Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 26

Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Örn Friðfinnssonfæddist í Reykja- vík 23. september 1951. Hann varð bráðkvaddur 4. október. Foreldrar hans eru Svava Jenný Jóhannesdótt- ir, f. 7 júlí 1921, og Friðfinnur Frið- finnsson, f. 28. febr- úar 1915, d. 3. maí 2004. Örn ólst upp í Garðabæ, gekk þar í grunnskóla og tók stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og fluttist fljótlega eftir það til Danmerkur. Hann hóf þar sam- búð 1979 með Önnu Guðrúnu Bjarnadóttur. Þau fluttu heim til Íslands 1980 og giftu sig 1987. Þau slitu samvistir 1997. Örn og Anna Guðrún eignuðust tvær dætur. Þær eru: Arna Ýr, f. 25. febr- úar 1983, og Svava Andrea, f. 2. apríl 1987. Örn stundaði akstur leigubíla ár- um saman, meðfram öðrum störfum s.s. bílaviðgerðum, sjó- mennsku o.fl. Hann var mikill áhuga- maður um stang- veiði, fluguhnýting- ar og fleira því tengdu. Hann átti mikið safn frí- merkja og póststimpla. Einnig stundaði hann töluvert listmálun hin síðari ár. Útför Arnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði á Álftanesi. Nú nóttin líður yfir þá næturhúmið sest, þar sem kveld og kyrrðin lifir mun bros í hjörtu, flest. (Höskuldur H. Bjarnason) Dánarfregnin um pabbann okkar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Pabbi í blóma lífsins og við systurnar rétt farnar að feta okkur sjálfar áfram í lífinu. Við höfðum hlakkað svo til að pabbi fengi að fylgjast með því sem við erum að gera og eins var svo ánægjulegt hvað samskipti okkar voru orðin góð, en á fyrri hluta unglingsáranna er oft eins og maður fjarlægist for- eldra sína. Við vorum orðin meira eins og jafningjar, því ekki var pabbi sá strangasti, heldur reyndi að skilja okkur eins og við vorum og var í raun mjög óstressaður gagnvart því sem við vorum að bralla. Hans líf og yndi voru veiðiferð- irnar í silung og lax. Hann hnýtti sínar eigin flugur og var óspar á að gefa með sér. Daginn sem hann dó hafði hann einmitt landað tíu punda laxi og náði vinur hans góðri mynd við það tækifæri. Listfengi pabba kom líka fram í eldamennsku en oft bauð hann okk- ur í glæsilegar máltíðir. Undir það síðasta var hann farinn að mála bæði olíu- og vatnslitamyndir sem eru yndislegar á að horfa, ekki síst nú þegar við látum hugann reika. Við varðveitum minninguna um pabba okkar og berum virðingu fyr- ir henni. Veiðidótið hans fær líka vísan stað hjá okkur, það er víst. Við trúum því að pabbi hafi sam- einast afa Friðfinni sem lést 3. maí sl. Guð varðveiti elsku pabba og varði leið hans til ljóssins. Dæturnar, Anna Ýr og Svava Andrea. Það var fallegur haustdagur 4. október sl. Hvítá gjöful og umhverf- ið skartaði sínum fögru haustlitum. Þar var hann Örn bróðir minn við uppáhalds iðju sína, að veiða; nýbú- inn að landa tíu punda laxi en þá kom kallið, hann átti ekki aftur- kvæmt úr þessari veiðiferð. Ein fyrsta minning mín um Örn er frá því hann, tveggja eða þriggja ára, lét í sér heyra þegar hann var tjóðr- aður við snúrustaurinn heima hjá okkur; rétt við Hraunsholtslækinn í Garðabæ. Skýringin var sú að læk- urinn hafði gríðarlegt aðdráttarafl fyrir börnin í hverfinu og þá ekki síst Örn, sem sótti stíft í lækinn. Þar sannaðist hið fornkveðna að snemma beygist krókurinn því segja má að veiðiáhugi Arnar hafi verið vakinn strax í bernsku. Í Hrauns- holtslæknum veiddist á þessum tíma bæði silungur og áll sem kettirnir í hverfinu nutu góðs af. Veiðin í lækn- um nægði áhugasömum veiðimanni eins og Erni ekki lengi og fór hann strax við átta ára aldur að fara í veiðitúra með föður okkar. Síðar fór Örn að hnýta flugur af mikilli færni og þar eins og í svo mörgu kom gjafmildi hans í ljós, hann gaf öllum í fjölskyldunni flugur sem sýndu áhuga á veiði og ef ekki var veiðiáhugi þá gaf hann nælur úr flugunum. Önnur minning um Örn er ljóslifandi, en það er þegar hann sat með krosslagða fætur uppi á eld- húsborði og fylgdist með móður okkar elda og var síspyrjandi. Strax frá unga aldri hafði Örn mikinn áhuga á eldamennsku og varð hann góður kokkur. Örn fór t.a.m. aðeins 15 ára sem messagutti á millilandaskip og þegar aðstoðar- kokkurinn lét sig hverfa í einu hafn- arstoppinu var hann hækkaður í tign, munstraður í starfið og stóð sig með miklum ágætum.Örn var afar handlaginn maður, við nánast hvað sem var, allt fór honum vel úr hendi og nutu margir góðs af því, ekki síst undirrituð. Á síðari árum fór hann að teikna og mála og hafði hug á að bæta færni sín á því sviði, en um þetta áhugamál sitt talaði hann ekki mikið. Örn var afar hjartahlýr mað- ur, geðprúður og góður í umgengni, minningin um alla hans góðu kosti mun hlýja mér um ókomin ár. Missir fjölskyldunnar er mikill, ekki síst dætranna sem hann talaði alltaf um af mikilli hlýju og móður okkar sem sér nú á bak ástkærum syni aðeins fimm mánuðum eftir að faðir okkar lést. Vertu Guði falinn. Erna. Fallinn er frá góður vinur fyrir aldur fram. Síst hvarflaði að mér að hann Össi þessi fríski drengur gengi ekki heill til skógar. Aldrei heyrði ég hann minnast einu orði á slíkt. Allar veiðiferðirnar maður! Göngur yfir holt og móa þar sem þú skildir okkur alla eftir, sjálfur í svitabaði eins og við hinir, með bún- að á bakinu, níðþungan. Nei, nú lékstu á mig, minn kæri vinur. Alltaf aflahæstur, fyrstur upp á morgn- ana, tilbúinn að aðstoða okkur hina. Frábær félagi. „Vantar þig flugur, ég á nóg. Fáðu þér. Taktu þessa, þessi er góð. Taktu þennan Francis.“ Listilega hnýttar. Handbragðið einstakt. Góðvild og greiðasemi. Einhver vandamál og þú leystir þau. Kjötsúpan þín fræg og umtöluð í okkar hópi. Menn biðu óþreyjufullir eftir henni og aldrei brást hún. Menn urðu pakksaddir eftir góðan veiðidag. Kannski einn öl með. Frábær minning. Fyrstur í uppvaskið, fyrstur til að þrífa til eftir okkur þegar við vorum að fara úr veiðihúsi. Allt klárt. Að líta til þín í Dalalandið, stund- um í tíu mínútur, stundum í marga klukkutíma. Alltaf gott og skemmti- legt. „Fáðu þér reyktan silung, eigðu þetta flak, farðu með það heim og gefðu fjölskyldunni.“ Einstakur. Þú að totta pípu, sýna mér frí- merki eða póststimplana, fágætt safn. Ræða um næsta veiðitúr eða þann síðasta. Settum Led Zeppelin á og hlustuðum. Þú sýndir mér nýj- ar flugur sem þú hafðir verið að hnýta. Ræddum um gamla daga. Fimmtugsafmælið þitt í Vatnsá. Hvar annars staðar? Þitt líf og yndi með veiðistöngina. Það voru góðir dagar. Þú talaðir stoltur um dætur þínar sem þér þótti svo vænt um. „Þær standa sig vel í skólanum.“ Leyfðir mér að fylgjast með, og ég sam- gladdist. Ekki annað hægt. Þú tal- aðir vel til allra og áttir mér vit- anlega enga óvildarmenn. Leitaðir alltaf að því góða í fari manna. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér, lifðir því ekki endilega eftir viðurkenndum stöðlum samfélags- ins. En þú bættir alla og gerðir að betri mönnum, sem þig þekktu, ómeðvitað með þinni hlýju fram- komu. Menn tóku það til sín. Það veit ég. Þetta greinarkorn er skrifað til að votta gengnum vini virðingu og þakka fyrir ómetanlega vináttu. Ég kveð Örn Friðfinnsson með miklum söknuði. Ég og fjölskylda mín sendum dætrum hans og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar Guðmundsson. Í dag er borinn til grafar vinur okkar, Örn Friðfinnsson. Drottinn vitjaði hans og sótti við veiðar, þar sem hann undi hag sínum best. Þar var drottinn honum miskunnsamur. Við höfum farið ótalmargar veiði- ferðir saman og hélt ég að þær yrðu margar enn. Hvað er betra og skemmtilegra en að halda til sveita í góðra vina hópi, upplifa frelsið og kyrrðina í víðáttunni. Renna fyrir fisk í fallegri á eða tæru heiðarvatni og finna kannski þann stóra til að takast á við. Beita þá reynslu sinni af þol- inmæði og virðingu eins og Erni hafði lærst allt frá æskuárum. Hann var fengsæll og jafnan aflahæstur okkar félaga. Enda las hann ár og vötn betur en flestir. Hann var mik- ið náttúrubarn og þekkti og skil- greindi flest sem móður náttúru til- heyrði. Plöntur og grjót alls konar, alla fugla stóra og smáa sem heils- uðu uppá eða flugu hjá. Oft sótti hann kryddjurtir í hagann í þessum ferðum til að bragðbæta í matseld- inni. Hann var snilldarkokkur og fannst gaman að elda mat. Stundum voru tilburðirnir í eldhúsinu eins og helgiathöfn. Hann var þúsundþjalasmiður, svo margt var honum til lista lagt. Við sáum hann púsla saman næstum því ósýnilega, eins og að leysa erfiðustu verkefni. Hann var ljúfmenni, hjálp- samur, þægilegur í umgengni og skipti sjaldan skapi. Hann var kunn- ingjamargur en frekar vinafár. En það voru líka aðrir og fleiri dagar en bara góðir veiðidagar, en sumarið líður fljótt. Hversdagsleikinn var honum erfiður, og það var á bratt- ann að sækja og það rann undan sporunum í seinni tíð. En hann trúði á betri tíð, þó göfug markmið létu á sér standa. Hann hafði alla mögu- leika, jafn fjölhæfur og hann var. En nú munu hendur standa fram úr ermum á nýjum slóðum. Við þökk- um vini okkar samfylgdina sem var þó alltof stutt. Dætrum hans And- reu og Örnu, og öðrum ættingjum, vottum við samúð okkar. Örn var af- ar stoltur faðir og ljómaði jafnan þá oft er um þær var talað. Blessuð sé minning Arnar Friðfinnssonar. Örn Reynir og Einar Páll. ÖRN FRIÐFINNSSON Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN K.J. BJARNASON, Snorrabraut 65, Reykjavík, sem lést föstudaginn 1. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. október kl. 13.30. Laufey H. Bjarnason, Ágúst H. Bjarnason, Sólveig Sveinsdóttir, Björg H. Bjarnason, Sveinn Guðjónsson, Jón Hákon Bjarnason, Dagrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR bókbindari, Bollatanga 11, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 11. október. Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Emil Birgir Hallgrímsson, Edda Svavarsdóttir, Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir, Þóra Björg Hallgrímsdóttir, Tjörvi Einarsson, Inga Bjartey, Óðinn Páll og Una Rán. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og systir, ÁRMANNÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Aðalgötu 56, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 8. október sl. Jarðarförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laug- ardaginn 16. október kl. 14. Kristín Björg Sigurbjörnsdóttir, Óskar Þór Sigurbjörnsson, Soffía M. Eggertsdóttir, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sigurbjörnsson, Ingrid Waldow, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir, Hermann Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn, langalangömmubarn og systkini hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK STEFÁNSSON, Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði sunnudaginn 10. október sl., verður jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 16. októ- ber kl. 14.00. Hrefna Einarsdóttir, Kristrún Sigurbjörnsdóttir, Sigrún Friðriksdóttir, Jens G. Mikaelsson, Kolbrún Friðriksdóttir, Hjálmar Jóhannesson, Sigurður Friðriksson, Jónína Kr. Jónsdóttir, Stefán Einar Friðriksson, Jónbjörg K. Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Mín elskulega eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSDÍS ARNFINNSDÓTTIR, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 12. október. Þorleifur Finn- sson, Sigurður Arnar Kristjánsson, Kristján Jens Kristjánsson, Sigríður Sch. Þorleifsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.