Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 11

Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 11
Morgunblaðið/Kristinn Framtíðarstefnumótun fyrir íslenskt þjóðfélag Morgunblaðið/Ómar ANNAR fundur í fimm funda röð Verslunarráðs Íslands og Háskólans í Reykjavík um framtíðarstefnumót- un fyrir íslenskt þjóðfélag, var hald- inn í Þjóðmenningarhúsinu á föstu- dag. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Íslands, segir að markmiðið með fundunum sé að fá fram hreinskiptna og opna um- ræðu um framtíð íslensks þjóðfélags og hvert við stefnum. „Fyrirtæki á Íslandi hafa verið að leggja meiri rækt við framtíðarsýn sína en áður. Jafnframt gera menn sér grein fyrir að miklu máli skiptir hvernig íslenskt þjóðfélag er að þróast. Sú öra þróun sem á sér stað í viðskiptalífinu gerir auknar kröfur til forystumanna þess að miðla af þekkingu sinni og sýn,“ segir Þór. Niðurstöður kynntar forsætisráðherra Á fyrstu tveimur fundum í funda- röðinni, sem Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, stýrði, voru alfarið fulltrúar úr við- skiptalífinu, að sögn Þórs, en áform- að er víkka út þessa umræðu á næstu þremur fundum sem haldnir verða á næsta ári. „Þá höfum við áhuga á að fá til liðs við okkur einstaklinga úr stjórnmálum, menningar- og há- skólalífi og af vinnumarkaði,“ segir hann. Þegar niðurstöður fundarað- arinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar fyrir forsætisráðherra. „Hver niðurstaðan verður vitum við ekki enn sem komið er,“ segir Þór. Meðal þess sem rætt hefur verið á fundunum er hvernig nota megi þekkingu forystumanna í viðskipta- lífinu við stefnumörkun í þjóðfélag- inu. Einnig samskipti viðskiptalífs og stjórnvalda, og hvernig megi bæta það. Þór nefnir atriði í umræðunum sem hafi komið nokkuð á óvart og þar á meðal hafi í umræðum um ástæður fyrir velgengni landsins, ekki endilega verið rædd mál sem mætti áætla að viðskiptalífið talaði helst um. „Jákvæð viðhorf til at- hafnamennsku og fjölskyldustefna á Íslandi eru ofarlega á baugi hvað þetta varðar. Hið síðarnefnda getur jafnvel haft talsverð áhrif á staðsetn- ingu fyrirtækja og forystumanna þeirra í heiminum. Það skiptir þá heilmiklu máli að hér er gott að búa og ala upp börn.“ Þór segir umræðuvettvang sem þennan þekkjast víða um heim og í mars sl. hafi Danir sett á laggirnar hugmyndabanka undir heitinu Cepos en Verslunarráð hefur verið í sambandi við stofnendur Cepos varðandi fundaröð sína. Einnig segir Þór Breta vinna að margvíslegum verkefnum á þessu sviði. Athafnafólk Fyrsta fundinn sem haldinn var í ágúst sátu: Þór Sigfússon, Róbert Wessmann, Baldur Guðnason, Guðfinna Bjarnadóttir, Sigurður Gísli Pálmason, Svafa Grönfeldt, Bjarni Ármannsson og Jakob Sigurðsson. Annan fundinn sátu Katrín Pétursdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir, Ágúst Guðmundsson, Elfar Aðalsteinsson, Jón Karl Ólafsson og Hafþór Hafsteinsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Antwerpen 124 km Brussels 100 km Liege Lille 224 km Paris 387 km London 420 km Düsseldorf 135 km Eindhoven 128 km Dortmund 232 km Hannover Bremen Köln 123 km Bonn 123 km Frankfurt 320 km Luxembourg 142 km Strassbourg 406 km Stuttgart Rotterdam 224 km Amsterdam 250 km Eins og skot Liège -beint fraktflug 11 sinnum í viku Frá 15. október eykur Icelandair Cargo vikulegt fraktflug til og frá Liége úr 6 ferðum í 9 á viku. Við bætum svo um betur frá 1. nóvember og fljúgum 11 sinnum í viku á þessari leið. Icelandair Cargo í Liege er í innan við 400 km fjarlægð frá mörgum af stærstu borgum Evrópu. Á skyggða svæðinu hér að ofan á 75% af allri flugfrakt frá Evrópu sér uppruna. Icelandair Cargo býður þér landflutninganet hvaðan sem er í Evrópu. Nýttu þér hraðvirkasta flutningsmátann innan Evrópumarkaðar. Hafðu strax samband við Icelandair Cargo við Flugvallarveg í Reykjavík. Sími 5050 400, fax 5050 630, veffang icelandaircargo.is. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 57 01 09 /2 00 4 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Alcan kaupir land ● GREINT er frá því á vefsíðu Alcan á Íslandi að fyrirtækið hafi keypt 10.350 fermetra land við Straumsvík. Athygli vekur að þessi samningur hafi verið undirritaður sama dag og til- kynnt var um fyrirhugaða stækkun Norðuráls en Alcan ráðgerir ekki að byggja á landinu, sem keypt var af Hafnarfjarðarbæ, heldur verði það notað sem útivistar- og athafnasvæði fyrirtækisins. Samkvæmt vefsíðunni er það stefna fyrirtækisins að eiga allt land þar sem starfsemi þess fer fram. sé gott verð á mjöli og lýsi og þokkalegt verð á heilfrystri síld. Áætlað er að afkoma félagsins á árinu í heild verði „réttum megin við núllið“. ● TAP varð af rekstri Tanga hf. á Vopnafirði á fyrstu níu mánuðum ársins sem nam 51 milljón króna en á sama tímabili árið áður var 134 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Á þriðja ársfjórð- ungi eingöngu nam tapið 57 millj- ónum króna samanborið við 86 milljóna króna hagnað á þriðja árs- fjórðungi 2003, en inni í þeirri tölu var mikill hagnaður af sölu var- anlegra aflaheimilda í loðnu. Helstu skýringar á lélegri afkomu á þriðja ársfjórðungi í ár eru sagðar vera dræm kolmunnaveiði og hátt verð á olíu. Velta félagsins fyrstu níu mánuði ársins dróst saman um 15% miðað við fyrra ár en rekstrargjöld stóðu nánast í stað. Veltufé frá rekstri nam 102 milljónum króna. Fjórði ársfjórðungur er sagður byrja vel. Kolmunnaveiðin hafi glæðst og síldveiðin verið góð. Þá Tangi tapar 51 milljón ATVINNA mbl.is ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.