Morgunblaðið - 13.10.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 13.10.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 33 DAGBÓK Föstudagur: Dr. Finn Thorbjørn Hansen, heimspekingur Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaráðgjafi Ketill Magnússon, heimspekingur Edda Kjartansdóttir, kennari Hafdís Ingvarsdóttir, dósent Helga Rúna Gústafsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi Ingibjörg Margrét Ísaksdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi: Lýðræði - jafnrétti - fjölmenning Á laugardag verða haldin ríflega hundrað erindi í málstofum frá kl. 8.50–15.30. Kynnt verður m.a. þróunar- og nýbreytnistarf á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla, á sviði símenntunar, innan mismunandi námsgreina, um menntun kennara, með fötluðu fólki innan og utan skóla, notkun tölvu- og upplýsingatækni, um aga og hegðun, um viðhorf unglinga, áhrif prófa, félagsstörf með nemendum og foreldrasamstarf. Sjá dagskrá á http://malthing.khi.is Þátttökugjald er kr. 1.500 Málþingið er haldið á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í samráði við Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag íslenskra framhaldsskóla, Félag leikskólakennara, Félag tónlistarskólakennara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Grunn - samtök forstöðumanna skólaskrifstofa, Heimili og skóla, Leikskóla Reykjavíkur, Menntamálaráðuneytið, Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Málþingið er styrkt af Fræðslumiðstöð Reyljavíkur, Kennarasambandi Íslands, Leikskólum Reykjavíkur, Menntamálaráðuneyti og Þroskaþjálfarafélagi Íslands. Málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ, Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð Málþingið hefst föstudaginn 15. október kl. 14.00 og lýkur laugardaginn 16. október kl. 15.30 Aðalfyrirlesarar: Laugardagur: Dr. Gillian Klein, ritstjóri tímaritsins Race Equality Teaching Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur Hróbjartur Árnason, lektor Öryggi og heilnæmi matvæla er megin-umræðuefni fjölþjóðlegrar ráðstefnusem íslensku matvælaráðuneytin þrjú;sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðar- ráðuneyti og umhverfisráðuneyti, standa fyrir á Nordica hóteli dagana 14. og 15. okt. nk. Ráð- stefnan er framlag ráðuneytanna þriggja á for- mennskuári í Norðurlandaráði, en fyrirlesarar frá fjölmörgum löndum, m.a. Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi og Norðurlöndunum, flytja þar erindi. Sigríður Stefánsdóttir, deildarstjóri matvæla- deildar umhverfisráðuneytisins, segir Íslendinga vilja selja fyrsta flokks matvæli erlendis og ekki síður tryggja öryggi og gæði matvæla innanlands. „Nú sem fyrr er matvælaframleiðslan á ábyrgð framleiðenda og dreifenda. Innra eftirlit matvæla- fyrirtækja á að tryggja gæði og öryggi framleiðsl- unnar grundvallaða á áhættumati. Opinberir eftir- litsaðilar eiga að sannreyna virkni þessa innra eftirlits og stuðla að neytendavernd.“ Hvert er markmið ráðstefnunnar? „Markmiðið með ráðstefnunni er að kalla eftir norrænum og alþjóðlegum áherslum um öryggi og heilnæmi matvæla. Ráðstefnan mun gefa okkur mikilvæga yfirsýn með því að kalla eftir sjónar- miðum neytenda, matvælaiðnaðar, stofnana sem hafa eftirlit með leikreglum matvælaiðnaðarins. Hvar stöndum við sem matvælaframleiðendur í al- þjóðlegu samhengi og hvernig tryggjum við að Norðurlöndin verði áfram í framvarðasveit þeirra sem keppast sem mestu matvælaöryggi. Á ráðstefnunni er sjónum beint að fæðukeðjunni í heild sinni frá haga til maga. Fyrirlestrar á ráð- stefnunni eru ólíkir um margt. Þannig mun fulltrúi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar ræða um reglur um fóður og matvæli, fulltrúi Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu mun fjalla um rekjanleika í fiskiðnaði og fulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna fjallar um dýraheilbrigði og fóðurgæði, svo fá dæmi séu nefnd. Hvert er mikilvægi svona ráðstefnu? Það leikur ekki vafi á því að vilji Íslendingar vera í forystu sem matvælaframleiðsluþjóð er okk- ur nauðsyn á að fylgjast grannt með erlendum straumum og stefnum á þessu sviði. Hér erum við að fá fyrirlestra þeirra sem best þekkja til. Það eykur skilning okkar og segir okkur hvar við stöndum í erlendum samanburði. Norðurlöndin hafa með sér afar sterka samvinnu á matvæla- sviðinu sem mun endurspeglast í umræðunni og þeirri framtíðarsýn að Norðurlöndin séu í forustu hvað varðar örugga og heilnæma fæðu. Á dagskrá ráðstefnunnar er úrval erlendra og innlendra fyrir- lesara og meðal annars mun Unnur Kjernes fjalla um traust neytenda á Norðurlöndum og Evrópu til matvæla. Hér er um að ræða afar þýðingarmikla niðurstöðu rannsóknarskýrslu sem nýtist jafnt neytendum sem matvælaframleiðendum.“ Matvæli | Fjölþjóðleg ráðstefna um öryggi og heilnæmi matvæla á Nordica Hóteli Stefnt að áframhaldandi forystu  Sigríður Stefáns- dóttir er fædd á Akur- eyri árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981 og emb- ættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1992. Sigríður gegnir nú starfi deildarstjóra matvæladeildar um- hverfisráðuneytisins og er framkvæmdastjóri ráðstefnu um öryggi og heilnæmi matvæla. Sigríður er í sambúð með Ísleifi Arnarsyni verkstjóra hjá HB-Granda. Vikuvistun barna? ÞAR sem umræða um langa dvöl barna á leikskólum er nú í gangi þá finnst mér tilvalið að benda á leið sem ég hef velt mikið fyrir mér uppá síðkastið. Hvers vegna ekki að breyta kerfinu aðeins þannig að börnin fara í leikskólann á sunnudag og dvelji þar alla vikuna. Þau fengju þar þá þjónustu sem þyrfti og for- eldrar gætu svo náð í þau á laugar- dögum og haft þau hjá sér yfir helgina. Þetta myndi minnka verulega álag bæði á foreldrum og börnum auk þess sem betri nýting yrði á sam- verustundunum um helgar. Síðast en ekki síst myndi þessi ráðstöfun svo draga úr umferð á háannatím- um. Þetta kerfi hefur tíðkast víða um heim og gefist hreint prýðilega. Skúli A. Elíasson. Ljósin kveikt ÉG var að bera út í afleysingu Morg- unblaðið 9. og 10. október í Rjúpu- felli, Torfufelli, Unufelli og Völvu- felli. Vil ég þakka þeim sem voru með útiljósin kveikt og merkta póst- kassa. Takk fyrir. Guðrún. Siðferðismet á verkföllum VELVAKANDA hefur borist eftir- farandi orðsending um siðferðismat á verkföllum og kjaradeilum og um leið á pattstöðu skólaæskunnar. Ei þjóna verkföll þjóðarsál er þjaka fólk sem gísla. Um laun og kjör sem kjaramál best kjaranefndir sýsla. Réttlát skal út reikna laun að ráðum sérfræðinga. Leysa þarf frá þungri raun þjóð og einstaklinga. Þjóðfélagsþegn. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA merkt Sindri fannst við Háteigsveg. Upplýsingar í síma 847 1507. Kettlingur í óskilum SVARTUR kettlingur (fress) ca 6 mánaða gamall fannst á Sundlauga- veginum sl. föstudag. Hann var ómerktur. Upplýsingar gefur Krist- inn í síma 847 4871. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 30 ÁRA afmæli. Ídag, 13. októ- ber, verður 30 ára Geir Rúnar Birgis- son, kjötiðnaðar- maður. Verður hann ásamt eiginkonu sinni, Ósk Þorsteinsdóttur, að heiman. Þau hjónin eiga þriggja ára brúðkaupsafmæli í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is NÝLEGA var úthlutað í fyrsta sinn styrkjum úr tveimur nýjum sjóðum; Muggi og Ferðasjóði Muggs, en að þeim standa Reykjavíkurborg, SÍM, Flugleiðir og Eimskip. Styrkjunum er ætlað að standa straum af dval- arkostnaði myndlistarmanna erlend- is, til dæmis í tengslum við sýningar og vinnustofuferðir og efla á þann hátt myndlistarstarf í Reykjavík og ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar. Þeir sem fengu styrk þessu sinni voru: Birgir Andrésson, Bjargey Ólafsdóttir, Borghildur Ósk- arsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Darri Lorenzen, Erla Þórarins- dóttir, Eygló Harðardóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Hannes Lár- usson, Helga Óskarsdóttir, Hrafn- hildur Arnardóttir, Huginn Þór Ara- son, Kristín S. Garðarsdóttir, Líbía Perez de Siles, Ólafur Árni Ólafsson, Ólöf Einarsdóttir, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Örn Friðriks- son, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir og Þóra Sigurðar- dóttir. Muggs-sjóðirnir eru stofnaðir til heiðurs Guðmundi Thorsteinssyni, sem gekk undir listamannsnafninu Muggur, en hann fæddist 1891 og var einn fyrsti húmoristinn í ís- lenskri myndlist. Viðfangsefni hans voru fjölbreytileg svo og tilraunir hans í stíl. Þá var hann einna þekkt- astur fyrir teikningar sínar upp úr þjóðsögum Íslendinga. Muggur stundaði nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1911–1916 og fór í námsferðir víða um heim. Hann lifði nokkuð ævintýraríku lífi og lést ein- ungis þrjátíu og þriggja ára að aldri árið 1924. Úthlutað úr Muggs- sjóðum DÆTUR Páls Ísólfssonar tónskálds (1893 - 1974) afhentu í gær Landsbókasafni Íslands – háskólabókasafni öll nótnahandrit tónskálds- ins og önnur skjöl til varðveislu, fyrir hönd aðstandenda Páls. Er þar um að ræða mikið safn nótnahandrita, sendibréfa Páls allt frá námsárum hans og úr- klippubóka með umfjöllunum um tónleika og aðra viðburði í lífi Páls, sem hann hafði límt inn allt frá fyrstu árum sínum í tónlistarlífinu. Þá er í safninu að finna dagbækur úr Dóm- kirkjunni þar sem Páll var organisti, en hann skrifaði skilmerkilega upp allt sem leikið var í kirkjuathöfnum. Páll var einn af helstu hvatamönnum að stofn- un Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Hann vildi líka að Íslendingar reistu sér tónlistarhöll,“ segir Þuríður Pálsdóttir söngkona, dóttir Páls. „En það hefur ekki enn gengið eftir.“ Þuríður segir tíma hafa verið kominn til að setja skjölin í örugga vörslu Landsbókasafns- ins. „Við systurnar vorum þakklátar fyrir að koma þessu í örugga vörslu þar sem fólk get- ur gengið að þessu og verður vel farið með þetta efni,“ segir Þuríður. „Efnið er að mestu leyti flokkað, en nú fara safnverðir yfir þetta og ljósrita öll handritin.“ Þuríður vill skila þökkum til mætra manna sem aðstoðuðu systurnar við að koma verkunum fyrir og flokka þau. Sér- staklega nefnir hún Bjarka Sveinbjörnsson, tónlistarráðunaut RÚV, sem veitti ómetanlega hjálp. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður tók á móti handrit- unum frá dætrum Páls Ísólfssonar, séra Önnu Sigríði Pálsdóttur og Þuríði Pálsdóttur óperusöngkonu. Handrit Páls Ísólfssonar á Landsbókasafn Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.