Morgunblaðið - 28.08.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
TEKJUR af stimpilgjöldum í ríkissjóð í ár
voru áætlaðar rúmir þrír milljarðar króna, en
nú er ljóst að tekjurnar verða talsvert meiri.
Er nú gert ráð fyrir að tekjurnar verði í kring-
um þrír og hálfur milljarður króna, að sögn
Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra í fjár-
málaráðuneytinu.
Stimpilgjöld eru meðal annars tekin af öll-
um lánssamningum sem gerðir eru í landinu
og renna tekjur af þeim í ríkissjóð. Þau eru
mishá eftir því hverslags lán er um að ræða,
en eru 1,5% af öllum íbúðalánum. Til viðbótar
taka síðan lánveitendur lántökugjald af láninu,
sem að minnsta kosti er 1%. Gjald vegna nýrr-
ar lántöku vegna endurfjármögnunar til dæm-
is, sem mikið hefur verið til umræðu eftir að
bankar og sparisjóðir fóru að bjóða upp á ný
íbúðalán, er því að lágmarki 2,5% af höfuðstól
lánsins.
Lögin frá 1978
Bolli sagði að stimpilgjöldin væru skattstofn
sem skilaði á bilinu 3–3,5 milljörðum króna í
tekjur í ríkissjóð. Skattstofninn hefði verið að
vaxa að undanförnu og það stefndi í að hann
skilaði nokkur hundruð milljónum króna um-
fram áætlanir í ár.
Stimpilgjöld eru innheimt samkvæmt lögum
um stimpilgjald sem sett voru árið 1978. Þeim
var síðast breytt árið 1999. Þar segir til dæmis
í 24. gr. að fyrir stimplun skuldabréfa og
tryggingarbréfa, þegar skuldin beri vexti og
sé tryggð með veði eða ábyrgð, skuli greiða 15
kr. eða 1,5% fyrir hvert byrjað þúsund af fjár-
hæð bréfs. Fyrir stimplun annarra skulda-
bréfa og tryggingarbréfa skuli greiða 5 kr.
fyrir hvert byrjað þúsund af fjárhæð bréfs og
fyrir stimplun skulda- og tryggingarbréfa
vegna afurðalána skal greiða 3 kr. fyrir hvert
byrjað þúsund af fjárhæð bréfs.
Stimpilgjöld skila 3,5
milljörðum í ríkissjóð
Ekki ásættanlegt/4
NORRÆNA stutt- og heimildarmyndahá-
tíðin Nordisk Panorama hefst 24. sept-
ember nk. og mun standa í sex daga.
Opnunarmynd hátíðarinnar verður
stuttmyndin Skaga-
fjörður eftir
bandaríska há-
skólaprófessorinn
og kvikmyndagerð-
armanninn Peter
Hutton. Kvikmynd-
in er þögul lands-
lagsmynd úr
Skagafirðinum en á
opnunarsýningunni
mun hljómsveitin
Sigur Rós leika
undir. Samkvæmt
heimasíðu hátíðarinnar mun rímnamað-
urinn Steindór Andersen koma fram með
Sigur Rós en heimildir Morgunblaðsins
herma að þeir muni m.a. flytja nýtt tónverk
sem hefur verið í smíðum undanfarið og
byggist á gömlum rímum.
Opnunarsýningin fer fram í Listasafni
Reykjavíkur í Tryggvagötu en myndin er
28 mínútna löng og var tekin á 16 mm
filmu.
Peter Hutton er yfirmaður kvikmynda-
og raflistardeildarinnar við Bard-
háskólann í Annandale-on-Hudson í New
York-ríki. Hutton hefur sérhæft sig í gerð
sérstæðra landslags- og borgarmynda sem
hann hefur tekið víða um heim með því að
stilla 16 mm tökuvél upp á þrífæti. Úr því
býr hann til röð fallegra og þögulla mynda
sem unnið hafa til verðlauna á kvik-
myndahátíðum víða um heim, einkum fyrir
kvikmyndatöku. Honum hefur m.a. hlotn-
ast sá heiður að verða heiðursfélagi Gugg-
enheim-safnsins.
Sigur Rós vinnur nú að nýrri plötu og lík-
legt að hún komi út næsta vor.
Sigur Rós
leikur á kvik-
myndahátíð
CHERIE Blair, lögmaður og
eiginkona Tonys Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, snæddi
kvöldverð í boði íslensku
forsetahjónanna, Ólafs Ragnars
Grímssonar og Dorritar Mouss-
aieff, á Bessastöðum í gær-
kvöld. Blair var sérstakur gest-
ur á málþingi, Konur, völd og
lögin, í Háskólabíói fyrr um
daginn. Sagði Blair við það
tækifæri að sennilega snerist
eitt stærsta mál 21. aldarinnar
um jafnvægið milli einkalífs og
vinnu og nauðsyn þess að konur
og karlar deildu ábyrgðinni á
uppeldinu og heimilisstörf-
unum. Blair verður viðstödd
opnun sýningar í Listasafninu á
Akureyri í dag en hún fer af
landi brott á mánudag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Blair á
Bessa-
stöðum
Sennilega eru/10
ÞJÓÐMINJASAFN Íslands verður endur-
opnað næstkomandi miðvikudag, 1. september
en safnhúsinu við Suðurgötu var lokað árið
1998 og hefur atorka safnsins síðan beinst að
uppbyggingu starfseminnar og endurbótum á
húsnæðinu, bæði sýningarrýmum og geymslu-
rými. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð-
ur segir að þetta hafi síst verið of langur tími til
þess að undirbúa opnun Þjóðminjasafnsins á
ný.
„Við þurftum þessi sex ár til þess að end-
urreisa safnið. Það hefði ekki verið skyn-
samlegt að gera það á tveimur árum. Það hefði
bara orðið einhver hraðsuða, einhvers konar
andlitslyfting en ekki raunveruleg endur-
skoðun og endurnýjun á Þjóðminjasafninu. Það
þurfti þennan tíma til að gefa safninu nýtt líf og
vanda til uppbyggingarinnar. Þetta er jú safn-
hús Þjóðminjasafnsins sjálfs.“
Á undanförnum árum hefur safnið átt í viða-
miklu samstarfi við einkaaðila og hefur end-
urreisn þess verið styrkt um meira en 100 millj-
ónir króna.
Þáttaskil í íslenskri safnsögu
Meðal þess sem þetta viðamikla samstarf
hefur getið af sér er ný grunnsýning í safninu
sem er sett fram á nýstárlegan hátt með aðstoð
margmiðlunartækni og er hún talin marka
þáttaskil í íslenskri safnasögu og sýningagerð.
Síðan árið 2000 hefur Landsvirkjun verið
svonefndur Bakhjarl safnsins. Að mati Friðriks
Sophussonar forstjóra er samstarfið báðum að-
ilum mikilvægt. „Framlag Landsvirkjunar kom
til Þjóðminjasafnsins á meðan það var enn lok-
að. Þá skipti kannski ekki síður máli fyrir safnið
að fá aukreitis fjármuni til þess að vinna þau
störf sem nauðsynlegt er að vinna og stundum
gleymast, eins og til dæmis forvarsla,“ segir
hann. „Á sama hátt hefur samstarfið haft þýð-
ingu fyrir Landsvirkjun. Meðal annars var ein
albesta sýning sem haldin hefur verið á munum
Þjóðminjasafnsins, Skáldað í tré, haldin í
Ljósafossstöð. Hún er gott dæmi um hvernig
samstarf getur verið gagnkvæmt og við teljum
að það efli og bæti ímynd Landsvirkjunar að
eiga gott samstarf við Þjóðminjasafn Íslands.“
Friðrik Sophusson er ennfremur einn Holl-
vina Þjóðminjasafnsins, sem er hópur sem skip-
aður er forystumönnum úr íslensku þjóðlífi, en
auk hans eiga þar sæti Einar Benediktsson,
Einar Sveinsson, Katrín Pétursdóttir, Kári
Stefánsson, Lilja Pálmadóttir og Sverrir
Kristinsson. Meðal þess sem nefndin hefur
unnið að er samstarf við Bakkavör Group, KB
banka og VÍS, sem eru meginsamstarfsaðilar
Þjóðminjasafns Íslands árin 2004–2006.
Frá árinu 1988 hefur einnig verið starfrækt
vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga.
Helstu verkefni þess eru að afla Þjóðminjasafn-
inu merkra muna.
Styttist í opnun Þjóðminjasafns
Sex ár síst of langur tími til að undirbúa opnun
safnsins eftir endurbætur segir þjóðminjavörður
Morgunblaðið/ÞÖK
Undirbúningur fyrir opnun Þjóðminjasafnsins
næstkomandi miðvikudag er langt kominn.
Hér er unnið við að setja upp kuml.
Lesbók/10–11
STJÓRN Strætó bs. samþykkti fyrr í mán-
uðinum að ganga til samninga við B&L um
kaup á 30 Renault strætisvögnum. Um 70
vagnar eru í flota Strætó og eru margir
þeirra komnir mjög til ára sinna. Til dæmis
eru elstu vagnarnir yfir 20 ára gamlir en
venjulega nýtist nýr vagn í 12–15 ár. Pétur
Fenger, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá
Strætó, segir að endurnýjun flotans hafi því
löngu verið tímabær.
Kosta 18–19 milljónir hver
Nýju vagnarnir verða afhentir á næstu
fjórum árum, fimm fyrstu upp úr áramótum,
og kostar hver þeirra á bilinu 18–19 milljónir
króna. Þá hefur stjórn Strætó ákveðið að
festa kaup á tveimur Scania metangas-stræt-
isvögnum frá Heklu og verða þeir teknir í
notkun að ári. Tveir aðilar til viðbótar tóku
þátt í útboði vegna endurnýjunar á flota
Strætó: Brimborg sem er umboðsaðili Volvo
og Kraftur sem er umboðsaðili MAN.
Þrír vetnisstrætisvagnar hafa verið í notk-
un um nokkurt skeið hjá Strætó en vagn-
arnir eru í eigu Íslenskrar nýorku.
Að sögn Péturs er um tilraunaverkefni að
ræða en einungis 30 slíkir vagnar, af
Mercedes Benz-gerð, eru til í heiminum og
var þeim komið fyrir í tíu borgum, þ.á m.
Reykjavík. Einn slíkur vagn kostar um 120
milljónir króna og eru vagnarnir ekki til sölu
á almennum markaði og stendur ekki til að
fjölga þeim á götunum að sinni.
Strætó bs.
kaupir 32
nýja vagna
Elstu vagnarnir
yfir 20 ára gamlir
♦♦♦