Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 21

Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 21 UMRÆÐAN RAFSTÖÐVAR ALL-KEEP m/DIESLMÓTOR og rafstarti 2,7 kvA kr. 59.750 3,75 kvA kr. 92.000 5,0 kvA kr. 110.000 5 kvA kr.165.000 8 kvA kr.235.000 m/HONDA MÓTOR Léttöl Í VIÐSKIPTALEIKREGLUM fortíðarinnar gilti sú meginregla að kaupandinn ætti að gæta að sér og seljandinn kæmist upp með hvað sem væri. Þá voru ekki samkeppn- isreglur eða frjáls markaðs- starfsemi. Kyrrstaða og stöðnun ein- kenndi slík þjóðfélög. Fyrir rúmum áratug var ákveðið að Ísland yrði fært inn í nútímann í viðskiptalegu tilliti. Samkeppnislög voru sett þar sem miðað er við að frjáls samkeppni tryggi einstaklingum og þjóðfélag- inu sem mesta hagsæld. Kerfi verð- lagshafta og opinberra verðákvarð- anna var að mestu lagt niður. Ísland ákvað að verða nútímaþjóðfélag í viðskiptalegu tilliti. Viðskiptalífið og þjóðin hafa notið þess að búa við breyttar aðstæður. Hagsældin sem við búum við er ekki síst vegna þess- ara breytinga í viðskiptaumhverfinu. Útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði er ekki síst vegna þess að þau hafa þurft að berjast við eðlileg- ar markaðsaðstæður og staðið sig. Gömul kona var að horfa á fót- boltaleik í fyrsta skipti og spurði hvað eru þessir menn eiginlega að gera? Sá sem sat næstur henni sagði þá vera að reyna að koma boltanum í mark. Gamla konan sat hugsi og sagði svo. Það mundi ganga betur ef þeir væru ekki að flækjast hver fyrir öðrum. Samkvæmt niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar hugsuðu olíufélög- in eins og gamla konan á fótbolta- vellinum. En þetta er ekki svona hvorki á fótboltavellinum né í við- skiptalífinu. Sé ekki farið að leik- reglum þá verður enginn leikur. Þá gilda engar reglur og sá sterkari nýtir sér þá yfirburðastöðu eins og olíufélögin hafa gert og skaðað hvert heimili í landinu um hálfa milljón. Samsæri olíufélaganna gegn hags- munum almennings liggur fyrir eins og lögmaður olíufélagsins Esso orðar það. „Að sjálfsögðu eru olíufé- lögin sek.“ Þá er spurningin hvernig bregðast menn við? Er hægt að gera minni kröfur en þær að olíufélögun- um verði gert að skila öllum ráns- fengnum? Er ásættanlegt að þeir sem tekið hafa þátt í þessari aðför að hagsmunum almennings gegni áfram pólitískum trúnaðarstöðum? Í grein sem ég skrifaði fyrir rétt- um 10 árum hélt ég því fram að eng- in samkeppni væri milli olíufélag- anna eða eins og segir í greininni: „Allt er ákveðið fyrirfram.“ Borg- arstjórinn í Reykjavík, sem þá var markaðsstjóri olíufélagsins Esso, varð til andsvara og sagði grein mína byggða á misskilningi og rakti síðan hvernig verðmyndun væri á þessum markaði. Á sama tíma og mark- aðsstjórinn þáverandi skrifaði greinina um skilningsleysi undirrit- aðs á markaðs- aðstæðum var hann á bólakafi ásamt hinum olíufurstunum á beit í buddunni þinni. Hann var upptekinn við að hafa rangt við og vinna gegn hagsmunum al- mennings og þeim ávinningi sem almenningur hefur af frjálsri markaðsstarfsemi. Er ásættanlegt að slíkur maður sitji í einu valdamesta emb- ætti þjóðfélagsins? Er það til marks um póli- tískt siðferði þeirra flokka sem standa að R-listanum að ætla sér að slá skjaldborg um mann sem hefur orðið ber af samsæri gegn almenningi? Sýnir það eðlilega sið- ferðilega dómgreind Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að ákveða að borgar- stjórinn taki við embætti hennar þrátt fyrir að hún hafi verið upplýst um að hann hafi tekið þátt í samsæri gegn hagsmunum almennings? Eins má spyrja hvort Sjálf- stæðisflokkurinn telji það fært að eiginkona konsertmeistara sam- særisins gegn almenningi verði for- seti Alþingis og formaður utanrík- ismálanefndar. Verður ekki að gera strangari kröfur um pólitískt sið- ferði en ákvæði refsilaga gera um refsingar? Er það í samræmi við sið- ferðismat þjóðarinnar að eðlilegt geti talist að konsertmeistarinn komi í framtíðinni fram ásamt konu sinni við móttöku erlendra gesta og aðrar opinberar athafnir? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því. Leikreglur fortíðarinnar Jón Magnússon fjallar um brot olíufélaganna á sam- keppnislögum ’Á sama tíma og mark-aðsstjórinn þáverandi skrifaði greinina um skilningsleysi undirritaðs á markaðsaðstæðum var hann á bólakafi ásamt hinum olíufurstunum á beit í buddunni þinni.‘ Jón Magnússon Höfundur er hrl. og formaður Lýðræðisflokksins Nýtt afl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.