Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ O g karlinn prumpar svona,“ söng patt- aralegur, sköllóttur karl og fékk æsku landsins til að engj- ast um af hlátri. Fullorðna fólkið hló með svona til þess að vera ekki með forpokahátt á tímum æskudýrkunar og ef lagið var í útvarpinu mátti bóka að í marga klukkutíma á eftir ómaði það í höfðum hlustenda. Það er eitt- hvað svo fyndið við prump. Sigmund Freud talaði um skiptingu persónuleikans í frum- sjálf, yfirsjálf og sjálf. Frum- sjálfið stýrist af frumhvötunum, þ.e. þörfinni fyrir að hafa hægð- ir, pissa, stunda kynlíf o.s.frv., og vill að þeim sé fullnægt á stund- inni. Yfirsjálf- ið er hins veg- ar nokkurs konar siðgæð- isvörður og vill alls ekki að þessum þörfum sé fullnægt. Sjálfið er svo í hlutverki sáttasemjarans. Þegar frumsjálfið hrópar kúka hafnar yfirsjálfið því alfarið en sjálfið kemur með málamiðl- unartillögu sem gæti verið að kúka í klósettið. Á sumum tímum, í sumum samfélögum hefur allt sem teng- ist frumsjálfinu verið algjört tabú. Þannig hefur kynlíf verið ósiðlegt og allt sem tengist þvag- eða saurláti mikið feimnismál. Á sjöunda og áttunda áratugn- um var kynlíf mikið í umræðunni á Norðurlöndum. Svo mikið að stundum er talað um kynlífsbylt- inguna. Smokkurinn og pillan komu fram á sjónarsviðið og kynlíf hætti að vera rosalegt tabú og fór jafnvel yfir í að vera töff enda frjálsar ástir hluti af friðarstefnu. Á níunda og tíunda áratugnum og væntanlega á þeim fyrsta nýrrar aldar var því rætt miklu opinskár um kynlíf og kyn- fræðsla fór að verða annað og meira en ein blaðsíða sem hopp- að var yfir í líffræðibókinni. (Reyndar hefur það jafnvel geng- ið svo langt að kennslan á meira skylt við aðferðafræði en við fræðslu um heilbrigða kyn- ímynd.) Breytingin frá tímunum þegar kynlíf var ósiðlegt og þjóð- félagsumræðan höfðaði einkum til yfirsjálfsins yfir í tíma kyn- slóðarinnar sem lærir um kynlíf frá boðberum frjálsra ásta er því mikil. Nú er svo komið að öllum á að þykja kynlíf æðislegt og helst vilja alltaf vera að. Pör eiga að vera nýjungagjörn og prófa allt sem hugmyndaflugið leyfir og helst meira en það. Ef kynlíf er bara „venjulegt“, þ.e. inni í svefnherbergi án tóla og tækja og kannski bara í einni til tveim- ur stellingum, eru engar líkur á að sambandið endist. Í raun er það orðið svo að kynlíf er orðið kvöð frekar en hitt og þau sem kjósa að stunda ekki kynlíf eru stórskrýtin. Á sama tíma hefur húmor Ís- lendinga breyst svo um munar. Tilkoma Fóstbræðra í sjónvarpi varð til þess að þjóðfélagslegt grín Spaugstofunnar hætti að vera eina tegund gríns og það þótti sniðugt að gera grín að samfélaginu og kenndum fólks. Í dag er svo komið að grín sem tengist frumsjálfinu er það allra besta. Rass, typpi, píka og brjóst þykja ekki einungis fyndin fyr- irbæri á leikskóla heldur ratar þetta inn í sjónvarspsþætti sem eru með ótrúlega mikið áhorf. Landsþekktir menn drekka ógeðsdrykki í beinni útsendingu, forsetaframbjóðandi sem vill endurvekja virðingu forsetaemb- ættsins lætur flengja sig og „of- urhugar“ hlaupa naktir um við mikinn fögnuð fólks. Með öðrum orðum; veröld frumsjálfsins blómstrar. Ekkert má vera óþægilegt eða fara úrskeiðis. Allur matur á að bragðast ofsalega vel og holl- ustan víkur að sjálfsögðu þar fyr- ir. Sæti eiga að vera þægileg, einkabílar eru mannréttindi, göt- ur eiga að vera vel ruddar og umferð má helst ekki vera til, jafnvel þótt stærstur hluti Ís- lendinga yfir 17 ára aldri fari leiða sinna keyrandi. Í vinnunni þurfa sætin að vera sniðin að líkamanum, tölvuskjáir í réttri hæð og kaffivélar í seil- ingarfjarlægð. Á heimilinu þurf- um við örbylgjuofn, splunkunýj- an sófa og fullkomið rúm. Allt okkar umhverfi á að vera hannað þannig að við getum hreyft okk- ur sem minnst án þess að þurfa að glíma við fylgikvilla hreyfing- arleysis eins og vöðvabólgu og aðra líkamsverki. Við höfum náð ansi langt í að losa okkur við líkamleg óþæg- indi. Hins vegar er sársauki manneskjunnar ekki eingöngu bundinn líkamanum heldur glímum við líka við tilfinningar og sársauka sem tengist þeim. Það er öllu erfiðara að halda andlegum og tilfinningalegum sársauka í skefjum. Engu að síð- ur hafa okkar færustu sérfræð- ingar fundið út að með því að deyfa líkamann nógu mikið deyf- ist sálin sjálfkrafa með enda erf- itt að vera með sjálfseyðandi hegðun þegar orkuleysið er al- gjört. Kvikmyndin Eternal Sunshine of the Spotless Mind fjallar m.a. um þjónustu sem miðast að því að þurrka út óþægilegar minn- ingar. Misheppnuð ástarsam- bönd, dauðsföll ættingja eða skammarleg hegðun; þú getur gleymt öllu með aðstoð sérfræð- inga. Þarna er komin fullkomin lausn fyrir okkar frumsjálfmið- aða samfélag. Ef þetta getur orð- ið að veruleika þurfum við ekki neinar erfiðar tilfinningar. Og að lokum getum við skapað hið fullkomna þægilega samfélag. Ofbeldi breytir litlu því fórn- arlömbin geta bara gleymt því. Við borðum súkkulaði og sjúgum svo fituna af. Við finnum aldrei tilfinninguna að hafa klárað erf- iðan íþróttatíma. Við munum ekki finna hvað það er notalegt að losna við nefstíflu því stíflan er aldrei til staðar. Við getum lifað og dáið í hæg- indastól og ef einhverjum þótti vænt um okkur og sárt að við skyldum deyja mun minning okkar glatast að eilífu. Myndir þú eyða mér? Allt okkar umhverfi á að vera hannað þannig að við getum hreyft okkur sem minnst án þess að þurfa að glíma við fylgikvilla hreyfingarleysis eins og vöðvabólgu og aðra líkamsverki. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is MITT mat er að þegar fólk hættir í pólitískum störfum eftir langa setu þá eigi það að hætta afskiptum af þeim málum og láta þá sem til eru kjörnir um að stjórna þeim málum sem þeim er ætlað. Þannig er það með mig. Ég hef haldið mig til hlés í pólitískri um- ræðu síðan ég hætti þó að sjálfsögðu hafi ég mínar skoðanir á þeim málum sem til um- ræðu eru og varða bæjarfélag okkar. Nú er rætt um skipulags- mál eins og svo oft áð- ur og inn í þá umræðu blandast ólík- ar skoðanir sem ég vil aðeins fjalla um þar sem afstaða mín hefur komið til umræðu hér í bæ. Skipulagsmál Hvernig þjónar sveitarfélag þörfum íbúanna í skipulagsmálum? Að sjálf- sögðu með því að bjóða upp á sem flesta valkosti fyrir íbúana á öllum aldri þar sem þeir geta valið um bú- setukosti, tómstundir og þjónustu sem henta þeim á hverjum tíma. Sveitarstjórnir Seltjarnarness hafa öll þau ár sem ég þekki til haft að leiðarljósi að reyna að gera íbúum samfélagsins sem auðveldast að laga sig að því umhverfi sem þeir hafa kosið sér til búsetu. Oft hefur þessi stefna gert það að verkum að þurft hefur að sveigja til reglur og skipu- lag á viðkvæmum stöðum svo sem stígum með fjörum og notkun eigna þó að almannahagsmunir hafi á stundum krafist annarra ákvarðana. Skipulag er tæki sem stjórnvöld hafa að leiðarljósi við uppbyggingu samfélags okkar til hagsbóta fyrir íbúa samfélagsins. Sel- tjarnarnes er gott sam- félag sem við sem höf- um búið hér viljum halda áfram að búa í en hvernig eigum við að gera það ef við höfum ekki fjölbreytta kosti í íbúðavali? Þarna koma skipulagsmál til sög- unnar. Við sem eigum stóru húsin á Seltjarn- arnesi viljum og þurf- um að minnka við okk- ur en viljum ekki flytja af Seltjarnarnesi. Við og margir aðrir sem til okkar vilja koma viljum valkosti. Þeir valkostir eru til staðar við Suð- urströnd og á Hrólfsskálamel þar sem skipulagðar hafa verið íbúðir sem henta bæði ungum og öldnum og eiga eftir að stuðla að því að íbúaþróun verði hagstæð hér í bæ. Af hverju? Seltjarnarnesbær hefur státað og það með réttu af góðri þjónustu við bæjarbúa. Leikskólar og grunn- skólar eru í fremstu röð og öll önnur þjónusta við bæjarbúa er mjög góð, þar með talin íþrótta- og æskulýðs- mál og málefni aldraðra. Seltirn- ingar eldast eins og annað fólk og þar af leiðandi verða færri sem standa undir þeirri þjónustu sem bæjarfélagið vill veita og kostnaður vex að sjálfsögðu þar sem ekki er dregið úr þjónustu. Til þess að hægt sé að láta bæjarfélagið ganga er nauðsynlegt að bjóða upp á fjöl- breytt íbúðarform sem taka mið af aldri og fjölskyldustærð bæjarbúa. Á Seltjarnarnesi er um helmingur íbúðarhúsnæðis í einbýlis- og rað- húsum sem eru ákjósanlegt húsnæði fyrir barnafjölskyldur en vandamál fyrir eldra fólk t.d. sem býr eitt. Þessari þörf þarf að mæta og er ver- ið að mæta með því skipulagi sem verið er að kynna sem gerir ráð fyrir öllum aldurshópum sem sjá má af m.a. fótboltavelli sem fellur vel inn í skipulagið. Í góðum höndum Ungt fólk sem tók við stjórn Sel- tjarnarnesbæjar eftir síðustu bæj- arstjórnarkosningar skynjaði þessa þörf og er að bregðast við með þeim úrræðum sem rétt eru, þ.e. bjóða upp á valkosti þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem lásu ársskýrslu Seltjarnarnesbæjar 2003 sáu að tekjur bæjarfélagsins stóðu í stað milli ára og koma til með að lækka ef íbúum heldur áfram að fækka. Ég vona að fólk sjái að þessi mál eru í góðum farvegi og ég vona að ég eigi eftir að sjá, ef mér endist heilsa og aldur, sem flesta sem nú hafa verið að mótmæla Hrólfsskála og Suðurstrandarskipulagi með mér í íbúðum á svæðunum þegar við minnkum við okkur og þar mun okk- ur líða vel. Já, Seltjarnarnes Sigurgeir Sigurðsson skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Til þess að hægt sé aðláta bæjarfélagið ganga er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt íbúðar- form …‘ Sigurgeir Sigurðsson Höfundur er fv. bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. LOKSINS, loksins held ég að heyrist í mörgum knattspyrnuáhuga- manninum þessa dagana þegar þeir sjá gamla Ísbjarnarhúsið verða að steinhrúgum hægt og rólega. Það hefur lengi verið á döfinni að gera al- mennilegan knatt- spyrnuvöll á nesinu og nú loksins hillir undir að það verði að veru- leika. Þar sem gamli Ísbjörninn var, er ætl- unin að staðsetja nýj- an gervigrasvöll sam- kvæmt þeim tillögum að deiliskipulagi sem nú liggja frammi til sýnis á Bæjarskrif- stofu Seltjarnarness og Bókasafni. Núverandi aðstaða fyrir knattspyrnu- menn er malarvöllur fyrir neðan Valhúsaskóla og grasvöll- ur á Valhúsahæðinni sem hafa verið í mjög misjöfnu ástandi og vart talist boðlegir sem æfingavellir á stundum, hvað þá keppnisvellir. Nú er ætlunin að útbúa gervigrasvöll í flokki D sem er völlur í keppnisstærð. Íþrótta- og skólasvæðið á Seltjarn- arnesi er sundurslitið af aksturs- leiðum sem eru upp að og aftur með Ísbirninum, aksturleið að Bónus og Ræktinni austanmegin og akstursleið að heilsugæslu vestanmegin, sem sker malarvöllinn frá íþróttahúsinu. Þarna hafa börn og ungmenni þurft að fara á milli íþróttasvæðis og skóla og yfir á malarvöll svo og þeir sem eru að æfa og keppa á malarvellinum. Með því að setja nýja gervigras- völlinn á Hrólfsskálamelinn, á Ís- bjarnarreitinn, mun takast að sam- tengja skólalóð Mýrarhúsaskóla, íþróttahús, sundlaug, knatt- spyrnuvöll og tónlistarskóla á um- ferðarlausu svæði. Börn og ungmenni munu því geta farið þarna um allt svæðið án þess að þurfa að fara nokkru sinni yfir götu eða eiga á hættu að þarna sé umferð. Með staðsetningu íþróttavallarins á þessum stað næst líka mun betri tenging við íþróttahúsið þar sem að- alanddyri og búningsaðstaða fyrir íþróttasvæðið er og verður staðsett þeim megin, auk þess sem fé- lagssaðstaða Gróttu er þar fyrir hendi. Mikil gróska er í íþróttalífi á nesinu og er hlutfall iðkenda í íþrótt- um með því hæsta sem gerist í árgöngum hjá börnum á grunn- skólaaldri. Knatt- spyrnan er með grósku- mesta móti hjá Gróttu um þessar mundir og nú í ár var í fyrsta sinn kvennaflokkur í knatt- spyrnu svo nú munu bæði kyn njóta góðs af. Eins og sýnt hefur verið fram á er mjög mik- ilvægt fyrir börn og ung- menni að stunda íþróttir eða annað tómstundastarf þar sem það kemur í veg fyrir að þau leiðist út í óreglu. Það hefur verið yfirlýst stefna Sel- tjarnarnesbæjar að stuðla að þrótt- miklu íþrótta- og æskulýðsstarfi með því að bjóða upp á góða aðstöðu og vinna þannig á virkan hátt í forvarn- arstarfi og er uppbygging gervigras- vallarins liður í þeirri stefnu. Stað- setning vallarins var einróma samþykkt af íþrótta- og æskulýðsráði bæjarins við umfjöllun þar. Með þessu móti verður mestöll sú þjón- usta sem ungmenni í bæjarfélaginu nýta sér á einu afmörkuðu svæði sem er síðan rammað inn af íbúðabyggð allt í kring eins og tillögur að skipu- lagi gera ráð fyrir eða sk. „campus- skipulagi“ sem rætt var m.a. á íbúa- þinginu. Ekki eingöngu mun nýi völlurinn nýtast sem æfinga- og keppnissvæði fyrir fótbolta. Völlurinn liggur þétt að skólalóð Mýrarhúsaskóla og verður því sem stækkun á skólalóðinni í frí- mínútum þar sem hægt er að hlaupa og leika. Hann mun einnig nýtast við skólaleikfimi þar sem hann er stað- settur á milli skólans og íþróttahúss- ins og því raunhæfur kostur sem svæði fyrir leikfimikennslu. Íbúðir aldraðra á Skólabraut 3–5 eru þarna beint fyrir ofan og fá grænt íþróttasvæði fyrir neðan húsið sem verður upphitað allan ársins hring og gæti nýst sem göngusvæði á vetrum þegar ekki eru skipulegar æf- ingar/ leikfimi á vellinum. Ég trúi því að það sé ólíkt skemmtilegra á að horfa fyrir eldri borgarana, ung- menni að leik en gamla Ísbjörninn. Blessuð börnin sem gengið hafa í Mýrarhúsaskóla hér á nesinu hafa þurft að ganga framhjá gamla Ís- bjarnarhúsinu, sem hefur verið held- ur óhrjálegt á að líta og mörg skúma- skot í kringum og dimmt leiðinlegt umhverfi á leið í skólann og á leið í íþróttahúsið í mörg, mörg ár og hafa haft þetta sem útsýni og næsta leik- svæði við skólalóðina. Ég verð að segja það fyrir mitt leyti, sem vænt- anlega einn af mörgum íbúum sem að eyðir drjúgum parti dagsins annars staðar en á Seltjarnarnesinu í vinnu og nýti lítið þessi svæði, að ég get meira en unnt börnunum þess að fá loksins almennilegt opið svæði hjá skólanum og nægt rými til að hreyfa sig án þess að vera í hættu af umferð eða hættulegu húsnæði og styð því heils hugar byggingu og staðsetningu nýs gervigrasvallar. Það eru börnin sem best geta nýtt sér þetta dýr- mæta svæði og ég tími alveg að láta þeim það eftir. Knattspyrnuvöllur á Hrólfsskálamel Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Það eru börnin sembest geta nýtt sér þetta dýrmæta svæði og ég tími alveg að láta þeim það eftir.‘ Sigrún Edda Jónsdóttir Höfundur er formaður Félagsmála- ráðs Seltjarnarness.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.