Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 25
Morgunblaðið/Sverrir
Oddfellowa þar sem hugmyndir að breyttu aðalskipulagi fyrir Urriðaholt í Garðabæ
búum á fimmtudagskvöldið kemur kl. 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.
alla seg-
verið að
ar sem
inn á
saman í
sjón-
an jafn-
sameig-
greint
hóf hóp-
í sam-
sfræð-
inga og bandaríska arkitekta, að
vinna úr framkomnum hug-
myndum fundargesta þegar í gær
og stendur sú vinna fram á
fimmtudag, en þá um kvöldið kl.
20 verður niðurstaða hópsins
kynnt í máli og myndum í sal
Tónlistarskóla Garðabæjar. „Ég
vil hvetja alla þá sem komu á
fundinn nú á laugardag og aðra
þá sem höfðu ekki tök á að koma
og finnst áhugavert að sjá hvað
kemur út úr þessu samráði, til að
mæta á fimmtudagskvöldið kemur
þegar afrakstur samráðsfundarins
verður kynntur.“ Að sögn Ásdísar
Höllu verður nýja hugmyndin að
aðalskipulagi að öllum líkindum
send til umfjöllunar í skipulags-
nefnd Garðabæjar nk. föstudag.
Aðspurð segist Ásdís Halla eiga
von á því að skipulagsnefnd
Garðabæjar geti sent fyrstu til-
lögur sínar til umfjöllunar í bæj-
arstjórn Garðabæjar strax í ann-
arri viku.
mótun hverfis
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 25
Björk sýnd á skjáum og í nýrri íþrótta-
vöruverslun fyrir hlaupara, er 90 íslenskum
hlaupurum, sem mættir eru til að hlaupa í mara-
þonhlaupi New York daginn eftir, boðið uppá
veglegan afslátt sérstaklega fyrir Íslendinga.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og
Dorrit Moussaief, heimsækja verslunarmiðstöð-
ina og er fylgt eftir af fjölda bandarískra örygg-
isvarða. Þeim er sýnd byggingin og lítið er inní
ýmsar verslanir, auk þess að fara upp á 78. hæð
byggingarinnar, þar sem forsetahjónunum er
sýnd einhver dýrasta íbúð sem er til sölu í borg-
inni, með útsýni yfir alla Manhattan. Þá fara þau
í Whole Foods Market og ræða við mat-
reiðslumeistarana. Dorrit bregður sér í hlutverk
þeirra um tíma, sneiðir niður lambalæri og býð-
ur fólki að bragða. Þegar forsetahjónin halda
upp stigann úr versluninni, eru meðlimir
Óperukórsins og Karlakórsins Þrasta, um 120
söngvarar, búnir að raða sér kringum torgið í
byggingunni og syngja svo undir tekur í bygg-
ingunni.
Forsetinn ávarpaði mannfjöldann og ræddi
um hreinleika íslenska lambsins og vatnsins, auk
þess að vekja athygli á þessum mikla fjölda ís-
lenskra maraþonhlaupara. Þetta hlyti að vera
langstærsti hópur erlendra þátttakenda í hlaup-
inu, ef miðað væri við höfðatölu, sagði hann. Og
benti viðstöddum á að ímynda sér hvernig
ástandið yrði ef sama hlutfall kínverskra hlaup-
ara mætti til leiks. Að loknu ávarpi forsetans
sungu kórarnir að nýju og alls komu þeir fjórum
sinnum fram í byggingunni á laugardag, við góð-
ar undirtektir.
Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms,
átaks Bændasamtakanna um lambakjötssölu, er
maðurinn bakvið skipulagningu þessarar Ís-
landskynningar. Hann segir árangurinn hafa
farið framúr björtustu vonum. Gestir voru afar
ánægðir með þá vöru sem var á boðstólum og
umsjónarmenn Time-Warner Center hafa þegar
boðist til að halda stærri Íslandshátíð á sama
tíma að ári og á hún að standa í þrjá daga.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hilmar B. Jónsson, sem annaðist matreiðslu og kynningu á íslenska lambakjötinu í Whole Foods Market, gefur gestum að bragða. efi@mbl.is
Rætt var hvort lengja bærifund leiðtoga risaveld-anna í Reykjavík haust-ið 1986 um einn dag en
fallið var frá því vegna andstöðu
Ronalds Reagans Bandaríkjafor-
seta. Reagan saknaði eiginkonu
sinnar í Reykjavík og það voru
mistök að hún skyldi ekki vera
með honum í för.
Þetta kemur fram í nýrri bók
eftir Jack F. Matlock, sem var
helsti ráðgjafi Reagans forseta í
málefnum Sovétríkjanna og Evr-
ópu og síðar sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskvu. Bókin nefnist
„Reagan And Gorbachev – How
The Cold War Ended“.
Matlock tók þátt í Reykja-
víkurfundi þeirra Reagans og
Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna,
haustið 1986.
Í bók sinni segir Matlock að
hann hafi lagt það til er fundurinn
var undirbúinn í Reykjavík að
Nancy, eiginkona Reagans for-
seta, yrði ekki með í för. Það hafi
verið mistök og hann hafi átt eftir
að iðrast þeirrar ráðgjafar.
Gorbatsjov hafði lagt til að fund-
urinn í Reykjavík yrði eingöngu
vinnufundur. Matlock kveðst hafa
gengið að því sem vísu að Gorb-
atsjov myndi gera slíkt hið sama
skýrðu Bandaríkjamenn frá því að
Nancy Reagan myndi ekki fylgja
eiginmanni sínum til Íslands.
„Reagan forseti fór að ráði mínu
en tilgáta mín reyndist röng þegar
Raísa Gorbatsjova skaut upp koll-
inum í Reykjavík og tók þátt í
ýmsum atburðum sem ítarlega var
fjallað um í fjölmiðlum,“ segir
Matlock. Nancy Reagan var ekki
ánægð með þessa stöðu mála og
eiginmaður hennar var mjög
óánægður, að sögn Matlocks.
Ráðfærði sig jafnan við Raísu
Matlock hefur eftir ónefndum,
háttsettum, sovéskum embættis-
manni að þar á bæ hafi menn einn-
ig verið undrandi á því að Raísa
Gorbatsjova skyldi fylgja manni
sínum til Reykjavíkur. Þegar
utanríkisráðuneytið sovéska sendi
Gorbatsjov drög að dagskrá hans
á Íslandi án þess að Raísa væri
þar nefnd á nafn sagði Gorbatsjov:
„Þið hafið engan tíma tekið frá
fyrir mig til að ráðgast við konu
mína.“ Hefur Matlock eftir emb-
ættismanni þessum að Gorbatsjov
hafi verið „ófær um að taka
ákvörðun án þess að ráðfæra sig
við hana“.
Matlock greinir frá því að til
tals hafi komið að lengja Reykja-
víkurfund leiðtoganna um einn
dag til að gera sendinefndum
kleift að ganga frá ýmsum textum.
Þá hafi menn og horft til þess að
þeir Reagan og Gorbatsjov væru
sýnilega þreyttir. Reagan tók
þessari hugmynd þunglega og
kveðst Matlock þá hafa iðrast ráð-
gjafar sinnar. Hann telur að Reag-
an hefði líklega fallist á að lengja
fundinn um einn dag hefði Nancy
verið með honum á Íslandi.
„Gorbatsjov var ekki eini leiðtog-
inn sem virtist hálf áttavilltur án
eiginkonu sinnar,“ segir Matlock.
Raunar kemur fram í þessum
kafla bókarinnar að ýmsir banda-
rískir sérfræðingar hafi verið efins
um réttmæti þess að lengja fund-
inn.
Þáttaskil í Reykjavík
Matlock telur að fundurinn í
Reykjavík hafi markað þáttaskil í
samskiptum austurs og vesturs.
Hins vegar hafi nokkrir mánuðir
þurft að líða áður en menn höfðu
náð að róa taugar sínar eftir
spennuþrungna daga í Reykjavík.
Gorbatsjov hafi síðar hrint um-
bótaáformum sínum í framkvæmd
og bandarískir og sovéskir emb-
ættismenn tekið að ræða sam-
skipti austurs og vesturs á nýjan
og skapandi hátt. Matlock kveðst
þeirrar hyggju að hefði fyrirstað-
an sem var fyrir hendi í samninga-
viðræðum risaveldanna ekki verið
leidd í ljós á fundinum í Reykjavík
hefði kalda stríðinu lokið síðar en
raun varð á.
Reuters
Reagan-hjónin voru ákaflega samrýmd í löngu hjónabandi.
Mistök að Nancy Reag-
an skyldi sitja heima
Fyrrum ráðgjafi
Reagans forseta
segir frá Reykja-
víkurfundinum í
nýrri bók