Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Page 12
45 0
SUNNUDAG5BLAÐIÐ
fz
Erican Ljung:
FLAMINGO
— Kvikmyndasaga --
..Nr. 5
Ég skellihló og haí'ði ekkj á-
l''yggíur af slíku. Paul horfð'i undr
andj á mig um leið og hann sagoi:
— Þú ilur auðsjáanlega ekki
hve mikið er í veði. Þú getur tap-
að öilum peningunum þínum, öllu,
sem þú hefur látið í fyrirtækið.
— Ég er að hugsa um að kaupa
hlut Coru Brink í fyrirtækinu,
svo að þú einn ráðir yfir þvi.
Paul varð svo glaður við þessi
orð, að hann tók mig í fang sér,
sneri mér í hring og kyssti mig
Þar til ég stóð á öndinni.
Erich Vogt vinur minn sá um
kaupin á hluta'bréfum Coru. Húr.
var mjög ósanngjörn og ég varð
að kaupa þau á þreföldu verði, en
ég hafði þau og nú gat Paul ráðið
fyrirtækinu einn. Paul réði tvo
unga teiknara í staðinn fyrir Coru,
en þeir reyndust léiegir, og ég var
á hnotskóm eftir góðum teiknara.
Ég fékk Christian Backwitz til
þess að fára með mér á nokkrar
máliverkasýningar. Nafnið Hei-
muth von Barnholm vakti strax
athygli okkar, enda kom það síð-
ar í Ijós, að sá málari bjó yfir
miklum hæfileikum.
Ég útvegaði mér nokkrar teikn
ingar eftir hann og sýndj Paul.
Við gerðum honum tilboð um að
vinna í fyrirtækinu.
En við urðum ekki lítið undr-
andi þegar þessi efnileg teiknari
reyndist vera kona, Helga Barn-
holm. Það kom í minn hlut að
ráða hana að fyrirtækinu. Að vísu
gat hún ekki unnið nema í óá-
kveðinn tíma cða þangað til hún
íiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuli
hafði unnið sér fyrir farareyrj til
Tokio. Hún var mjög hrifin af
japanskri li.st og var ákveðin að
kynnast henni náar.
Helga Barnholm var óhsmju
dugleg og fyrirtækið gekk mjög
vel og eftir stuttan tíma var Paui
búinn að greiða mér helminginn
af þeim peningum, sem ég hafði
iánað honum í fyrrtækið og því
hefði Erich aldrei trúað.
Dag nokkurn fórum við Paul af
tilviljun að ræða um dugnað
Helgu cg ég lét orð um það falla,
að hún hiyti að vera búin að
vinna sér fyrir farinu til Japan
fyrir löngu. Paul játti því um jeið
og sagðist vona að hún yrði eitt-
hvað lengur hjá sér, því hún væri
svo óhemju dugleg og í rauninni
ætti hann henni alla sína vel-
gengni að þakka.
Ég leit rannsakandi á Paul og
fékk ákafan hjartslátt. Það að
Paul kæmi til hugar að Helga
hætti við ferð sína til Japan að-
eins til þess að vinna á auglýs-
ingaskrifgtofu hans þótti mér
vægast sagt grunsamlegt.
—i Hefur Helga hætt við ao
fara til Japan? spurði ég svolítið
ákaft.
— Já, eiginlega, svaraði Paul
um leið og hann rétti mér ávísun,
sem var síðasta afborgunin af því
sem ég hafði lánað honum. Ég er
hreykinn af gð geta jafnað svona
fljótt skuld mína vio þig, Ina,
þakka þér fyrir lánið. Hann brosti
til min, en ég þekkti hann of vel
til þess aö ég vissi að brosiö vai
ekki ekta. Ávísunin stakk mig illa,
ég vissi að hún var greiðsla frá
Pauls hendí fyrir það liðna- Og
hann þnrfti ekki einu sinni lengur
á peningum mínum að halda. Frá
þeirri stundu vissi ég að Helga
var honum meira virði en ég.
Á meðan við töluðum um
Helgu, reyndi ég að sýnast róleg.
Ég taldi sjálfri mér trú um að á
meðan hann gæti talað við mig
um hana, væri ástin aðeins á henn
ar hlið, og mér fannst það mjög
eðlilegt að svo ung og óreynd
stúlka hrifizt af töfrum Pauls. Af-
brýðisemin sauð í mér og ég gat
ekki alltaf leynt henni.
Ég horfði rannsakandi á Paul í
hvert skipti sem hann kom heim
til þess að yiía hvort hann væri
ekki likur því, sem hann var þeg-
ar hann var með þeim Mariönnu
og Coru. Þó að hið ytra væri eng-
in breyting, gat ég ekki verið leng
ur lífsglöð og það fór heldur ekki
fram hjá Paul.
Kvöld nokkurt þegar hann kom
heim úr vinnunni fremur seint,
spurði hann mig blátt áfram hvað
amaði að mér. Þú ert orðin svo
dauf og þreytuleg að ég naum-
ast þekki þig.
Mér brá viö þessa spurningu.