Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
N
ÁM HL
IÐ
A
S
T
A
RF
I
NÁM
S A M H L I Ð A S T A R F I
SA
V O R 2 0 0 5
www.endurmenntun.is/sími 525 4444
EFTIR REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁMIÐ
GETUR ÞÚ HALDIÐ ÁFRAM NÁMI Í VIÐSKIPTA- OG
HAG FRÆÐI DEILD HÍ OG LOKIÐ ÞAÐAN BS-GRÁÐU
Umsó
er til 15. nó
KJÖRDÆMISÞING framsóknar-
manna í Norðvesturkjördæmi sam-
þykkti með lófaklappi í gær ályktun
þar sem þingflokkur framsóknar-
manna er hvattur til að leysa þann
ágreining sem uppi hafi verið innan
hans. „Þingið lýsir fullum stuðningi
við þingmenn kjördæmisins og hvet-
ur þá til þess að snúa bökum saman
og vinna þannig kjördæminu til
heilla,“ segir einnig í ályktuninni.
Magnús Ólafsson, fráfarandi for-
maður kjördæmisstjórnar fram-
sóknarmanna í kjördæminu, segir að
einhugur hafi ríkt á þinginu um
ályktunina. „Og þingmenn flokksins
í kjördæminu [Magnús Stefánsson
og Kristinn H. Gunnarsson] innsigl-
uðu það með handabandi frammi fyr-
ir þingheimi,“ bætti hann við.
Staða Kristins var rædd á þinginu,
en þingflokkurinn tók þá ákvörðun,
eins og kunnugt er í haust, að velja
hann ekki í nefndir á vegum Alþing-
is. Kristinn leggur áherslu á að
ályktunin afsanni það að flokka-
drættir séu í kjördæminu. „Þing-
fulltrúar standa á bakvið okkur
báða,“ útskýrir hann. „Kjördæmið er
búið að afgreiða málið af sinni hálfu
og málið stendur upp á þingflokkinn
að leysa í samræmi við vilja kjör-
dæmisþingsins.“
Aðspurður kveðst hann skilja
ályktunina sem hvatningu til þing-
flokksins um að velja hann aftur í
nefndir á vegum þingsins. „Það er al-
veg skýrt,“ segir hann.
Kristinn flutti ræðu á þinginu, áð-
ur en tillagan var samþykkt, þar sem
hann sagði m.a. að hann léti ekki
hrekja sig úr flokknum. „Ég verð
ekki barinn til bókarinnar,“ sagði
hann meðal annars.
Vinni að framgangi tillagna
um atvinnu- og byggðamál
Magnús Ólafsson segir að með
ályktuninni sé kjördæmisþingið að
leggja fyrsta steininn í brú til sátta
innan þingflokksins. „Við skorum á
þingflokkinn að leysa þessi mál – alla
þingmennina tólf; þar er enginn und-
anskilinn hvorki Kristinn H. Gunn-
arsson, formaður þingflokksins né
aðrir.“ Skilaboð kjördæmisþingsins
séu m.ö.o. þau „að menn byggi upp
traust og spili saman í liði“, útskýrir
Magnús ennfremur.
Í ályktun þingsins voru þingmenn
einnig hvattir til að vinna að fram-
gangi tillagna nefndar um atvinnu-
og byggðamál í Norðvesturkjör-
dæmi og beita sér fyrir því að nauð-
synlegt fjármagn fáist til að hrinda
þeim í framkvæmd.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins sátu um 170 framsóknar-
menn þingið um helgina en 212 höfðu
rétt til að sitja það.
Ályktun á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi
Þingflokkurinn hvattur til
að leysa allan ágreining
Ljósmynd/Magnús Ólafsson
Þingfulltrúar stóðu upp og klöppuðu er Magnús Stefánsson og Kristinn H.
Gunnarsson tókust í hendur áður en ályktun þingsins var samþykkt.
EINAR Benediktsson, forstjóri Ol-
íuverslunar Íslands, sendi í gær frá
sér afsökunarbeiðni í tilefni
skýrslu Samkeppnisstofnunar um
samráð olíufélaganna. Orðrétt seg-
ir þar:
„Olíuverzlun Íslands hf. og við-
komandi stjórnendur biðja við-
skiptavini félagsins og aðra lands-
menn afsökunar á því, sem miður
hefur farið í starfsemi félagsins.
Félagið hefur hins vegar margar
athugasemdir við skýrslu Sam-
keppnisstofnunar og telur nauð-
synlegt að fá skorið úr um málið
fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála og ef þörf krefur fyrir dóm-
stólum landsins. Sú erfiða ákvörð-
un var tekin innan félagsins, að tjá
sig ekki að sinni í fjölmiðlum um
skýrslu Samkeppnisstofnunar um
meint ólögmætt samráð olíufélag-
anna. Augljóslega skaðar það fé-
lagið í þeirri umræðu, sem nú fer
fram. Ástæðan er sú að málið er
einnig til rannsóknar hjá embætti
Ríkislögreglustjóra.
Stjórnendur félagsins reyndu á
fundum með starfsmönnum Sam-
keppnisstofnunar að upplýsa málið.
Starfsmenn Samkeppnisstofnunar
völdu hins vegar þá leið í skýrslu
sinni að gera hlut olíufélaganna og
starfsmanna þeirra enn verri, en
efni standa til og í mörgum til-
fellum, að því er virðist, draga vís-
vitandi rangar ályktanir í ein-
stökum efnisatriðum. Þátttaka í
opinberri umfjöllun nú er félaginu
og stjórnendum þess ómöguleg,
þar sem slíkt gæti skaðað réttar-
stöðu félagsins og einstaklinga á
síðari stigum.
Ég bið um þolinmæði viðskipta-
vina og annarra landsmanna til að
bíða með endanlegan dóm, þar til
málið hefur fengið umfjöllun í rétt-
arkerfi landsins. Félagið og ég sem
forstjóri þess mun axla þá ábyrgð,
sem réttarkerfi landsins ákvarð-
ar.“
Yfirlýsing frá forstjóra Olíuverslunar Íslands
Biður þjóðina afsökunar
JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp um að settar
verði reglur um innheimtu skulda. Er
í því m.a. lagt til að sá sem í atvinnu-
skyni annist innheimtu gjaldfallinna
peningakrafna skuli hafa fengið inn-
heimtuleyfi frá ráðherra
Meðflutningsmenn eru tíu þing-
menn úr öllum flokkum. Frumvarp
sama efnis hefur áður verið lagt fram
á Alþingi, en hlaut ekki afgreiðslu.
„Markmiðið með þessu frumvarpi er
að settar verði ákveðnar meginreglur
um innheimtu til hagsbóta fyrir neyt-
endur, m.a. um góða innheimtu-
hætti,“ segir í greinargerð.
Staða skuldara afar veik
Segir í greinargerð að slík löggjöf
sé vel þekkt hjá flestum nágranna-
þjóðum okkar. „Neytendasamtökin
hér á landi hafa margoft farið fram á
að sett yrðu lög um innheimtu. Með
réttu telja þau að staða skuldara hér á
landi sé afar veik og innheimtuaðilar
geti hagað sér frjálslega við gjaldtöku
af þeim sem lenda í fjárhagserfiðleik-
um og vanskilum. Fyrirtækjum sem
sérhæfa sig í innheimtum hefur fjölg-
að mikið hér síðustu ár og er lögum
þessum m.a. ætlað að tryggja eftirlit
með starfsemi þeirra og þá ekki síður
með hagsmuni kröfuhafa í huga en
skuldara. Þannig eru gerðar ítarlegar
hæfiskröfur til innheimtuaðila og
þeim gert að gæta góðra innheimtu-
hátta og að hafa starfsábyrgðartrygg-
ingu í gildi.“
Reglur verði
settar um
innheimtu
skulda
EINAR K. Guðfinnsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, segir á vefsíðu sinni, þar sem
hann fjallar um málefni olíufélag-
anna, að dómstólar götunnar muni,
ef að líkum lætur, verða ákaflega
virkir á næstunni „og taka menn
óhikað af lífi“. Hann minnir hins
vegar á að menn séu saklausir þar
til sekt sé sönnuð.
„Það ríkir mikil reiði í garð olíu-
félaganna í kjölfar skýrslu Sam-
keppnisstofnunar,“ segir þingmað-
urinn í upphafi greinar sinnar á
ekg.is. „Skýrslan kveður á um
meint verðsamráð olíufélaganna og
á grundvelli hennar telur sam-
keppnisráð að fyrir það beri þau
að gjalda milljarða króna. Þetta er
hluti af því regluverki og því fyr-
irkomulagi sem við höfum sett upp
með löggjöf. Því er ætlað að
tryggja réttláta málsmeðferð, að
menn fari að lögum og að þeir sem
bornir eru sökum eigi rétt.“
Hann segir mjög mikilvægt að
menn hafi þetta í heiðri. „Það er
hins vegar ekki gert hjá dómstól-
um götunnar. Þeir munu hins veg-
ar verða ákaflega vel virkir á
næstunni, ef að líkum lætur og
taka menn óhikað af lífi. Þetta eru
sannarlega velmektardagar þessa
dómstigs. En reynslan sýnir að sá
dómstóll fer ekki eftir leikreglum
en dæmir eitt í dag og annað á
morgun. Hjá honum getur skúrkur
dagsins í dag orðið hetja morg-
undagsins – og öfugt.“
Einar segir dæmi um að dóm-
stólar götunnar hafi farið offari.
„Við þekkjum dæmi úr nýliðinni
sögu, þar sem menn voru bornir
þungum sökum, þar sem dómstól-
ar götunnar fóru offari, þar sem
stjórnmálamenn dagsins hoppuðu
á vinsældarvagninn og tóku sér
þar far. Menn voru jafnvel sak-
lausir hnepptir í fangelsi eða svipt-
ir störfum sínum í gerningahríð-
inni. Nýverið hafa þessir atburðir
verið rifjaðir upp og öllum ljóst að
þeir sem felldu þyngstu dómana
og fóru fremstir í stóryrðunum
hafa haft lítinn sóma af. Það væri
hollt að minnast þessa núna.“
Málin verði könnuð
Einar segir þó eðlilegt að olíu-
verðsmálin verði könnuð. Rétt eins
og verið sé að gera. „Þýðingarmik-
ið er að það sé gert á þeim for-
sendum sem lög gera ráð fyrir og
lyktir málsins séu ákvarðaðar af til
þess bærum aðilum.“ Hann segir
einnig eðlilegt að umræða fari
fram og að menn hafi skoðanir.
„Það er einfaldlega þáttur í lýð-
ræðislegu nútímasamfélagi. Í slíkri
umræðu þarf hins vegar að gæta
þess að öll sjónarmið komist til
skila. Það er eitt þeirra hlutverka
sem fjölmiðlar landsins eiga að
sinna.“
Þingmaður var-
ar við dómstól-
um götunnar
LÖGREGLAN í Keflavík hefur ver-
ið með sérstakt eftirlit með hugsan-
legum rjúpnaveiðum að undanförnu,
en algert rjúpnaveiðibann er í gildi í
landinu.
Að sögn lögreglunnar hafa borist
upplýsingar um ferðir rjúpnaveiði-
manna síðustu daga í nágrenni
Grindavíkur og þótti ástæða til að
kanna málið nánar.
Að sögn lögreglu hefur ekki tekist
að hafa hendur í hári meintra
rjúpnaveiðimanna þrátt fyrir eftir-
grennslan.
Eftirlit með
rjúpna-
skyttum