Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 2

Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 2
2 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SPENNUSAGA ÁRSINS! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Á liðnu ári skipaði Dan Brown sér í hóp vinsælustu spennusagnahöfunda veraldar með hinni frábæru bók Da Vinci lyklinum. Englar og djöflar gefur henni ekkert eftir enda hefur bókin setið mánuðum saman á metsölulistum víða um heim. ELDGOSI LOKIÐ Eldgosi í Grímsvötnum er lokið, en líklegt er að því hafi lokið á föstu- dagskvöld eða snemma á laugardegi. Er jarðvísindamenn könnuðu svæðið í gær kom í ljós að nýr sigketill hefur myndast suðaustan við Grímsfjöll, á að giska 10–20 metra djúpur og hálf- ur km að breidd. Neyðarlög í Írak Stjórn Iyads Allawis í Írak setti í gær neyðarlög til 60 daga í mestöllu landinu. Var sagt að lögin myndu gera auðveldara að efla öryggi í landinu fyrir þingkosningarnar sem eiga að fara fram í janúar. Alls féllu um 60 manns í árásum uppreisnar- manna og hryðjuverkum í Írak um helgina. Talið var í gær að stórárás á vígi uppreisnarmanna í Fallujah yrði gerð á næstu sólarhringum. Frestunar verkfalls óskað Launanefnd sveitarfélaganna mun óska eftir því við kennara að þeir fresti verkfalli fari svo að miðl- unartillaga ríkissáttasemjara verði felld en fastlega er reiknað með að svo verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Óljóst hvort þotan flýgur Fraktþota Atlanta fór fram af flugbraut í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Enginn um borð slasaðist, en vélin er mikið skemmd og því óvíst hvort hún flýgur á ný. Frakkar koma á ró í Abidjan Franskar friðargæslusveitir treystu tök sín á stærstu borg Fíla- beinsstrandarinnar, Abidjan, í gær. Blóðug átök hófust á fimmtudag er stjórnarherinn rauf vopnahlé og réðst á uppreisnarmenn. Flugher stjórnarliða felldi níu franska her- menn í árás en Frakkar svöruðu með því að granda flugvélunum. Arafat enn í dái Líðan Yassers Arafats Palest- ínuleiðtoga var óbreytt á sjúkrahús- inu í París í gær, hann var í dái og er talið að lifrin sé hætt að starfa. Helstu leiðtogar Palestínustjórnar á hernumdu svæðunum voru vænt- anlegir til Frakklands í dag. Fischer óskar eftir hæli Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur sent Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra Íslands í Japan, bréf þar sem hann óskar formlega eftir pólitísku hæli á Íslandi. Fischer er í varðhaldi í Jap- an og eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir brot á samskiptabanni Samein- uðu þjóðanna gegn Júgóslavíu á árinu 1992. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hestar 34 Viðskipti 11 Dagbók 38/40 Byggðamál 12/13 Myndasögur 38 Vesturland 14 Listir 41 Erlent 16 Leikhús 41 Daglegt líf 18 Fólk 42/45 Umræðan 20/23 Bíó 42/45 Bréf 20 Ljósvakar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Minningar 27/33 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl STÆKKUN Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga gæti skapað allt að 100 ný störf, þar af 50–60 störf við verksmiðjuna sjálfa, að sögn Jans Fredriks Rosenbergs, fjármálastjóra Íslenska járnblendi- félagsins. Verksmiðjan er í eigu norska fyrirtækisins Elkem, og var greint var frá áformum um stækk- un verksmiðjunnar í Aftenposten um helgina og að bætt yrði tveimur ofnum við þá þrjá sem þar eru fyr- ir. Að sögn Jans Fredriks er hér um langtímastefnumótun að ræða og gæti ákvörðun um hugsanlega stækkun legið fyrir á næstu 1–2 ár- um. Viðræður við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja um hugsanlega orkuöflun séu á byrjunarstigi og framtíð verkefnisins ráðist af því að það takist að tryggja orku á hag- stæðum kjörum. Áætlaður kostn- aður við stækkun verksmiðjunnar gæti numið í kringum 10 milljörð- um króna. Þyrftu 90 MW viðbótarraforku Járnblendiverksmiðjan fram- leiddi um 120.000 tonn á síðasta ári og er gert ráð fyrir svipaðri fram- leiðslu á þessu ári. Að sögn Jans Fredriks liggur ekki fyrir hver framleiðsluaukningin verður með stækkun verksmiðjunnar. Verið sé að skoða aðra kosti en framleiðslu á kísiljárni einvörðungu, m.a. á magnesíumjárnblendi. Fyrir liggi þó að ef ráðist yrði í stækkun verksmiðjunnar þyrfti að tryggja 90MW viðbótarraforku fyr- ir ofnana tvo sem rætt sé um að reisa en þeir yrðu álíka stórir og þriðji ofninn sem reistur var árið 1999. Heimsmarkaðsverð á kísiljárni hefur tvöfaldast frá í mars 2002 og er nú nálægt 1.100 dollarar á tonn- ið. Að sögn Jans Fredriks ræðst hátt heimsmarkaðsverð m.a. af því að Kínverjar, sem fluttu út mikið af kísiljárni til Evrópu og Bandaríkj- anna fyrir nokkrum árum, flytja mun minna út í dag og nota meira í eigin iðnaði. Ekki sé þó reiknað með að heimsmarkaðsverðið haldist jafnhátt og raun ber vitni. Að sögn hans þarf heimsmarkaðsverð á kís- iljárni að haldast í 7–800 dollurum á tonnið eða umfram, til að hagnaður sé af framleiðslunni. Hagnaður verksmiðjunnar á síð- asta ári, sem er að fullu í eigu norska fyrirtækisins Elkem, var um 500 milljónir króna. Elkem áformar stækkun Járnblendiverksmiðjunnar Stækkun gæti skapað allt að 100 ný störf nefndin skilaði niðurstöðu sinni til menntamálaráðherra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, fyrir helgi. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, segir að ekki verði hægt að greina nánar frá efnisatriðum frumvarpsins fyrr en það hafi verið kynnt í ríkisstjórn. Tvær greiðslur á ári Árleg endurgreiðsla námslána ákvarðast í tvennu lagi, að því er fram kemur í núgildandi lögum LÍN. Ann- ars vegar er föst greiðsla sem inn- heimt er á fyrri hluta ársins, óháð tekjum, og hins vegar er viðbótar- greiðsla sem innheimt er á síðari hluta ársins og er háð tekjum fyrra árs. Fastagreiðslan er nú skv. lögun- um rúmlega 52.000 en viðbótar- greiðslan miðast við 4,75% af launum skuldarans. SÁTT hefur náðst milli stjórnarflokk- anna um að endurgreiðsluhlutfall lána frá Lánasjóði íslenskra náms- manna (LÍN) verði lækkað um 1 pró- sentustig, að því er fram kom í máli Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráð- herra og formanns Framsóknar- flokksins, á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðvesturkjördæmi. Greiðslubyrðin mun skv. frumvarp- inu lækka úr 4,75% af launum skuld- arans í 3,75%. Frumvarpið verður kynnt á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Nefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur að undanförnu unnið að endur- skoðun laga um LÍN. Í nefndinni sitja m.a. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður menntamálanefndar Alþingis, og Dagný Jónsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks og varaformaður menntamálanefndar. Lánasjóðs- Endurgreiðsluhlut- fall LÍN lækki um 1% „ÞETTA voru yndislegir tónleikar þar sem nokkrir af okk- ar helstu dægurlagaflytjendum fluttu ný og fjölbreytt lög fyrir fullri kirkju af fólki,“ segir Marteinn Hunger Frið- riksson dómorganisti en ellefu ný lög og ljóð sem ætluð eru til flutnings í hjónavígslum voru kynnt á tónleikum í Dómkirkjunni í gær. Er það ekki seinna vænna því ung pör eru þegar byrjuð að undirbúa brúðkaup sem eiga að fara fram næsta sumar. „Lagavalið var býsna fjölbreytt þó að eðlilega hafi farið mest fyrir einsöngslögum sem helgast af því að oftast eru fengnir einsöngvarar til að koma fram í brúðkaupum og hjónavígslum. En einnig voru flutt nokkur kórverk af Dómkórnum og Kór MR.“ Aðspurður segist Marteinn telja að þónokkuð hafi verið af tilvonandi brúðhjónum á tónleikunum og segist hann eiga von á því að eitthvað af lögunum sem flutt voru muni heyrast í kirkjum landsins á næstu misserum. Að sögn Marteins eru lögin ellefu afurð úr samkeppni Dómkórsins um nýja hjónavígslutónlist og gafst tónleika- gestum færi á því að greiða atkvæði um besta frumsamda lagið og ljóðið undir lok tónleikanna, en úrslitin verða kynnt á lokatónleikum Tónlistardaga Dómkirkjunnar 16. nóvember nk. Marteinn segir markmið keppninnar að hvetja til meiri umræðu og meðvitundar um lagaval í hjónavígslum. /8 Undirbúningur fyrir brúðkaup næsta sumars þegar hafinn Ný hjóna- vígslulög kynnt í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Sverrir Páll Óskar Hjálmtýsson söng við undirleik Mon- iku Abendroth á tónleikum í Dómkirkjunni. KARLMAÐUR sem slasaðist alvarlega í árekstri við flutn- ingabíl á Reyðarfjarðarhálsi á föstudag lést á sjúkrahús- inu í Nes- kaupstað á laugardags- morgun. Hinn látni hét Thor Klausen, 85 ára að aldri, til heimilis á Strandgötu 95, Eskifirði. Hann var fæddur 25. september 1919 og var ókvæntur og barnlaus. Slysið varð neðan við Reyð- arfjarðarháls inni við svokall- aða Hólma og atvikaðist þannig að bíll Thors lenti framan á flutningabílnum þegar hann ók út á aðalveginn frá afleggjara að sveitabæ. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið í Nes- kaupstað og lést þar á laugar- dagsmorgun sem fyrr segir. Ökumann flutningabílsins sakaði ekki. Lést í bílslysi TÆPLEGA 93.000 rúmmetrar af fyllingarefni bættust við í Kárahnjúkastíflu í fyrri viku, eða 15.500 rúmmetrar að meðaltali á sólarhring. Þar með er kominn í stífluna ríf- lega fjórðungur fyllingarinnar eða nákvæmlega 26,2%. Þessi afköst nálgast met á einni viku frá því framkvæmdir hófust við stíflu- gerðina, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar. Mikil afköst hjá stóru borunum þremur Þá segir að afköst boranna þriggja hafi verið í heildina meiri en í vikunni þar áður. Hægast gekk hjá bor nr. 2 og ástæðan var sem fyrr vandræði með færibönd- in. Í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal var byrjað að sprengja neðstu og síðustu bergsneiðina í stöðvarhús- hellinum mikla og fram haldið undirbúningi slitlags á akbrautina inn aðkomugöng virkjunarinnar. Hlýindi undanfarna daga hafa komið sér vel við framkvæmdir. Kárahnjúkastífla Fjórðungur fyllingar kominn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.