Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 39
DAGBÓK
ÓL í Istanbúl.
Norður
♠62
♥– V/Allir
♦7654
♣ÁDG8654
Vestur Austur
♠83 ♠K754
♥KDG764 ♥932
♦D109 ♦KG8
♣32 ♣K97
Suður
♠ÁDG109
♥Á1085
♦Á32
♣10
Ítalir unnu 15 IMPa í þessu spili,
sem er úr annarri lotunni í leiknum við
Kínverja í undanúrslitum:
Vestur Norður Austur Suður
Duboin Li Bocchi Sun
2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar
Pass 3 lauf Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Sagnir eru skiljanlegar, en niður-
staðan afleit eigi að síður, því lauflitur
blinds kemur að engum notum vegna
innkomuleysis. Sun fékk sjö slagi: 200 í
AV.
Á hinu borðinu hafði Fantoni í norð-
ur meiri trú á spilum sínum í tromp-
samningi en grandi:
Vestur Norður Austur Suður
Dai Fantoni Yang Nunes
2 hjörtu 3 lauf Pass 3 grönd
Pass 5 lauf Dobl Allir pass
Útspilið var smátt hjarta. Fantoni
tók með ás og henti tígli heima. Hleypti
svo lauftíu og fékk að eiga þann slag.
Hann stakk þá hjarta, tók laufásinn og
svínaði í spaðanum.
Hann hafði nú tíma til að svína aftur
í spaða og fría þann fimmta með
trompun, svo vörnin fékk aðeins einn
slag á laufkóng: 950 í NS.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Hereford-steikhús
frábært
ÉG hef oft keyrt niður Laugaveg og
horft á þessar stóru tröppur sem
liggja upp í veitingasal Hereford-
steikhúss og hugsað að þarna eigi ég
aldrei eftir að borða, því ég er fötluð.
En viti menn, mér var boðið þang-
að um daginn og þá kom í ljós að
þarna rétt hjá tröppunum er þessi
fína lyfta. Þarna var alveg frábært
að vera, góður matur, fín þjónusta
og flott umhverfi. Þetta minnti mig á
Spán því þarna var mikið af fjöl-
skyldufólki og börnin skoppandi
ánægð um gólf.
Ég naut þess að eyða þessu kveldi
í góðra vina hópi á frábærum stað. Á
matseðlinum er kort sem maður get-
ur rifið úr og sent vinum og húsið sér
um að senda kortið. Það var komið
til Akureyrar eftir einn dag.
Takk fyrir að bjóða mér og munið
að þarna er aðgengi fyrir alla.
Ingibjörg.
Bræðraborgarstígur 20
101 REYKJAVÍK. Er timburhús
byggt árið 1905. Vegna endurbóta er
óskað eftir upplýsingum og myndum
af húsinu. Ef einhver hefur upplýs-
ingar væru þær vel þegnar. Vinsam-
legast hafið samband í síma 869 7448
eða á netfangið ernajons@hi.is.
Óróinn hverfur
SEM bjartsýnn sjálfstæður maður
veit ég að allur órói hverfur frá okk-
ur þegnum Reykjavíkurborgar við
næstu sveitarstjórnarkosningar.
Þórólfur gegnir sínu hlutverki vel.
Hverjir köstuðu fyrsta steininum?
Firrum okkur af villum vinstri slag-
síðu bæði á þingi sem í borgarstjórn.
Allir eiga fortíð og ég tel Þórólf góð-
an. Hver hefur ekki þolað löðrung
hingað til. Betri maður á eftir.
Með vinsemd og virðingu.
Helgi Steingríms.
Gullhálsmen týndist
GULLHÁLSMEN með stórum
svörtum steini týndist líklega í eða
við Fossvogskirkju, Loftleiðahótel
eða Borgarspítala. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 553 3595.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.isFélagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag-
blöð. Kl. 10–10.45 leikfimi. Kl. 11.15–
12.15 matur. Kl. 13–16 brids. Kl. 15–
15.45 kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30.
Línudanskennsla byrjendur kl. 18.
Samkvæmisdans framhald kl. 19 og
byrjendur kl. 20.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11.
Bókband kl. 10, ullarþæfing kl. 13 og
spænska kl. 14. Í Garðbergi er spilað
brids og pílukast kl. 13. Í Garðaskóla
eru tölvur kl. 17. Bingókvöld í Holtsbúð
kl. 19.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun,
keramik, perlusaumur og kortagerð,
kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12
hádegismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl.
15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa,
kl. 9–16, jóga kl. 9–11. Frjáls spila-
mennska kl. 13–16. Böðun virka daga
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Kl. 9–16.30.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl.
9–16, listasmiðja, handavinna, kl. 9–16,
leikfimi kl. 10–11, aðstoð við böðun kl.
9–12, félagsvist kl. 13.30. Skráning
stendur yfir í menningarferð í Borg-
arleikhúsið kl. 14 á morgun. Hádeg-
ismatur og síðdegiskaffi. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
þriðjudag, sundleikfimi í Grafarvogs-
laug kl. 9.30.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smiði, kl. 10
ganga, kl. 13–16.30 opin vinnustofa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa-
vinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.30–11.30
skrautskrift. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–
12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 kóræf-
ing. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, bókband, myndlist. Hárgreiðsla
kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl.
9.30, almenn handavinna, glerbræðsla
og frjáls spil kl. 13. Jólamarkaður
fimmtudaginn 11. nóvember.
Þórðarsveigur 3 | Vídeó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Barnakórinn æfir
alla mánudaga. Yngri kórinn 7–9 ára
æfir kl. 15.30
og 10–12 ára
æfa kl. 16.30.
Áhugasamir
geta haft
samband við
Ástu Bryndísi
í síma 864-
1659.
Grafarvogs-
kirkja |
K.F.U.K. í Graf-
arvogskirkju
kl. 17.30–
18.30 fyrir
stúlkur 9–12
ára. Kirkju-
krakkar í Engjaskóla kl. 17.30–18.30
fyrir 7–9 ára.
Grensáskirkja | Fundur kvenfélags
Grensássóknar verður kl. 20. Allar
konur velkomnar!.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2
og unglinga Alfa kl. 19.
Langholtskirkja | Kirkjuprakkarar,
starf fyrir 7–9 ára börn, er kl. 15.30–
16.30. Allir krakkar á þessum aldri vel-
komnir. Leikir og spjall.
Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn 12
sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir
í bata. Kl. 20 tólf spora hópar koma
saman í Laugarneskirkju. Umsjón hafa
Guðlaugur Ólafsson og Hafdís M. Ein-
arsdóttir.
Lágafellskirkja | Foreldramorgnar
Lágafellskirkju, samvera er á mánu-
dagsmorgnum kl. 10 12 í safn-
aðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð.
Þetta eru stundir fyrir foreldra sem
vilja koma saman og ræða málin.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni