Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 27
MINNINGAR
‚Það var ekki bara Garðar
Hólm sem leitaði að frægð-
inni í útlöndum. Þessi leit er
klassísk og stendur enn yfir!‘M A T T H Í A S J O H A N N E S S E N Á M I Ð S Í Ð U Á M O R G U N
á morgun
✝ Stefán Aðal-steinsson fæddist
á Halldórsstöðum í
Reykjadal 14. sept-
ember 1933. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 1. nóvember
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Aðalsteins Jónsson-
ar, f. 26. maí 1904, d.
25. október 1986, og
Aðalbjargar Stefáns-
dóttur, f. 8. febrúar
1906, d. 25. apríl
1993, sem bjuggu á
Halldórsstöðum en síðar á Ökr-
um í Reykjadal og í Kristnesi í
Eyjafirði. Systkini Stefáns eru
Jón, f. 20. apríl 1932, Þór, f. 20.
janúar 1941, og Rósa, f. 16. ágúst
1943.
Hinn 17. desember 1961 kvænt-
ist Stefán Maríu Sigurbjörnsdótt-
ur, f. 20. sept 1942. Foreldrar
hennar voru Sigurbjörn
Tryggvason, f. 31. mars, d. 4.
sept 1984, og kona hans Jónanna
Jónsdóttir, f. 23. janúar 1904, d.
14. ágúst 1969. Þau bjuggu á
Þröm og síðar í Grófargili í
Skagafirði en síðast
á Akureyri. Synir
Maríu og Stefáns
eru: 1) Steinþór, f.
10. nóv. 1961, d. 28.
mars 1988. Hann
eignaðist soninn Ás-
þór Tryggva, f. 2.
janúar 1988, með
sambýliskonu sinni
Þuríði Þórðardótt-
ur, f. 22. nóv 1965.
2) Stefán Þór, f. 1.
ágúst 1979, kona
hans er Guðrún
Betsy Árnadóttir, f.
22. ágúst 1983, og
eiga þau soninn Steinþór Kristin,
f. 14. apríl 2004.
Stefán varð stúdent frá MA
1956 og lauk kennaraprófi frá KÍ
1957. Einnig lauk hann prófi í
útvegstækni frá Tækniskóla Ís-
lands 1979. Auk þessa sótti Stef-
án námskeið heima og erlendis.
Hann starfaði síðan við kennslu,
einkum á Akureyri og í Eyjafirði,
en auk þess stundaði hann sjó-
mennsku um árabil.
Útför Stefáns fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hvort það hefur verið á syðsta
odda Bretlandseyja eða Írlands,
sem við norsku ribbaldarnir hrifs-
uðum með okkur viðkvæma ætt
manna, suma þeirra rauðhærða, og
dæmdum þá til að djöflast með
okkur hér í myrkrinu, nú í meira
en þúsund ár, veit ég ekki. Hitt
veit ég að þar hefur sumarið verið
bjartara, lengra og hlýrra, og
menn kunnað að vera betri hver
við annan. Þar hefur vinnutími ver-
ið hæfilegur. Fólk svo sest saman í
ró eftir vinnu, horft á sólina setj-
ast, sagt hvert öðru spaugilegar
sögur, fræðst og stundum leikið á
eitthvert hljóðfæri, áður en gengið
var til náða.
Af þessari ætt var Stefán Að-
alsteinsson, mágur minn. Hann var
hávaxinn, sterkbyggður maður,
með mikið fallegt hár og fríður
sýnum, en tókst samt að láta ekki
mikið fyrir sér fara innan um okk-
ur hin. Feiminn heldur, stundum
þurr í framkomu og hafði sig sjald-
an í frammi á mannamótum, en á
góðri stundu í þröngum hópi gat
hann orðið upplyftur einsog það
fólk sem hann sleit með barns-
skónum í Þingeyjarsýslu, þá kom í
ljós rík kímnigáfa og að hann var
brunnur fróðleiks um margvísleg
efni.
Hjálpsamur var hann og þau
María, kona hans, miklar rausn-
armanneskjur líkt og ýmsir þeir er
hirða ekki um að sanka að sér ver-
aldlegum gæðum um ævina. Þau
voru ærið oft mætt þegar aðrir
voru hvergi og fyrir það vil ég
þakka á þessari kveðjustundu.
Þau hjón urðu fyrir þeirri miklu
sorg að missa annan sona sinna
sem ekki hafði náð þrítugsaldri. Í
skugga þeirrar sorgar lifði Stefán
æ síðan. Megi hann nú vera á þeim
stað þar sem engar eru sorgir og
veður góð.
María Kristjánsdóttir.
Við höfðum tekið upp þann sið
fullorðnir mennirnir, Stefán og
undirritaður, hin síðari ár að gá til
veðurs um helgar og taka okkur af
því tilefni morgungönguferð í
Kjarnaskógi eða á öðrum greiðfær-
um slóðum.
Einnig þurfti að ráða til lykta
ýmsum þeim málum sem að steðj-
uðu þjóðinni og einstökum per-
sónum. Þetta gerðum við líka á
göngunni og ég held við höfum
fundið lausn á flestu því sem aflaga
fór. Af eðlislægri hógværð fannst
okkur óþarfi að aðrir deildu þess-
um lausnum með okkur og þær
fóru því ekki lengra. Þess vegna er
nú ástandið eins og það er.
Stefáni kynntist ég fyrst í MA
forðum. Við vorum í stúdentahópn-
um 1956.
Mér finnst þegar ég hugsa þang-
að að Stefán hafi notið þeirra ára
og lifað þau eins og átti að gera.
Hann var ljúfur og hlýr í viðmóti
og hæglát kímni hans og skopskyn
svoleiðis að magnaði glaðværðina
sem var aðal þessara uppátækja-
sömu ára.
Hann söng í skólakórnum og lék
með endurreistu leikfélagi MA og
var góður liðsmaður á báðum stöð-
um. Dagleg framganga hans ein-
kenndist af hógværð og drengskap
og þannig minnist ég hans frá
þessum sólbjörtu dögum.
Svo kemur millikaflinn þegar
skóla lýkur og hópurinn dreifist og
allir hafa nóg að hugsa og snúast
um sig og sína, það er stundum
kölluð lífsbarátta og er háð á ýms-
um vígstöðvum. Margir sigrar unn-
ir en einstaka orrusta tapast líka.
Sorgir og gleði, þung högg stund-
um en líka sólskinsblettir í heiði.
Stefán fékk sinn skerf af öllu
þessu.
Stefán var kennari að mennt og
vann lengst við kennslu, var líka á
sjó um árabil auk annarra starfa
er til féllu. Síðustu árin kenndi
hann við Brekkuskóla á Akureyri.
Það er ekki tilefni þessa stíls að
rekja starfsferil Stefáns að öðru
leyti.
Mig langar hins vegar að minn-
ast og þakka hin síðari ár. Ég var
svo heppinn að þegar ég kom aftur
heim til Akureyrar eftir nokkra
fjarvist að hitta þá Stefán fyrir aft-
ur. Eðlislægir þættir í skapi og
framgöngu óbreyttir, kankvís og
góður félagi sem fyrr.
Sem fyrst sagði urðu gönguferð-
ir fastir liðir í samskiptum okkar.
Við þóttumst rölta þetta í heilsu-
bótarskyni en vorum þó hvorugur
djúpt hugsi yfir líkamlegri velferð
okkar.
Við vorum að spjalla saman,
rifja upp gamla daga með skyld-
ugri nostalgíu, fárast yfir samtím-
anum og segja hvor öðrum almælt
tíðindi og var þó hvorugur mjög
kunnugur því sem fram fór í kring-
um okkur.
Stefán var mér miklu fremri í
þátttöku í menningarlífinu. Var
virkur félagi í Freyvangsleikhús-
inu, fór á námskeið sem buðust um
Íslendingasögur og sótti menning-
arviðburði af ýmsu tæi af meiri
dugnaði en ég.
Einhverju sinni tók hann að sér
að fara með mig um sveitina sína,
Eyjafjörðinn, að rifja upp sögu-
staði Víga-Glúms sögu. Bæirnir
voru á sínum stað en hvar gætum
við stikað út akurinn Vitazgjafa
eða vígvöllinn Hrísateig þar sem
húsfrú Halldóra tók upp á því að
binda sár þeirra manna er lífvænir
voru úr hvorra liði sem voru? Hún
fékk fyrir það litlar þakki frá
Glúmi manni sínum. Hún hafði
hins vegar að þessu leyti hugarfar
þeirra sem löngu síðar urðu til
þess að stofna Rauða krossinn og
önnur líknarfélög. til hjálpar
stríðshrjáðum. Svona er margt
merkilegt í Eyjafjarðarsveit og
líka það sem seinna varð og er enn.
Um þetta var Stefán að reyna að
uppfræða mig og mennta allt til
hins síðasta.
Það bar til eitthvert haustið að
Stefán fór með bílinn sinn á verk-
stæði að láta festa undir hann hjól
með nagladekkjum. Að þeirri að-
gerð lokinni ekur hann af stað en
verður, þegar hann er skammt
kominn, dálítið hissa þegar hann
sér skyndilega að fram úr honum
fer bílhjól eitt og sér. Bíllinn hans
tekur þá niðri og í stans, enda und-
ir honum bara þrjú hjól vegna þess
að hið fjórða hafði tekið á sjálf-
stæða rás þar sem gleymst hafði
að festa mutteringarnar á verk-
stæðinu, hélt sínu striki upp
Tryggvabrautina, hjólið, en eftir
sat Stefán í þríhjólabíl.
Þetta fannst honum skemmtileg
saga svona eftir á.
Svo kostulegt sem það nú er
kom mér þessi saga í hug þegar ég
frétti lát vinar míns. Ég hafði verið
hjá honum á sjúkrahúsinu nokkr-
um dögum fyrr og þá þóttu góðar
vonir að með viðeigandi þjálfun
mundi hann ná vopnum sínum á
ný, að hluta a.m.k., og við jafnvel
geta staulast saman enn um sinn.
En svo allt í einu er hann bara
kominn fram úr mér, farinn, og ég
sit eftir og dálítið ráðvilltur eins og
hann sjálfur forðum í bílnum góða.
Síst mátti heimurinn við því að
við hættum morgungöngum og
leystum aðkallandi vanda. Það
verður ekki björgulegt ástandið.
Ég kveð Stefán Aðalsteinsson
með miklum söknuði, þakka honum
vináttuna og tryggðina, skemmt-
unina og fróðleikinn.
María kona Stefáns á aðdáun
mína, henni, syninum Stefáni Þór,
tengdadóttur og barnabörnum
sendi ég samúðarkveðjur og fjöl-
skyldunni allri.
Kristinn G. Jóhannsson.
STEFÁN
AÐALSTEINSSON
Elsku mamma mín.
Ég talaði við þig
fimmtudaginn 21. októ-
ber. Það var svo gaman
að heyra í þér. Þú varst
svo glöð og ánægð að
heyra í mér og ég bað þig bara að láta
þér batna svo ég gæti heimsótt þig í
nýja heimilið þitt á Þingeyri.
Ásta systir mín hringdi í mig á
mánudagsmorguninn og sagði að
mamma væri dáin en ég bara trúði því
ekki. Ég sagði bara nei, nei í símann,
því ég var svo nýlega búin að tala við
þig. Það var ekki langt á milli ykkar
pabba, það var ekki nema eitt ár, einn
mánuður og fjórir dagar.
LÍNA ÞÓRA
GESTSDÓTTIR
✝ Lína Þóra Gests-dóttir fæddist á
Ísafirði 9. ágúst
1937. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsi Ísafjarðar 25.
október síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Ísafjarðar-
kirkju 6. nóvember.
Elsku mamma mín.
Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig,
passað strákana mína í
öllum mínum veikindum.
Strákarnir mínir hlökk-
uðu svo til. Þú varst búin
að lofa þeim því að koma
og vera hjá þeim um jólin
og fram í janúar.
Ég ætla að geyma all-
ar góðu minningarnar
um þig í hjarta mínu. Við
elskum þig og söknum
þín sárlega.
Ástarkveðja.
Inga.
Jæja, kæra tengdamóðir. Þá ert þú
horfin á braut. Við söknum þín mikið.
Það var mikið áfall fyrir okkur öll að
missa ykkur bæði, fyrst tengdapabba
og þig nú.
Elsku Lína, þú varst mér móðir í
þrjú falleg ár.
Kveðja.
Per.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningar-
greinar