Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 13
BYGGÐAMÁL
Daði Bredesen ogHafþór Jónssoneru samhentir í
smábátaútgerðinni á
Patreksfirði. Þeir unnu
við það að koma Tinda-
röstinni, báti Daða, á
land er Morgunblaðs-
menn voru á ferð um
Vesturbyggð nýlega.
Daði var á leiðinni til
bátasmiðs til að setja
nýtt spil í bátinn svo
línuveiðar geti farið fram í vetur. Hann fékk 45 tonna kvóta úthlutaðan,
sem var um helmingur af því sem hann var að veiða í sóknardagakerfinu.
„Maður er ekkert allt of sáttur við þessa úthlutun en þá er bara að reyna að
útvega sér meiri heimildir. Ég hef lagt hart að mér til að reyna skapa mér
einhverja atvinnu allt árið um kring,“ sagði Daði, sem ásamt þremur öðr-
um smábátasjómönnum á Patreksfirði réðst í það verkefni að byggja eigin
smábátahöfn.
Daði Bredesen og Hafþór Jónsson.
Samhentir í útgerðinnium allt land. Ég sé engar töfra-lausnir,“ segir Magnús.
Hann segir samstöðu og sam-
vinnu fólks mikilvæga til að lifa
þjóðfélagsbreytingarnar af.
Magnúsi líður vel á Tálknafirði og
hann segir svæðið að ýmsu leyti
frábrugðið. Tálknfirðingar séu
„miðjufólk“ sem ætíð hafi farið
gætilega til orðs og æðis. Í firð-
inum hafi einnig verið meira bind-
indi og reglufesta en víða annars
staðar á Vestfjörðum.
„Ég hef verið með kenningu um
að landfræðilega er fjörðurinn
óvenjulegur og með gott jarðnæði.
Hann er það grösugur að góðir
möguleikar eru á þéttri búsetu.
Þegar heilu fjöllin og dalirnir
skilja fólk að þá kemur upp bak-
nag og hrepparígur,“ segir Magn-
ús, viss í sinni trú, enda búinn að
sigla margan sjóinn.
skóla, auk byggingar á íþróttahúsi og sundlaug. Íþróttahúsið
verði klárað á næstu vikum og vonandi opnað formlega 1. des-
ember næstkomandi.
„Við höfum stofnað nefnd til að fara gagngert yfir atvinnu-
málin, ekki bara innan Hólmavíkurhrepps heldur á Ströndum í
heild sinni. Við viljum skoða okkar möguleika á að byggja upp
nýja atvinnustarfsemi. Þannig viljum við skapa tækifæri fyrir
okkar unga fólk sem vill snúa heim að loknu námi,“ segir Ásdís
og nefnir sem dæmi möguleika í fiskeldi og ferðaþjónustu, sem
fari stöðugt vaxandi. Verið sé að auka þjónustu við ferðamenn á
Ströndum og halda eigi áfram á þeirri braut sem Galdrasýning á
Ströndum og Sauðfjársetrið hafa markað með góðum árangri.
Einnig séu góðir möguleikar á að markaðssetja betur lamba-
kjötið frá bændum á Ströndum. Kjötið hafi ákveðna sérstöðu
vegna þykkra vöðva og lítillar fitu. Sér Ásdís m.a. möguleika á
að selja Strandakjötið á Netinu, líkt og bændur á Austurlandi
hafa gert.
Samgöngurnar til skammar
Hún segir samgöngumál brenna heitt á Strandamönnum, sem
þykja vegabætur afar brýnar. Þær séu í raun forsenda fyrir
áframhaldandi búsetu og vaxandi byggð á svæðinu. Það sé í raun
til skammar að árið 2004 sé ekki enn búið að leggja bundið slit-
lag á veginn milli Hólmavíkur og Drangsness, svo dæmi sé tekið.
Sömuleiðis myndi létta verulega af veginum inn í Brú, með því
að leggja veginn um Arnkötludal. Allir þungaflutningar yfir vet-
urinn fari um veginn frá Brú til Hólmavíkur og hann sé alls ekki
hannaður fyrir slíka umferð. Óhapp hafi átt sér við þessa þunga-
flutninga og aðeins sé tímaspursmál hvenær verði slys á fólki.
Að sögn Ásdísar er atvinnuleysi lítið á Ströndum og horfur
ágætar í atvinnumálum þrátt fyrir erfiðleika í rækjuiðnaði.
Rækjuvinnslan hjá Hólmadrangi sé vel rekin og engan bilbug að
finna á stjórnendum þess fyrirtækis.
„Áður en ég kom hingað var ég búsett í Reykjavík og ég
komst á þá skoðun að það eru ákveðin forréttindi að fá að búa
hérna. Ég tel að Strandamönnum séu allir vegir færir og við
horfum bjartsýn fram á veginn. Tækifærin eru fyrir hendi, það
er bara að nýta þau. Það er aldrei gott að sitja og bíða eftir því að
eitthvað gerist fyrir sunnan, við verðum að sýna sjálfsbjarg-
arviðleitni,“ segir Ásdís.
Vesturbyggð og Tálknafjörður sameinist
Frá Ströndum yfir í Vesturbyggð. Tíu ár eru liðin síðan sveit-
arfélagið varð til með sameiningu fjögurra hreppa; Barða-
strandar-, Rauðasands, Patreks- og Bíldudalshrepps. Íbúar
sveitarfélagsins eru nú ríflega 1.000 og hefur fækkað um 26% frá
árinu 1993, þegar hrepparnir fjórir liðu undir lok. Miðstöð Vest-
urbyggðar er Patreksfjörður, með um 700 manns, en næst-
stærsti byggðakjarninn er Bíldudalur, þar sem búa um 230
manns. Flatarmál sveitarfélagsins er um 1.300 ferkílómetrar og
meginatvinnugreinin sjávarútvegur, líkt og víðast annars staðar
á Vestfjörðum, auk landbúnaðar og ferðaþjónustu. Sem fleygur
inn í Vesturbyggð, mitt á milli Patreksfjarðar og Bíldudals, ligg-
ur svo Tálknafjarðarhreppur með um 340 manns, en 60% íbúa
þar felldu sameiningu við aðra hreppa í V-Barðastrandarsýslu
árið 1994. Hefur nú verið gerð tillaga um að Vesturbyggð og
Tálknafjörður sameinist í kosningu næsta vor. Verkefnisstjórn
félagsmálaráðuneytisins telur að með sameiningu geti orðið til
öflugt fjarðasamfélag, líkt og gerst hafi á Vestfjörðum, sem geti
sótt fram af krafti í atvinnu- og byggðamálum. Sveitarfélögin
hafi þegar með sér nokkurt samstarf og samgöngur innan svæð-
isins hafi batnað verulega með vegabótum um Hálfdán og
Kleifaheiði. Samgöngur út fyrir svæðið, til Reykhólahrepps og
norðanverðra Vestfjarða, séu hins vegar ekki nógu góðar. Sam-
einað sveitarfélag teldi um 1.400 íbúa.
Guðmundur Guðlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Vestur-
byggð í um hálft ár, eftir að hafa verið bæjarstjóri á Siglufirði
um skeið. Spurður fyrst um sameiningarmálin segir Guðmundur
samstarfið við Tálknfirðinga vera mjög gott og viðræður fari nú
fram við þá, samkvæmt tillögu verkefnisstjórnar. Eðlilegt sé að
sveitarfélögin verði stærri og öflugri einingar en á sunnan-
verðum Vestfjörðum þurfi frekari samgöngubætur.
Er við hittum Guðmund að máli á skrifstofu sveitarfélagsins á
Patreksfirði var hann að bíða eftir svörum frá sjávarútvegsráðu-
neytinu við umsókn Vesturbyggðar um byggðakvóta. Í umsókn-
inni var bent á „sláandi tölur“ um skerðingu aflaheimilda í sveit-
arfélaginu frá 1991 til 2004. Á þeim tíma minnkuðu aflaheimildir
um 50%, eða úr 10.294 þorskígildistonnum árið 1991 í 5.189 tonn
á nýliðnu fiskveiðiári. Mest hefur skerðingin orðið í Bíldudal, en
einnig á Patreksfirði og Brjánslæk. Guðmundur segir þennan
samdrátt hafa valdið miklum vanda og haft alvarleg áhrif á at-
vinnulífið í Vesturbyggð. Bendir hann á að af 60 störfum í Bíldu-
dal í október árið 2003 hafi 36 störf verið við fiskvinnslu, eða 60%
af vinnumarkaðnum.
Kalkþörungar „okkar stóriðja“
Síðustu mánuðina hefur atvinnuleysi reyndar verið lítið í
sveitarfélaginu og nú orðið vantar fólk í fiskvinnslu á álags-
tímum. Illa hefur gengið að fá Íslendinga til vinnu og sem fyrr
hafa útlendingar borið uppi fiskvinnsluna. Guðmundur segir eitt
stærsta verkefnið vera að auka fjölbreytni starfa, ekki takist að
auka mikið við hlut fiskvinnslu og -veiða. Í Vesturbyggð sé einna
mest horft til möguleika í tengslum við kalkþörungaverksmiðju
á Bíldudal. Undirbúningsframkvæmdir eru þegar hafnar, með
landfyllingu við höfnina þar sem verksmiðjan á að rísa. Sótt hef-
ur verið um starfs- og byggingarleyfi þannig að allt stefnir í að
verksmiðjan verði að veruleika.
Guðmundur bindur vonir við að byggingarframkvæmdir hefj-
ist á næsta ári og framleiðsla geti hafist á vordögum 2006. „Þetta
er okkar stóriðja,“ segir Guðmundur en verksmiðjan mun skapa
um 15 störf. Í framhaldinu er ætlunin að þróa afurðir úr kalk-
þörungum, sem getur skapað enn fleiri störf í Vesturbyggð og
Tálknafirði. Ótalin eru afleidd störf í tengslum við verksmiðjuna.
Spurður um önnur helstu tækifæri og möguleika í Vest-
urbyggð segir Guðmundur þau vera mörg. Bæta þurfi sam-
göngur en helstu möguleikarnir liggi í ferðaþjónustunni. Nátt-
úrufegurðin sé mikil og staðir eins og Látrabjarg, Selárdalur,
minjasafnið á Hnjóti í Örlygshöfn, Vatnsdalur og Rauðasandur
séu forvitnilegir og spennandi.
„Sveitarfélagið getur ýtt undir þróun og reynt að skapa um-
gjörð um hugmyndir, sem geta orðið að veruleika. Við höfum
tekið þátt í mótun atvinnumálastefnu með Tálknfirðingum til
ársins 2008 og fengið Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann,
til að koma með tillögur og hugmyndir í atvinnumálum og ferða-
þjónustu,“ segir Guðmundur.
Sveitarstjórinn í Vesturbyggð var sem fyrr segir bæjarstjóri
á Siglufirði og hann segir margt líkt með Siglfirðingum og Vest-
firðingum. Þeir eigi hið minnsta eitt sameiginlegt; þ.e. að koma
þurfi á samgöngubótum. „Raunhæfar og nútímalegar sam-
göngubætur geta ráðið úrslitum um byggðaþróun og aðstæður
fólks á þessum svæðum. Slíkar bætur eru að mínu mati arð-
samar fyrir þjóðfélagið,“ segir Guðmundur.
Fjölbreyttir möguleikar
Hann vitnaði til hugmynda Árna Johnsen en eins og nýlega
kom fram í Morgunblaðinu hefur Árni kynnt og sett fram 57 til-
lögur um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum í Vesturbyggð
og 25 sambærilegar tillögur fyrir Tálknafjörð. Af tillögunum um
Vesturbyggð telur Árni í skýrslu sinni að raunhæft sé að stefna
að því að hrinda 44 í framkvæmd á einu og hálfu til tveimur ár-
um, hinar tillögurnar séu langtímaverkefni. Hann telur kostnað
við tillögurnar 44 vera rúmar 30 milljónir króna og stóran hluta
af því megi fjármagna með styrkjum. „Vesturbyggð býr yfir
ótrúlega fjölbreyttum möguleikum til þess að styrkja byggð og
ímynd svæðisins, ferðaþjónustu og um leið atvinnusköpun, að-
allega í tengslum við ferðaþjónustu,“ segir Árni m.a. í skýrsl-
unni.
Tálknafjörð segir hann vera einstaklega fallegan fjörð og það
sé eins og almættið hafi vandað sig sérstaklega hvað varðar
náttúru og fegurð fjalla sem skapi „ótrúlegan geisla“ til beggja
átta frá firðinum. Af tillögunum 25 telur Árni raunhæft að
hrinda 20 þeirra í framkvæmd á næstu árum. Kostnaður geti
numið 13–14 milljónum króna.
Það er því engan bilbug að finna á Vestfirðingum á sunn-
anverðum Vestfjörðum og Ströndum. Fólk reynir að aðlagast
breyttum aðstæðum og leita sér nýrra tækifæra, með von um
bættar samgöngur bæði innan svæðis og til næstu landshluta í
norðri og suðri. Í næstu grein verður farið til norðurs á Vest-
fjörðum og staðan þar könnuð með sambærilegum hætti og hér
hefur verið gert.
vegi um Arnkötludal
bæta samgöngur
Morgunblaðið/RAX
Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Oddi á Patreksfirði er stærsti atvinnu-
rekandinn á staðnum. Auk hefðbundinnar vinnslu hefur fyrirtækið verið
að þróa sig áfram með steinbítsafurðir, m.a. í samstarfi við breska versl-
anakeðju. Hér er einn starfsmaður Odda innan um stæður af fiskkörum.
Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps.
Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Vesturbyggðar.
!"
#
bjb@mbl.is