Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 25
menjar úr sögu kristninnar, en Páll postuli bjó í borginni og stofnaði þar söfnuð sinn.“ Í nágrenni við Efesos er jafnframt lítið hús og kapella í fjallshlíð sem fullsannað þykir að hafi verið síðasti dvalarstaður Maríu meyjar. Á slóðir fornkappanna Sjö daga hringferð um meginland Grikklands var uppfull af ævintýr- um, undurfallegu landslagi og stór- merkum fornminjum að sögn Berg- ljótar og Odds. „Í Kórinþu las einn ferðalanganna, Jakob S. Jónsson, ákaflega fallega upp úr Kór- inþubréfunum á þeim stað sem álitið er að Páll hafi lesið yfir lýðnum. Við Kórinþu er líka Afródítumusteri uppi á bröttu fjalli, þar sem um 200 gleðimeyjar dvöldu. Ef karlmenn vildu heimsækja þær þurftu þeir að príla upp brattar fjallshlíðarnar fyrst. Og alls staðar voru fornar rústir, sama hvert við komum,“ seg- ir Bergljót. Meðal þess sem hópurinn skoðaði á hringferðinni var Epídvaros, eitt stærsta útileikhús Evrópu, en það er frá 4. öld fyrir Krist, hefur sæti fyrir 14.000 manns og gríðargóðan hljómburð. Í Mýkenu var hin forna háborg Agamemnons Trójukappa og þar bar fyrir augu ferðalanga konungshöll hans og Ljónahliðið fræga sem er 3.500 ára gamalt. Bergljót segir ferðina til Ólympíu hafa verið einn af hápunktunum í ferðinni. „Þetta er stórt og mikið svæði, en mikið hrunið. Það eina sem stendur enn er sjálfur leikvang- urinn sem er alveg heill, með rás- mörkum og öllu. Og þarna er Ól- ympíueldurinn tendraður,“ segir Bergljót. „Til Delfí var líka stór- fenglegt að koma og margt að sjá, m.a. hof véfréttarinnar. Í Kal- ambaka er að finna merkilegar klausturbyggðir sem tróna á toppi um 300 metra hárra hamra. Það botnar enginn í því hvernig þetta var gert“, segir Oddur. Í Vergínu var gröf Filippusar Makedóníukonungs skoðuð en hún fannst árið 1977 og var merkilegasti fornleifafundur síðustu aldar. Því- næst lá leiðin um slóðir Alexanders mikla í Pellu. Lokaviðkomustaðirnir voru síðan í Laugarskarði og á Maraþonvöllum áður en snúið var aftur til Aþenu. Þau Oddur og Bergljót segja að ekki megi gleyma að minnast á nýja neðanjarðarlestarkerfið í Aþenu en mikið af fornminjum hefur fundist við framkvæmdirnar. „Þeir segja að ekki megi reka niður skólfu án þess að eitthvað merkilegt finnist. Það er t.d. mjög gaman að skoða neð- anjarðarlestakerfið í Aþenu, en þar hefur verið komið upp glerbúrum á hverri stöð með þeim fornminjum sem fundist hafa þar um kring. Þar er allt frá litlum listmunum til heilu grafanna.“ Þau Bergljót og Oddur segjast líklega aldrei hafa fræðst um jafn- margt á einu ferðalagi og sé Sigurði A. Magnússyni þar mikið að þakka. „Hann Sigurður er bæði ákaflega fróður og fús til að veita hvers kyns upplýsingar. Hann var heldur ekk- ert að kjafta mann í kaf heldur hélt alltaf stutta tölu á hverjum stað. Síðan mátti maður bara spyrja og var sama hvort maður spurði um söguna eða gríska samtímamenn- ingu, aldrei kom maður að tómum kofunum,“ segja Grikklandsfararnir að lokum. Bergljót Gunnarsdóttir: Við kyndilinn á gamla ólympíuvellinum í Aþenu. heida@mbl.is FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 25 Hvað voruð þið mörg sem genguð saman þessa leið og hvaða vötn urðu á leið ykkar? „Það var nú fremur fámennt en einstaklega góðmennt að þessu sinni en við vorum sex sem gengum þessa leið. Ferðin hófst við Hlíðarvatn í Hnappadal, síðan komum við að Hítarvatni, Langavatni, Háleiks- vatni,Vikravatni og að lokum Hreða- vatni.“ Er þetta erfið gönguleið og hvað genguð þið marga tíma á dag? „Fyrsta dagleiðin var stutt, þá gengum við um ellefu kílómetra og það tók okkur um fjóra tíma en hækkunin var um þrjú hundruð metrar. Landslagið á þeirri leið er auðvelt til göngu og við tjölduðum á bökkum Hítarvatns. Önnur dagleiðin var um tuttugu kílómetrar og var um níu tíma ganga um mjög fallegt landslag. Hluti hópsins gekk síðan upp að Háleiksvatni sem er í 540 metrum yfir sjávarmáli, umlukið fjöllum. Aðrir sóluðu sig í blíðskap- arveðri og tuttugu stiga hita. Síðan gengum við yfir Gvendarskarð og niður að og með fram Langavatni en það vatn ber sannarlega nafn með rentu. Lokadaginn gengum við yfir Beylárheiði að Vikravatni og þaðan niður að Hreðavatni. Þessi dagur var einna tilbreytingarlausastur og land- ið þýft og því frekar leiðinlegt til göngu en þó ekkert erfiði. Á Bifröst var síðan tekið á móti okkur með grilli og glæstum veigum af gömlum skólafélögum í sól og borgfirskri blíðu.“ Hvað tókstu með þér í bakpok- ann? „Nauðsynlegar vistir og klæðnað, en þar sem gangan var stutt og frek- ar auðveld að þessu sinni leyfði mað- ur sér að taka með sér fleira en nauð- synlegt þykir. Ein gönguvinkona mín gaf mér upptrekkt útvarp og vasaljós í þessari ferð en í fyrra hafði ég víst haldið mikla ræðu um frá- bærleika þeirra nýju tækja sem nota ekki aðra orku en þá sem fæst úr manni sjálfum. Ég er ennþá alveg heillaður af græjunum og geymi þessar gersemar á besta stað í stofu- skápnum.“ Ferðu í fleiri en eina langa göngu- ferð á hverju ári? „Já, ég fer svona eina til tvær göngur á hverju ári og í ár fórum við hjónin upp á Hvannadalshnjúk til að halda upp á 19. júní. Þar hitti ég vin minn Teit Þorkelsson sem tjáði mér að ekkert væri erfiðara en að ganga á Hvannadalshnjúk, nema þá kannski barnsfæðing. Veit ég vel að Teitur hefur klifið margan tindinn, bæði hér heima og erlendis, en hvernig hann öðlaðist þessa þekk- ingu á barnsfæðingum veit ég ekki.“ Hvar gistuð þið á leiðinni? „Þetta var tjaldferð og er fátt dásamlegra en að sofa í tjaldi langt frá mannabyggðum um hásumar. Ég hvílist vel ef ég passa að fara eftir nokkrum mjög mikilvægum heil- ræðum. Mest legg ég upp úr að tjalda sem lengst í burtu frá þeim sem hrjóta hvað hæst, hef með mér eyrnatappa og uppblásna flug- vélakoddann minn undir höfðinu. Góð bók og koníaksfleygur eru líka ómissandi. Annars tókst nokkrum hröfnum að halda fyrir okkur vöku í þessari ferð. Engir eyrnatappar gátu lokað fyrir hávært krunk þeirra.“  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Gengið milli vatna Þórhallur Barði Kára- son er meðlimur í hinum vaska gönguklúbbi Ás- björn elskan og er ný- kominn úr þriggja daga göngu um svokallaða Vatnaleið sem liggur frá Hlíðarvatni í Hnappa- dalssýslu yfir að Hreða- vatni í Mýrasýslu. Morgunblaðið/Þorkell Þórhallur Barði Kárason göngugarpur. Smyril Line í Þýskalandi SMYRIL Line opnar nýja söluskrifstofu í Þýskalandi í byrjun september, en skrifstofunni er ætlað að styrkja stöðu Smyril Line í Þýskalandi. Skrifstofan verður í Kiel og munu tveir starfs- menn starfa þar í byrjun. „Ef við ætlum að styrkja stöðu okkar á þýska markaðnum þá er nauðsynlegt að gera það með eigin starfsemi og söluskrifstofu í Þýskalandi,“ segir Jó- hannes á Váli, framkvæmdastjóri P/F Smyril Line, en J.A. Reinecke mun áfram starfa sem aðalumboðsaðili þar til söluskrifstofan tekur til starfa í september. Öllum fyr- irspurnum varðandi ferðir 2005, verð- ur eftir þann tíma að beina til nýju skrifstofunnar. Golf í London GB Ferðir hafa gert samning við hót- elið The Grove í London. Hótelið opn- aði í september 2003 og er nú vinsælt helgarhótel fræga fólksins í London. Það hefur verið í byggingu síðastliðin 8 ár en bygging- unni var breytt í 227 herbergja fimm stjörnu hótel. Á hótelinu eru 3 veit- ingastaðir, 3 barir, 2 sundlaugar, veislu- salur fyrir 500 manns, líkamsrækt- arsalur og heilsulind Golfvöllur hótelsins er hannaður af Kyle Philips. GB Ferðir verða fyrst um sinn að bjóða upp á þriggja daga pakka á The Grove. Innifalið er: Flug til London með flug- vallasköttum, tvær nætur með morg- unverði og 2x 18 holur. Pakkarnir eru í boði alla laugardaga í september októ- ber og nóvember og kosta kr. 59.900. Nýtt heimilisfang Smyril Line í Þýskalandi: Smyril Line Deutschland, Sell Speicher, Wall 55, 24103 Kiel. Símanúmer: 0431-200886, Fax- númer: 0431-2008870 Netfang: deutschland@smyril-line.de Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.