Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PALESTÍNSKIR embættismenn
sögðu í gær að lifur Yassers Arafats,
leiðtoga Palestínumanna, væri hætt
að starfa og líðan hans hefði ekki
batnað, hann mun enn vera í dái.
„Arafat er á lífi, “ sagði Michel
Barnier, utanríkisráðherra Frakk-
lands, í gær. Hann bætti því við að
ástand leiðtogans væri „mjög alvar-
legt“ en stöðugt. Ahmed Qurei, for-
sætisráðherra palestínsku heima-
stjórnarinnar og Mahmoud Abbas,
starfandi leiðtogi Frelsissamtaka
Palestínu, PLO, báðu í gær um leyfi
til að heimsækja Arafat á sjúkrahús-
inu í París og voru þeir væntanlegir
þangað í dag, mánudag.
Sagt er að fram til þessa hafi að-
eins eiginkona hans, Suha Arafat, og
örfáir aðrir fengið heimild til þess.
Ríkir óánægja með þessa tilhögun í
röðum frammámanna PLO og vildu
þeir fá að kynna sér ástand hans
sjálfir án milligöngu eiginkonunnar.
Ísraelar hafa lokið undirbúningi
fyrir að Arafat verði jarðsettur á
Gaza. Sjálfur hefur Arafat fyrir
löngu beðið um að verða jarðsettur í
Jerúsalem en þar segist hann hafa
fæðst þótt margir telji að raunveru-
lega fæðingarborgin hafi verið Kaíró
í Egyptalandi. Arafat liggur á
frönsku hersjúkrahúsi í grennd við
París. Aðstoðarmenn hans sögðu að
hann yrði hugsanlega fluttur á
sjúkrahús í Kaíró en þaðan yrði
hægt að flytja lík hans skjótar heim
ef hann deyr. Samkvæmt hefðum
múslíma ber að jarðsetja látið fólk
eins fljótt og unnt er.
Enn er ekki ljóst hvað hrjáir Ara-
fat. Læknar hafa útilokað hvítblæði
en viðurkenna að þeir viti ekki hvað
olli því að heilsu hans hrakaði
skyndilega eftir að hann kom á
franska sjúkrahúsið. Sögusagnir
hafa þegar komist á kreik meðal
Palestínumanna um að eitrað hafi
verið fyrir leiðtoganum. Hann er 75
ára gamall og hefur oft verið heilsu-
veill.
Vilja tryggja lög og reglu
Leiðtogar Palestínumanna hafa
fallist á áætlun um að koma aftur á
lögum og reglu á Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu og koma í veg fyrir
óeirðir ef Arafat deyr. Er þetta sögð
mikilvægasta ákvörðun sem Palest-
ínustjórn tekur eftir að Arafat var
fluttur frá Ramallah til Parísar.
Embættismenn segja að áætlunin
hafi verið gerð í mars og snúist frek-
ar um að koma böndum á ástandið á
heimastjórnarsvæðunum en að
koma höndum yfir liðsmenn hópa
Palestínumanna sem risu upp gegn
hernámi Ísraela fyrir fjórum árum.
Samkvæmt áætluninni verður ör-
yggislögreglumönnum fjölgað á
svæðinu.
Líðan Arafats
Palestínuleiðtoga
sögð vera óbreytt
Qurei og Abbas til Parísar
Reuters
Liðsmenn samtaka gyðinga sem eru andvígir zíonisma kveikja á kertum
fyrir utan Percy-herspítalann í Clamart við París þar sem Arafat liggur.
Ramallah, Jerúsalem, París. AFP, AP. OF LÍTIL þátttaka var í gær í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í Makedóníu um
tillögu þess efnis að hnekkt yrði lög-
um sem kveða á um aukin réttindi
þjóðarbrots albönskumælandi fólks í
landinu. Kjörsókn þurfti að verða
minnst 50% til að úrslitin teldust
bindandi en var aðeins 25–27%.
Það voru makedónskir þjóðernis-
sinnar sem kröfðust atkvæðagreiðsl-
unnar. Þeir voru andvígir breytingum
sem urðu þegar friðarsamkomulag
batt enda á uppreisn albanskra víga-
hópa í landinu fyrir þrem árum. Var
þá m.a. ákveðið að fækka mjög sveit-
arfélögum og munu Albanarnir nú
verða í meirihluta í tveim borgum,
Struga og Kicevo. Albanska verður
auk þess annað opinbera tungumálið í
höfuðstaðnum, Skopje.
Bæði samsteypustjórnin í Maked-
óníu, þar sem Albanar eiga fulltrúa,
og alþjóðasamfélagið höfðu hvatt íbúa
landsins til að greiða ekki atkvæði.
Mun þorri Albana hafa orðið við
þeirri ósk og einnig stór hluti slav-
neskumælandi kjósenda.
Of fáir
mættu á
kjörstað
Skopje. AFP.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
í Makedóníu
TÍMAMÓT urðu í Dallas í Tex-
as á kjördag þegar demókrat-
inn Lupe Vald-
ez sigraði
repúblikanann
Danny
Chandler í
kosningum um
embætti
lögreglustjóra.
Chandler hafði
gegnt embætt-
inu í um 30 ár, að sögn CNN-
sjónvarpsstöðvarinnar.
Mörg hneyksli hafa komið
upp hjá lögreglunni í Dallas síð-
ustu árin. Valdez er 52 ára
gömul kona, samkynhneigð og
eins og nafnið bendir til af ætt-
um Hispana, þ.e. fólks með
rætur í Rómönsku Ameríku.
Foreldrar hennar voru innflytj-
endur. Fékk Valdez 51% at-
kvæða og er talið að margt
spænskumælandi fólk hafi kos-
ið hana. Hún verður fyrst
kvenna til að gegna embættinu
í Dallas.
Valdez
verður lög-
reglustjóri
Lupe Valdez
Dallas í Texas
SJÖ manns a.m.k. fórust og 10 slös-
uðust alvarlega þegar háhraðalest
fór út af sporinu eftir árekstur við
bíl í þorpi vestan við London á laug-
ardagskvöld, myndin var tekin á
slysstað í gær. Um 300 farþegar
voru í lestinni sem var á leið frá
Lundúnum til Plymouth.
Allir átta vagnar lestarinnar fóru
út af sporinu.
Rannsakað verður vandlega hvað
olli atburðinum en yfirvöld vildu í
gær ekki fullyrða neitt um orsök-
ina. Lögreglumaður sem varð vitni
að árekstrinum segir að bíllinn hafi
stöðvast teinunum. Hlið til beggja
handa við teinana lokast með sjálf-
virkum hætti áður en lest kemur. Reuters
Sjö
fórust í
lestarslysi
BILL Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, segir að demókrat-
ar eigi að hætta að „væla“ yfir sigri
George W. Bush og einhenda sér
þess í stað í að bæta ímyndina, segir
í frétt AP-fréttastofunnar. Sagði
Clinton í ræðu á
föstudag að re-
públikönum
hefði tekist að fá
kjósendur í
strjálbýli og
litlum borgum
til að halda að
Demókrata-
flokkurinn tryði
ekki á Guð og
fjölskylduna,
legði ekki
áherslu á vinnusemi og frelsi.
„Repúblikanar sendu skýr skila-
boð, sendiboðinn stóð sig vel, skipu-
lagið var gott og áætlunin frábær,“
sagði Clinton.
Mikið er nú rætt hver verði for-
setaefni demókrata árið 2008 og er
ljóts að varaforsetaefni John Kerr-
ys, John Edwards, er þegar byrj-
aður að berjast fyrir tilnefningu eft-
ir fjögur ár. Hann þykir hafa
ýmislegt með sér, er myndarlegur,
á auðvelt með að ná til almennings
og er frá Suðurríkjunum sem vega
æ þyngra í kosningum. En bent er á
að hann hafi litla stjórnmálareynslu
og honum tókst ekki einu sinni að
tryggja demókrötum sigur í ríkinu
þar sem hann var öldungadeild-
arþingmaður, Norður-Karólínu.
Allir þekkja hana
Fleiri veðja því á eiginkonu Bills
Clintons, Hillary Rodham Clinton,
öldungardeildarþingmann frá New
York. Hún hefur lengi notið mikils
fylgis meðal demókrata og er að
sjálfsögðu landsþekkt sem skiptir
miklu máli. Þess má geta að flestir
Bandaríkjamenn vissu sáralítið um
John Kerry þar til hann háði sjón-
varpseinvígi sín við Bush.
Breska tímaritið The Economist
segir í síðasta tölublaði að Hillary
Clinton standi nú með pálmann í
höndunum eftir ósigur Kerrys og
Edwards. Búast megi við því að
Bandaríkjamenn muni þrá að fá
aðra en repúblikana að stjórnvel-
inum eftir átta ára setu Bush í
Hvíta húsinu og horfurnar því góðar
fyrir frambjóðanda demókrata 2008.
Vinstrisinnar í flokknum hafi mikið
álit á Rodham Clinton vegna stefnu
hennar í heilbrigðismálum og ekki
spilli að hún sé kona. Meirihluti
kjósenda í forkosningum demókrata
sé konur.
„En hún hefur færst sig nær
miðju eftir að hún varð öld-
ungadeildarþingmaður fyrir New
York: hún hefur gætt þess að styðja
stríðið í Írak og náði sæti í her-
málanefnd öldungadeildarinnar.
Stuðningsmenn Clinton-hjónanna
ráða mestu í flokksvélinni, hvort
sem rætt er um hugveitur eins og
Centre for American Progress eða
Media Fund, stofnun sem reynir að
fá fleira fólk til að kjósa. Og eig-
inmaður hennar er einn snjallasti
maðurinn í pólitísku ráðabruggi
sem demókratar eiga,“ segir tíma-
ritið.
Tilnefning ekki á silfurfati
Það leggur samt áherslu á að hún
muni ekki fá tilnefninguna á silf-
urfati. Vinstrisinnar í flokknum búi
sig nú undir að berjast gegn því
sem þeir álíti vera hneigð foryst-
unnar til að halda sig á miðjunni.
Þeir séu þess fullvissir að ekkert
hafi verið að stefnu Howards Deans
heldur hafi hann ekki verið heppi-
legur merkisberi. Rétta ráðið fyrir
demókrata sé að berjast af sama
ákafa fyrir vinstri-áherslum og
Bush hafi barist fyrir hugmyndum
hægrimanna.
The Economist segir að demó-
kratar þurfi vissulega að bæta
skipulagið. Repúblikanar hafi ekki
aðeins haldið forsetaembættinu
heldur líka báðum deildum þingsins.
Demókratar hafi hafnað í þeirri
stöðu að hvítir verkamann hafi
flykkst í raðir repúblikana. En
demókratar sitji uppi með vand-
ræðalegt bandalag annars vegar
menntamanna, þar sem fáeinir
milljarðamæringar séu að vísu með
í fylkingunni og hins vegar ýmsir
minnihlutahópar samfélagsins.
Demókratar eigi eftir að finna leið
til að ná aftur tengslum við þjóð
sem sé almennt íhaldssöm í menn-
ingarlegum efnum.
Hillary Rodham Clinton sé ef til
vill ekki besti kandidatinn til að
rétta hlut demókrata en hún sé mun
hæfari til þess en vinstrimenn í
anda Michaels Moore sem njóti svo
mikillar hylli í háskólaborgunum.
Auk þess er hún agaðri en eig-
inmaðurinn og hefur einstakan
hæfileika til að kalla fram verstu
hliðar andstæðinga sinna, segir The
Economist.
Margir telja að Hillary Rodham Clinton
eigi mesta möguleika á að verða for-
setaefni demókrata í næstu kosningum
Hillary Rodham
Clinton
Með pálmann í höndunum 2008?
ÞÁTTTAKANDI í mótmælum
vegna flutninga á kjarnorkuúrgangi
frá Frakklandi til Þýskalands lést í
gær er ekki tókst að stöðva járn-
brautarlest í tæka tíð. Maðurinn er
sagður hafa verið 21 árs gamall.
Atburðurinn varð síðdegis í borg-
inni Avricourt í norðaustanverðu
Frakklandi. Átta manns höfðu
hlekkjað sig við brautarteinana en
von var á flutningalest með úrgang
frá La Hague í Norður-Frakklandi
og átti hún að flytja efnið til Dannen-
berg í Þýskalandi. Þaðan er ætlunin
að flytja úrganginn í þýska endur-
vinnslustöð í Gorleben.
Lögreglu hafði tekist að losa fólkið
úr hlekkjunum og fór það allt af tein-
unum að umræddum manni undan-
skildum. Bráðaliðar veittu mannin-
um, sem hafði misst annan fótinn,
þegar aðstoð en hann dó á leiðinni á
sjúkrahús. Talsmenn mótmælend-
anna segja að farist hafi fyrir að láta
stjórnendur lestarinnar vita af mót-
mælunum og þeir hörmuðu slysið.
Fórst í
mótmælum
Strassborg. AFP.