Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 305. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Litrík og lífsglöð Unglingarnir voru flottir í ódýrum og notuðum fötum | Daglegt líf 18 Fasteignir | Sagan milli þilja  Tjarnahverfi í Reykjanesbæ  Bruna- bótamat og raunvirði Íþróttir | Bikarmeistari með Brann  Meistari í borðtennis  100 milljóna króna mark Tryggva  Arnar í Hollywood Fasteignir og Íþróttir í dag STJÓRNVÖLD í Írak settu í gær neyðar- lög í öllu landinu að undanskildum Kúrda- héruðunum og gilda þau í 60 daga. Er ætl- unin að auðvelda með þessum hætti allsherjaratlögu gegn uppreisnarmönnum í borgum í svonefndum „súnní-þríhyrningi“ vestan og norðan við Bagdad. Þingkosningar verða í Írak í janúar. „Við viljum tryggja öryggi í landinu svo að kosn- ingar geti farið fram með friðsamlegum hætti og íraska þjóðin geti tekið þátt í þeim án þess að hræðast hryðjuverkamenn og öfl sem grafa undan stjórnmálaþróun í Írak,“ sagði Iyad Allawi forsætisráðherra í gær. Uppreisnarmenn gerðu árásir á mörgum stöðum í súnní-þríhyrningnum í gær og fyrradag og munu alls hafa fallið um 60 manns í þeim. Var m.a. ráðist á lögreglu- stöðvar í borgunum Haditha og Haqlan- iyah, norðvestan við Bagdad og 22 lögreglu- menn felldir. Bíll var sprengdur í gær við heimili fjármálaráðherra Íraks, Adil Abdel- Mahdi en hann er einn af þekktustu leiðtog- um sjíta. Abdel-Mahdi sakaði ekki. Einna öflugastir eru uppreisnarmenn í borginni Fallujah og þar telja írösk stjórn- völd og Bandaríkjamenn að séu bækistöðv- ar hryðjuverkamannsins Abu Musabs al- Zarqawis. Talið er að árásirnar annars stað- ar í landinu hafi meðal annars átt að draga úr þrýstingnum á Fallujah. Neyðarlög sett í Írak Bagdad, Fallujah og grennd. AP, AFP. Reuters Tveir bandarískir landgönguliðar búa sig undir allsherjarárás á borgina Fallujah. AFRÍKUSAMBANDIÐ studdi í gær tillögu sem samþykkt var í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að fordæma árásir á franska friðargæsluliða á Fíla- beinsströndinni. Níu franskir friðar- gæsluliðar voru felldir í loftárás stjórnarhersins á laugardag, Frakkar svör- uðu með því að granda öllum flugvélum stjórnarinnar. Stjórn Laurents Gbagbos, forseta Fílabeinsstrandarinnar, rauf á fimmtudag ársgamalt vopnahlé og réðst á her uppreisnarmanna. Gbagbo sakaði í gær Frakka um að hafa myrt tugi vopnlausra borgara en Frakkar og SÞ hafa samanlagt um 12.000 friðargæsluliða í landinu. Franskir friðargæsluliðar komu í gær á ró í stærstu borg landsins, Abidjan. Sagði Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakklands, að ástandið væri „stöðugt en vissulega ríkir mikil spenna, því er ekki hægt að neita“. Þúsundir manna höfðu áður farið með ránum og eldi um Abidjan. SÞ fordæmir árásir á Frakka Addis Ababa, Abidjan, París. AFP. Fílabeinsströndin Michele Alliot-Marie ♦♦♦ BOBBY Fisch- er, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur sent Þórði Ægi Ósk- arssyni, sendi- herra Íslands í Japan, bréf þar sem hann óskar formlega eftir pólitísku hæli á Íslandi. Fischer er í varðhaldi í borginni Ushiku norð- ur af Tókýó og er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa brot- ið gegn samskiptabanni sem SÞ settu gagnvart Júgóslavíu, en þar háði hann einvígi við Borís Spasskíj árið 1992. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa íslensk stjórnvöld at- hugað hvernig hægt væri að lið- sinna Fischer. Það sé þó ekki til alvarlegrar skoðunar að veita hon- um pólitískt hæli. Fischer segir í upphafi bréfsins, sem er handskrifað, að það sé afar brýnt að hann fái hæli sem fyrst vegna þess að geislavirk efni leki úr kjarnorkuverinu í Tokaimura sem sé í nágrenni sínu. Kjarn- orkuslys varð í verinu árið 1999. Í bréfinu kemur fram að hann vilji hvorki deyja vegna geisla- virkrar mengunar í Japan né í fangelsi í Bandaríkjunum. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Í eftirskrift bréfsins segir hann að ef banda- rísk stjórnvöld segi að það muni ekki hafa góð áhrif á samskipti landanna veiti Íslendingar honum pólitískt hæli eigi Íslendingar að svara því til að glæpir Bandaríkj- anna gegn Bobby Fischer hafi svo sannarlega ekki góð áhrif á sam- skiptin. Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák Vill pólitískt hæli á Íslandi Bobby Fischer Upphaf bréfsins til sendiherra Íslands í Japan. BOEING 747-200 fraktþota Flugfélagsins Atl- anta, TF-ARR, rann fram af braut í flugtaki á flugvellinum í Sharjah, skammt frá Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðdegis í gær. Þotan, sem var í fraktflugi fyrir Lufthansa, var að leggja af stað til Frankfurt fulllestuð af frakt og eldsneyti og var því um 350 tonn. Eng- inn um borð slasaðist. Vélin er mikið skemmd og er óvíst talið hvort hún flýgur á ný. Þrír flugmenn, þar af einn íslenskur, og flug- vélstjóri voru í áhöfn. Þeir fóru út um dyr rétt aftan við stjórnklefann en slökkvilið flugvallar- ins kom á staðinn þegar þeir voru að klifra út. Þeir gáfu stutta skýrslu á staðnum, báru sig vel og kenndu sér einskis meins líkamlega en voru færðir til læknisskoðunar til öryggis. Atvikið varð klukkan 16.35 að staðartíma. Þotan var komin nálægt flugtakshraða þegar flugmenn ákváðu að hætta við flugtakið. Þegar séð varð að ekki yrði unnt að stöðva vélina á flugbrautinni brugðu flugmennirnir á það ráð að sveigja henni til vinstri rétt við braut- arendann þar sem er ósléttur og sendinn jarð- vegur. Nefhjól vélarinnar brotnaði og annar hjólabúnaður skemmdist, sandur þyrlaðist inní mótorana og skemmdir eru sjáanlegar á búk. Einar Óskarsson, flugöryggisfulltrúi Atlanta, var staddur í Dubai og hélt þegar á vettvang í Sharjah, sem er í um 20 km fjarlægð. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann það mildi að flug- mennirnir skyldu sleppa ómeiddir. Unnið var að því í gærkvöld að losa eldsneyti úr vélinni og var vettvangsrannsókn að hefjast. Metið verður í dag hvenær unnt verður að flytja flakið frá brautarendanum en eina braut flug- vallarins er lokuð á meðan. Fraktþota Atlanta fram af flugbraut í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Þotan mikið skemmd og óvíst hvort hún flýgur á ný Dubai. Morgunblaðið. Morgunblaðið/jt Skemmdir á þotunni kannaðar. Þotan er mikið skemmd þar sem hún bíður á brautarendanum í Sharjah. Hún var fulllestuð af frakt og eldsneyti og vó um 350 tonn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.