Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 17

Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 17 MINNSTAÐUR H rin gb ro t Hafnarfjörður | Um 400 Hafnfirð- ingar tóku þátt í íbúaþingi undir yf- irskriftinni „Undir gafli“ sem fram fór á laugardag. Helstu niðurstöður þingsins verða kynntar á íbúafundi á í Hafnarborg í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs- inga- og kynningarfulltrúi Hafnar- fjarðar, segir að fundurinn hafi gengið vel, og góðar umræður hafi skapast um hin ýmsu málefni. „Það var mikið af skemmtilegum skoð- unum sem kom fram, og þetta fólk sem kom var ofsalega ánægt með þetta tækifæri. Það kom þarna fólk sem ætlaði bara rétt að kíkja inn en var svo allan daginn. Það kom okk- ur skemmtilega á óvart.“ Yfirlýst markmið íbúaþingsins var að fá bæjarbúa til að setja fram sínar hugmyndir um sveitarfélagið, og þannig fá upplýsingar um hvað helst brennur á íbúum, með það í huga að móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð. Miðbæjarmálin mikilvæg Steinunn segir eitt af því sem íbúum lá hvað mest á hjarta á íbúa- þinginu hafa verið miðbæjarmálin, framtíð miðbæjarins og uppbygg- ing. Hópur var myndaður til að fjalla um þetta mál, og tóku með- limir hópsins sig til og fóru í göngu- ferð um miðbæinn, og teiknuðu svo hugmyndir sínar upp þegar komið var í hús. Morgunblaðið/Sverrir Íbúaþing Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt og starfsmaður hjá ráð- gjafafyrirtækinu Alta (t.v.), stjórnaði hópi sem fjallaði um skipulagsmál og voru íbúar mjög áhugasamir um þann málaflokk. Góðar um- ræður á íbúaþingi Óperutryllir í Laugaborg | Ís- lenska óperan heimsækir Laug- arborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. október kl. 20.30 og kynnir í tali og tónum óp- erutryllinn Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim, sem verður á fjölum Óperunnar nú á haustmiss- eri. Með aðalhlutverkin í sýningunni fara þau Ágúst Ólafsson og Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir og þau munu flytja aríur og dúetta úr verkinu við píanó- undirleik hljómsveitarstjórans Kurt Kopecky. Magnús Geir Þórðarson leikstjóri mun ennfremur segja frá söguþræði og bakgrunni óperunnar, sem verð- ur flutt í íslenskri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Þetta verða fyrri tónleikar Ís- lensku óperunnar í Laugarborg á starfsárinu en Óperan hefur þrisvar áður sótt Eyfirðinga heim og átt gott samstarf við Tónvinafélag Laugarborgar og Eyjafjarðarsveit, sem standa fyrir öflugri tónlistar- dagskrá í Laugarborg í allan vetur. Konur á námskeið | Námskeið á vegum Kvenfélagasambands Ís- lands í samvinnu við Öryrkjabanda- lag Íslands, Lifandi landbúnað og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldið í Ljósvetn- ingabúð í Köldukinn 17. október næstkomandi. Fjallað verður um Kvenfélaga- samband Íslands, Leiðbein- ingastöðvar heimilanna, Tímaritið Húsfreyjuna og þá verður fjallað um forystustörf, hlutverk og skyldur stjórnar- og nefndarkvenna, sjálfs- styrkingu og fleira, en auk þess kynna fulltrúar frá kvennanefnd Ör- yrkjabandalagsins og Barnahjálp SÞ starfsemi sína. Þátttaka er heimil konum í kven- félögum innan héraðs- og svæða- sambandanna, konum inna ÖBÍ og bændakonum innan Lifandi land- búnaðar, svo og áhugakonum um Barnahjálpina. Tilkynna þarf þátt- töku fyrir 14. október til fulltrúa í Kvennasambandi Eyjafjarðar, Kvennasambandi Suður-Þingeyinga og Kvennasambandi Norður- Þingeyinga.   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.