Morgunblaðið - 13.10.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.10.2004, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ER hálft ár liðið síðan kjara- samningar grunnskólakennara runnu út og kennarar búnir að vera á þriðju viku í verk- falli. Það er kristaltært að stærstu sveit- arfélögin hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu ráða ferðinni og hafa tekið sig saman öll sem eitt að semja um helst ekki neitt, láta kennarana fara í verk- fall og bíða róleg þangað til þeir gefast upp. Fyrirmælin sem samninganefnd sveit- arfélganna hefur frá sínum fulltrúum eru skýr: Bíðið og bíðið, það kemur að því að kenn- ararnir gefist upp. Stjórnendur sveit- arfélaganna eru eins og hulduher sem held- ur sig í felum og ef næst til þeirra þá eru þeir allir stikkfrí og segja: „Ekki benda á mig; samn- inganefndin er með fullt umboð frá okkur.“ Ef við skoðum hverjir stjórna þessum stóru sveitarfélögum hér á Reykjavíkursvæðinu þá kemur eft- irfarandi í ljós: R-listakonur stjórna Reykjavík- urborg og eru stikkfrí; þetta er ekki þeirra mál. Í Garðabæ er sveitarstjórinn sjálfstæðiskona sem kemur oft fram í fjölmiðlum. En nú er eins og hún hafi gufað upp. Í Mosfellsbæ er einnig sjálfstæð- iskona, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sem hefur einnig komið oft fram í fjölmiðlum og talað tæpitungulaust og gaman að hlusta á hve mælsk hún getur verið. Ég hlustaði á hana í útvarpsþætti um verkfallsdeiluna svo hún hefur ekki hlaupið alveg í felur. En ég þekkti hana ekki fyrir sömu manneskju; henni vafðist tunga um tönn við hverja spurn- ingu. Hún hefur tekið heljarstökk úr skólastjórastólnum í sveit- arstjórastólinn. Ég spyr mig: Hefði hún verið svona spök ef hún hefði verið þolandi í kennaraverkfalli? Svar mitt er nei. Í Kópavogi eru það sjálfstæðismenn og framsókn sem stjórna og í Hafnarfirði Samfylk- ingin. Þetta sýnir í hnotskurn að lít- ið fer fyrir áhuga stjórnmálaflokk- anna á menntamálum, sama hver í hlut á, nema á kosninga- og hátíð- arfundum Ekkert sveitarfélag þorir að taka af skarið og semja við sína umbjóð- endur og opna skólana fyrir börn- unum. Ég sá höfð eftir sjálfum mennta- málaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þessi orð í fyrirsögn í blaði með stóru letri: „Vér konur stöndum saman“. Átti hún þarna við grunnskólakennara? Spyr sá sem ekki veit. 90% af þeim eru konur. Þegar verkfallið skall á fór Þor- gerður Katrín til Parísar á meðan skjólstæðingar hennar, 45.000 börn og 4.000 kennarar, voru í uppnámi. Hún var stikkfrí. Nú hefur komið í ljós að kynningin í París kostaði litl- ar 100 milljónir. Það þykir þessum háu „herrum“ ekki mikið en kenn- urum þykir það mikið: 600 mán- aðarlaun grunnskóla- kennara. Það bendir allt til þess að Þorgerður Katrín mennta- málaráðherra ætli að taka flokksbróður sinn, fyrrverandi mennt- málaráðherra Björn Bjarnason, til fyr- irmyndar og koma hvergi nálægt sínum umbjóðendum, þannig að grunnskólakennarar fái enn einu sinni léleg- an samning. Nú mundi maður ætla að með allar þess- ar konur í lykilhlut- verkum væri staðan góð; nei aldeilis ekki, verri ef eitthvað er. Þessar ágætu konur eru búnar að tala í ára- tugi um að það sé kom- inn tími til að jafna laun kynjanna. Þegar þær fá loksins tækifærið bregst kjarkurinn. Málshátturinn „Konur eru konum verstar“ er í fullu gildi. Nú er þjóðin búin að fá nýjan skipstjóra á þjóðarskútuna, fyrrver- andi utanríkisráðherra Halldór Ás- grímsson. Ég óska honum til ham- ingju með embættið og óska honum alls góðs. Hann var flottur í við- tölum á báðum stöðvum daginn sem hann tók við eins og honum er lagið. En svo leið ekki nema vika þang- að til tekið var viðtal við þennan sama mann um kjaradeilu kennara og þá kvað heldur betur við annan tón. „Talið við sveitarfélögin,“ og í orðunum lá þetta: „Látið mig í friði, mér kemur þetta ekki við.“ Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra hefur ausið peningum þjóð- arinnar í sendiráð um allan heim og þá er ekki spurt hvort húsnæði kost- ar 100 milljónir eða 900 milljónir enda virðast allir sjóðir fullir. Væri ekki betra að fjárfesta í æsku landsins en steypuklumpum í útlöndum? Danir eru að skera niður um að- eins 50 sendiráð. Gætum við ekki tekið þá okkur til fyrirmyndar og náð í nokkra milljarða inn í mennta- kerfið? Kennarar eru ekki búnir að gleyma 40–50% kauphækkuninni sem stjórnmálamenn tóku sér fyrir nokkrum mánuðum. Þá skorti ekki peningana og ekki talaði Einar Odd- ur þá um að aðrir kæmu á eftir. Já miklir höfðingjar alþingismenn. Það væri betur að alþingismenn vöknuðu til vitundar og gengju hreint til verks og beittu sér af al- efni fyrir því að samið verði um mannsæmandi laun við grunnskóla- kennara. Að lokum: Við ykkur, grunnskólakennarar, vil ég segja þetta: Þið eruð miklar hetjur, lesið ekki blöðin í vinnunni né vafrið um á netinu, verðið að sæta lagi til að komast í kaffi og mætið í vinnuna svo lengi sem þið standið í fæturna til þess að bekk- urinn verði ekki sendur heim. Þessi deila er ekki orðin spurning um krónur og aura heldur virðingu. Látið stjórnmálamennina ekki kúga ykkur lengur. Látið sverfa til stáls; þeir skilja ekkert annað, þess- ir háu „herrar“. Ef sveitarstjórnarmenn og al- þingismenn vilja hafa skólana lok- aða þá verði þeim að góðu. Kennaraverkfall: „Vér konur stöndum saman“ Anton Bjarnason skrifar um kennaraverkfallið Anton Bjarnason ’Ef sveitar-stjórnarmenn og alþingismenn vilja hafa skólana lokaða þá verði þeim að góðu.‘ Höfundur er lektor í KHÍ. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni ÞINGMAÐUR Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, reynir í grein í Morgunblaðinu 11. október að halda því fram að ríkisfjár- málastjórn sjálfstæð- ismanna sé ábótavant. Þetta reynir þingmað- urinn þó svo að fjár- málaráðherra hafi í ít- arlegu máli við fyrstu umræðu fjárlaga leið- rétt málflutning þing- mannsins og útskýrt í hverju misskilningur hans er fólginn. Það er ótrúlegt að þingmað- urinn skuli staglast á sömu rangfærslunum þegar þær hafa verið ítrekað leiðréttar. Markmiðið með slíkum vinnubrögðum hlýtur að vera það eitt að villa mönn- um sýn og draga athyglina frá meg- inatriðum málsins. Ekki þykir mér það göfugt markmið. Hér verður gerð ein tilraunin enn til að útskýra málið. Þingmaðurinn fer þá leið að bera saman annars vegar nið- urstöðutölur fjárlaga og hins vegar endanlegar tölur samkvæmt rík- isreikningi. Eðlilegur samanburður kann einhver að segja. Svo er þó ekki, þvert á móti er þessi framsetning afar villandi og í rauninni ekki marktækur samanburður, fylgi honum ekki eðli- legar skýringar. Í fyrsta lagi verður, þegar verið er að fjalla um ríkisfjármálin og hvernig þeim hefur verið stjórnað, að taka ákveðna liði út úr samanburðinum sem hafa ekkert að gera með hinn eig- inlega og daglega rekstur ríkissjóðs og liggja yfirleitt ekki fyrir fyrr en eftir lok hvers fjárlagaárs. Hér má ekki síst nefna gjaldfærslu lífeyrisskuldbind- inga ríkisstarfsmanna sem nemur milljarðatugum á síðustu árum, mest um 25 milljörðum á einu ári. Þetta eru hins vegar ekki nema að litlu leyti greiðslur úr ríkissjóði og þær hafa því lítil áhrif á hagstjórn líðandi stundar. Sama á við um afskrifaðar skatt- kröfur. Þingmaðurinn kallar þetta að fjármálaráðherrann taki út „óheppi- lega liði og fínpússi útkomuna“. Þetta er ómerkilegur málflutningur og raun- ar vart svara verður. Þingmaðurinn er nefnilega með þessu að segja að fjár- málaráðherrann sitji með ríkisreikn- inginn og velji úr „heppilega“ liði til að villa um fyrir fólki. Slíkt er auðvitað fráleit kenning. Í öðru lagi er nauðsynlegt að hafa í huga að oft þarf að bregðast við sérstökum aðstæðum og atvikum í fjáraukalögum sem ekki voru fyrirsjáanleg þegar fjárlög voru samþykkt og raska niðurstöðum samþykktra fjárlaga. Árið 2003 voru þannig samþykkt tvenn fjár- aukalög, hin fyrri gagn- gert til að auka útgjöld til byggðamála og vega- framkvæmda og draga þannig úr afgangi á fjár- lögum. Þetta kallar þingmaðurinn hins veg- ar „þægilegan eftir-á stimpil“. Í þriðja lagi má nefna tekjur af sölu eigna umfram bókfært verðmæti sem einnig flokkast með óreglulegum liðum. Samkvæmt málflutningi þing- mannsins er þetta ekki „heppilegur“ liður sem fjármálaráðherra ætti þá væntanlega ekki að taka út úr sam- anburðinum þar sem tekjur af sölu eigna bæta stöðuna. Þingmanninum til fróðleiks skal þó upplýst að þessi liður er tekinn út á nákvæmlega sömu for- sendum og aðrir óreglulegir liðir. Alla þessa þætti þarf að undanskilja því að annars fæst ekki rétt mynd af þróun ríkisfjármála. Þetta er ekki einkaskoðun fjármálaráðherra því að á þetta hefur verið rækilega bent í mörg ár í athugasemdum Fjársýslu ríkisins með ríkisreikningi þannig að það ætti ekki að koma á óvart, allra síst þing- mönnum. Til frekari útskýringar hefur fjár- málaráðherra nefnt eitt tiltekið dæmi sem sýnir hversu fáránlegt er að horfa á afkomutölur ríkissjóðs án þess að undanskilja þessa óreglulegu liði. Árið 1989 voru gjaldfærðar í einu lagi líf- eyrisskuldbindingar sem námu þá 61 milljarði króna sem reiknast til um 120 milljarða á verðlagi í dag. Þetta varð til þess að það varð gífurlegur halli á rík- issjóði þetta ár sem nam um 125 millj- örðum króna. Þótt mörgu hafi verið ábótavant í fjármálastjórn ríkisins á þessum tíma datt stjórnarandstöðunni á þeim tíma ekki í hug að telja þessa gjaldfærslu með í umræðu um halla- rekstur ríkissjóðs. Niðurstaðan er því skýr – traust ríkisfjármálastjórn. Og hvað leiðir þá réttur sam- anburður í ljós? Ef við tökum rík- isreikning áranna 1998 til 2003 og leið- réttum fyrir þessum óreglulegu liðum er niðurstaðan sú að yfir tímabilið í heild er uppsafnaður tekjuafgangur ríkissjóðs, afgangurinn af raunveru- legum rekstri ríkissjóðs, samtals um 95 milljarðar króna á verðlagi hvers árs. Þetta svarar til 16 milljarða króna tekjuafgangs á hverju ári. Jafnframt var afkoma ríkissjóðs 7 milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjár- lögum. Niðurstaðan er því mjög skýr – undir forystu Sjálfstæðisflokksins hef- ur ríkt traust ríkisfjármálastjórn síð- astliðinn áratug. Þetta hefur verið margstaðfest í umsögnum alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og OECD og þriggja virt- ustu matsfyrirtækja heims, sem að sjálfsögðu líta fram hjá málflutningi manna eins og Ágústs Ólafs Ágústs- sonar við mat sitt á stöðu ríkissjóðs. Að lokum mætti spyrja þingmann- inn – hvernig hefur verið hægt að lækka skatta svo um munar, borga skuldir ríkissjóðs í stórum stíl og greiða inn á framtíðarlífeyr- isskuldbindingar ríkisins ef umfram- keyrslan hjá ríkissjóði og óstjórnin hefur verið sú sem hann heldur fram? Það sjá það allir að „fínpússning“ og „eftir-á stimplar“ eru aðferðir og tæki sem þingmaðurinn sjálfur hefur hugs- að upp. Villandi málflutningur Samfylkingarinnar Ragnheiður Elín Árnadóttir svarar Ágúst Ólafi Ágústssyni ’… er niðurstaðan sú aðyfir tímabilið í heild er uppsafnaður tekju- afgangur ríkissjóðs, af- gangurinn af raunveru- legum rekstri ríkissjóðs, samtals um 95 millj- arðar króna.‘ Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. BREYTINGA er þörf á núverandi skattakerfi og er í mörg horn að líta í þeim efnum. Eitt er það sjónarmið sem mig langar að reifa hér í þessari grein og lýtur það að refsingu forsvarsmanna félaga sem standa ekki skil á vörsluskatti. Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að menn standa ekki í skil- um á fyrrnefndum skatti, annars vegar eru menn hreint og beint að svíkja undan skatti og hins vegar eru þeir sem telja sam- viskusamlega fram en tekst svo ekki að gera upp skuld sína vegna slakrar fjárhagsstöðu eða annarra aðstæðna. Hvert manns- barn sér muninn sem skilur þetta tvennt að. Þeir sem eru sekir um hið fyrrnefnda eru með ásetningi að blekkja skattayfirvöld í auðg- unarskyni og því sekir um glæp- samlega athöfn. Hinir síðarnefndu eru oftar en ekki fórnarlömb að- stæðna, vankunnáttu eða reynslu- leysis í viðskiptum eða hreinlega bara óheppnir og hafa því á engan hátt sýnt af sér hegðun sem þykir glæp- samleg. Um þennan mun þarf engun blöðum að fletta. Íslensk lög hins vegar gera hér engan mun á og legg- ur sömu refsingu fyrir bæði ofan- greind tilvik. Á síðasta þingi var lagt fram frum- varp um breytingar á skattalögum sem fól í sér breytingar þess efnis að gera mun á refsingu þeirra sem með ásetningi svíkja undan skatti annars vegar og þeirra sem ekki standa skil vegna annarra ástæðna hins vegar. Var þverpólitísk sam- staða um þetta frum- varp og komu þing- menn úr öllum flokkum að samningu þess. Því miður var þetta mál lát- ið víkja fyrir hama- ganginum í kringum fjölmiðlalögin, eins og svo mörg önnur frum- vörp, og var því ekki hægt að klára það í gegnum þingið. Það fer gegn réttlætiskennd al- þýðu manna að þeir sem hafa hvorki sýnt af sér ásetning né hegðun, sem almennt fer ekki gegn almennings áliti, skuli vera fangelsaðir og refsað harkalega fyrir það sem oft virðist eingöngu vera annaðhvort óheppni eða vankunátta í fyrirtækjarekstri. Þessir menn eru settir við sama borð og skattsvikarar jafnvel þótt reg- inmunur sé á bak við hin refsiverðu athæfi eins og fram hefur komið hér á undan. Menn eru oft að berjast til að halda lífi í fyrirtækjum sínum og eiga oftar en ekki aleiguna undir, búnir að veðsetja húsið og allt hvað eina. Menn eygja betri tíma og reyna því að halda fyrirtækjunum gangandi en án árangurs. Oft láta menn líka laun starfsmanna sinna ganga fyrir og finnst mér það öllu heiðvirðara því hinn almenni launþegi á engan veg- inn eins auðvelt með að sækja ógreidd laun úr gjaldþrota félagi eins og ríkið að sækja vangoldna skatta. Ríkið er nefnilega sá aðili sem hvað auðveldast á með að knýja fram skil skulda sinna og því skil ég ekki af hverju nauðsynlegt er að beita saklausa menn sama harðræði og ótínda skattsvikara. Það er einlæg von mín að þetta löngu tímabæra réttlætismál verði tekið aftur upp á þinginu í haust og fái meðbyr því þetta er ekki pólitískt mál heldur málefni sem varðar hug- myndir okkar um það réttlæti sem við viljum búa við. Skattsvik Lárus Sigurður Lárusson skrifar um skattamál ’Það er einlæg von mínað þetta löngu tímabæra réttlætismál verði tekið aftur upp á þinginu í haust …‘ Lárus Sigurður Lárusson Höfundur er laganemi við HR og situr í stjórn SUF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.