Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Viggó Rúnar Ein-arsson verslunar- stjóri fæddist í Prest- húsum í Reynishverfi í Mýrdal 22. septem- ber 1955. Hann and- aðist í Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi 19. ágúst 2004. Foreldrar hans eru hjónin Einar Klemensson, f. 4. nóv- ember 1930, bóndi í Presthúsum, og kona hans, Hrefna Finn- bogadóttir, f. 22. apríl 1932. Foreldrar Einars voru Gunn- heiður Heiðmundsdóttir frá Suður- götum í Mýrdal og Klemens Árna- son frá Görðum í Reynishverfi. Þau bjuggu í Görðum. Foreldrar Hrefnu voru Kristín Einarsdóttir frá Reyni og Finnbogi Einarsson frá Þórisholti í Reynishverfi. Þau bjuggu í Presthúsum. Viggó var næstelstur sjö barna þeirra Einars og Hrefnu. Systkini Viggós eru: 1) Kristín, f. 22. júní 1953, á heima í Vík í Mýrdal, gift Elísa eignaðist fyrir hjónaband Jón Inga Smárason, f. 30. mars 1971, og gekk Viggó honum í föð- urstað. Sonur Jóns Inga er Daníel Ingi, f. 26. júlí 1998. Viggó ólst upp í foreldrahúsum. Hann lauk landsprófi frá Skóga- skóla og prófi frá Lögregluskólan- um. Hann fór ungur á vertíðir í Grindavík og Vestmannaeyjum, var fláningsmaður í sláturhúsinu í Vík, sótti sjóinn á togurum og neta- bátum og var verslunarstjóri í Vík- urskála, auk þess sem hann starfaði sem lögreglumaður og sjúkrabif- reiðarstjóri í Vestur-Skaftafells- sýslu. Hann starfaði í varahluta- verslun Kaupfélags Skaftfellinga í Vík í áratug. Árið 1987 flutti Viggó með fjölskyldu sinni til Selfoss, þar sem hann vann í varahlutaverslun Kaupfélags Árnesinga, og varð þar síðar verslunarstjóri. Viggó festi, ásamt fjórum öðrum, kaup á vara- hlutaverslun og Bifreiða- og dekkjaverkstæði Kaupfélags Ár- nesinga, sem rekið var í nokkur ár undir nafninu Bílfoss. Eftir það gerðist hann verslunarstjóri í vara- hlutaversluninni Stillingu á Selfossi og því starfi gegndi hann uns hann veiktist í desember 2003. Útför Viggós verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Sigurjóni Rútssyni, 2) Klemens í Vestmanna- eyjum, f. 25. janúar 1958, 3) Finnbogi í Reykjavík, f. 8. maí 1960, 4) Heiða Dís á Höfn í Hornafirði, f. 21. september 1963, gift Snorra Snorrasyni, og yngstir eru tvíburarnir 5) Signý í Hafnarfirði, f. 3. apríl 1965 og 6) Haukur, bóndi á Hrygg- stekk í Skriðdal, f. 3. apríl 1965, kona hans er Sóley Rut Ísleifsdóttir. Viggó kvæntist 20. desember 1975 Elísu Berglindi Adólfsdóttur, f. 24. desember 1953. Foreldrar hennar eru Stefanía Guðmundsdóttir í Hall- skoti í Fljótshlíð og Adólf Sigur- geirsson í Grindavík. Þau Viggó og Elísa áttu heima í Mýrdalnum um 12 ára skeið. Börn Viggós og Elísu eru: 1) Róbert Birkir, f. 9. maí 1976, d. 23. janúar 2003. 2) Lovísa Dögg, f. 7. mars 1979. Sonur hennar er Viggó Rúnar Sigurðsson, f. 10. júlí 2000. 3) Hlynur Freyr, f. 5. janúar 1986. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn og búinn að fá frið fyrir verkjum og öðru því sem krabbameininu fylgdi. Mikið á ég eftir að sakna þín, við vor- um mikið lík í okkur, ákveðin og stíf. Ég gat alltaf leitað til þín, alltaf vissir þú svarið eða hvar það var að fá. Viggó litli dýrkaði þig og við vorum ekki fyrr komin inn í Heimahagann að hann var rokinn í fangið á þér. Greyið litla skilur ekki alveg að afi er dáinn, en hann sagði; nú er afi hjá Ró- bert frænda og guð er að passa þá, og svo rétt seinna talaði hann um að hann þyrfti að bjarga þeim. En hann er svo ungur enn, hann skilur þetta betur seinna. Ég á svo margar minningar um þig, pabbi minn, og mér þótti svo mik- ið vænt um þig, það verður svo erfitt að lifa án þín, að geta ekki skroppið til þín í Stillingu og fengið kaffisopa eða eins og undanfarna mánuði setið hjá þér á sjúkrahúsinu og talað við þig, þó þú gætir ekki svarað til baka þá hlust- aðirðu og gafst til kynna að þú skildir alveg. Þú gast allt sem þú ætlaðir þér og pallurinn sem þú hannaðir og smíð- aðir seinasta sumar er lifandi sönnun þess. Ég hef oft hugsað hvað ég var heppin að fá ykkur mömmu sem for- eldra, ég gæti ekki hugsað mér betri. Ég skil ekki alveg tilganginn með því að taka þig frá okkur svona ungan og með svona mikinn lífsvilja. Þið mamma voruð loksins farin að geta látið aðeins eftir ykkur og þið voruð svo góð saman og svo ertu tekinn frá okkur og auðvitað hugsar maður hvað lífið er oft óréttlátt. Núna eru tveir farnir úr litlu fjölskyldunni okkar á stuttum tíma, Róbert bróðir í fyrra og nú þú. Ég reyni að hugga mig við það að nú sértu kominn til Róberts og nú þarftu ekki að kveljast lengur og ég veit þið fylgist með okkur. Ég mun ávallt elska þig og við sem eftir lifum verðum að reyna að halda áfram að lifa. Með söknuði kveðjum við þig, pabbi minn og afi. Þín dóttir og barnabarn, Lovísa og Viggó Rúnar. Handlaginn heimilisfaðir er rétta lýsingin á pabba, eða Viggó Rúnari Einarssyni. Það er ástæða fyrir ykkur sem les- ið þetta að vera öfundsjúk út í mig því maður gæti ekki óskað sér betri pabba, já gömul klisja en ég er feginn þeim tíma sem ég fékk með honum. Hann var þeim eiginleikum gæddur að geta ávallt komið manni í gott skap með aulabröndurunum sínum. Hann gat allt sem hann vildi, hann var sannkallaður þúsundþjalasmiður. Maður leitaði ávallt ráða hjá honum þrátt fyrir að maður vissi að hann hefði ekki hundsvit á því, einhvern veginn vissi hann alltaf hvað ætti að gera. Ég get ekki ímyndað mér að ein- hverjum líkaði illa við hann, enda al- gjört gull af manni. Þrjóskan gat gert mann stundum vitlausan, en maður verður að hafa einhverja galla svo fólk geti notið góðu hliðanna betur. Þinn sonur, Hlynur Freyr Viggósson. Elsku bróðir. Það er sárara en orð fá lýst að þú skulir vera farinn frá okkur. Í lok nóvember komum við heim til þín, þá sýndir þú okkur myndir úr ut- anlandsferðinni sem þið Elsa höfðuð nýlega farið í. Þá varst þú líka að taka forstofuna í gegn hjá ykkur og allt virtist leika í lyndi. Hinn 9. desember veiktist þú skyndilega og þá uppgötvaðist þessi hræðilegi sjúkdómur sem þú barðist við eins og hetja þar til yfir lauk. Hún Elsa þín er líka alveg einstök. Hún hefur staðið við hlið þér og hlúð að þér allan þennan erfiða tíma. Einn- ig hafa börnin ykkar staðið sig eins og hetjur í þessum erfiðleikum. Þið voruð svo sannarlega búin að kynnast sorginni og söknuðinum fyrir rúmlega einu og hálfu ári þegar þið misstuð hann Róbert ykkar. Já, það er margs að minnast, Viggó minn. Þú varst svo skemmtilegur, glað- vær og glettinn,og þú áttir svo gott með að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Enda frömdum við mörg skemmtileg prakkarastrik sem ekki verður farið nánar út í hér. Þú varst dugnaðarforkur og snill- ingur í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Mætti þar ýmislegt telja upp, eins og matseld, bakstur, smíðar og fleira og fleira. Sólpallurinn sem þú smíðaðir og hannaðir um leið við húsið ykkar á síðastliðnu ári er hrein snilld. Það mun verða skrítið að koma á Selfoss og hitta þig ekki þar lengur. Það mun frændum þínum litlu finnast líka, en þegar við vorum á ferðinni kom alltaf þessi spurning hjá þeim. Eigum við ekki að fara til hans Viggó? Enda hafa þeir alla tíð litið upp til þín. Elsku Viggó minn, það er huggun harmi gegn að vita að þú og hann Ró- bert ykkar eruð saman á ný. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Elsa, Jón Ingi, Lovísa, Hlyn- ur, Daníel Ingi, Viggó Rúnar, pabbi og mamma. Guð gefi ykkur og okkur öllum styrk í sorginni. Þín systir, Kristín. Okkar ástkæri tengdasonur er fall- inn frá. Hafðu þökk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur um dagana. Öll haust komst þú og aðstoðaðir við haustverkin og varst ekki lengi að því sem öðrum þætti þrekvirki. Allar ráðleggingarnar við bílamálin og að- stoðin við það. Takk fyrir allar ánægjustundirnar sem fjölskyldan fékk að upplifa í jóla- boðunum, glettnina, stríðnina og hlát- urinn sem kom frá hjartanu. Hvíl þú í friði. Vottum Elísu, börnum og aðstand- endum samúð okkar Stefanía og Eiríkur. Viggó er farinn. Við trúum því að hann sé á betri stað og njóti þess að vera í faðmi frið- arins og ljóssins og í návist sonar síns sem féll frá fyrir einu og hálfu ári. Við vitum að fjölskylda hans hefur átt hræðilega daga síðustu átta mán- uði og vonum að við hin, getum veitt þeim stuðning og ástæðu til að sjá það góða í lífinu og að lífið sé þess virði að lifa þó það sé erfitt að sjá eitthvað bjart um þessar mundir. Viggó á stórt pláss í mínu hjarta og á meðan ég lifi verða eflaust margar stundir sem ég á eftir að rifja upp þær góðu stundir sem ég átti með honum. Öll sú gleði sem hann gaf af sér og all- ar þær stundir sem hann bara spjall- aði um daginn og veginn. Allur sá tími sem hann var tilbúinn að veita ráð og aðstoða þegar bíllinn manns bilaði og margt annað sem ég man ekki í augnablikinu því eina sem kemur upp í hugann er stríðnin, glettnin og gleðin sem skein úr augum hans þeg- ar sá gállinn var á honum. Það er margs að sakna en margs að minnast og ætla ég ekki að tíunda það allt hér, því ég lifi með það í mínu hjarta og það á eftir að ylja mér eins og minn- ingar þeirra sem hann þekktu, ylja þeim. Viggó var góður, traustur og öruggur maður sem við kveðjum með sárum söknuði. Guð blessi hann og hans fjölskyldu. Brynjólfur, Hólmfríður og börn. Það er í senn sárt og skrítið að þurfa að kveðja góðan frænda svona allt of snemma. Þó var sá tími sem við áttum með Viggó dýrmætur og ég mun alltaf minnast hans með bros á vör. Viggó frændi sem alltaf var að stríða manni og grínast mun lifa í minningunni og aðdáunarvert var hversu kröftuglega hann barðist gegn hinum illvíga sjúkdómi sem loks lagði hann að velli. Viggó var hreinn og beinn og kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur og átti auðvelt með að snúa flestu upp í grín. Það voru hans helstu einkenni. Hann unni fjölskyldu sinni heitt og voru Elsa og Viggó eins og sniðin fyrir hvort ann- að. Á milli þeirra ríkti mikið traust, vinskapur og ást sem ég dáist að. Ég bið innilega að heilsa þér, elsku frændi, og bið þig að færa Róberti Birki kæra kveðju. Það verða eflaust ánægjulegir endurfundir þó vissulega sé sárt að skilja við aðra í þessu lífi. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Ég votta elsku Elsu, Jóni Inga, Daníel litla, Lovísu, Viggó litla, Hlyni, ömmu, afa, móður minni og systkin- um hennar mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau á erfiðum tímum. Kær kveðja, Hrefna Sigurjónsdóttir. Kæri frændi. Þegar það var hringt í mig og mér sagt að þú værir dáinn komu margir hlutir upp í hugann. Fyrst og fremst kom mér í hug ákveðið tómarúm sem stendur eftir og mun aldrei verða fyllt. Þú, eins og margir aðrir, fórst löngu áður en þinn tími var kominn og þín verður sárt saknað. En í allri sorginni hef ég stórt safn góðra minn- inga um þig til þess að gera þetta allt ögn léttbærara. Sérstaklega man ég eftir öllum góðu stundunum í sveit- inni þegar öll fjölskyldan kom saman til að veiða fýl og þú tókst okkur strákana með þér til þess að ná í nokkra. Ég man líka eftir öllum þeim skiptum þegar þú fórst aðeins að grínast í manni með nokkrum góðlát- legum hrekkjum. Þessara stunda mun ég sakna mikið en þó að ég eigi ekki eftir að heyra eða sjá þig hlæja aftur um sinn þá trúi ég því að þú sért núna á góðum stað og lítir brosandi til okkar alveg eins og ég man eftir þér. Að lokum bið ég allt sem gott er að styrkja alla fjölskylduna í sorginni og vil um leið þakka kærlega fyrir að hafa verið svo heppinn að þekkja þig. Hvíl í friði, minn kæri. Þinn frændi, Rútur Skæringur Sigurjónsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Takk fyrir allt, elsku Viggó. Þínir frændur, Viktor Smári og Ríkharður. Kæri Viggó Rúnar, í dag fylgjum við þér í þína hinstu för. Hver hefði trúað því að þú færir svo snemma, það eru ekki nema 19 mánuðir síðan við fylgdum syni ykkar, honum Ró- bert Birki, til grafar. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í fjölskyldu þína á skömmum tíma, skarð sem ekki verð- ur fyllt en eftir stendur minning um mætan mann sem yljar þeim sem eft- ir standa. Það er svo stutt síðan þú varst full- frískur en í einu vetfangi var því breytt og við tók erfið barátta við veikindi sem stóð í 8 mánuði, þá kom kallið. Allan þennan tíma var Elsa konan þín vakin og sofin yfir þér og annaðist þig af mikilli natni og kær- leika, það gerðu börnin ykkar líka. Lífið er margslungið og tilgangurinn ekki alltaf auðskilinn. Í skugga sorg- ar eftir sonarmissinn þjöppuðuð þið ykkur saman og voruð svo samstiga og ákveðin í að njóta þess sem fram- tíðin færði ykkur, þið fenguð ekki langan tíma en nýttuð hann vel. Það er á stundum sem þessari sem við erum minnt á að lífið getur verið stutt, því er betra að halda vel utan um sitt fólk og nota þann tíma sem okkur er gefinn sem allra best. Það er alltaf erfitt að kveðja en það er huggun í raun að nú ertu laus und- an veikindunum og Róbert Birkir tekur á móti þér. Elsku Elísa, Lovísa Dögg, Jón Ingi, Hlynur Freyr, Viggó Rúnar, Daníel Ingi, Hrefna, Einar og aðrir aðstandendur, við biðjum algóðan Guð að styðja ykkur öll á þessum tím- um. Elsku Viggó, góða ferð og takk fyr- ir samfylgdina. Sóley Rut og Haukur. Stundum er það svo að lífsins byrði er misskipt og oft óskiljanleg sú raun er skaparinn leggur á herðar mann- anna. Sonarmissir Viggós og Elísu á síðasta ári var þeim hjónum þungbær en þegar Viggó greindist með illvígan sjúkdóm seint á sama ári var ljóst að þessari fjölskyldu var ætluð byrði sem enginn ætti að bera. Nú er lokið erfiðri baráttu og eftir standa fjölskylda, vinir og samstarfs- menn og spyrja sig ástæðu þessara örlaga. Engin svör fást við þeirri spurningu en við verðum að vona að þau séu fyrir hendi en okkur hulin. Viggó hóf störf hjá Stillingu í febr- úar árið 2001 og stýrði frá þeim tíma verslun félagsins á Selfossi með mikl- um myndarskap þar til hann dró sig í hlé sökum veikinda sinna. Við fund- um strax við fyrstu kynni að við höfð- um fengið í okkar raðir góðan og traustan félaga. Viggó hafði áður starfað hjá Bílfossi en lauk störfum þar er rekstur félagsins var aflagður. Við höfðum komið að rekstri Bílfoss og þá kynnst Viggó. Hann hafði ákveðnar hugmyndir um rekstur varahlutaverslunar á Selfossi og hvatti okkur eindregið til að opna þar verslun. Við lögðum traust okkar á Viggó og reyndist hann traustsins verður. Við minnumst Viggós með söknuði og sendum Elísu og fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Júlíus Bjarnason, Stefán Bjarnason. VIGGÓ RÚNAR EINARSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ÁRNASON fyrrverandi rafveitustjóri Norðurlandi eystra, lést á hjúkrunarheimilinu Seli Akureyri fimmtu- daginn 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 3. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning Vinahandarinnar, styrkt- arsjóð íbúa Sels, nr. 302-13-302300. Anna Hallgrímsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir, Bjarni Þ. Jónatansson, Hallgrímur Ingólfsson, María Jónsdóttir, Sigríður E. Ingólfsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Árni G. Ingólfsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Valborg Salome Ingólfsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.