Morgunblaðið - 13.10.2004, Page 9

Morgunblaðið - 13.10.2004, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR NEYTENDASAMTÖKIN fagna yf- irlýsingu Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um aukna áherslu á neytendavernd og telja að þar sé slegið á nýjan og jákvæðan tón. Iðn- aðarráðherra kynnti sem kunnugt er í upphafi mánaðarins drög að þrem- ur frumvörpum um samkeppni og neytendavernd sem koma eiga í stað gildandi samkeppnislaga. Í yfirlýsingu sinni segja samtökin meðal annars: „Neytendasamtökin styðja eindregið framkomnar tillög- ur um breytingar á samkeppnislög- um þar sem hert er á samkeppnis- hlutanum […] og telja að hér sé stigið mikilvægt skref fram á við hvað varðar neytendavernd. Minnt er á að hjá fámennri þjóð eru skörp samkeppnislög enn mikilvægari en í fjölmennari löndum. Einnig er minnt á að samt sem áður göngum við í engu lengra en gert er í nágranna- löndum okkar með breytingartillög- unum. Um leið fagna Neytendasam- tökin yfirlýsingu ráðherra um að efla eigi samkeppniseftirlitið, en fjöl- mörg dæmi síðustu ára sýni nauðsyn þessa. Skortur á fjármagni til sam- keppniseftirlits hefur valdið neyt- endum verulegu fjárhagstjóni. Neyt- endasamtökin styðja einnig að sett verði ný lög um óréttmæta viðskipta- hætti og gagnsæi markaðarins og að Neytendastofa annist eftirlit með að lögunum sé framfylgt.“ Þörf á frekari umræðu um neytendavernd Hins vegar kemur einnig fram í yfirlýsingunni að Neytendasamtökin hafi áhyggjur af því að ýmsir verk- þættir sem nú er sinnt af Löggild- ingarstofu falli illa að stofnun sem sinna á neytendavernd, þ.e. Neyt- endastofu, og leggi áherslu á að þessir þættir verði fluttir hið fyrsta frá Neytendastofu þar sem þetta geti gefið tilefni til árekstra milli sviða sem gætu veikt neytenda- verndina. Auk þess gera Neytenda- samtökin ýmsar athugasemdir við þann hluta frumvarpsins er varðar talsmann neytenda, bæði hvað t.d. fjárhagslegt sjálfstæði varðar, en einnig nafnið sjálft. „Neytendasam- tökin leggja áherslu á að í drögum um talsmann neytenda verði heiti hans breytt í umboðsmann neyt- enda. Orðið umboðsmaður er þekkt hugtak meðal þjóðarinnar en auðvelt er að misskilja hlutverk talsmanns. [...] Með því að breyta talsmanni í umboðsmann væru einnig send skýr skilaboð til neytenda og atvinnulífs um að neytendavernd verði framar í forgangi en verið hefur eins og við- skiptaráðherra hefur raunar lýst yf- ir.“ Mikilvægt að ræða frekari stefnumörkun Samkvæmt upplýsingum Neyt- endasamtakanna áttu fulltrúar sam- takanna og viðskiptaráðuneytisins nýverið með sér fund þar sem farið var ítarlega yfir drögin og athuga- semdir Neytendasamtakanna. Fram kemur í yfirlýsingu samtakanna að ráðuneytið sé tilbúið að taka tillit til margra mikilvægra athugasemda samtakanna. Samkvæmt yfirlýsing- unni kemur fram að Neytendasam- tökin leggja áherslu á mikilvægi þess að í framhaldi af setningu lag- anna fari fram umræða um frekari stefnumörkun um neytendavernd. Fagna aukinni áherslu á neytendavernd Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegir kjólar Leðurkápur frá Str. 38-56 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16 s i m p l y Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15. Full búð af nýjum vörum! Bjóðum 30% kynningarafslátt af nýju Patrice línunni frá Lepel til laugardagsins 16. október Skálastærðir: A, B, C, D, DD, E, F, FF 32 - 38 Litir: Svart, kremað, dökkbleikt undirfataverslun Síðumúla 3, s. 553 7355 fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 3 daga Okkar árlega vortilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði Verið velkomnar 20 ára!Fataprýði og bjóðum 20% afmælis- afslátt af fatnaði til 16. okt. Við erum í afmælisskapi Vorum að fá stóra sendingu af haustvörum Laugavegi 84, sími 551 0756 s:586-1463 „Módelleit“ Leitum að módelum, strákum og stelpum, í klipp, lit og perm fyrir erlenda gestakennara, sem verða með námskeið á Grand Hótel helgina 16.-17. október. Áhugasamir mæti fimmtudaginn 14. október kl. 18:00 á Salon VEH, Kringlunni 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.