Morgunblaðið - 13.10.2004, Page 27

Morgunblaðið - 13.10.2004, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 27 MINNINGAR ✝ Jóna GuðlaugÞorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1934. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 2. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Árnadóttir frá Hlíð í Kolbeinsstaða- hreppi á Snæfells- nesi, f. 6.8. 1906, d. 5.2. 1992, og Þor- geir Guðjónsson frá Arnarnúpi í Dýra- firði, f. 18.4. 1908, d. 27.1. 1937. Systir Jónu Guð- laugar var Elínborg, f. 2.2. 1935, d. 15.7. 1988. Jóna Guðlaug var frá sex ára aldri alin upp hjá föðursystur sinni á Arnarnúpi, Guðbjörgu Kristjönu Guðjóns- dóttur, og manni hennar, Krist- jáni Guðmundssyni búfræðingi frá Höfn í Dýrafirði, bónda á Arnarnúpi. Börn þeirra og upp- eldissystkini Jónu Guðlaugar eru Guðmundur Jón, f. 13.10. 1920, Guðmunda, f. 24.11. 1921, d. 24.4. 1959, Guðjón Örn, f. 15.12. 1922, Sigríður Guðný, f. 14.4. 21.3. 1946, d. 21.3. 1946. Börn Jónu Guðlaugar og Högna eru: 1) Anna Þorgerður, f. 23.8. 1958, sambýlismaður Eggert Berg- sveinsson, þau eiga þrjú börn. 2) Ólafur Jóhann, f. 29.12. 1960, kvæntur Særúnu Lísu Birgis- dóttur, þau eiga tvö börn, fyrir á Ólafur Jóhann tvö börn og Sæ- rún Lísa tvö börn. 3) Salóme, f. 8.6. 1963, hún á tvö börn með Jóni Aðalsteini Jónssyni en þau slitu samvistum fyrir fimmtán árum. Sambýlismaður Salóme er Gerald Martin Wall. 4) Unnur, f. 23.1. 1966, hún á þrjú börn með Arngrími Ómari Sigurdórssyni en þau slitu samvistir fyrir þremur árum. Sambýlismaður Unnar er Guðni Ársæll Indriða- son, þau eiga eina dóttur, en fyr- ir á Guðni Ársæll einn son. 5) Arnbjörg, f. 17.5. 1972, hún á tvö börn. Jóna Guðlaug starfaði í um tuttugu og þrjú ár við fisk- vinnslu og rækjuvinnslu á Bíldu- dal en eftir að þau hjón fluttu suður starfaði Jóna Guðlaug í skamman tíma í Bæjarútgerð Reykjavíkur, um þrjú ár á Múla- kaffi en lengst af starfaði hún á fatalager Hagkaups eða frá 20.4. 1987 til 15.6. 1996. Útför Jónu Guðlaugar fer fram frá Seljakirkju í Breiðholti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1925, Elís Gunnar, f. 8.5. 1926, Bjarni Sverrir, f. 16.3. 1928, og Þorgeir Björgvin, f. 5.9. 1937. Jóna Guðlaug giftist Garðari Andréssyni, f. 5.9. 1934, d. 24.2. 1980. Börn þeirra eru: 1) Andrés Þorgeir, f. 22.11. 1953, kvænt- ur Hugrúnu Hall- dórsdóttur, f. 24.3. 1945, þau eiga tvö börn og eitt barna- barn, fyrir á Andrés einn son og tvö barnabörn og Hugrún fimm börn. 2) Hallgrímur, f. 3.5. 1957, hann á þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Dóttir, fædd and- vana. Jóna Guðlaug og Garðar slitu samvistir 1957. Um haustið það sama ár fór Jóna Guðlaug vestur til Bíldudals. Þar kynntist hún Högna Jóhannssyni, f. 7.4. 1924, d. 4.9. 2003, þau gengu í hjóna- band 14. september 1958, og eiga saman fimm börn, en fyrir átti Högni einn son, óskírðan, f. Elsku mamma mín, þá er víst komið að kveðjustund, ekki óraði mig fyrir því þegar við vorum að kveðja pabba minn fyrir þrettán mánuðum að svo stuttu seinna mundi ég þurfa að kveðja þig. Orð- in verða svo fátækleg en spurn- ingar því fleiri á stundu sem þess- ari. Eitt er þó huggun harmi gegn, að þú þjáist ekki meir og ert kom- in heim til pabba. Ég efa það ekki að það hafa orð- ið fagnaðarfundir með ykkur þeg- ar hann tók á móti þér og stiginn léttur dans og eitt er víst að ást ykkar mun blómstra í ykkar nýju heimkynnum eins og hún gerði hér í heimi í fjörtíu og fimm ár. Minningarnar eru svo óþrjót- andi, haustin heima á Bíldudal þegar ég sat með þér og hélt á garninu fyrir þig og þú vafðir hnykla, það var alltaf byrjunin á prjónavertíð þinni fyrir veturinn, öll fengum við nýja sokka vett- linga, húfurm trefla og peysur, þú sást svo sannarlega til þess að engum yrði kalt þann veturinn. Og síðar komu barnabörnin og ekki var síðri myndarskapur þinn við þau. Já mamma mín, ég segi nú eins og litla systir sagði, nú er ég mun- aðarlaus, engin mamma og pabbi, en á meðan við varðveitum minn- inguna og þá lífsreglu sem þið lögðuð okkur, þá munum við ganga upprétt. Minning ykkar er ljós í lífi okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guð geymi þig, mamma mín. Þín elskandi dóttir Salóme. Mér þykir það frekar óraun- verulegt að vera að skrifa minn- ingargrein um þig, elsku mamma mín. Síðasta ár hafði verið þér svo erfitt allt frá því að pabbi kvaddi þennan heim hinn 4. sept, 2003, við eyddum mörgum stundum saman og höfðum í raun aldrei verið jafn nánar og einmitt þetta síðasta ár. Það er svo óréttlátt að loksins er þú varst farin að skríða út úr mestu sorginni og farin að sjá ljós í tilverunni, þá þurfti þetta að ger- ast. Það eru svo ótal minningar sem sækja hugann heim á svona stund- um, eins og til dæmis þegar þú hringdir í mig í síðasta skiptið, hinn 1. ágúst, ég var þá á leið til Reykjavíkur með litlu skottuna mína með mér og þú margend- urtókst „ástin mín keyrðu nú var- lega,“ þú varst svo ánægð og ham- ingjusöm í velheppnuðu ferðalagi. En daginn eftir fékk ég svo hræðilegt símtal og þær fréttir að þú hefðir lent í alvarlegu umferð- arslysi. Í tvo langa og dimma mán- uði barðist þú eins og sönn hetja, elsku mamma, en varðst svo að játa þig sigraða að kvöldi 2. októ- ber. Þessa tvo mánuði nísti mig sársauki yfir því að horfa á þig al- gjörlega ósjálfbjarga og sárþjáða, þig sem varst alltaf svo full af orku, alltaf á þönum við að breyta og bæta, þig sem aldrei varst að- gerðarlaus og sem hafðir alltaf svörin. Einna vænst þykir mér um þegar þú sagðir við mig í sumar hvað þér þætti gott að eiga mig sem vinkonu og auðvitað hvernig þú hélst í hendina mína þegar ég barðist við að koma honum syni mínum í heiminn, rétt eins og ég hélt í máttvana hendi þína þegar þú kvaddir þetta líf. Þú varst tekin í burtu alltof fljótt en ég reyni að hugga mig við að nú hafir þú fengið að hitta ást- ina þína, hann pabba, í Paradís. Ég ætla að kveðja þig með sömu orðum og ég kvaddi pabba fyrir rúmu ári síðan og segja þér að þú varst mér einstök móðir og börn- unum mínum einstök amma. Minn- ingin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Þín dóttir Arnbjörg. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Guð geymi þig, þín tengdadóttir, Lísa. Elsku amma mín. Ég sakna þín og allra göngu- túranna okkar og þegar þú fórst með mér í fótbolta og lékst við mig. Það var líka svo gaman að fá að gista hjá þér. Núna ertu komin til afa, uppi hjá Guði, ég elska þig alltaf, þinn Ólafur Kári. Elsku amma, við systkinin vor- um 4 og 9 ára þegar við hittum ykkur afa fyrst og þið urðuð strax alvöru amma og afi. Þú varst svo mikil pæja og ung í anda og það var svo gaman að koma til þín í Stífluselið og fá vöfflur og kakó og spjalla. Þú varst líka alltaf að gefa okk- ur eitthvað fallegt. Við gleymum þér aldrei, elsku amma og við kveðjum þig með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Brynjólfur og Gunnur. Elsku amma mín, ég sakna þín mikið, núna eruð þið afi englar hjá Guði og passið mig, elska þig, þín Ísold Anja. JÓNA GUÐLAUG ÞORGEIRSDÓTTIR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bóðir, SVEINN BIRGIR SIGURGEIRSSON, Háaleitisbraut 18, Reykjavík, sem lést föstudaginn 1. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á krabbameins- félögin. Birgir Óli Sveinsson, Rósa Hansen, Rannveig Sveinsdóttir, Tom Price, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. www.englasteinar.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA EYJÓLFSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Álagranda 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 2. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eyjólfur Magnússon, Anna Lárusdóttir, Þorsteinn Magnússon, Brynja Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra litla dóttir okkar og systir, BIRTA SÆVARSDÓTTIR, Dverghömrum 28, 112 Reykjavík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 10. október sl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 15. október kl. 13.30. Sigríður María Jónsdóttir, Sævar Guðmundsson, Sonja Sævarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vina- rhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS VÍÐIS STEINDÓRSSONAR frá Teigi, Bröttukinn 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hofsstaðaskóla Garðabæ fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. Rannveig S. Guðmundsdóttir, Sæunn Jónsdóttir, Margrét Ólöf Jónsdóttir, Hilmar Jónsson, Oddný Jóhanna Jónsdóttir, Björgvin Þór Ingvarsson, Laufey Brá Jónsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Edda Rún Jónsdóttir, Sigþór Marteinsson og barnabörn. Systir okkar, JAKOBÍNA S. ÞORBJÖRNSDÓTTIR HAMPSON, Mancherster, lést í Manchester mánudaginn 11. október. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Þorbjörnsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.