Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 23 UMRÆÐAN MARKMIÐ þess- arar greinar er að vekja athygli á búsetu- málum geðfatlaðra. Í lögum um málefni fatlaðra frá 1992 segir að markmið laganna sé að tryggja fötluðum jafnrétti og sambæri- leg lífsskilyrði og öðr- um. Sumir geðsjúkdómar geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir viðkom- andi einstakling, sem ef til vill á við at- vinnuleysi, fjárhagserfiðleika og hús- næðisvanda að stríða. Að hafa ekki fasta búsetu veldur öryggisleysi, sem þá leiðir til erfiðleika við að einbeita sér að úrlausn annarra mála. Það er kostnaðarsamt og hvorki í anda mannréttinda né getur talist til lífsgæða að dvelja langdvölum á sjúkrastofnun. Búseta geðfatlaðra þarf að miðast við færni þeirra. Jafnrétti í orði Geðfötluðum sem búa á langlegu- deildum LSH hafa ekki verið tryggð sambærileg lífskjör á við aðra. Þeir ráða ekki sínum málum sjálfir en verða að aðlaga sig aðstæðum og hefðum sem þar ríkja. Greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra falla niður eftir ákveðinn tíma og þá fá þeir einungis vasapeninga sem eru kr. 21.000,- á mánuði. Þeir fá ekki aldurs- tengda hækkun grunnlífeyris né aðra bótaþætti, s.s. orlofs- eða jólauppbót. Þeir fá matinn sendan frá eldhúsi LSH og þeir hafa ekki val um hvað þeir borða hverju sinni. Vegna lítilla fjárráða eru þeir háðir sjúkrastofn- uninni með afþreyingu. Þetta dregur úr frumkvæði og takmarkar vald yfir eigin lífi. Geðfatlaðir á langlegu- deildum lifa lífi sem þeir velja sér ekki sjálfir. Þeir eiga sér allir von um öðru- vísi líf. Sú von deyr aldrei. Við eigum að bera virðingu fyrir vonum þeirra, óskum, þrám og þörfum. Opinberir aðilar eru með mismun- andi búsetu, eins og félagslegar íbúð- ir, sambýli, áfangastaði og vistheimili. Það dugar því miður ekki og biðlistar lengjast og fólk með geðrænan vanda mætir ekki forgangi hvað húsnæði varðar. Það er erfitt fyrir viðkomandi einstaklinga að bíða í mánuði og jafn- vel ár/áratugi eftir úrræðum. Grein- argerðir og kynningar til viðkomandi stofnana hafa lítið að segja. Þeir ein- staklingar sem um ræðir þurfa þjón- ustu, en hvers vegna reynist svo erfitt að koma til móts við þá? Hvar er ábyrgðin? Félagsráðgjafar meta og greina fé- lagslega stöðu þeirra einstaklinga sem leita aðstoðar á geðdeild til þess að leita leiða til þess að skapa þeim sem eiga við geðfötlun að stríða, skil- yrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Al- mennt má telja að eðlilegt líf sé í því fólgið að hafa bústað, atvinnu, fé- lagsleg tengsl og yfirráð yfir eigin lífi. Við álítum að félagsleg færni sé mik- ilvægur hluti geðheilbrigðis. Hugmyndir hafa verið reifaðar um tvö hús í Reykjavík sem sambýli fyrir geðfatlaða. Félagsmálaráðuneytinu og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík gefst kostur á að fá þessi hús til að stofna þar sambýli fyrir geð- fatlaða sem nú eru vistaðir á lang- legudeildum innan geðsviðs LSH og áætlað að Svæðisskrifstofa sjái um rekstur þeirra. Ráðuneytin hafa ekki komið sér saman um hvar ábyrgðin á þessum hópi liggur, hvort geðfatlaðir séu mál heilbrigðis- eða félagsmála- ráðuneytis og þeir lenda á milli. Hlið- stætt á sér stað hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga og Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra. Heilbrigðisráðu- neyti og félagsmálaráðuneyti eiga að axla ábyrgð á málefnum geðfatlaðra í sameiningu. Vinna að búsetumálum hefur verið erfið vegna þess hve áð- urnefndar stofnanir eiga erfitt með að ákveða hver á að greiða fyrir þjónustu við geðfatlaða og hver beri ábyrgð. Það þarf að verða stefnubreyting í málefnum geðfatlaðra og ekki síst hugarfarsbreyting gagnvart þeim hjá stjórnvöldum. Reknar hafa verið þjónustuíbúðir af Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík fyrir geðfatlaða sem voru áður á einni af langlegudeildum Geð- sviðs LSH. Það hefur sýnt sig að þetta framtak frá Svæðisskrifstofu hefur tryggt þessu fólki aukin lífs- gæði. Eftir flutning af langlegudeild í þessar íbúðir ráða þeir meiru um sín mál og fá örorkubætur óskertar. Ýmislegt má betur fara ef ná á markmiðum laga um málefni fatlaðra; að tryggja geðfötluðum sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Brýnt er að aðlaga búsetu og þjón- ustu þörfum einstaklinga með sér- þarfir í mun ríkara mæli en gert hefur verið fram að þessu og þeir hafi sjálfir áhrif í sínum málum. Með því yrði stefnt að betri endurhæfingu og meiri lífsgæðum þeirra. Ef aukið fjármagn yrði sett í málefni geðfatlaðra myndi það leysa þann vanda sem margir ein- staklingar búa við á langlegudeildum geðsviðs LSH í dag og til lengri tíma litið myndi það skila sér í auknum sparnaði og meiri lífsgæðum. Það er réttur geðfatlaðra að eignast eigið heimili og hljóta ekki þau örlög að vistast á geðdeildum til langframa. Samfélagið þarf að tryggja þær bjargir sem eiga að vera fyrir hendi til að mæta þörfum einstaklinga með geðrænan vanda og það þarf að vera alveg ljóst hvar ábyrgðin liggur, ábyrgðin á þjónustu við geðfatlaða, sem skýrt er kveðið á um í lögum. Búsetumál geðfatl- aðra ábyrgð hvers? Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Björg Karlsdóttir fjalla um málefni geðfatlaðra Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir ’Eftir flutning af lang-legudeild í þessar íbúðir ráða þeir meiru um sín mál og fá örorkubætur óskertar.‘ Sveinbjörg Júlía er forstöðufélags- ráðgjafi geðsviðs LSH. Netfang: sveinbsv@landspitali.is Björg er yfirfélagsráðgjafi endurhæf- ingar geðsviðs LSH. Netfang: bjorgkar@landspitali.is Björg Karlsdóttir Viðhald fasteigna – fjármögnun, framkvæmd og eftirfylgni Hægt er að velja milli tveggja dagsetninga: Miðvikudagurinn 10. nóvember kl. 17.30–19.oo Fimmtudagurinn 11. nóvember kl. 20.00–21.30 Fyrirlesarar Jón Viðar Guðjónsson, verkfræðistofunni Línuhönnun Guðmundur Pétursson, ÍAV þjónustu Marteinn M. Guðgeirsson, Íslandsbanka Skráning í síma 440 4000 og á kynningarfundur@isb.is. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir Hlökkum til að sjá þig Íslandsbanki býður forsvarsmönnum húsfélaga til kynningarfundar um viðhaldsmál og fjármögnun í húsnæði bankans að Kirkjusandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.