Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 33
MINNINGAR
✝ Ingólfur Sveins-son fæddist 3. júlí
1914. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
1. nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sveinn Jón Ein-
arsson, múrari og
seinna bóndi í Bráð-
ræði í Reykjavík, og
kona hans Helga
Ólafsdóttir. Foreldr-
ar Sveins voru Einar
Sveinsson, bóndi á
Efri-Þverá í Fljóts-
hlíðarhreppi í Rang-
árvallasýslu, og kona hans Ingv-
eldur Jónsdóttir, húsmóðir.
Ingólfur kvæntist 7. október
1939 Klöru Halldórsdóttur hús-
móður, f. 14. september 1917, d.
25. desember 1972. Foreldrar
hennar voru Halldór Jónsson, skip-
stjóri og kaupmaður í Reykjavík,
og kona hans Guðmunda Guð-
mundsdóttir. Foreldrar Halldórs
voru Jón Sigurðsson,
bóndi og hreppstjóri
í Kalastaðakoti á
Hvalfjarðaströnd, og
Guðrún Jóhannsdótt-
ir, vinnukona í Kala-
staðakoti. Foreldrar
Guðmundu voru
Guðmundur Hjalta-
son frá Nauteyri á
Ísafirði, bakari í
Bandaríkjunum, og
Þorvaldína Rósa Ein-
arsdóttir, húsmóðir í
Efsta-Hvammi í
Dýrafirði.
Börn Ingólfs og
Klöru eru Halldór, f. 14. apríl 1940,
d. 24. október 2004, Þorsteinn Örn,
f. 5. janúar 1945, d. 29. febrúar
1964, og Rósa, f. 5. ágúst 1947.
Ingólfur gekk í Lögregluna í
Reykjavík 1. mars 1939 og starfaði
sem slíkur til 1. janúar 1985.
Útför Ingólfs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi.
Þá ertu farinn yfir móðuna miklu.
Það varð stutt á milli ykkar Halldórs
bróður, aðeins vika, og ég veit að það
hefur verið tekið vel á móti ykkur
feðgum. Mamma, Þorsteinn Örn,
Sveinn Jón afi og Helga amma.
Kannski var þetta best svona.
Þú varst orðinn þreyttur og farinn
að þrá hvíldina. – Og síðustu orðin
þín, er þú sagðir við Klöru, Heiðveigu
og Ingólf litla Mána er þau sátu við
rúmstokkinn þinn, daginn áður en þú
lést; „hvenær enda dagarnir“? Það
var magnað að alast upp í Heiðar-
gerðinu, þar sem þið mamma byggð-
uð glæsilegt einbýlishús yfir fjöl-
skylduna upp úr 1951. Allir íbúarnir í
þessu ágæta hverfi voru alveg ein-
stakir. Þarna ólumst við systkinin upp
í faðmi ykkar mömmu og Sveins Jóns
afa. Kærar þakkir fyrir að hafa valið
þennan yndislega stað, fjölskyldunn-
ar vegna.
Þú varst lögregluþjónn af guðs náð
og sinntir starfinu af alhug. Á þessum
tímum, upp úr 1950, voru bílar ekki
algengir á heimilum, strætisvagnarn-
ir voru aðalsamgöngutækin og nánast
notaðir eingöngu, enda stutt frá
stríðslokum og landið að opnast upp á
gátt í rólegheitum. En þú skelltir þér
stundum heim þegar þú varst á vakt-
inni á litla græna lögreglujeppanum
sem þú notaðir þegar þú varst í eft-
irlitinu. Og þegar rólegt var, þá fórstu
með okkur mömmu í bíltúr um borg-
ina, og keyptir bland í poka handa
okkur. Þannig fannst okkur við eiga
okkar einkabíl.
Jólin áttu stóran sess í hjarta þínu,
því þú varst mikið jólabarn, skreyttir
jólatréð af mikilli umhyggju með
mömmu, passaðir alltaf að nóg væri
til að borða alla tíð, bæði á jólunum og
alla aðra daga ársins.
Það varð mikil sorg er Þorsteinn
Örn lést langt fyrir aldur fram aðeins
18 ára aldri, og urðuð þið mamma
aldrei söm eftir, þótt þið bæruð ykkur
vel. En þið hélduð göngunni áfram,
Halldór var orðinn flugmaður á þess-
um tímapunkti og floginn úr hreiðr-
inu en ég enn í foreldrahúsum. 1969
selduð þið mamma ættaróðalið í Heið-
argerðinu og fluttuð í Hamrahlíð 9,
þar sem þið unduð ykkur vel þar til
mamma lést langt fyrir aldur fram á
jóladag 1973, aðeins 57 ára að aldri, og
öllum harmdauði.
En þú áttir þér metnaðarfullt
áhugamál, tónlistina, og varst gott
tónskáld. Verk þín hafa verið flutt víða
og eru orðin klassísk, og flutt í sjón-
varpi, útvarpi og á öðrum opinberum
vettvangi og þú áttir oftar en ekki síð-
asta lag fyrir fréttir.
Þú varst prýðilegur penni og skrif-
aðir m.a. ferðasögur hvaðanæva úr
heiminum, sem fluttar voru í Ríkisút-
varpinu, svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 1985 gaf Leiftur út ljóðabók
eftir þig sem þú nefndir Dægurmál,
þar sem knappur stíll þinn, er þú varst
búinn að þróa lengi, naut sín til fulls.
Svavar Gests gaf 1972 út hljóm-
plötu neð lögunum okkar, djössuð lög
við þjóðvísur og þulur er við sömdum
og röðuðum saman á síðkvöldum í
Heiðargerðinu.
Þú söngst í Lögreglukórnum sem
var þér afar kær og sem sýnir þér þá
virðingu og þökk að syngja yfir þér
látnum.
Árið 1985 söðlaðir þú um og fluttir í
Kópavoginn, að Kópavogsbraut 1a, og
undir þér vel þar innan um yndislegt
fólk, eða þar til fyrir níu mánuðum er
þú treystir þér ekki lengur til að búa
einn, og færðir þig yfir í Sunnuhlíð,
þar sem þú kvaddir þennan heim 1.
nóvember sl. saddur lífdaga, 91 árs að
aldri.
Ég færi þér góðar kveðjur og þakk-
læti frá afastelpunum þínum, Klöru
og Heiðveigu, og litla Ingólfi Mána,
nafna þínum, sem þegar er farinn að
þjóna tónlistinni, með sitt eigið tón-
listarstúdíó, aðeins 12 ára gamall. Mér
sýnist hann feta í fótspor þín.
Að leiðarlokum þakka ég Álfrúnu
Eddu, eiginkonu Halldórs heitins og
tengdadóttur þinni, sem staðið hefur
sig eins og hetja í öllu álagi undanfar-
inna daga, og sem oftar en ekki var
þér stoð og stytta.
Farðu í Guðs friði, pabbi. Þín dóttir
Rósa Ingólfsdóttir.
INGÓLFUR
SVEINSSON
árum okkar. En Einar Bragi sýndi
þegar á reyndi að hann var vel liðtæk-
ur við matargerð eins og annað. Sam-
band hans og Stínu var fallegt alla tíð.
Umhyggja hans og daglegar heim-
sóknir í Sóltún, þar sem Stína dvaldi
síðustu tvö, þrjú árin, voru henni ljós í
myrkri erfiðra sjúkdómsfjötra. Ég
kveð Stínu með söknuði og þakklæti
fyrir liðna tíð. Það er bjart yfir minn-
ingu hennar.
Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá.
Það hefur verið tíska undanfarna
áratugi í kvennafræðunum að skrifa
um konurnar á bak við skáldin og
listamennina. Þannig hafa þær stigið
fram hver á fætur annarri og orðið
sýnilegar, konurnar sem sáu um
vinnufriðinn á heimilinu, helltu upp á
könnunna, slógu í pönnukökur og
skelltu eplakökunni í ofninn, komu
með hnyttnar athugasemdir, breiddu
yfir deilumálin og komu öllum í gott
skap.
Samt hefur alltaf verið hljótt um
Kristínu, þrátt fyrir að hún hefði
atómskáldin í stofunni hjá sér dag-
lega. Skáldin sem áttu sér hugsjónir á
öldinni sem leið, þegar menning var
orð með merkingu, innihald og tak-
mark, en ekki ein fræðigrein af mörg-
um uppi í Háskóla eins og nú. Hún
þekkti þá alla, rithöfundana og ab-
straktmálarana, jafnt þá sem heima
sátu og þá sem síðar urðu heimsfræg-
ir í útlöndum. Karlmennina sem eiga
nöfn sín skráð í skrifuðum og óskrif-
uðum bókmennta- og listasögum nú-
tíðar og framtíðar.
Kristín var bæði létt á fæti og létt í
lund. Hún steig dansspor á milli her-
bergjanna þriggja á Bjarnarstígnum
og það var í kringum hana þessi sér-
kennilegi tæri dillandi hlátur sem ég
veit ekki hvaðan kom. Líklega að
norðan þar sem hún var fædd og upp-
alin í stórum systkinahópi.
Hún var konan á bak við manninn,
Einar Braga skáld, sem orti (til henn-
ar) eitt eldheitasta ástarljóð sem
skrifað var á Vesturlöndum á tuttug-
ustu öld, svo vitnað sé í orð franska
bókmenntafræðingsins René
Etiemble í Encyclopædia Universal-
is, stóru frönsku alfræðibókinni sem
geymir vitneskjuna alla:
Ég elska konuna nakta
með næturgala í augum,
nývaknaða angandi lilju
laugaða hvítri morgunsól,
konuna unga ólétta
með knapprauð blóm
á bleikum þúfum
þreyjulausa af þrá
eftir þyrstum hunangsfiðrildum,
konuna stolta sigurglaða
sýnandi öllum heiminum
sinn vorsána frjóa akur,
þar sem undrið vex í myrkri
moldinni gljúpu: vex.
(Einar Bragi.)
Kristín var sterk og glöð. Hún hélt
fast í lífið.
Guð geymi þig, elsku Kristín.
Ég og fjölskylda mín sendum Ein-
ari Braga, fjölskyldunni allri og af-
komendunum mörgu samúðarkveðj-
ur.
Æsa Sigurjónsdóttir.
Ég man eins og gerst hafi í gær,
loksins var ný fjölskylda að flytja inn í
Helga Pjeturs-húsið, þetta reisulega
en dularfulla hús á horni Hverfisgötu
og Smiðjustígs. Þetta var hverfið mitt
og ég vissi allt sem gerðist. Húsið
hafði staðið að mestu autt um nokk-
urn tíma og enginn okkar krakkanna
hafði komið þar inn. Þorðum varla að
kíkja á gluggana. Í sannleika sagt
vorum við skíthrædd við þetta hús
sem var víst fullt af draugum.
Þarna sá ég hana Kristínu fyrst,
þarna á Hverfisgötunni, hún var þá
að flytja í húsið ásamt fjölskyldu
sinni. Það er víst komin hálf öld síðan,
ég var 7 eða 8 ára. Ég gaf mig á tal við
hana og spurði hvort hún ætti ekki
stelpu. Og upp frá því hefur verið
milli okkar einhver strengur, þessi in-
dæla kona bauð mig velkomna til sín.
Jú hún átti sko stelpu sem var
hálfu ári eldri en ég og mér var boðið
inn. Það brakaði svakalega í gólfinu,
gangurinn var dimmur og það brak-
aði í stiganum; en þetta var gott brak
og alltaf leið mér vel í þessu húsi, sem
nú er löngu horfið úr miðbæjarflór-
unni og bílastæðahús komið í staðinn.
Þessi dagur markaði tímamót í
bernsku minni. Við Gobba urðum
óaðskiljanlegar og rauða timburhúsið
varð mitt annað heimili. Þau voru
reyndar alltaf að flytja, en andinn
flutti alltaf með og maður taldi ekki
eftir sér að skokka vestur á Hjarð-
arhaga, upp í Unuhús eða hvert sem
var. Oft í rauð timburhús – seinna
eignuðust þau svo rautt timburhús á
Suðurgötunni og hringurinn lokaðist.
Hún Kristín átti saumavél, það sá
ég strax þennan fyrsta dag, og hún
átti líka vefstól. Og hún var afburða-
lagin í höndunum, gat saumað hvað
sem var, allt. Svo óf hún efnið líka og
hannaði fötin sjálf. Ég efast ekki um
að hún væri heimsfrægur hönnuður
ef hún hefði lagt sig eftir því. Þeir eru
ófáir kjólarnir sem hún saumaði á
mig og síðar á dætur mínar, eða þá
vestin og peysurnar og allt sem hún
prjónaði eða heklaði á börnin mín og
barnabörn.
Á heimili Kristínar og Braga var
einstaklega menningarlegt andrúms-
loft. Hér áttu atómskáldin athvarf og
maður hitti dularfull skáld og ljúf-
linga eins og Jón Óskar og Thor.
Tvær litlar stelpur sátu úti í horni og
hlustuðu andaktugar á spekingana.
Hérna varð Birtingur til og stöðug
uppspretta heimspekilegra og stjórn-
málalegra umræðna. Alltaf frjótt um-
hverfi. Annað sem einkenndi heimilið
og gerir enn er alveg sérstök barn-
elska. Hér ríkir sá hugsunarháttur að
öll börn séu alltaf velkomin og ekki
bara það heldur séu þau miðpunktur
alheimsins, sjálft lífið. Við þau er tal-
að og fílósóferað eða lesið ljóð og hér
finna þau hlýju og samkennd. Og allt-
af var hún Kristín til í að aðstoða við
hvað sem var, alltaf til í allt, með
stríðnislega, elskulega glampann í
augunum. Þessi glampi sem varð allt-
af svo fallegur og stelpulegur þegar
hún talaði um eða við manninn sinn.
Þau hjónin voru mjög samhent, þau
gerðu allt saman, alltaf nýtrúlofuð.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
Kristínu og fjölskyldunni allri. Vin-
áttan varir og þótt stundum líði ein-
hver tími á milli þess að við hittumst,
þá er það alltaf jafn gott.
Við breytum ekki tímans rás, öll
skulum við hans veg ganga og á þeirri
göngu lærum við að allt sem við eig-
um best verður einhvern tímann frá
okkur tekið. En samt göngum við
áfram.
Að leiðarlokum þakka ég einstaka
tryggð og elskusemi. Ég og Sissa
mamma og börnin mín, þau Birna,
Tryggvi, Halla og Kristbjörn, send-
um hjartans kveðjur til Einars Braga
og til Gobbu, Jóns Arnars og allrar
indælu stórfjölskyldunnar.
Sigríður Sigurðardóttir.
Ég kynntist Kristínu og manni
hennar, Einari Braga, þegar ég flutti
ung og nýgift inn á neðri hæðina á
Bjarnarstíg 4 í lok árs 1969. Þau voru
næstu nágrannar okkar, bjuggu í ris-
inu fyrir ofan okkur og höfðu umsjón
með útleigu íbúðar okkar í byrjun.
Okkur varð fljótlega ljóst hversu lán-
söm við höfðum verið að þau völdu
okkur fyrir nágranna, ekki vegna
íbúðarinnar sem slíkrar, heldur fyrst
og fremst vegna nábýlisins við þau
hjónin. Áður en ég vissi af hafði ég
eignast vin og leiðbeinanda í Krist-
ínu. Hún stóð þá á fimmtugu og
fylgdist betur með fatatísku ungs
fólks en nokkur vinkvenna minna.
Hafði auga listamannsins fyrir hönn-
un og litum og saumaði frábærlega
fallega kjóla. Fas hennar og viðmót
var einstakt, hún bjó yfir einhverri
innri ró sem laðaði fólk að henni.
Heimili hennar var eins og fágað
listaverk. Þangað komu skáld, lista-
menn, ættingjar og vinir. Ekki má
heldur gleyma börnum og barna-
börnum. Í minningunni finnst mér
sólin hafa skinið skærar á Bjarnar-
stígnum en annars staðar á þessum
árum. Alltaf virtist nægur tími fyrir
alla, stóra sem smáa. Dóttir mín var
heldur ekki há í loftinu þegar hún fór
að rata upp stigann til Kristínar og
Braga til að spjalla aðeins við þau um
lífið og tilveruna. Vinátta okkar hefur
haldist traust í gegnum árin og veitt
mér mikla gleði. Síðustu æviár sín var
Kristín haldin erfiðum sjúkdómi sem
lagðist þungt á hana. Hún mætti því
mótlæti á einstakan hátt og hef ég
dáðst að styrk hennar og æðruleysi.
Kristín hefur haft mótandi áhrif á
líf mitt. Betri konu hef ég ekki
kynnst. Ég votta Einari Braga, Borg-
hildi, Jóni Arnari og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Ég kveð Kristínu með miklum
söknuði og minnist hennar með auð-
mýkt og ómældu þakklæti.
Hrafnhildur Stefánsdóttir.
Ég kom nær daglega heim til
ömmu Stínu með Æsu bestu vinkonu
minni. Hún var ekki blóð-amma mín
en fyrir mér var hún alltaf amma
Stína. Amma mín bjó á sama lands-
hluta og ég þannig að amma Stína var
mér kærkomin og elskuleg uppbót.
Mér fannst yndislegt að stórfjöl-
skyldan byggi saman. Mér fannst
gott að koma heim til Æsu þar sem
einhver var ætíð heima og iðulega var
það amma Stína. Alltaf vildi hún vita
hvað við stöllur værum að gera og
fylgjast með þeim prakkarastrikum
sem við vorum með í bígerð.
Daginn sem ég eignaðist dóttur
mína var ég stödd í afmæli ömmu
Stínu. Hún var að halda upp á 80. af-
mælisdag sinn og hélt fjölskyldan
henni handverks- og listasýningu af
því tilefni. Mikið þótti mér gaman að
geta sýnt eiginmanni mínum hversu
mikið fjölhæf listakona hún var. Sem
barn hafði ég þó ekki gert mér grein
fyrir því öllu, nema mér fannst hún
ógurlega flink, líkt og galdrakona
með efni og saumnálina. Ég fékk
fyrstu hríðir í afmælinu og átti dóttur
mína þá um kvöldið. Ég gleymi þess-
um degi aldrei, ekki bara vegna þess
að ég eignaðist barn heldur líka
vegna þess að mér fannst það mikill
heiður að eignast barnið mitt einmitt
á þessum degi. Þó þetta væri ekki
eiginlegur afmælisdagur hennar þá
fannst mér það mikil gleði að fæða
barn mitt þennan dag.
Ég á mynd af dóttur minni í fangi
ömmu Stínu, aðeins nokkurrra vikna
gamalli. Sængurgjöfin sem hún og
Bragi gáfu okkur fjölskyldunni var
pínulítil barnamussa sem einmitt
hafði verið til sýnis á þessari sýningu.
Ég var innilega glöð yfir þessari gjöf.
Ég varla tímdi að klæða stúlkuna
mína í mussuna, svo mikill dýrgripur
er hún mér. Þessa flík ætla ég að
ramma inn og hafa sem listaverk nú í
dag. Dóttir mín mun svo fá hana til
eignar þegar að því kemur. Hún mun
jafnframt fá að heyra söguna um
ömmu Stínu og hvers vegna þessi flík
er mér svo dýrmæt. Flík frá bestu
ömmu sem hægt er að hugsa sér.
Elsku Bragi, Æsa, Borghildur,
Una og fjölskyldur. Ég og mínir vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð og
hluttekningu.
Anna Lilja.
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Jónsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Sigríð-
ur Björnsdóttir.
MARÍA SKAGAN
lést í Sjálfsbjargarhúsinu þriðjudaginn
2. nóvember sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 12. nóvember kl. 15.
Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er vinsamlegast bent á að láta Sjálfs-
bjargarheimilið, Hátúni 12, njóta þess.
Sigríður Kristín og Ken Lister.
Okkar ástkæra
GUÐRÚN RAFNSDÓTTIR
Skjóli
áður á Langholtsvegi 33
Reykjavík
lést 25. október sl.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Rósa Eggertsdóttir Gunnar Jónsson
Hjálmar Sigurjón Gunnarsson Eggert Rúnar Gunnarsson
Árni Þór Hilmarsson Kristín Hilmarsdóttir
Hildur Hilmarsdóttir Hjördís Hilmarsdóttir
Valgerður Valdimarsdóttir
Eggert Þorbjörn Rafnsson Örn Bragi Rafnsson
Guðbjörg Birna Bragadóttir
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.