Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 37
✝ Friðjón Árnasonfæddist á Stálpa-
stöðum í Skorradal
3. mars 1934. Hann
lést á heimili sínu 15.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Árni Krist-
jánsson, f. 18.12.
1894, d. 10.2. 1966 og
Elín Kristjánsdóttir,
f. 18.8. 1907, d. 9.5.
1997. Friðjón var
þriðja af níu börnum
þeirra, er öll komust
upp og lifa hin bróð-
ur sinn. Þau eru:
Kristján, bóndi að Kistufelli, síðar
smiður og skáld að Skálá í Sléttu-
hlíð, Sigrún, verkakona í Borg-
arnesi, Steingrímur Kristinn,
prentari og bifreiðastjóri í Hafn-
arfirði, Elín, verkakona á Sel-
fossi, Þóroddur Már, vélsmiður á
Norðfirði, Helga, sjúkraliði í
Hafnarfirði, Tómas, bóndi og
vinnuvélastjóri á Kistufelli og
Jón, verktaki í Hafnarfirði.
Árið 1946 flutti Friðjón með
foreldrum sínum að Langholti í
Bæjarsveit, þar bjuggu þau í eitt
ár. 1947 fluttu þau að Kistufelli í
Lundarreykjadal.
Friðjón vann á yngri árum við
stjórn vinnuvéla, síðan lengst af
bifreiðakstur. Um 1970 stofnaði
hann iðnaðarbýli er hann nefndi
Melgerði og bjó þar síðan.
Friðjón kvæntist 26.5. 1968 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Kol-
brúnu Elínu Anderson, f. 21.5.
1944 og gekk tveimur sonum
hennar í föðurstað.
Friðjón og Kolbrún
eignuðust tvö börn,
þau eru: 1) Sigurjón
Árni, f. 17.3. 1971,
búsettur í Reykja-
vík, maki Berglind
Long, f. 17.6. 1974.
Börn þeirra eru
Elma Sól, f. 7.6.
1995 og Dagur
Snær, f. 29.10. 1998.
Dóttir Sigurjóns er
Linda Ósk, f. 21.8.
1990. Sonur Berg-
lindar er Ágúst Örn
Long, f. 27.12. 1990.
2) Fanney Erla, f. 18.6. 1974, bú-
sett í Reykjavík. Dætur hennar
eru: Kolbrún Sara Jónsdóttir, f.
31.1. 2002 og Alexía Rán Eiríks-
dóttir, f. 11.6. 2004. Synir Kol-
brúnar eru a) Stefán Rafn Vil-
hjálmsson, f. 3.6. 1962, búsettur í
Borgarnesi, maki Hafdís Hún-
fjörð, f. 27.1. 1962. Dætur þeirra
eru Bergrún Sara, f. 30.6. 1992
og Heiðrún Björk, f. 9.12. 1993.
Sonur Stefáns er Þráinn, f. 13.10.
1986. Dætur Hafdísar eru Guðrún
Lilja Húnfjörð, f. 25.3. 1979 og
Kolbrún Heiða, f. 27.1. 1981. b)
Steinar Heiðar Vilhjálmsson, f.
10.12. 1966, búsettur í Þýska-
landi, maki Petra Prussermeier,
f. 22.12. 1966. Börn þeirra eru
Björg, f. 19.7. 1992 og Jón, f. 19.2.
1998. Sonur Steinars er Sigur-
steinn Pétur, f. 4.4. 1987.
Útför Friðjón fer fram frá
Reykholtskirku í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elsku pabbi minn.
Ég á enn erfitt með að trúa því að
kvöldið áður en þú kvaddir hafi ver-
ið okkar síðasta samtal. Við vorum
að ræða um að hittast daginn eftir á
bakaleið minni, Berglindar og
krakkanna frá Húsafelli, þar sem
við vorum búin að vera í góða veðr-
inu.
Við ætluðum að hittast og þú ætl-
aðir að sýna mér nýjan veiðistað
sem ekki margir vissu um.
Nokkrum dögum áður en þú fórst
komuð þið mamma í heimsókn til
okkar upp í Húsafell og við fórum
tveir saman í smá bíltúr, niður að
flugskýli að skoða vélarnar og svo
að Húsafellshellunni sem þú vildir
endilega að ég reyndi að lyfta. Ég
geymi þessa heimsókn vel í minni
mínu eins og faðmlagið okkar þegar
þið mamma fóruð heim, þannig
kvöddumst við alltaf.
Við brölluðum mikið saman um
ævina og ennþá meira síðustu ár.
Allar veiðiferðirnar sem við fórum
saman upp á fjall og töluðum um
heima og geima. Þú sagðir mér
margar sögur af öllu mögulegu, af
því eins og margir vita bjóstu yfir
alveg óendanlegum fróðleik um alla
skapaða hluti, menn, dýr, vélar,
plöntur ofl.
Við höfðum ferðast mikið saman
um landið og nutum við Berglind og
krakkarnir góðs af því að vera með
þér, þar sem þú sýndir okkur ótrú-
legustu staði. Við vorum með besta
leiðsögumann sem völ var á af því
þú þekktir landið okkar nær utan-
bókar.
Elsku pabbi, þú varst ekki bara
pabbi minn, heldur minn besti vinur
líka. Það verður erfitt að geta ekki
leitað að ráðleggingum hjá þér eða
bara að geta hringt í þig til að heyra
í þér hljóðið eins og ég gerði svo oft.
Elsku pabbi, mér þótti alveg
óendanlega vænt um þig, ég var
ófeiminn við að láta þig vita af því.
Takk fyrir allar okkar stundir sam-
an. Megi Guð gefa mömmu styrk til
að halda áfram. Sofðu rótt, elsku
pabbi minn.
Þinn sonur,
Sigurjón.
Í dag er elsku pabbi minn kvadd-
ur hinstu kveðju og langar mig til
að minnast hans í nokkrum orðum.
Ég var alltaf mikil pabbastelpa og
hvað sem gekk á í mínu lífi þá vissi
ég að ég gat alltaf leitað til pabba
og fengið hjá honum góð ráð og
stuðning.
Eitt af því skemmtilegasta sem
pabbi gerði var að fara að veiða og
ég var ekki há í loftinu þegar ég
fékk að fara með honum í fyrsta
skipti upp að vatni til að veiða. Ég
man glöggt eftir því þegar ég fékk í
fyrsta skipti að halda á veiðistöng
hjá pabba. Hann hafði tekið okkur
Sigurjón bróður með sér að veiða
og Sigurjón setti í fisk og pabbi
rétti mér veiðistöngina og sagði
mér að veiða á meðan hann hjálpaði
Sigurjóni. Hann var varla byrjaður
að hjálpa honum þegar ég varð var
við að fiskur hafði bitið á hjá mér og
næstu mínútur hjá honum fóru í að
hlaupa á milli okkar systkinanna og
hjálpa okkur að landa fiskunum.
Annað skiptið var svo þegar við
pabbi vorum að veiða í gegnum ís
og ég ýtti á magann á einum fisk-
inum og þá gaf hann frá sér eins og
lítið öskur. Mér þótti þetta sniðugt
og ýtti á magann á fiskunum og
pabbi spurði mig hvað ég væri að
gera og ég sagði að ég væri að láta
fiskana öskra. Honum þótti þetta
mjög fyndið og stríddi mér lengi vel
á þessu.
Pabba þótti mjög vænt um sveit-
ina sína og Borgarfjörð og læt ég
því fylgja ljóð eftir bróður hans sem
mér finnst lýsa hug hans til hennar.
Bjarma slær á Borgarfjörð,
í blænum hrærast stráin.
Í þinn væra vígða svörð
vil ég færast dáinn
Ból ég neitt ei betra finn
beinin þreytt að geyma,
ef það er veitt í þetta sinn
þrauka ég eitthvað heima.
(Kristján Árnason.)
Elsku pabbi, það er skrýtið til
þess að vita að ég eigi ekki oftar eft-
ir að geta leitað til þín, faðmað þig,
þegið hjá þér góð ráð eða leitað í
viskubrunn þinn. Elsku mamma,
guð styrki þig í sorginni minning
um góðan eiginmann, föður og afa
mun lifa á meðal okkar.
Þín pabbastelpa
Fanney Erla.
Elsku Friðjón.
Þú fékkst góðan dauðdaga.
Leggst til svefns að kvöldi og sefur
svefninum langa.
Okkur hinum var brugðið, þinn
tími var ekki kominn. Þú áttir eftir
a okkar að gera svo margt. Ég veit
að þú vakir yfir okkur, það er mín
hugarró.
Það var margt sem við vorum bú-
in að gera saman, en líka margt sem
við áttum ógert.
Ég geymi allar okkar minningar,
því þær ylja mér.
Ég sakna mikið visku þinnar og
fróðleiks, en ég sakna þín enn
meira. Elsku Kolla mín, megi Guð
og englarnir vaka yfir þér.
Minningin lifir um góðan mann
Hinsta kveðja. Þín tengdadóttir,
Berglind.
Elsku afi, nú ertu farinn til guðs
og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég
er fegin að ég fékk að vera viku í
sveitinni hjá ykkur ömmu rétt áður
en þú kvaddir. Ég man hvað mér
þótti gott að kúra hjá þér og hjúfr-
aði mig svo þétt upp að þér að þú
varst næstum dottinn út úr rúminu.
Elsku afi, ég er svo lítil ennþá að
ég skil ekki að þú sért ekki hérna
og er ennþá að spyrja um þig í
hvert skipti sem ég tala við ömmu.
Þín
Kolbrún Sara.
Elsku afi, rosalega er þetta sárt,
það er svo sárt að missa þig frá okk-
ur. Þú varst góður afi, duglegur og
sagðir skemmtilegar sögur, en varst
pínu stríðinn. Kallaðir okkur Litlu
Lind, Gústel, Spólustelpuna og
Litla Mugg. Það var alltaf gaman að
koma til ykkar ömmu í sveitina,
skoða traktorana, leika sér í lækn-
um eða bara að dunda eitthvað.
Við lofum því að passa uppá
ömmu fyrir þig.
Bless, elsku besti afi.
Hvíl í friði.
Afabörnin, Linda Ósk, Ágúst
Örn, Elma Sól og Dagur Snær.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það var sól í heiði sunnudaginn
15. ágúst, Lundarreykjadalurinn
skartaði sínu fegursta eftir óvenju
sólríkt og gott sumar, símin hringir
til mín þar sem ég er staddur á
Heilsuhælinu í Hveragerði, það
kólnar í kringum mig, ég hætti að
taka eftir sólinni um stund, Ella var
í símanum og fréttin var, hann Frið-
jón bróðir dó í nótt.
Friðjón mágur minn var að
mörgu leyti sérstæður maður, hann
safnaði ekki veraldarauði, hans auð-
ur var Kolla, börnin, náttúran og
dýrin, það var gaman að sjá þá tala
saman, hann og hundinn hans, hann
Glóa, þeir skildu hvor annan.
Friðjón var ekki langskólageng-
inn, en svo mikillar þekkingar hafði
hann aflað sér á sviði bókmennta
með lestri góðra bóka, að margir
lærdómsmenn mættu vera stoltir
af, hann hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og fór ekki
dult með þær skoðanir.
Friðjón átti létt með að setja
saman vísur og kveðskap án þess að
vera að flíka því.
Nú seinni árin var eitt aðal
áhugamál Friðjóns að safna göml-
um dráttarvélum og sögu hverrar
vélar frá því að hún var flutt inn til
landsins.
Að koma að Melgerði var ein-
stakt, þar var gestrisni þeirra hjóna
beggja viðbrugðið, hvenær sem
mann bar að garði, þau höfðu lag á
því að láta manni líða vel og láta
mann finna sig velkominn, en svona
er fallvaltleiki lífsins, hún verður
aldrei farin, ferðin í Reiðarvatn sem
þeir feðgar Sigurjón og Friðjón
höfðu ráðgert daginn sem hann dó.
Það er sárt að sjá á bak góðum
vini og bróður en sárastur er harm-
ur Kollu og barnanna sem sjá á bak
ástríkum eiginmanni og föður, við
vottum þeim okkar dýpstu samúð
með orðum Kidda bróður Friðjóns.
Góður maður er genginn,
góður maður dáinn
minnir hann oft á máttinn
maðurinn slyngi með ljáinn.
Allra okkar kynna,
er ánægjulegt að minnast
mér finnst slíkum mönnum
mannbætandi að kynnast.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi.
Elín og Sigurður.
Kveðja frá
Kleppjárnsreykjaskóla
Í vor var haldin afmælisveisla í
Brautartungu í Lundarreykjadal.
Friðjón og Kolbrún í Melgerði fögn-
uðu tímamótum. Hann stóð þá á
sjötugu og hún yrði sextug skömmu
síðar. Það var gaman að koma til
þeirra þann dag, og mér er það
minnistætt hvað mér þótti Friðjón
fínn og strákslegur. Glaður, og í
jakkafötum, líkari fermingardreng
en sjötugum manni. Já í jakkaföt-
um, en ekki í köflóttri skyrtu með
uppbrettar ermar, eins og hann var
oftast við akstur á skólabörnum, og
því í bílstjórakróknum á morgnana.
Ég minnist líka ákafa hans í rat-
leik okkar starfsmanna skólans síð-
asta skóladag fyrir páska. Gleðinni
sem hann fyllist jafnan í samveru
vina. Hann var enda glaðsinna í
gerðinni og mannblendinn á sinn
hátt.
Vorið og sumarið virtist mér ætla
að verða Friðjóni fremur ævisumar
en haust. Það kom okkur samstarfs-
mönnum því í opna skjöldu að
spyrja lát þitt.
Þú hafðir ekið skólabörnum í og
úr Kleppjárnsreykjaskóla í hart
nær tvo áratugi og notað til þess
bæði fína bíla og skrjóða, en svo
kalla þeir gjarnan þá bíla er ekki
þekkja sálir þeirra, þegar vegferðin
hefur mótað þá og markað. Ég veit
að þú hafðir lengi haft mikinn
áhuga á farartækjum, sérstaklega
dráttarvélum og dregið að þér
margt gamalt til að dunda við.
Sveitungum þykir fáum fegurðar-
auki að slíkum haugum, en þú hafð-
ir reist þessum lúnu tækjum mön,
eins og bændum er nú gert að hafa
fyrir útigang sinn. Þar varstu
fremri mörgum söfnurum.
Hvað sem bílakosti þínum leið,
veit ég að það var aðalsmerki þitt
að aka varlega. Þeir eru og ófáir
sem báru fyllsta traust til þín og til
eru þeir sem hafa miðað aðra bíla
sem þeir ferðast með við þína bíla.
Þar skipar t.d. stóri Bensinn sinn
sess.
Fróðleikur þinn var annálaður og
þeir er nutu sögustundanna gleyma
seint frásagnarmátanum og ákafa
öllum er fylgdi. Svo mikil var ein-
lægni þín.
Lífsbaráttan var þér ekki ætíð
dans á rósum, en eðallinn í brjósti
þér hefur gert þig að þeim manni
sem gott var að eiga samskipti við
og fyrir það þakka ég og samstarfs-
menn þínir í Kleppjárnsreykjaskóla
sem nú sakna þín. Sveitin hefur
misst eina nótu úr slaghörpu sinni
við fráfall þitt.
Kolbrúnu og börnum ykkar bið
ég Guðs blessunar. Með góðri
kveðju frá Kleppjárnsreykjaskóla,
Guðlaugur Óskarsson.
Rúm tíu ár eru síðan ég kynntist
Friðjóni Árnasyni. Það sem leiddi
okkur saman var sameiginlegur
áhugi á sögu landbúnaðartækni 20.
aldar og þeim tækjum er bera vitni
um hin stórfenglegu umskipti sem
orðið hafa í atvinnuháttum á sviði
landbúnaðar eins og hvarvetna ann-
ars staðar í íslensku þjóðlífi. Því
miður hefur Íslendingum verið
raunalega ósýnt um að halda til
haga minjum um þá byltingu í verk-
menningu sem færði þjóðina á
nokkrum áratugum nánast af þjóð-
veldisöld til hátækniumhverfis nú-
tímans og það starf sem sú kynslóð
vann er lifði manndómsár sín á
þessu tímaskeiði. Því hefur á síð-
ustu árum verið kapphlaup þeirra,
sem skynjað hafa mikilvægi sög-
unnar, við graftól og brotajárns-
pressur að bjarga því sem bjargað
yrði á þessum vettvangi.
Friðjón Árnason var í fremstu
röð þeirra manna sem hafa látið sig
þessi mál varða. Hann hafði skarp-
an skilning og mikla þekkingu á við-
fangsefninu og brennandi áhuga á
því að bjarga því sem bjargað yrði á
elleftu stundu. Athafnir fylgdu
ráðagerðum og því náði hann mikl-
um árangri. Þess vegna er mikil eft-
irsjá að honum úr hópi vina ís-
lenskrar menningar- og tæknisögu.
Friðjón var góður félagi, glaðsinna
og fræðandi, og vel minnist ég ferða
með honum um sveitir Borgarfjarð-
ar, þar sem hann átti hvarvetna vin-
um að mæta.
Ég minnist Friðjóns Árnasonar
með þakklæti og virðingu og bið
fjölskyldu hans blessunar.
Helgi Magnússon.
FRIÐJÓN
ÁRNASON
Það er að verða lið-
inn aldarfjórðungur
síðan ég kynntist Pétri
fyrst. Það leið ekki
langur tími frá okkar
fyrsta fundi þar til bundist höfðu
þétt og góð og sterk vináttubönd.
Saman höfum við verið á ótal mörg-
um stöðum við útivist og veiðar og
margskonar skemmtan. Hver staður
og hver ferð felur í sér ótal minn-
ingar sem nú brjótast af meiri krafti
fram í hugann við þessi tímamót.
Pétur hefur aldrei verið neinn vælu-
kjói og ég man að fyrst þegar ég hitti
hann stóð mér næstum stuggur af
þessum stóra manni sem gnæfði yfir
mig í hæð og breidd. Á fyrstu dögum
okkar saman fann ég þó að allt óör-
yggi í nánd Péturs var fljótt að
hverfa. Ég hef aldrei kynnst neinum
með jafn einstaka hæfileika til að
taka fólki eins og það er og sjá aðeins
PÉTUR
SVAVARSSON
✝ Pétur Svavars-son fæddist á Ás-
vallagötu í Reykja-
vík 15. febrúar 1948.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi 9. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni 18.
ágúst.
það góða og jákvæða í
fari fólks og draga það
fram með sínum leiftr-
andi húmor og for-
dómalausa viðmóti.
Það var heitt og stórt
hjarta sem sló í brjósti
þessa góða vinar. Pétur
hefur verið segullinn
og límið sem haldið hef-
ur vinahópnum saman
og ég á erfitt með að sjá
fyrir mér daglega til-
veru án þess að hitta og
tala við þennan einlæga
góða vin minn. Ég
sakna þétts handtaks
frá stórri og traustri hendi. Ég
sakna þess að fá ekki hjálp við að sjá
léttu og spaugilegu hliðarnar á til-
verunni. Ég sakna þess að geta ekki
sótt í ástríðuna og þekkinguna á
sameiginlegum áhugamálum okkar.
Ég sakna þín kæri Pétur og vona að
þú skiljir tár mín þar sem þú ert
núna staddur. Missirinn er mikill en
þú góði drengur og okkar minningar
munu lifa með mér, við munum báðir
halda áfram að safna nýrri reynslu í
sarpinn sem við getum deilt saman
þegar fundum okkar ber saman á ný.
Ég votta allri fjölskyldu Péturs og
aðstandendum mína dýpstu samúð
og bið þeim blessunar í þeirra sorg.
Ólafur Gunnar Sigurðsson.