Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frá bölmóði til bjartsýni
GOSIÐ í Grímsvötnum verður efni
myndakvölds hjá Ferðafélagi Íslands
nk. miðvikudagskvöld. Þar munu
Einar Falur Ingólfsson og Ragnar
Axelsson, báðir ljósmyndarar hjá
Morgunblaðinu, sýna myndir af gos-
inu sem staðið hefur yfir í Gríms-
vötnum síðustu daga. Magnús Tumi
Guðmundsson prófessor rekur sögu
gosa í Grímsvötnum og skýrir ham-
farirnar á svæðinu.
Myndakvöldið verður í sam-
komusal Ferðafélags Íslands í Mörk-
inni 6, hinn 10. nóvember kl. 20. Að-
gangseyrir er 600 krónur og eru
kaffiveitingar innifaldar.
Grímsvatnagos á
myndakvöldi FÍ
Morgunblaðið/RAX
sameiginlega til húsnæði, HÍ ann-
ast milligöngu við nemendur í
framhaldsnámi sem stunda rann-
sóknir á þessu sviði og Sjónarhóll
leggur til þekkingu og stuðning
við rannsóknarvinnuna.
Þegar hafa þrír nemendur í
framhaldsnámi í fötlunarfræði við
Háskóla Íslands óskað eftir að fá
afnot af aðstöðunni hjá Sjónar-
hóli. Verkefnin sem þessir nem-
endur vinna að í námi sínu snúast
um atvinnumál fatlaðra, þjónustu
við fjölskyldur fatlaðra barna og
lífsstíl og heilsu kvenna með
þroskaröskun.
SJÓNARHÓLL – ráðgjafarmið-
stöð, Verslunarráð Íslands og fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands
hafa gert með sér samning um
rannsóknaraðstöðu í hinu nýja
húsnæði Sjónarhóls að Háaleit-
isbraut í Reykjavík.
Hugmyndin er að rannsóknar-
aðstaða hjá Sjónarhóli nýtist fyr-
ir rannsóknir sem varða fjöl-
skyldur barna með sérþarfir
hvort sem er á sviði fötlunar-
fræða, uppeldisfræði, heilbrigðis-
vísinda, félagsfræði, stjórnmála-
fræði, stjórnsýslufræða, lögfræði,
markaðsfræði, hagfræði eða
viðskiptafræði eða annarra fræði-
greina þar sem áhugi er fyrir að
skapa þekkingu um þennan mála-
flokk.
Stuðla að rannsóknum
sem þætti í framþróun
Með rannsóknaraðstöðu hjá
Sjónarhóli er stefnt að því að
stuðla að rannsóknum á lífi, að-
stæðum og aðbúnaði fjölskyldna
barna með sérþarfir sem þætti í
framþróun og stefnumörkun í
málefnum þessara fjölskyldna.
Í samningnum felst að Versl-
unarráð og Sjónarhóll leggja
Rannsóknarsamn-
ingur í þágu sér-
stakra barna
Í Morgunblaðinu
í gær birtist
röng mynd af
Gunnari Sig-
urðssyni leik-
stjóra og eru
hlutaðeigendur
beðnir velvirð-
ingar á því. Rétt
mynd birtist hér.
LEIÐRÉTT
Röng mynd
Gunnar Sigurðsson
LIONSKLÚBBURINN Víðarr í
Reykjavík, ásamt 18 öðrum Lions-
klúbbum á landinu, hefur fært Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi að gjöf
rafleiðnigreini (mapping system)
sem er tæki til kortlagningar á
leiðslukerfi hjartans. Alþjóðahjálp-
arsjóður Lions lagði einnig fram fé,
svo og Landssamtök hjartasjúklinga
og Vátryggingafélag Íslands. Verð-
mæti tækisins nemur um 15 millj-
ónum króna. Það er frá Biosense
Webster en móðurfyrirtæki þess er
Johnson & Johnson og Austurbakki
hf. umboðsaðili hér á landi.
Á undanförnum áratug hafa
þróast svokallaðar brennsluaðgerðir
til að lækna hluta vissra hraðslátt-
artruflana. Þetta hafa fyrst og
fremst verið aðgerðir á aukaleiðslu-
böndum og á leiðslukerfi hjartans.
Nýlega hafa komið fram aðferðir til
að lagfæra erfiðar raftruflanir í
gátta- og slegilsvef hjartans. Þær
þarfnast hins vegar miklu víðtækari
kortlagningar á rafleiðni í hjartanu.
Forsenda fyrir árangri við þessa
nýju meðferð er rafleiðnigreinir með
flóknum tölvubúnaði til að kort-
leggja rafleiðni í hólfum hjartans.
Með því móti má staðsetja brennslu
miklu markvissar en áður hefur ver-
ið unnt og meðhöndla erfiðari tilfelli,
t.d. slegilstruflanir hjá sjúklingum
sem fengið hafa hjartastopp og trufl-
anir í kjölfar hjartaaðgerða.
Tveir íslenskir sérfræðingar hafa
nauðsynlega menntun og þjálfun til
flókinnar og sérhæfðrar meðferðar
við hjartsláttartruflunum. Meðferð-
in er veitt á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og er öllu landinu þjónað.
Talið er að 2.000–3.000 manns þjá-
ist af hjartsláttartruflunum á Ís-
landi, bæði börn og fullorðnir. Fjölg-
un aðgerða er fyrirsjáanleg með
nýjum meðferðarúrræðum. Þurft
hefur að senda sjúklinga með erfiðar
truflanir í skyndi til annarra landa,
oft mjög veika. Slíkir flutningar eru
mjög óhentugir og erfiðir og stund-
um hættulegir fyrir sjúklinginn.
Gera má ráð fyrir því að þessar ferð-
ir leggist að mestu af.
Lionsmenn gefa rafleiðni-
greini til hjartalækninga
Ásgeir Þorvarðarson, formaður
Víðars, og Pétur Már Jónsson af-
hentu gjöfina sem Jóhannes M.
Gunnarsson forstjóri tók við.