Morgunblaðið - 13.10.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 13.10.2004, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is Ný sending af glæsilegum samkvæmiskj ólum í öllum stærðu m. Vöruhúsið ehf heildverslun Ný sending af fallegum silkiblómum. Pantanir í síma 565 1504 voruhusid@internet.is LANDIÐ Svartárdalur | Guðmundur Valtýsson á Eiríksstöðum í Svartárdal, oft kenndur við Bröttuhlíð, lenti á dögunum í miklum hrakningum í göng- um upp við Hofsjökul þegar hann hvolfdi fjórhjóli ofan í einni af kvíslum Blöndu, en tókst með harðfylgi að komast undan hjólinu og halda því í straumnum í köldu jökulvatninu þar til félagi hans kom til aðstoðar og náðu þeir því á þurrt. Það sýnir einnig hreysti Guðmundar að í hitteð- fyrra lauk hann gangnadegi þrátt fyrir að fótbrotna snemma dags. Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd las um afrek Guðmundar í Morg- unblaðinu og sannfærðist um að enn væru til garpar og ævintýramenn á þvísa landi. Hann orti: Guðmundur Valtýsson einstakur er það oftlega sannast í göngum. Þá brýtur hann limina löngum á sér á langferðaveginum ströngum. Því alltaf í stríðinu fremstur hann fer með fjörmagnið bálandi í vöngum! Hann jafnvígur þykir á hesta og hjól, þar hæfnin er sýnd eftir þörfum. Og notar með prýði öll náttúrutól sem nýtast í búskaparstörfum. Við augum hans skín þessi Svartárdals sól er samfagnar huganum djörfum. Hann geysist á fjórhjóli um fjallanna geim og fálurnar kann þar að elta. En skrítinn er svipurinn sagður á þeim er sjá þær hann hjólinu velta. Og þó að þær komist í húsin sín heim þær hreint ekki taktana melta! En Guðmundur Valtýsson samur er samt og sigrast á hverskonar vanda. Því honum frá æsku er afburða tamt í eldlínu hvarvetna að standa. Þó fái hann af hrakföllum skaðræðis skammt, það skerpir hans framsóknar anda! Þar fjötrast ei sinnið við auðmagn og ál sem öllu til glötunar ryður. Nei, Guðmundur þekkir hið þjóðlega mál og þrautreyndu gildin hann styður. Ég bið honum heilla af hjarta og sál, það er húnvetnskur siður. Heillakveðja að húnvetnskum sið Guðmundur Valtýsson einstakur er Morgunblaðið/Sigurgeir Í Stafnsrétt Guðmundur Valtýsson er mikill gangnamaður. Kirkjubæjarklaustur | „Þetta er það sem fólk þarf og vill í dag, jafnt ungir sem aldnir,“ segir Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, en um helgina var vígt íþróttahús á Kirkjubæjar- klaustri. Er þetta fyrsta íþróttahúsið sem byggt er í sveitarfélaginu. Íþróttakennsla barna í Kirkjubæj- arskóla hefur farið fram í gömlu fé- lagsheimili, Kirkjuhvoli. Það er því mikil framför að fá íþróttahús á stað- inn. „Þetta er gjörbreyting á allri að- stöðu til íþróttaiðkunar, ekki síst íþróttakennslu barnanna,“ segir Árni Jón. Íbúarnir söfnuðu fyrir tækjum Í húsinu er ágætur salur með körfuboltavelli í löglegri stærð og áhorfendarými. Húsið er vel tækjum búið, meðal annars til líkamsræktar, og hafa íbúarnir sjálfir safnað fyrir fjölda tækja sem afhent voru við vígsluathöfnina. Búningsklefar sund- laugarinnar eru notaðir fyrir íþrótta- húsið og líkamsræktaraðstöðunni hefur verið komið fyrir í áhorfenda- rýminu til bráðabirgða. Byrjað er á undirbúningi tengibyggingar milli íþróttahússins og sundlaugarinnar og í henni verður stærri og betri bún- ingsaðstaða og líkamsræktastöð. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt teiknaði íþróttahúsið eins og sundlaugina og skólann. Íþróttahúsið hefur verið tvö ár í byggingu og kostar um 100 milljónir. „Vissulega tekur þetta í, við erum ekki nema 520 manna samfélag. En þetta er óhjákvæmileg framkvæmd sem gjörbreyta mun allri aðstöðu fyrir íbúana og styrkja byggðina,“ segir oddvitinn. Hiti frá sorpbrennslunni Íþróttahúsið er hitað upp með orku frá sambyggðri sorpbrennslu- stöð, eins og sundlaugin og önnur mannvirki á skólalóðinni. Sorpið er brennt fimm til sex daga vikunnar og varminn dugar fram eftir nóttu. Þá tekur olíukynding við og lokar sólar- hringnum og vikunni. „Þetta er út af fyrir sig ekki hagkvæm orkufram- leiðsla en þetta er hagkvæm heildar- lausn vegna þess hversu langt er í löggiltan urðunarstað fyrir sorp,“ segir Árni Jón Elíasson. Fyrsta íþróttahúsið sem byggt er í Skaftárhreppi vígt „Það sem fólk þarf og vill“ Klippt á borða Börnin á leikskólanum opnuðu íþróttahúsið. Hér eru systk- inin Vilhjálmur Páll og Eva María Thorarensen að störfum. Hrunamannahreppur | Það er metn- aðarmál hjá flestum sauðfjárbænd- um að eiga fagurt og vel skapað fé og arðsamt. Einn þeirra er Kristinn Valgeirsson í Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi. Fyrir þremur árum fæddist honum hrútlamb sem bar af öðrum og er undan Læk sem var þekktur úrvals kynbótahrútur á Sæðingarstöðinni í Laugardælum. Hrútlambið var vitaskuld sett á og haft til kynbóta. Hrúturinn hlaut nafnið Fannar enda mjallahvítur. Fannar var dæmdur veturgamall og hlaut þá 90 stig fyrir sköpulag. Það mun vera hæsta stigagjöf sem nokkur hrútur hefur fengið hér á landi. Nú er Fannar þriggja vetra og vegur 130 kg. Sonur hans Dreki, sem einnig er til í Þverspyrnu, hlaut nú á dög- unum 86 stig. Er Dreki með 46 mm bakvöðva sem er með því besta sem gerist, enda tveimur mm meira en mældist á föður hans veturgömlum. Ásetningsgimbrar eru dæmdar og fitulag mælt á bakvöðva með ómskoðun eins og hjá ásetnings- hrútum. Engar hrútasýningar Hrútasýningar voru oft miklir hátíðisdagar hjá bændum og mikill metnaður að eiga fegurstu gripina. Þær lögðust af í Hrunamanna- hreppi árið 1986, þegar riða kom fyrst upp í hreppnum. Nú er svo komið að hvergi er komið saman til hrútasýninga í Árnessýslu en hrút- arnir dæmdir heima á bæjunum. Í fyrra var skorið niður fé á tíu bæjum í Hrunamannahreppi vegna riðu og á tuttugu stöðum í Ölfusi og Þorlákshöfn. Þá var skorið niður á níu bæjum í Biskupstungum á síð- asta vetri og allt fé verður skorið í miðsveitinni nú í haust. Best skapaði hrúturinn er á Þverspyrnu í Hrunamannahrepp Mjallahvít hagaprýði Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Metfé Fannar í Þverspyrnu er stigahæsti hrútur landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.