Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 9
FRÉTTIR
MIKILL fjöldi fólks var í Faðmi,
nýjum höfuðstöðvum álversins í
Straumsvík, sl. föstudag þegar nýja
húsnæðið var vígt með formlegum
hætti, en húsið var tekið í notkun
fyrir rúmum þremur vikum. Að
sögn Hrannars Péturssonar, upp-
lýsingafulltrúa Alcan á Íslandi,
heppnaðist hófið í alla staði mjög
vel.
„Hér var góð mæting og mikið af
skemmtilegu fólki. Þannig að þetta
var eins og við gátum látið okkur
best dreyma um.“
Nýja húsnæðið, sem Teiknistofa
Ingimundar Sveinssonar teiknaði,
er um 1.130 fermetrar að stærð og
hýsir skrifstofuhald verksmiðj-
unnar, tæknimenn og stjórnendur,
alls um 35 manns, en samtals starfa
um 500 manns í álverinu í Straums-
vík. Nýjar höfuðstöðvar leysa af
hólmi eldra skrifstofuhúsnæði sem
verið hefur í notkun frá því bygg-
ingarframkvæmdir við verksmiðj-
una hófust fyrir næstum fjórum
áratugum árið 1967.
Að sögn Hrannars hafa flutning-
arnir í nýtt húsnæði lagst afar vel í
starfsfólk. „Það er mjög góður andi
í byggingunni og skemmtileg
stemning. Raunar höfðu sumir
ákveðnar áhyggjur af því þegar
fréttist að til stæði að vinna í opn-
um rýmum í nýja húsinu og létu í
ljósi efasemdir um að slíkt væri
sniðugt. Þetta var kannski skilj-
anlegt í ljósi þess að flestir höfðu
haft sinn eigin kontór í ár eða jafn-
vel áratugi. En breytingin hefur, að
ég leyfi mér að segja, heppnast
nánast fullkomlega. Þannig eru all-
ir mjög sáttir við þetta, enda gaman
að vera komin í svona nýja og góða
aðstöðu.“
Á myndinni má sjá Rannveigu
Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, við
vígsluna á Faðmi.
Morgunblaðið/Þorkell
Góður andi í Faðmi
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Mynd, Hafnarfirði
sími 565 4207
www.ljósmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 3020
Tilboðsmyndatökur
Jólamyndatökur
Hefðbundnar myndatökur
Barnamyndatökur
Verslið við fagmenn
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Flauels-
fatnaður
Jakkar og
buxur frá
Sendibíladekk
AGILIS
SNOW-ICE
Karlar og konur
á norrænum vinnumarkaði
Tveggja daga málþing 11.-12. nóvember
á Grand hótel Reykjavík
Fimmtudagurinn 11. nóvember 13.00-17.00
Karlar í „kvennastörfum“
13.00-13.55 Erik Hauglund: Menn i barnehager – like viktig
som kvinner i styrerommet
13.55-14.30 Þórður Kristinsson: Fields of masculinity:
Icelandic men in nursing.
14.30-15.05 Steinunn Hrafnsdóttir: In the World of Women:
Men in female-dominated work organizations.
15.05-15.25 Kaffi
15.25-16.20 Marie Nordberg: Men in Female Occupations –
Gender flexible models for gender trans-
formations or for hegemonic masculinity?
16.20-16.55 Hafsteinn Karlsson: En man bland
kvinnliga lärare
Föstudagurinn 12. nóvember 9.00-13.00
Kynjaskiptur vinnumarkaður
09.00-09.55 Helinä Melkas: Gender segregation in Nordic
labour markets: Trends and challenges
09.55-10.30 Lárus Blöndal: Changes in the Icelandic
Occupational Structure
10.30-11.05 Fríða Rós Valdimarsdóttir: Föräldraledighet i
Norden: Lösning eller ytterligare problem?
11.05-11.25 Kaffi
11.25-12.20 Steen Bagöe Nielsen: Mænd i omsorgs-, social-
og sundhedsuddannelser. Nye veje med
forhindringer.
12.20-12.55 Kjartan Ólafsson: The future heaven of gender
equality? Occupational preferences of Icelandic
youths1968-2003
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en þó er mikilvægt að
þátttakendur skrái sig og er það gert á slóðinni:
http://registration.yourhost.is/KochM2004/ eða í 551 0668
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
13
9
7
8
Sendum lista út á land
15% afsláttur
af jökkum
og yfirhöfnum