Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 14

Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun borgararéttinda- nefndar Evrópuþingsins að hafna manni sem ítalska ríkisstjórnin hafði tilnefnt til að fara með dóms- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB. Sakar hann meirihluta nefndarinnar um for- dóma gagnvart kaþólsku fólki en stjórnarandstaðan á Ítalíu fagnar niðurstöðunni. Borgararéttindanefndin hafnaði Rocco Buttiglione, Evrópuráðherra í ríkisstjórn Berlusconis, með 27 at- kvæðum gegn 26. Er ástæðan eink- um sú, að í yfirheyrslum í síðustu viku lýsti hann yfir, að samkyn- hneigð væri synd og sagði, að meg- intilgangurinn hjónabandsins væri að auðvelda konum að eiga börn og njóta verndar eiginmanna sinna. Pierluigi Bersani, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra í stjórn ítalskra vinstrimanna, sagði í gær, að vegna Berlusconis nytu Ítalir lítils trausts innan ESB og Sergio Lo Giu- dice, talsmaður sam- kynhneigðra á Ítalíu, fagnaði því, að ESB skyldi standa vörð um mannréttindi, þar á meðal samkyn- hneigðra. „Við erum ánægð með niðurstöð- una. Hún sýnir, að ítök Páfagarðs ná ekki yfir Alpana,“ sagði hann. Ekki bindandi Berlusconi kenndi vinstrimönnum á Ítalíu um niðurstöðuna og sagði hana lykta af „bókstafstrú“. Sjálfur sagði Buttiglione, sem er nátengdur Páfa- garði, í viðtali við blað- ið Il Messaggero, að ástæðan hefði verið, að hann væri kaþólskur og ráðherra í stjórn Berlusconis. „Sumir virðast telja að ráðherrar Berlusconis séu siðferðilega óhæfir til að fást við dómsmál,“ sagði Butt- iglione. Evrópuþingið hefur ekki fyrr hafnað manni, sem tilnefndur er í framkvæmdastjórn ESB, en ákvörð- un þess er hins vegar ekki bindandi. Helstu blöð á Ítalíu voru sammála um það í gær, að niðurstaðan í borg- araréttindanefndinni væri eins og blaut tuska framan í Berlusconi og stjórn hans. Hún sýndi meðal ann- ars andúðina í Evrópu á honum, stuðningi hans við Bandaríkjastjórn og á þeirri kaþólsku, sem sumir líktu við bókstafstrú. Jose Manuel Durao Barroso, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær vera viss um, að þetta mál yrði leyst í viðræðum hans við Evrópuþingið. Berlusconi æfur út í Evrópuþingið Buttiglione hafnað sem næsta dómsmálaráðherra í framkvæmdastjórn ESB Rocco Buttiglione Róm. AP, AFP. MAHA Abu Eisha er systir liðs- manns samtakanna Íslamskt Jíhad, Mohammeds Abu Eisha. Á myndinni sést hún virða fyrir sér skemmdir á heimili sínu í Nablus sem sprengjur Ísraelshers í gær ollu. Ísraelar segja að Mohammed Abu Eisha, sem Ísr- aelar handtóku fyrir þremur mán- uðum, hafi verið ábyrgur fyrir hrinu árása gegn ísraelskum ríkisborg- urum að undanförnu. Ísraelsher handtók jafnframt í gær leiðtoga Ísl- amsks Jíhads, Yussef Aref. Þá héldu Ísraelar áfram hern- aðaraðgerðum sínum á Gaza- svæðinu en þær hafa nú staðið í þrjár vikur. Meira en 110 Palest- ínumenn hafa fallið á þeim tíma. AP Hernaðaraðgerðir Ísraela halda áfram á Gaza SVO virðist sem ýmiskonar tækja- búnaður og efni sem geymd voru í kjarnorkuverum Íraka hafi einfald- lega gufað upp. Mohammed ElBar- adei, yfirmaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA), lýsir áhyggjum sínum vegna þessa í bréfi sem hann hefur ritað örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna en bún- aðinn mætti hugsanlega nota til að framleiða kjarnorkusprengju. Íraskir embættismenn gerðu þó lít- ið úr þessum fréttum í gær og sögðu ekki ástæðu til að hafa áhyggjur. Í bréfi ElBaradeis til öryggis- ráðsins kemur fram að af gervi- hnattamyndum megi ráða að heilu byggingarnar, þar sem geymdur var búnaður er tengdist kjarnorku- framleiðslu, hafi verið skipulega rifnar. Þessar byggingar munu einkum hafa hýst fjölnota tækja- búnað sem bæði má hafa til frið- samlegra nota, t.d. til orkufram- leiðslu, og til þess að búa til kjarnorkuvopn. Er þar m.a. um að ræða nákvæm logsuðutæki. Þá hef- ur sérhert ál einnig horfið úr geymslu. IAEA hefur áður varað við því að íraskan vopnabúnað kynni að hafa dagað uppi á ruslahaugum í öðrum löndum en „ekkert af há- gæða, fjölnota búnaði eða efnum ... hefur fundist“ að því er fram kom í bréfi ElBaradeis til öryggisráðsins. „Hvarf svona búnaðar og efna kann að tengjast útbreiðslu kjarn- orkuvopna,“ sagði ElBaradei einn- ig. Hafa ekki fengið að snúa aftur Eftirlitsmenn IAEA fóru frá Írak rétt fyrir innrás Bandaríkja- manna og Breta í mars í fyrra og Bandaríkin hafa komið í veg fyrir að vopnaeftirlitsmenn frá IAEA sneru þangað á ný. Fréttasíða BBC hafði eftir Mark Gwozdecky, talsmanni IAEA, í gær að hugs- anlegt væri að Bandaríkjamenn bæru sjálfir ábyrgð á því að um- ræddar byggingar hefðu verið rifn- ar og búnaðurinn fluttur til. En fram kemur hins vegar í bréfi El- Baradeis til öryggisráðsins að hvorki bandarískir embættismenn í Írak né Írakar sjálfir hafi gert grein fyrir neinu slíku í skýrslum sínum til IAEA. Haft var eftir Rashid Omar, vís- indamálaráðherra írösku bráða- birgðastjórnarinnar, í gær að í upplausnarástandinu sem ríkti eft- ir að stjórn Saddams var steypt af stóli í fyrra hefðu ræningjar stolið hluta búnaðarins. Síðan þá væri hins vegar búið að ganga vel frá öryggismálum og engin ástæða væri því til að hafa áhyggjur. Segja kjarn- orkubúnað hafa horfið í Írak Sameinuðu þjóðunum. AFP. ÞVÍ er spáð í úttekt, sem gerð hefur verið fyrir samtök danskra bænda, að bændabýl- um í Danmörku muni fækka um 22.000 á næstu tíu árum. Í úttektinni, sem Jyllands- Posten greindi frá, er því spáð, að 10.000 svínabú muni leggja upp laupana; 6.400 kúabú og 5.600 blönduð bú. Með þeim muni 24.000 störf hverfa. Verði þróunin þessi munu verða eftir 13.000 býli, sem ábúendur hafa allt sitt lifi- brauð af, og 19.000 býli þar sem landbúnaður er stundaður með annarri vinnu. Bænda- býlum fækkar RISAEÐLURNAR voru á fallanda fæti áður en stór loftsteinn rakst á jörðina en hingað til hefur verið tal- ið, að áreksturinn hafi átt mestan þátt í því, að þær dóu út. Tveir þróunarlíffræðingar, David Penny, prófessor við Massey- háskólann á Nýja-Sjálandi, og dr. Matt Phillips við Oxford-háskóla, halda þessu fram í nýrri grein í tímaritinu Trends in Ecology and Evolution og hvetja jafnframt til, að loftsteinskenningin verði endur- skoðuð í heild sinni. En loft- steinskenningin er í stuttu máli sú, að fuglar og spendýr hafi ekki náð að blómstra fyrr en loftsteinninn gerði út af við risaeðlurnar undir lok Krítartímans fyrir 65 milljónum ára. Segja þeir Penny og Phillips að vísindamenn hafi haldið sig svo ein- dregið við loftsteinskenninguna að þeir hafi látíð hjá líða að rannsaka raunverulegar ástæður þess að risa- eðlur dóu út. Þeir Penny og Phillips draga ekki í efa, að loftsteinn hafi rekist á jörð- ina á þessum tíma en segja, að enn hafi engar sannanir komið fram fyr- ir því, að áreksturinn hafi gert út af við risaeðlurnar. Segja þeir, að fyrir 80 til 90 millj- ónum ára hafi margbreytileiki fugla og spendýra farið að aukast og á næstu 20 til 30 milljónum ára hafi þau orðið ofan á og grafið undan til- veru eðlnanna. Reuters Loftsteinn ekki söku- dólgurinn Wellington. AFP. Útdauði risaeðlna SAMTÖK gyðinga í Bandaríkjunum fögnuðu því í gær, að Bandaríkja- þing hefur samþykkt að koma á fót stofnun til að fylgjast með árásum og áróðri gegn gyðingum um allan heim. Jafnframt á hún að flokka ríki eftir því hvernig komið er fram við gyðinga. Var þetta samþykkt þótt bandaríska utanríkisráðuneytið var- aði sérstaklega við því. Flutningsmaður tillögunnar var Tom Lantos, eini maðurinn á Banda- ríkjaþingi, sem lifði Helförina, og til- efnið var aukið gyðingahatur í Evr- ópu og Miðausturlöndum. Flaug í gegnum þingið Tillagan átti greiða leið í gegnum báðar þingdeildir í síðustu viku þótt bandaríska utanríkisráðuneytið mótmælti henni eindregið. Í yfirlýs- ingu frá því sagði, að hætt væri við, að margir teldu Bandaríkin og Bandaríkjaþing hampa gyðingum sérstaklega umfram áhangendur annarra trúarbragða þegar kæmi að mannréttindamálum. 100 kunnir menn í Bandaríkjun- um, þ.á m. Jack Kemp, sem var vara- forsetaefni Repúblikanaflokksins 1996, og Jeane Kirkpatrick, fyrrver- andi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðanna, mótmæltu þessu og sögðu þetta álit ráðuneyt- isins og bandarískra sendimanna rangt. „Það eru gyðingahatararnir sem leggja gyðinga í einelti, þess vegna er ástæða til að leggja sig sér- staklega eftir því að berjast gegn gyðingahatri,“ sagði í bréfi hópsins. Búist er við, að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni undirrita lögin. Þau fela í sér að árásir erlendis gegn gyðingum, eignum þeirra og grafreitum, verði skráðar sérstak- lega hjá utanríkisráðuneytinu. Ríki flokkuð eftir afstöðu til gyðinga Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.