Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna PálínaÁrnadóttir fædd- ist í Hafnarfirði 9. mars 1963. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 30. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ester Kláusdóttir verslun- armaður, f. 30.4. 1922 í Viðey, og Árni Gíslason fram- kvæmdastjóri, f. 15.11. 1920 á Bíldu- dal, d. 23.7. 1987. Systkini Önnu Pálínu eru: 1) Ásgeir, kenn- ari, f. 10.3. 1940, kvæntur Sigríði Jóhannesdóttur, kennara og fv. al- þingismanni. 2) Páll, framleiðslu- stjóri, f. 30.7. 1944, kvæntur Bryn- dísi Skúladóttur sérkennara. 3) Kristín, hjúkrunarfræðingur, f. 11.10. 1945, gift Einari Sindrasyni lækni. 4) Björgúlfur Kláus, verka- maður, f. 15.3. 1947, d. 1976, var kvæntur Ann Árnason, kennara í Bandaríkjunum. 5) Hólmfríður, tal- meinafræðingur, f. 22.5. 1948, var gift Friðriki Rúnari Guðmundssyni talmeinafræðingi. Hinn 16. ágúst 1985 giftist Anna Pálína Aðalsteini Ásberg Sigurðs- inu, hélt tónleika víða innanlands og utan jafnt fyrir börn og full- orðna, kom fram fyrir Íslands hönd á norrænum tónlistarhátíðum og var ötull talsmaður norrænnar vísnatónlistar. Hún sat í stjórn tón- listarfélagsins Vísnavina 1992– 1998 og var formaður félagsins 1993–1998. Þá var hún fram- kvæmdastjóri Norrænna vísnadaga 1994 og 1996. Auk þess rak hún út- gáfufyrirtækið Dimmu ásamt eigin- manni sínum frá 1992. Helstu hljóð- ritanir Önnu Pálínu eru: Á einu máli, 1992, Von og vísa, 1994, Fjall og fjara, 1996, Berrössuð á tánum, 1998, Bláfuglinn, 1999, Bullutröll, 2000, Guð og gamlar konur, 2002 og Sagnadans, sem hún hljóðritaði ásamt sænska þjóðlagatríóinu Draupner og kemur út innan skamms. Anna Pálína hlaut viður- kenningu Íslandsdeildar IBBY árið 1999 fyrir barnaplötuna Berrössuð á tánum. Einnig hlaut hún starfs- laun listamanna árið 2000 og starfs- laun Reykjavíkurborgar 2002. Plata hennar Guð og gamlar konur var tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna árið 2003. Á síðustu misserum vakti Anna Pálína mikla athygli með fyrirlestr- um sínum um að lifa með hinum óboðna gesti krabbameini og bók hennar um það efni, Ótuktin, kom út sl. vor. Útför Önnu Pálínu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. syni, rithöfundi og tón- listarmanni, f. 22.7. 1955 á Húsavík. For- eldrar hans eru Þor- gerður Aðalsteinsdótt- ir, húsmóðir, f. 6.11. 1931, og Árni G. Jóns- son (fósturfaðir), áður bóndi og húsgagna- smiður, f. 10.11. 1933. Börn Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs eru: 1) Aron, f. 5.2. 1986, látinn samdæg- urs. 2) Ísak, f. 5.2. 1986, lést í fæðingu. 3) Árni Húmi, f. 11.8. 1988, nemi í Verzlunarskóla Íslands. 4) Þorgerður Ása, f. 7.6. 1990, nemi í Austurbæjarskóla. 5) Álfgrímur, f. 18.3. 1997, nemi í Austurbæjarskóla. Anna Pálína lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1983 og B.ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1988. Hún stundaði ennfrem- ur tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH á árunum1990–1994 og hjá einkakennurum, innlendum sem er- lendum. Anna Pálína var kennari við Austurbæjarskóla 1988–1990 og lausráðinn dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá 1992 til 2004. Hún var afkastamikil á tónlistarsvið- Sagt er að það eigi fyrir öllum að deyja en að lifa sé ekki hlutskipti allra. Hún systir mín sem við kveðjum í dag hefur nú lotið þeim örlögum allra að deyja en hún var vissulega í þeim hópi sem lifði lífinu lifandi. Á okkur systkinunum var ærinn aldursmunur og því eru minningar mínar um hana frá ýmsum aldurs- skeiðum nokkuð brotakenndar. Ég minnist hennar fyrst liggjandi í vöggu í hvítum galla sem er á leið daginn varð smám saman nokkuð kvolaður því við feðgarnir þrír þurft- um bæði í hádegi og að kvöldi að taka hana upp úr vöggunni og votta henni ást okkar. Að lokum þurfti mamma að læsa herberginu hennar til þess að forða henni frá þessum óhreinu ástarjátn- ingum. Ég minnist hennar líka standandi í aftursætinu í bílnum hans pabba þar sem hún flutti með hárri skærri röddu ljóðið um þær Bakkafjarðar- beljur sem baula svo mikið núna. Ég minnist líka margra grímu- balla á barnaskólaárunum þar sem hún skartaði „prinsessubúningi“. Annað en prinsessubúningur kom ekki til mála. Tjull og taft sem um- gjörð um broshýra æsku hennar er ógleymanleg sjón. Í tildragelsi unglingsára var ég fjarri og svo er því eitt sinn þannig farið að á milli fermingaraldurs og þrítugs er tæpast kallfæri þótt gagn- vegir liggi á hinn veginn milli þrí- tugsára og fimmtugs. Því er það svo að undanfarin ár hef ég fremur en á árum áður átt þess kost að kynnast betur henni systur minni og fjöl- skyldu hennar. Þau kynni verða seint fullþökkuð. Fyrir u.þ.b. fimm árum greindist hún svo með krabbamein, „Krabba frænka flutti inn til hennar“, eins og hún sjálf orðaði það og við tók tvísýn glíma. Við sem álengdar stóðum og fylgdumst með hjálparvana gátum ekki annað en undrast hugrekki hennar og æðruleysi. Á þeim árum sem síðan eru liðin tókst henni ekki aðeins að miðla bjartsýni og von til þeirra fjölmörgu sem standa í líkum sporum heldur einnig að afkasta meiru, upplifa meira og rækta böndin við fjölskyldu og vini betur en mörgum tekst á langri ævi. Þegar við hittumst var aldrei á henni að heyra neitt víl né vol heldur hafði hún uppi áætlanir um hvað tæki við næst, hverju hún ætlaði næst að koma í verk. Það fór ekki hjá því að maður minntist orða Þorsteins Erl- ingssonar: Þeir berjast á hjánum og biðja ekki um grið en böðul sinn helskotnir glíma þeir við. Svo kunna ekki dónar að deyja. Síðustu orðin sem ég heyrði hana segja kvöldið áður en hún dó voru: „Ég er svo rík – svo rík.“ Ég trúi að það ríkidæmi sem hún átti við hafi verið börnin hennar og eiginmaður sem stóðu eins og klettar við hlið hennar allt til enda. En við öll sem henni vorum nákomin en fylgdumst þó aðeins með baráttu hennar úr fjarlægð erum líka ríkari en áður af kynnum við óbilandi hugrekki, æðru- leysi og lífsvilja þótt við að leiðarlok- um getum ekki annað en tekið undir með skáldinu sem sagði „Það syrtir að er sumir kveðja“. Ásgeir. Elsku Anna Pálína, sár er sökn- uður okkar allra sem þekktu þig. Með þessum fáu kveðjuorðum langar mig til að þakka þér þær dýr- mætu og mörgu ánægjustundir sem við höfum átt saman allt frá þinni frumbernsku, er ég var svo lánsamur að kynnast og giftast elstu systur þinni Kristínu. Minningin um þína sterku og heil- brigðu persónu alla tíð stendur upp úr. Aldrei gafstu upp þó mikið blési á móti síðustu árin. Maður var næstum farinn að trúa að þú hefðir sigrast á sjúkdómi þínum, þar til skyndilega yfir lauk. Þú varst yndislegt barn, sem vissir hvað þú vildir og naust þess að vera yngst í stórum systkinahóp, umvafin ást og umhyggju. Laus við alla þá streitu og þann aga sem fylgir upp- eldi eldri barnanna. Æskuárin, námið, áhugamálin, allt gekk þetta eins og í ljúfri sögu. Þín stóra hamingja í lífinu varð þegar þið Aðalsteinn fellduð hugi saman, samband sem alla tíð hefur verið einstætt og aldrei fallið skuggi á. Það var ekki eitt heldur flest allt sem gekk upp í ykkar sambúð hvort sem það var í lífi eða listum. Allt í einu veikist þú og verður að horfast í augu við það sem allt of margir álíta sinn dauðadóm. Veikjast af krabbameini og lifa í óvissunni og óttanum. En þú lærðir að lifa með Kröbbu frænku eins og þú nefnir hana og í stað þess að óttast hana umgekkst þú hana í hæfilegri fjar- lægð og bjóst henni skjól í næsta her- bergi án nánari tengsla eins og þú segir frá í bók þinni (Ótuktin). Alla tíð frá því þú veiktist sýndir þú okkur lífskraft gleði og söng og fram á síðustu stund trúðum við því að þú með þinni einstöku og sterku persónu gætir sigrast á sjúkdómi þínum. Það var ótrúlegt hvað líf þitt fjar- aði út á skömmum tíma og sá styrkur og kærleikur sem streymdu frá þér síðustu dagana verður okkur ætt- ingjum og vinum styrkur og lærdóm- ur til að reyna að líkjast þér þegar okkar stund kemur. Megi góður guð veita Aðalsteini, Árna Húma, Þorgerði Ásu og Álf- grími styrk í þessum mikla harmleik. Einar Sindrason. Undarlegt að vindurinn skuli geta blásið og úti gangi allt sinn vanagang þegar allt er breytt í huga mínum. Anna Pála er ekki lengur hér en þó lifir hún í okkur öllum sem vorum svo heppin að kynnast henni. Mér fannst hun furðuleg mágkon- an sem ég kynntist fyrir rúmum 20 árum, stóð gáttuð og fylgdist með þessari kraftmiklu stúlku sem bróðir minn hafði kynnst. Hún átti það til að skellihlæja, hún naut þess að halda veislur og sá möguleika og tækifæri allt í kringum sig. Ég var alin upp við það að vont veður væri virkilega al- varlegur hlutur en það fannst Önnu Pálu ekki. Þá setti hún upp húfu, fór út og naut þess að taka þátt í veð- urhamnum. Hún hafði mikil áhrif á mig og ég lærði að meta hláturinn, gleðina og kraftinn sem henni fylgdi og kannski umfram allt að reyna að njóta dagsins í dag. Hún sagði mér að hlusta á mína innri rödd og treysta. Það á svo vel við Önnu Pálu það sem hún segir í einu af sínum fallegu lög- um: „Á morgun er ef til vill allt of seint að yrkja þau ljóð sem í hug- anum dvelja.“ Elsku Steini bróðir, Árni, Álfgrím- ur og Ása, takk fyrir að hafa fengið að njóta þessarar frábæru konu með ykkur. Alma. Engri manneskju hef ég kynnst um ævina sem líkist Önnu Pálínu mágkonu minni og skarðið sem hún hefur skilið eftir sig er stórt. Lífs- gleðin og krafturinn, jákvæðnin og bjartsýnin voru hennar einkenni. Þakklæti er efst í huga mér á þessari stundu, þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari ótrúlegu konu sem opnaði fyrir mér heim þessara stóru orða. Alltaf sá hún það besta og fallegasta í öllu og var ætíð tilbúin til að hjálpa manni og styðja, jafnvel síðustu vik- ur ævi sinnar hafði hún nóg að gefa okkur hinum. Anna Pálína; þú varst, ert og verð- ur alltaf frábær! Arngerður María. Ég á varla til orð yfir hversu ein- stök Anna Pálína frænka mín var. Jafn lífsglaða, duglega og orkumikla manneskju og hún var er erfitt að finna. Hún var alltaf vel inni í því sem ég var að gera, studdi mig, hvatti mig áfram og hrósaði í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það skipti engu máli hversu mikið var að gera hjá henni, hún gaf sér alltaf tíma til að hjálpa manni. Hvort sem það var prófarkalestur fyrir mig í skólanum eða undirbúningur fyrir brúðkaup Árna bróður míns þá var hjálpin alltaf af heilum hug. Aldrei leyfði ég mér að trúa því að hún gæti farið frá okkur með henni Kröbbu frænku. Lífsgleði og orka Önnu Pálínu var svo mikil að maður nánast gleymdi því að nokkuð væri að. Mér finnst ómetanlegt að hafa átt hana að og minningarnar sem ég á um hana eru mér mjög dýrmætar. Guð blessi minningu Önnu Pálínu og veiti Aðalsteini, Árna Húma, Þor- gerði Ásu og Álfgrími styrk í þessum mikla missi. Ingigerður Einarsdóttir. Mín elsku Anna Pálína. Þótt þú værir búin að undirbúa okkur svo vel undir það að dauðinn í formi Kröbbu frænku væri á leiðinni til þín stönd- um við hér ættingjar og vinir í al- gjöru tómarúmi. Hvað lá þér svona á? Við stöndum hér eftir hnípin og söknum þín stelpa. En þú mátt vita að við erum hlaðin yndislegum minn- ingum um þig, þær voru allar góðar, því þú kunnir ekki annað en að glæða umhverfi þitt. Þær systur Sorg og Sút virtust ekki hafa heimild til dval- ar í þínum ranni – þótt stundum hefði verið ástæða til. Fljótt kom í ljós þessi mikla útgeislun og sterka nær- vera sem fylgdi þér alla tíð. Fólk og ekki síst börn soguðust að þér hvar sem þú komst. Ég gæti skrifað langt mál yfir allt þitt ágæti og allt sem þú gafst af þér í samferð okkar en rýmið hér leyfir það ekki. Frábær varstu áður en þú kynntist Aðalsteini en stórkostlegust hafið þið verið saman – hreint ótrúlega samstillt par. Á ein- stakan hátt gátuð þið tvinnað saman lifandi fjölskyldulíf með fyrirmyndar barnauppeldi, staðið í útgáfu bóka og hljómplatna. Og til hamingju með áttundu plötuna ykkar, það tókst að ljúka henni, þótt tæpt væri. Stolt varstu þegar þú helsjúk gekkst gönguna Göngum sólarmeg- in, sem þú hafðir hvatt til og skipu- lagt. Þú gekkst keik með öllum fjöld- anum. Þú talaðir á Ingólfstorgi og skipaðir að blöðrunum skyldi sleppt sem tákn um það að við ættum að sleppa óttanum úr brjóstum okkar. Ég fékk að halda um þig er við geng- um frá fundinum út í Ráðhús og er óumræðilega þakklátur fyrir það. Við sögðum ekki mikið á þessari leið en hugsuðum þeim mun meir. Þegar ég spurði þig hvort þú værir ekki þreytt sagðir þú bara: „Nei, þetta var svo gaman, sástu hvað blöðrurnar voru fegnar að sleppa úr netinu? En veistu, ég ætla að vefja mig inn í flís- teppið mitt uppi í sófa í kvöld – það verður æðislegt.“ Nú svífur þú á vit nýrra tíma eins og óþreyjufullu blöðrurnar. Við hin stöndum hér eftir og verðum að takast á við lífið án þín. Það er okkar vandamál eins og þú sagðir. Hjartans þakkir fyrir allt. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Hún sagðist vilja taka manninn sinn með sér, sér þætti miklu betra ef hann spilaði undir þó svo að fær tón- listarmaður fengist þarna fyrir norð- an. Svo komu þau saman Anna Pálína og Aðalsteinn en hún hafði fallist á að miðla reynslu sjúklingsins, vera rödd neytandans í víðtækri umfjöllun um óhefðbundnar lækningar. Og þarna stóð hún frammi fyrir fullum sal þátt- takenda á ráðstefnu norrænna krabbameinsfélaga og krabbameins- skráa á Akureyri haustið 2003 og sagði sögu sína. Einlæg, opinská, blátt áfram og tilgerðarlaus rakti hún þungbæra og erfiða reynslu ungrar konu sem þurfti að horfast í augu við það að fá ef til vill ekki að njóta framtíðar með börnum sínum ungum, eiginmanni og öðrum ástvin- um. Þetta var saga vonbrigða, ör- væntingar og sorgar en einnig saga innilegrar gleði, hamingju og djúprar visku. Jákvæðni, styrkur og nær áþreifanleg lífsgleði geislaði af Önnu Pálínu sem hafði tekist á ungum aldri að öðlast lífssýn, þroska og æðruleysi sem oft tekur langa ævi að rata á. Hún sagði frá sigrum sínum og ósigr- um og áheyrendum hennar varð ljóst að hér talaði ekki kona sem vék sér undan og veigraði sér við að horfast í augu við raunveruleikann heldur sterk og hugrökk manneskja sem hafði þjáðst og tekist á við örlög sín og vaxið af því. Það mátti heyra saumnál detta meðan hún talaði og þegar því var lokið stóðu áheyrendur allir upp og klöppuðu, snortnir af hugprýði henn- ar og persónutöfrum og víða glitruðu tár. Síðan söng hún nokkur falleg norræn lög og Aðalsteinn spilaði undir og það var ljóst að þannig átti það einmitt að vera. Forstjóri Norska krabbameinsfélagsins kom strax að máli við hana eftir fundinn og bauð þeim hjónum til Ósló til að koma fram á fundi allra starfsmanna félagsins en Anna Pálína talaði norsku eins og innfædd. Sú stund varð jafn hrífandi og þessi og þannig tókst Önnu Pálínu aftur og aftur að vekja virðingu og von og trú á lífið. Sú leið sem hún fann og fór til að sætta sig við hlutskipti sitt og snúa ógæfu sinni upp í sigur var frumleg og vakti athygli og Krabba frænka rataði að lokum í bókina Ótuktin sem Anna Pálína gaf út. Hún var í raun ótrúlega afkastamikil og frjó hún Anna Pálína og miðlaði samtíma sín- um óspart með fallegri söngrödd og ýmsum útvarpsþáttum. Og nú er hún dáin sem einmitt var merkisberi von- ar og hugprýði. Enginn fær flúið ör- lög sín en fordæmi hennar mun verða mörgum að leiðarljósi. Hún hefur minnt okkur á, heilbrigða og sjúka, að það er mikilvægt að gera sitt besta, að lifa í núinu og njóta líðandi stundar, að vera sáttur við Guð og menn og umfram allt að vera sáttur við sjálfan sig. Ég kveð Önnu Pálínu með hlýju og þakklæti, blessuð sé minning hennar. Aðalsteini og börnum hennar, systk- inum, móður og öllum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Einstök kona er fallin frá. Anna Pálína Árnadóttir. Kona sem var miklu stærri en hún sjálf. Kona sem gekk ávallt sólarmegin og gaf af ein- skærri gleði. Sumir segja að hún hafi verið í Pollýönnuleik. Ég held að hún hafi einfaldlega staðið vandlega vörð um gleðibrunninn sinn hið innra. Og vegna þess að hún gerði það þá átti hún ávallt mikið að gefa öðrum. Mað- ur varð glaðari eftir að hafa hlustað á hana tala, horft á hana syngja, fundið nærveru og deilt með henni verkefn- um. Að horfa á Önnu Pálínu tala eða syngja var einstök upplifun. Og hvers vegna? Vegna tindrandi augna, tærrar gleði, hispurslausrar hrein- skilni og barnslegrar einlægni. Hún dró ekkert undan eða ýtti einhverju varlega til hliðar. Hún orðaði allt. Hún var gestur á fundi hjá Krafti fyrir tveimur mánuðum. Las upp úr bók sinni, Ótuktinni. Talaði opinskátt um óttann við krabbamein. Sagði: „Ég vinn m.a. við að syngja fyrir börn. Hvernig get ég sungið fyrir börn ef ég er hrædd?“ Og horfði spyrjandi augum í augu okkar sem hlýddum á hana. Ég hugsaði: „Hvernig getur hún verið ekki hrædd?“ Hún hafði kynnst óttanum. Vissi hvert hann leiddi hana. Hafði reynslu af honum. Hún valdi það meðvitað að vera óhrædd. Svo söng hún í tærri gleði. Já, hún hreif okkur með sér í orð- um og söng. Við hlýddum á í undrun og aðdáun, sem þýðir að hjörtu okkar voru snert. Og þegar slíkt gerist þá hreyfist eitthvað hið innra. Því það fagra sem ég hrífst af er líka í mér. Gleðin og hugrekkið býr líka í mér. Í okkur öllum. Við eigum líka gleði- brunn. Við getum haldið áfram að hrífast og ákveðið að standa vörð um okkar brunn. Eins og Anna Pálína stóð vörð um sinn. Hún var lifandi fyrirmynd þess að geta gefið af sér gleði, líka á erfiðum tímum. Er ekki fegurðin fegurst og mannlega reisnin mest þegar okkur tekst að leysa vel af hendi þau verkefni sem að okkur eru rétt, verkefni sem við höfum ekki beðið um en hefur samt verið úthlut- að til okkar? ANNA PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.