Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Það er gaman að eyða peningum
en það er líka gaman að spara
Sá sem gerir hvort tveggja hefur
tvöfalda ánægju af peningunum..
FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . .
- Ný hugsun í heimilisrekstri
" Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins
" Greiða hratt niður skuldir
" Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu
" Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin
Námskeið þar sem kennt verður að:
Námskeiðsgögn, 12 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi
og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða
niður skuldir. Aðgangur að læstri spjallrás
um fjármál heimilisins og upprifjunarnámskeið
eftir sex mánuði.
Innifalið í námskeiðinu er:
Næsta námskeið: 19. og 21. janúar frá 18:00 - 21:00
Skráning: www.fjarmalafrelsi.is eða í síma 587 2580
Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur
Skoðaðu heimasíðuna www.fjarmalafrelsi.is Það borgar sig !
ÞúÞ átt nóg af peningum.
Finndu þá!
Pílutjöld ehf
Faxafeni 12
108 Reykjavík
s. 553 0095
www.pilu.is
• Gardínustangir
• Felligardínur
• Bambusgardínur
• Sólskyggni
Smíðum og
saumum eftir máli.
Allt fyrir gluggann
Stuttur afgreiðslutími
Skipholti 33 • 105 Reykjavík • Sími 553 5600 • www.rafsol.is • rafsol@rafsol.is
Dyrasímar
fyrir heimili og fyrirtæki
Eigum fyrirliggjandi dyrasíma fyrir einbýlishús,
fjölbýlishús og fyrirtæki. Ýmsar lausnir í boði.
Upplýsingar í síma 553 5600
E
IN
N
, T
V
E
IR
O
G
Þ
R
ÍR
2
66
.0
05
HÚS & HEIMILI
Í GREIN þeirra Helga Gests-
sonar og Trausta Þorsteinssonar þ.
1. nóv. sl. hnaut ég um allsendis ný-
stárlega merkingu
orðanna „huglægt“ og
„óbeint“. Fyrir liggur
að með því að leggja
niður stöðugildi til að
ná fram sparnaði í
launakostnaði falla nið-
ur útsvarstekjur þar á
móti. Ef launagjöld eru
bein og hlutlæg, hvern-
ig geta álögur eins og
útsvar, sem ævinlega
eru fastur fylgifiskur
launa, kallast óbein og
huglæg, eins og þeir fé-
lagar gera í grein
sinni? Hagkvæmniúttekt þeirra
vegna hugsanlegrar lokunar Húsa-
bakkaskóla tekur fullt tillit til lækk-
unar launakostnaðar, en þeir skirr-
ast þó ekki við að undanskilja þá
staðreynd að um leið lækka einnig
útsvarstekjur til bæjarins, og gera
þeir það án allra útskýringa í
skýrslum sínum. Síðan segja þeir í
þessari grein sinni að þetta hafi
„óbein“ áhrif á bæjarsjóð, og kalla
þetta „huglægar“ forsendur! Hefur
þá kannski launasparnaðurinn líka
„óbein“ áhrif á bæjarsjóð? Þeir segja
að það „... verður ekki séð hvort og
hversu mikil lækkun útsvarstekna
verður. Þá gætu einnig á grundvelli
sparnaðar vegna breytinganna skap-
ast ný störf í sveitarfélaginu fyrir
þetta „fólk“. Hef ég kannski mis-
skilið eitthvað? Á ekki einn helsti
sparnaðurinn sem af þessu hlýst fyr-
ir Dalvíkurbyggð að felast í því að
bæjarsjóður losnar við að þurfa að
borga þessu fólki laun? Það er heldur
ekkert „hugsanlegt“ við það að störf
muni hverfa, eins og Helgi og
Trausti segja einnig í grein sinni, og
það sem verra er, hér er þannig at-
vinnuástand að mikill fjöldi fólks hef-
ur á þessu ári flust brott úr þessu
bæjarfélagi. Það kemur fram í máli
þeirra að þeir sem missa munu vinnu
sína vegna þessa noti væntanlega
rétt sinn til atvinnuleysisbóta, og svo
ganga þeir út frá að þetta fólk sitji
sem fastast og uni sér
við þessar bætur. Það
kemst ekki enn að hjá
þeim lagsmönnum sá
möguleiki að þetta
valdi enn frekari brott-
flutningi af svæðinu en
orðið er. Þó hefur þrá-
sinnis verið bent á að
ákveðinn hópur af fólki
hefur sagst ætla að
flytja annað komi til
lokunar Húsabakka-
skóla, og er þar bæði
um að ræða starfsfólk
við skólann og barna-
fjölskyldur sem skólinn hefur að
undanförnu laðað hingað í byggðina,
fólk sem ekki þarf að binda búsetu
sína við starf sitt. Verður ekki ein-
mitt að telja þetta líklegri framvindu
mála miðað við atvinnuþróunina hér
undanfarið, og sé ennfremur tekið
mið af því að það var Húsabakka-
skóli (en ekki Dalvíkurskóli) sem
gerði það að verkum að mun fleira
fólk byggir Svarfaðardal í dag en
bændur og búalið? Burt séð frá því
að þetta er nú haft eftir fólkinu
sjálfu? Hér er um að ræða þónokkuð
fleira fólk en átta manns, þeim fylgja
jú t.d. makar í nokkrum tilfellum.
Um leið og skýrsluhöfundarnir und-
anskilja þennan þátt í útreikningum
sínum, láta þeir einnig hjá líða að
skoða neikvæð áhrif þessa á versl-
unar- og þjónustufyrirtæki hér í
bænum, og þó er þar ekki um að
ræða neina smástærð í þessum út-
reikningum. Ég sagði í síðustu grein
minni hér að langt væri seilst af þeim
Helga og Trausta til að sýna há-
markssparnað af lokun Húsabakka-
skóla og stend enn við það. Benda
má á mörg dæmi þessa þó ekki rúm-
ist það hér, en ég bendi í þessu sam-
bandi á erindi til fræðsluráðs Dalvík-
urbyggðar frá foreldrafélagi skólans,
og opið bréf frá starfsfólki skólans,
sem finna má á heimasíðu Húsa-
bakkaskóla. Eitt veigamikið atriði vil
ég þó nefna hér, og það er skorturinn
á að gert sé ráð fyrir óvissuþáttum,
t.d. hvað varðar fullyrðingar skýrslu-
höfunda um stöðugildi kennara og
stuðningskennslu, skólaakstur o.fl.
Enginn má efast um að fullyrðingar
þeirra gangi eftir að fullu! Frávik frá
mögulegum hámarkssparnaði þeirra
félaga rúmast bara alls ekki í
skýrslum þeirra. Í niðurlagi mbl.-
greinar sinnar saka þeir mig síðan
um að falla í þá gryfju að telja aðeins
það sem mínum málstað er til fram-
dráttar. Ég segi nú bara þetta: það
var ykkar hlutverk að telja það sem
er mínum málstað (sem foreldris
barna við skólann) til framdráttar, til
jafns við málstað bæjaryfirvalda,
þegar þið tókuð að ykkur þessa
skýrslugerð fyrir opinbert fé (úr
bæjarsjóði Dalvíkur), því ekki vænti
ég að verkbeiðni bæjarins hafi hljóð-
að upp á að niðurstaðan skyldi vera
neitt annað en hlutlaus með tilliti til
hinna ýmsu hagsmuna í þessu sam-
bandi. Þessu hlutverki hafið þið al-
gerlega brugðist. Er til of mikils ætl-
ast að þið klárið þetta verk ykkar og
takið nú inn í reikninginn neikvæð
áhrif þess að Húsabakkaskóla verði
lokað (jafnvel líka þessa “óbeinu og
„huglægu“ þætti), og sýnið okkur
þannig fram á hver gæti orðið lág-
markssparnaður af lokun skólans?
Enn um skólamál
í Dalvíkurbyggð
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
svarar Helga Gestssyni og
Trausta Þorsteinssyni ’Frávik frá mögulegumhámarkssparnaði
þeirra félaga rúmast
bara alls ekki í
skýrslum þeirra.‘
Þorkell Á. Jóhannsson
Höfundur er foreldri barna í
Húsabakkaskóla á Dalvík.
Á ÍSLANDI hafa
pólitísk uppskipti á öll-
um arðvænlegum at-
vinnurekstri verið við
lýði frá bernskuminni
miðaldra manna og
jafnvel þeirra elstu.
Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur
skiptu á milli sín allri
verktakastarfsemi fyrir
varnarliðið, innflutningi
og sölu á olíu, trygg-
ingastarfsemi, bönkum
og jafnvel verslun. Út-
gerðin kom þar einnig
við sögu á árum áður.
Íslenska þjóðin hefur
vitað þetta og rætt um
áratuga skeið. En það
var ekki fyrr en frelsi í
viðskiptum fór að aukast og löggjafinn
setti vinnureglur í viðskiptum, að
gamla einokunarskipulagið fór að láta
undan síga og leiðir að opnast inn fyrir
múrana. Í framhaldinu kom skýrsla
Samkeppnisstofnunar. Fyrst varð
þjóðin undrandi á staðfestingu vitn-
eskju sinnar, síðan sár og svo bálreið.
Hverjir báru ábyrgð á óþarfa auka-
kostnaði heimilanna, hækkun á fram-
færsluvísitölu, byggingavísitölu og
nær öllum útgjaldaliðum einstaklinga
og fyrirtækja? Og jafnvel hækkun á
verðbólgustigi? Hverjir stjórnuðust af
þessari græðgi? Hroki vex þá hækkar í
pyngju. Forráðamenn olíufélaganna
sóru af sér áburð um samráð og óeðli-
legan hagnað og urðu hneykslaðir í
framan. Gagnrýnendur komust hvorki
lönd né strönd. Kannski hafa stjórn-
endur olíufélaganna treyst á þá gömlu
kenningu, að þegar peningarnir tali þá
sé sannleikurinn mállaus.
En fjölmiðlarnir fundu þann, sem
ábyrgðina bar, borgarstjórann í
Reykjavík, fyrrverandi millistjórn-
anda hjá einu olíufélaganna. Hann
fékk ekki um frjálst höfuð strokið, um-
setinn og eltur. Þess var krafist að
hann segði af sér. Enginn dregur í efa
ábyrgð þessa manns, sem hann hefur
kannast við. En nú spyr
ég:
1. Hver er ábyrgð
stjórnvalda, fram-
kvæmda- og löggjaf-
arvalds, að líða einokun
og verðsamráð á tímum
mesta viðskiptafrelsis,
sem ríkt hefur í vestræn-
um heimi?
2. Hver er ábyrgð
stjórnarformanna olíufé-
laganna?
3. Hver er ábyrgð
stjórnarmanna?
4. Hver er ábyrgð for-
stjóranna?
Ég spyr ennfremur:
Hver er ábyrgð fjöl-
miðlanna? Þeir hafa dreg-
ið upp mynd af olíu-
málinu, sem mög er einlit.
En fyrst tók steininn úr,
þegar spyrjendur Íslands
í dag á Stöð 2 yfirheyrðu
borgarstjóra. Annar
spyrjandinn var óhæfur vegna tengsla
sinna við borgarstjórn og hefði átt að
víkja, ef Stöð 2 hefði viljað halda hlut-
lægni í heiðri í þessu máli. Það var þó
lakara að spyrlarnir tóku nánast að
sér hlutverk ákæruvaldsins og kröfð-
ust þess að borgarstjóri segði af sér.
Og verst þótti þeim að geta ekki spilað
á allan tilfinningaskala borgarstjórans
og fengið hann til að gráta í beinni.
Það hefði orðið „sensasjón“. Annar
spyrillinn komst ekki lengra á þeim
vettvangi en að spyrja „Ertu klökk-
ur?“ Til er orð um fréttamennsku af
þessu tagi. Læt það bíða.
Ég treysti og vona að íslenskir fjöl-
miðlar geti litið á olíumálið frá svo
háum kögunarhóli að þeir geti skoðað
það í heild og áttað sig á því, að með
skýrslunni um olíufélögin hafa orðið
mikilsverð tímamót í umræðu um
gamalt og úrelt spillingarkerfi stjórn-
mála, einokunar og samráðs. Þessi
umræða og niðurstaða málsins verða
væntanlega til þess, að lög, reglur og
vinnubrögð viðskiptalífsins færist
hraðar inn í nútímann, auki traust,
grandvarleika og siðræn gildi.
„Ertu klökkur?“
Árni Gunnarsson
fjallar um Þórólf
Árnason borgar-
stjóra
Árni Gunnarsson
’Forráðamennolíufélaganna
sóru af sér
áburð um sam-
ráð og óeðlileg-
an hagnað.‘
Höfundur er fyrrverandi fréttamaður
og alþingismaður.