Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 41
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20
sun. 21. nóv. kl. 20 - lau. 27. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning lau. 4. des. kl. 20
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14
sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14
Misstu ekki af SWEENEY TODD!
Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði
Aðeins ÖRFÁAR sýningar eftir!
CHICAGO
Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Su 21/11 kl 20, Su 28/11 kl 20
Aðeins þessar sýningar
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
eftir Edward Albee
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20,
Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20,
Fö 26/11 kl 20
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 11. NÓVEMBER
Kennarar: Böðvar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir, Viðar Hreinsson
Skráning hjá Mími - Símenntun á mimir.is eða í síma 580 1800
Híbýli vindanna - frumsýning 7. janúar 2005
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun:
Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir.
Lau 13/11 kl 20,
Lau 20/11 kl 20,
Lau 27/11 kl 20
Síðustu sýningar
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 12/11 kl 20, -UPPSELT
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20
Su 21/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20,
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 14/11 kl 14,
Su 21/11 kl 14,
Su 28/11 kl 14,
Su 5/12 kl 14
Su 2/1 2005 kl 14
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
SCREENSAVER eftir Rami Be'er
5. syning fö 12/11 kl 20 - Blá kort Su 21/11 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA
15:15 TÓNLEIKAR
Caput/Vox Academica, Ný endurreisn.
Lau 13/11 kl 15:15
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA
Fi 11/11 kl 20 - Böðvar Guðmundsson
Þri 16/11 kl 20 - Viðar Hreinsson
Fi 18/11 kl 20 - Helga Ögmundardóttir
Þri 23/11 kl 20 - Gísli Sigurðsson
☎ 552 3000
eftir LEE HALL
sem gengur upp að öllu leyti.
Leikararnir fara á kostum”
SS Rás 2
Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
• Föstudag 12/11 kl 23 LAUS SÆTI
• Fimmtudag 25/11 kl 20 LAUS SÆTI
• Sunnudag 26/12 kl 20 JÓLASÝNING
“EINSTÖK SÝNING
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Ausa og Stólarnir
Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT
Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus
Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus
Mán 15/11 kl 20 UPPSELT
Þri 16/11 kl 20 UPPSELT
Mið 17/11 kl 20 UPPSELT
Fim 18/11 kl 20 UPPSELT
Fös 19/11 kl 20 4.kortas. Nokkur sæti laus
Forsala á Oliver!
hefst 18. nóvember
Ausa og
stólarnir
Frumsýning
F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 13 .11 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Fös . 19 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Fös . 26 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 27 .11 20 .00 LAUS SÆTI
SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER
Þú veist hverni
g
þetta er
Pöntunarsími 659 3483
studentaleikhusid@hotmail.com
þri. 9. nóv.
fim. 11. nóv.
fös. 12. nóv.
lau. 13. nóv.
Sýningar hefjast kl. 20
leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson
Sýnt í TÞM,
Hólmaslóð 2
sýnir
EINS og þeir vita sem lesið hafa Da
Vinci-lykilinn er að finna allskonar
tákn í dómkirkjum fyrri alda. Þetta
táknmál er ekki einskorðað við bygg-
ingarlist og trúarleg málverk, heldur
kemur fyrir í barokktónlist líka.
Talnaspeki gegnir þar mikilvægu
hlutverki, fjöldi
tiltekinna skraut-
nótna hefur t.d.
ákveðna merk-
ingu og laglínur
eru ekkert síður
hugsaðar út frá
táknrænum sjón-
armiðum en fag-
urfræðilegum.
Eyþór Ingi Jóns-
son organisti minntist aðeins á þetta
á tónleikum i Dómkirkjunni á föstu-
dagskvöldið, en þar lék hann barokk-
tónlist eftir Lübeck, Couperin og
Böhm. Því miður fengu áheyrendur
ekki að vita neitt meira og skora ég á
Eyþór að halda fyrirlestur með tón-
dæmum um þetta efni hið bráðasta.
Tónleikarnir byrjuðu og enduðu á
prelúdíum eftir Lübeck, en þær voru
báðar vel ígrundaðar og tignarlegar í
meðförum organistans. Sömu sögu er
að segja um tvo sálmaforleiki eftir
Böhm og einnig nokkur smástykki úr
safnbókinni The Fitzwilliam Virginal
Book. Fyrir þá sem ekki vita er virg-
inal, eða virgínall, kassalaga semball
sem var algengur í heimahúsum fyrr
á öldum. Þrátt fyrir nafn bókarinnar
eru sum verkanna greinilega samin
fyrir orgel.
Eitt magnaðasta atriði tónleikanna
var Gloria úr Messe pour les Paroiss-
es eftir Francois Couperin, en þar var
raddval organistans svo fjölskrúðugt,
en að sama skapi svo smekklegt og
sannfærandi að unaðslegt var á að
hlýða. Tæknilega séð var leikurinn
vandaður og skýr (ef frá er talið örlít-
ið ónákvæm „punkteruð“ hrynjandi
hér og þar) og var túlkunin svo
þrungin andakt að maður gersamlega
gleymdi stað og stund. Ekki er oft
sem manni líður eins og á himnum á
tónleikum, en það gerðist hér. Þetta
var dásamleg kvöldstund og ég vona
að ég fái að heyra Eyþór leika sem
oftast í framtíðinni.
TÓNLIST
Dómkirkjan
Eyþór Ingi Jónsson organisti lék barokk-
tónlist á Tónlistardögum Dómkirkjunnar.
Föstudagur 5. nóvember.
Orgeltónleikar
Um næstu helgi, eða hinn 12.nóvember, verður opnuð íListasafni Íslands sýningin
Listin undir fertugu. Þar verða
viðfangsefni yngstu kynslóðar-
innar í íslenskri myndlist til sýnis
– eða þeirra sem eru fæddir eftir
1964.
Sýning á borð við þessa heyrir
til nokkurra tíðinda í Listasafninu,
sem fram að þessu hefur einkum
einbeitt sér að því að koma arf-
inum til
skila –
stundum þó
einnig sam-
tímalist, en
í þeim tilfellum einkum þeirra
listamanna sem þegar hafa haslað
sér völl með afgerandi hætti. Sýn-
ing á verkum yngstu kynslóð-
arinnar er þó í rökréttu framhaldi
af því sem Listasafnið hefur lagt
áherslu á á undanförnum miss-
erum, þ.e.a.s. að sýna fram á sam-
hengið í hræringum myndlist-
arheimsins á síðustu öld, sem voru
auðvitað hugmyndafræðilegur for-
smekkur að því sem nú er að ger-
ast. Má þar nefna sýningu með
þýskri Flúxuslist, aðra helgaða ís-
lenskum Flúxustengingum og síð-
ast en ekki síst margumtalaða
sýningu á verkum bandarískra
samtímalistamanna, Í nærmynd,
sem opnuð var í tengslum við
Listahátíð í Reykjavík í vor.
Það er því væntanlega til marks
um vilja Listasafnsins til að láta í
auknum mæli að sér kveða í nú-
inu að það skuli ríða á vaðið með
fyrstu sýningu sína af þessu tagi í
ár. Vonandi má svo í kjölfarið
eiga von á fleiri sýningum undir
áþekkum formerkjum, því, eins og
Ólafur Kvaran, forstöðumaður
safnsins, benti á í viðtali í Morgun-
blaðinu nýverið, er hlutverk safns-
ins „ekki einungis að safna heldur
einnig að miðla og gera menning-
ararfinn virkan“.
Og það verður ekki gert nema
safninu takist að eiga orðastað við
sitt nánasta umhverfi í tíma og
rúmi.
Sýning af þessu tagi hefur þóekki einungis vægi fyrir hinn
almenna sýningargest eða áhuga-
mann um myndlist. Hún er ekki
síður mikilvæg fyrir sjálfan mynd-
listarheiminn. Myndlistarmönnum,
rétt eins og öðrum sem stunda
listsköpun, reynist fátt erfiðara en
að stunda vinnu sína í tómarúmi.
Staðreyndin er sú að jafnvel þótt
hér gefist ungu fólki ágæt tæki-
færi til að sýna í tilraunarýmum
af ýmsu tagi er ekki hægt að
horfa fram hjá því að opinberir
máttarstólpar hinnar eiginlegu
„myndlistarstofnunar“ – í sama
skilningi og hugtakið „bókmennta-
stofnun“ – eru fáir hér á landi.
Tækifærin til að vinna innan þess
kerfis sem starfar á fullkomlega
faglegum grundvelli og fylgir sýn-
ingarhaldinu eftir með viðeigandi
kynningu, rannsóknum, útgáfu á
sýningarskrá og öðru ítarefni eru
þar af leiðandi ekki mörg. Reynsla
af þátttöku í slíkum sýningum er
þó afar mikilvægt veganesti fyrir
myndlistarmenn til að hafa í far-
teskinu – veganesti sem iðulega
skilur á milli þess hvort sýning
eða verk nær flugi sem vel útfærð
og fullunnin listsköpun eða mis-
heppnast af því ekki er um að
ræða fullburða verk – jafnvel þó
grunnhugmynd sé góð.
Í kynningu Listasafns Íslands ásýningunni er spurt hvert sé
viðfangsefni yngstu kynslóð-
arinnar, hver sé upplifun hennar á
umhverfinu og hvernig hún end-
urspeglist í listinni. Því svarar
Úlfhildur Dagsdóttir að nokkur
leyti í texta sínum um sýninguna,
þar sem hún vísar til „algleymis
annarlegs hversdagsleika“; „[…]
hlutverk listarinnar er sem fyrr,
og mögulega sem aldrei fyrr, að
gera tilraunir með daglegt um-
hverfi sitt: hversdaginn, veru-
leikann, manneskju og ímyndir.
Tilraunir sem hafa það hlutverk
að velta upp nýjum hliðum, skapa
nýja skynjun, móta nýjan hvers-
dag, veruleika, manneskju og
ímynd. Til þess þarf listin að ná til
áhorfandans og kalla hann til sam-
ábyrgðar og þátttöku, snerta á
eða endurspegla fyrirbæri sem til-
heyra hans reynsluheimi“.
Vonandi verða þeir sem flestir,
áhorfendurnir, sem vilja taka þátt
í þeirri forvitnilegu tilraun sem
fram undan er í Listasafni Íslands.
Listin undir fertugu
fram undan
’Staðreyndin er sú aðjafnvel þótt hér gefist
ungu fólki ágæt tækifæri
til að sýna í tilrauna-
rýmum af ýmsu tagi er
ekki hægt að horfa fram
hjá því að opinberir
máttarstólpar hinnar
eiginlegu „myndlist-
arstofnunar“ – í sama
skilningi og hugtakið
„bókmenntastofnun“ –
eru fáir hér á landi.‘
AF LISTUM
Fríða Björk Ingvarsdóttir
fbi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Margrét H. Blöndal er einn tuttugu
listamanna sem sýna munu á sýning-
unni Listin undir fertugu, sem verð-
ur brátt opnuð í Listasafni Íslands.
Á TÓNLEIKUM á Nýja sviði Borg-
arleikhússins sat gítarleikari sem
var þráfaldlega truflaður af hópi
skvaldrandi túrista í skræpóttum
fötum. Túristarnir þrömmuðu yfir
sviðið aftur og aftur og gat gítarleik-
arinn ekki lokið við að spila fyrr en
síðar. Eins og nærri má geta var hér
um gjörning að ræða; þetta voru
meðlimir Rómeó og Júlíu kórsins frá
Dramaten-leikhúsinu í Stokkhólmi,
en kórinn er þekktur fyrir að leggja
áherslu á hið sjónræna í tónlistar-
flutningi sínum.
Allskonar furðulegar atburðir áttu
sér stað á tónleikunum. Í einu atrið-
inu æddu syngjandi konurnar að
áheyrendapöllunum og hrifsuðu
handtöskur af tónleikagestum, en á
eftir baðst einn karlanna afsökunar
og fullyrti, niðurlútur á svipinn, að
þetta myndi ekki koma fyrir aftur. Í
öðru tónlistaratriðinu fóru kórmeð-
limir smátt og smátt að rífast og end-
aði það með öskrum og hávaða. Voru
flest atriðin verulega fyndin, enda
veinuðu áheyrendur af hlátri og var
undirritaður þar á meðal.
Gallinn við tónleikana var sjálfur
söngurinn, en hann var í það heila
ekki góður. Innkomur voru klaufa-
legar, styrkleikajafnvægi á milli mis-
munandi radda var ómarkvisst og
kórinn almennt mjóróma og hljóm-
laus. Verri var samt tónlistarflutn-
ingurinn þegar Vox academica bætt-
ist í hópinn, en þá var útkoman eins
og veislusöngur í venjulegu sjötugs-
afmæli, pínlega ónákvæmur og við-
vaningslegur.
Þrátt fyrir þetta voru tónleikarnir
ekki slæmir; það er hægt að fyrir-
gefa ýmislegt þegar menn eru
fyndnir og hið leikræna var a.m.k. í
fremstu röð. Án efa voru þetta ein-
hverjir óvanalegustu kórtónleikar
sem hér hafa verið haldnir – og það
er nú þó nokkuð.
TÓNLIST
Nýja svið Borgarleikhússins
Rómeó og Júlía kórinn frá Dramaten leik-
húsinu í Stokkhólmi flutti aðallega end-
urreisnartónlist. Einnig kom fram kórinn
Vox academica. Laugardagur 6. nóv-
ember.
Kórtónleikar á vegum Caputhópsins
Eyþór Ingi Jónsson
Jónas Sen
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111