Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 18
Litrík og lífsglöð
í gömlum fötum
Þrjú lakkrísbindi: Jónas var alveg
heillaður í Rauðakrossbúðinni.
Prakkarar komnir í flott skólaföt frá Rauðakrossbúðinni: Peysan sem Jónas
er í kostar 1.200 kr., skyrtan kostar 500 kr. og hálsklúturinn 300 kr. Pilsið
sem Melkorka er í kostar 500 kr., bleiki bolurinn með föstum ermum kostar
300 kr., ullarhosur 800 kr., trefill 500 kr., vettlingar 500 kr. og húfa 500 kr.
„FLOTT föt“ er afstætt hugtak.
Þau fást ekki endilega bara í dýru
búðunum. Svo segja þeir sem grafa
upp flottar flíkur fyrir lítinn pen-
ing í verslunum sem selja notuð föt
og styrkja í leiðinni gott málefni.
Framhaldsskólanemarnir Mel-
korka Rut Bjarnadóttir og Jónas
Ingólfsson fóru á stúfana og könn-
uðu skrautleg klæði í tveimur
verslunum sem selja notuð föt fyrir
ótrúlega lágt verð. Þau smeygðu
sér fyrst inn í Rauðakrossbúðina
við Laugaveg 12 sem heitir Fötin
þín og er ekki aðeins full af fjöl-
breyttum fötum frá ýmsum tímum,
heldur er líka einstök stemning
innandyra. Tvær fullorðnar konur
starfa í búðinni og taka á móti við-
skiptavinum eins og bestu gestum
og láta fara vel um sig í gömlu
sófasetti og leysa saman kross-
gátur á meðan gestirnir gramsa í
fötunum. Þær segja alls konar fólk
á öllum aldri koma og versla hjá
þeim, bæði útlendinga og Íslend-
inga.
Þær fá fatasendingar í hverri
viku frá Sorpu en þar standa
Rauðakrossgámar þar sem tekið er
á móti notuðum fötum. Meiri hlut-
inn af þeim fer til bágstaddra í út-
löndum. Ágóðinn af sölu fatanna
fer til Rauða krossins.
Þegar Melkorka og Jónas höfðu
sprellað nægilega á Laugaveginum
fóru þau í Hjálpræðishersbúðina
sem stendur við Garðastræti 6. Þar
var hin norska Anne Marie á fullu
við að raða fötum í hillur og hún
sagði alltaf vera nóg að gera.
Verðið á fötunum er ekki endilega
fast, flest fæst fyrir nokkur hundr-
uð krónur en það er breytilegt eft-
ir aldri og ástandi fatanna. Einnig
bjóða þau stundum upp á svokölluð
pokatilboð þar sem viðskiptavin-
urinn getur fyllt poka af fötum og
borgað þúsund krónur fyrir og þá
er hægt að gera reifarakaup.
Allur ágóði af fatasölunni renn-
ur í rekstrarsjóð Hjálpræðishersins
sem frægur er fyrir að leggja lít-
ilmagnanum hjálparhönd. Anne
Marie sagði hinn almenna borgara
vera viljugan að færa Hjálpræðis-
hernum notuð föt til að selja svo
hægt sé að safna fé til góðgerð-
armála. Þau föt sem ekki seljast í
búðinni, sendir Hjálpræðisherinn
til Hollands þar sem þau nýtast
öðrum.
TÍSKA | Notuð föt eru líka flott
Melkorka í bláum sparikjól verður vandræðaleg þegar
kínverskir ferðamenn hópast að henni á Laugaveginum:
Kjóllinn kostar 2.000 kr.
Svöl í kvöldrökkrinu: Melkorka í skvísufötum frá
Rauðakrossbúðinni. Gula vestið kostar 100 kr. og
gallabuxurnar kosta 200 kr.
Virðulegur í meira lagi: Jónas kominn í sallafín jakkaföt frá
Rauðakrossbúðinni. Þau kosta 2.000 kr., skyrtan 500 kr. og
klúturinn 300 kr.
Tvö í letikasti í fötum frá Hjálpræðishersbúðinni:
Jónas í Adidaspeysu sem kostar 500 kr. Melkorka í
peysu sem kostar 500 kr. og kjól sem kostar 1.000 kr.
Handskjól frá Rauðakrossbúðinni: Kostar 500 kr.
Lítil taska frá Hjálpræðishers-
búðinni: Kostar 100 kr.
Morgunblaðið/Þorkell
khk@mbl.is
18 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF