004, Page 27
Védís Hervör
Árnadóttir, höf-
undur Ljósa-
lagsins 2004,
á að baki eina
sólóplötu.
VÉDÍS Hervör Árnadóttir stóð
uppi sem sigurvegari í ljósalaga-
keppni Reykjanesbæjar árið 2004
með laginu „Þessa einu nótt“. Lag
og texti eru eftir hana sjálfa.
Í öðru sæti endaði lag Magnúsar
Kjartanssonar, „María“, en það var
flutt af Helga Björnssyni. Ljósa-
lagakeppnin er haldin í tengslum
við árlega Ljósanótt í Reykjanesbæ,
sem að þessu sinni verður helgina
2.–5. september.
Magnús vann ljósalagakeppnina í
fyrra en það kemur fram á vefsíðu
Víkurfrétta að mjög mjótt hafi ver-
ið á mununum milli Védísar og
Magnúsar.
Í þriðja sæti endaði lagið „Mín
ást“ eftir Elvar Gottskálksson. Reg-
ína Ósk söng lagið.
Víkurfréttir/Atli Már Gylfason
Védís Hervör á Ljósalagið 2004
www .regnboginn.is
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 4. m/ísl.tali.
Mjáumst
í bíó!
T
o p
p
myndin
á íslandi
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Í Stepford er eitthvað undarlegt á seyði
Frábær gamanmynd með toppleikurum Kr. 500
„ ...mynd þar sem
áhorfendur skella
ærlega upp úr og
jafnvel hneggja af
hlátri.“
Kvikmyndir.com
S.K., Skonrokk
Ó.H.T Rás2
„Myndir á borð við
þessar segja meira en
þúsund orð.“
HJ. MBL
S.K., Skonrokk
„Drepfyndin“
Ó.Ö.H. DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
CHRISTOPHER
WALKEN
BETTE
MIDLER
FAITH
HILL
CLENN
CLOSE
NICOLE
KINDMAN
MATTHEW
BRODERICK
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Þetta var ekki hennar heimur..
en dansinn sameinaði þau!
Sjóðheit og seiðandi skemmtun!
Myrkraöflin eru með okkur!
Mögnuð ævintýra-spennumynd!
Sýnd kl. 8, og 10.30. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 6. ísl tal.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Enskt tal.
Mjáumst
í bíó!
T
o p
p
myndin
á íslandi
Uppáhalds köttur allrar
fjölskyldunnar er kominn í bíó!
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 27
LOU Reed sýndi á sér nokkuð aðra
hlið á þessum tónleikum en þá sem
hann sýndi í Kastljósinu daginn áður.
Þar gerði hann sitt besta til að murka
lífið úr Svanhildi Hólm (sem stóðst
álagið glæsilega) með þurrum,
stingandi og stælgjörnum svörum.
Þessa bláu grímu setur Reed oftast
upp þegar hann glímir við pressuna.
En í Höllinni var hann afslappaður
og það lá sýnilega einkar vel á hon-
um. Svo var og með bandið.
Fyrsta lagið var „Turn to Me“ af
hinu glaðværa verki New Senations
(’84) og svo var rennt í „Modern
Dance af Ecstasy“ (’00). Bandið var
að spila sig saman í þessum lögum,
leitandi að samtóni. Reed gerði að
gamni sínu í „Modern Dance“ og
stemningin uppi á sviði góð, nokkuð
sem átti eftir að haldast út tón-
leikana. Lög Reed eru fremur ein-
tóna, oft hvert öðru lík, en lagasmíð-
arnar þjóna oftar en ekki sem
baksvið magnaðra texta (ljóða) en
Reed starfar í raun sem ljóðskáld/
listamaður, með rokk og ról til
grundvallar.
Það þarf ekki að fjölyrða um
hvurslags kanóna var stödd þetta
kvöld í Höllinni. Reed var leiðtogi
áhrifamestu hljómsveitar rokksög-
unnar (utan Bítlanna að sjálfsögðu)
en segja má að öll neðanjarðartónlist,
hvaða búningi sem hún klæðist, sé
tilkomin vegna Velvet Underground.
Ekki endilega vegna hinnar frábæru
tónlistar heldur einkum vegna nýrra
viðhorfa og nýrrar hugsunar sem
sveitin kynnti til sögunnar.
Sólóferill Lou Reed hefur hins
vegar verið upp og ofan, mikil snilld-
arverk í bland við hreina meðal-
mennsku. Þetta speglaðist sumpart í
setti þessa kvölds.
Þannig voru „Guardian Angel“
(ballaða af nýjustu plötu Reed, The
Raven, og lokalag hennar), „Magic
and Loss“ og „Why Do You Talk?“ að
æra óstöðugan á tímabili, sér-
staklega virtist „Magic and Loss“
aldrei ætla að enda. Tvö þau síðast-
nefndu voru hins vegar brotin upp
með djammkenndu keyrslurokki
sem svínvirkaði. Í þessum sprettum
var auðheyrt hversu þétt og gott
band er Reed til fulltingis.
Tvö Velvet Underground voru
næst, hið ótrúlega „Venus in Furs“
og „Sweet Jane“. Ekki felli ég mig
við útgáfurnar á þessum lögum, sér-
stakleg var „Venus in Furs“ flatt
með tilgerðarlegu sellósargi í end-
ann.
„Ecstasy“ og „Jesus“ sigldu lygn-
an sjó og það var ekki fyrr en í stór-
góðu „Romeo had Juliet“ að Reed og
félagar sýndu virkilega hvað í þeim
bjó. Loksins helltist gleðin uppi á
sviði almennilega út í salinn. Eftir
þetta fóru þau líka á feiknalegt flug.
„The Day John Kennedy Died“, af
einni bestu sólóplötu Reed, The Blue
Mask (’82), var flutt af mikilli ein-
lægni og strax á eftir kom toppur
tónleikanna, hið mjög svo fallega
„Vanishing Act of The Raven“. Hér
var komin sönnun þess að Reed er
hvergi nærri af baki dottinn sem
skapandi og heill listamaður, stað-
reynd sem var þó ekki nægilega ljós
þessa kvöldstund.
Hvað sem segja má um The Raven
er platan greinilega afurð listamanns
sem er enn með tæra, listræna sýn
og það er ekki sjálfgefið þegar Elli
kelling er farin að nálgast. Sjá sam-
tíðarmenn Reed eins og … (fyllið inn
eftir smekk).
Lokalagið var svo kröftug útgáfa
af „Dirty Blvd.“ sem er að finna á
hinum stórgóða óð New York (’89).
Uppklöpp voru tvö og þá spilaði
Reed þrjú af sínum þekktustu lögum,
„Satellite of Love“, „Perfect Day“
(lag um heróínneyslu sem er ein-
hverra hluta vegna vinsælt í brúð-
kaupum) og „Walk on the Wild Side“.
Öll eru lögin af Transformer (’72)
sem einatt er talin besta plata Reed.
Öll voru þessi lög frábærlega flutt og
stemningin í Höllinni einstök á með-
an á því stóð.
Þegar allt kom til alls voru þetta
hinir sæmilegustu tónleikar. Ég
hefði engan veginn viljað missa af
þessu, því að við erum jú að tala um
Lou Reed! Tónleikarnir einkenndust
engu að síður af hæðum og lægðum,
nákvæmlega eins og sólóferill þessa
merka tónlistarmanns.
Morgunblaðið/ÞÖK
Lou Reed lék grímulaus í Laugar-
dalshöllinni á föstudag.
Hæðir og lægðir
TÓNLIST
Laugardalshöll
Tónleikar Lou Reed í Laugardalshöll.
Reed lék á gítar og söng en með honum
voru þau Fernando Saunders (bassi,
söngur), Mike Rathke (gítar), Jane
Scarpantoni (selló) og Tony Smith
(trommur). Föstudagurinn 20. ágúst,
2004.
Lou Reed Arnar Eggert Thoroddsen
Því miður olli lokasýning hátíð-
arinnar, La nuit des assassins (Nótt
morðingjanna) í flutningi belgíska
leikhópsins Krakeel, allnokkrum
vonbrigðum. Hvort sem um var að
kenna verkinu eða leiknum þá var
uppfærslan laus við alla „dýnamík“
og dramatíska uppbyggingu. Leik-
urinn var yfirspenntur og einkennd-
ist af stöðugum öskrum og látum sem
studd voru af móðursýkislegri öndun.
Framlag Íslands
gerir lukku
Á hátíðum sem þessum er vaninn
að hafa umræðufundi með gagnrýn-
endum þar sem sagður er kostur og
löstur á sýningum hátíðarinnar og
gestir hátíðarinnar geta varpað fram
spurningum og vangaveltum sínum
um það sem fyrir augu hefur borið.
Oft hafa slíkir umræðufundir farið
fram daglega, þar sem fjallað er um
sýningarnar sem sýndar voru daginn
áður. Að þessu sinni var hins vegar
farin sú leið að hafa einn umræðu-
fund undir lok hátíðarinnar þegar há-
tíðargestir höfðu séð allar sýning-
arnar. Að sumu leyti virkaði þetta
fyrirkomulag afar vel sökum þess að
gagnrýnendum gafst þá kostur á að
draga hátíðina saman, auk þess sem
þetta varð til þess að hér um bil allir
gestir hátíðarinnar sátu allan fundinn
og hlustuðu á umræður um hinar
sýningarnar. En því miður hefur til-
hneigingin á fyrri hátíðum verið sú að
leikhópar hafa aðeins mætt á umræð-
urnar þar sem þeirra leiksýning er
gagnrýnd og ekki virst hafa áhuga á
að hlusta á umræður um aðrar sýn-
ingar, sem mér hefur alltaf þótt
nokkuð sérkennileg afstaða hjá leik-
húsáhugafólki þar sem stór hluti af
leikhúsupplifun felst í því að ræða
sýningar. Eini ókosturinn við fyr-
irkomulagið var hins vegar að mun
minni tími gafst í heild sinni til að
umræðnanna en venjulega. Gagnrýn-
endurnir að þessu sinni voru leik-
stjórarnir Jakob Oschlag frá Dan-
mörku og Tiit Palu frá Eistlandi, en
meðal nýlegra leikstjórnarverkefna
Palu má nefna uppsetningu hans á
Að eilífu eftir Árna Ibsen hjá Endla-
leikhúsinu í bænum Pärnu í Eist-
landi.
Þess má geta að framlag Íslands,
sem var sýning Hugleiks Undir
hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur, í
leikstjórn Ágústu Skúladóttur, virtist
falla vel í kramið hjá gagnrýnendum
jafnframt því að vera afar vel tekið af
áhorfendum hátíðarinnar. Þannig
lýsti Tiit Palu því beinlínis yfir á fyrr-
nefndum umræðufundi gagnrýnenda
að sýning Hugleiks hefði að sínu mati
verið ein besta sýning hátíðarinnar.
Hann benti á að afar vandasamt gæti
reynst að flétta saman leik og söng á
þann hátt sem gert væri í sýning-
unni, en að hans mati hefði það geng-
ið fullkomlega upp. Jakob Oschlag
hrósaði leikhópnum sérstaklega fyrir
góðan leik og fyrir hve vel hefði tek-
ist að vega hið vandasama salt milli
einlægni og íróníu.
silja@mbl.is