24 stundir - 16.11.2007, Side 8

24 stundir - 16.11.2007, Side 8
Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Stéttarfélög í Frakklandi funduðu í gær um hvort rétt væri að binda enda á verkfall starfsmanna í al- menningssamgöngum, sem hefur lamað franskt samfélag frá því á þriðjudagskvöld. Milljónir Frakka áttu í vandræð- um með að komast til vinnu, þrátt fyrir að fleiri lestir hafi gengið í gær, samanborið við á miðviku- daginn. Fjöldi ferða neðanjarðar- lesta og strætisvagna í Parísarborg var þrjátíu prósent miðað við venjulega, og einungis 150 af um 700 hraðlestum gengu. Rúmlega fimmtíu þúsund manns komu saman á götum Par- ísarborgar í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta á lífeyr- isréttindakerfinu. Hann vill skerða lífeyri opinberra starfsmanna, sem geta upp til hópa farið á full eft- irlaun fimmtugir að aldri. Ólíklegt er að Sarkozy hviki frá breytingunum sem hann boðaði í aðdraganda forsetakosninganna síð- asta vor. „Franska þjóðin samþykkti þessar umbætur. Ég greindi henni frá þeim fyrir kosningarnar, til þess að ég gæti gert það sem nauðsynlegt væri að kosningunum loknum.“ Talsmaður Frakklandsstjórnar sagði fyrr í vikunni að öðrum um- bótamálum yrði stefnt í hættu, yrði horfið frá breytingunum á lífeyr- iskerfinu. Mótmælamenning Frakka Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Frakkar beita verkfallsvopninu til að mótmæla fyrirætlunum stjórn- valda. Síðast þegar stjórnvöld reyndu að gera breytingar á lífeyr- isréttindakerfinu, árið 1995, tókst stéttarfélögum að lama franskt samfélag í heilar þrjár vikur. Verk- fallinu lauk fyrst þegar horfið var frá tillögum um breytingar. Sarkozy segir að það sé Frakklandi nauðsynlegt að breytast og að ekkert muni fá hann til að hverfa frá um- bótatillögum sínum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins segir þó að forsetinn hafi lært af reynslunni af verkfallinu 1995 og sé því varkárari í orðum en hann hefði annars kosið að vera. Sarkozy stefnir einnig að því að breyta reglum um vinnutíma, en segir hátt hlutfall atvinnuleysis að miklu leyti reglum um 35 stunda vinnuviku að kenna. Maður breytinga Frakkar kusu Sarkozy þar sem þeir vildu sjá gerðar breytingar á þjóðfélaginu, eftir tólf ára valdatíð Jacques Chirac, sem einkenndist að miklu leyti af kyrrstöðu og að- gerðaleysi. Hins vegar má vera að allar þær umbætur sem Sarkozy hyggst ráðast í gætu einfaldlega reynst of miklar fyrir þol Frakka. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Frakkar beita enn og aftur verkfalli  Verkföll hafa skilað Frökkum miklu í baráttu þeirra gegn lagabreytingum stjórnvalda Mannþröng Fólk safn- ast saman á brautarpall- inum á Chatelet-stöðinni í París til að bíða eftir neðanjarðarlestinni. ➤ 2006: Ný áætlun um atvinnu-réttindi ungmenna er sett of- an í skúffu. ➤ 2005: Stjórnvöld hætta viðbreytingar á skólakerfinu. ➤ 2000: Verkföll almenningsleiða til tilslökunar á elds- neytissköttum. ➤ 1995: Hætt við breytingar álífeyrisréttindakerfi starfs- manna. ➤ 1993: Hætt við skipulags-breytingar hjá franska flug- félaginu Air France. KRAFTUR VERKFALLA Noregur Ný skýrsla breskra heilbrigðisstofnana 8 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir STUTT ● Eftirskjálfti Harður eft- irskjálfti, 6,8 á Richterskvarða, reið yfir norðurhluta Chile í gær. Tvær konur létust í 7,7 stiga jarðskjálfta miðvikudags- ins og þúsundir misstu heimili sín. ● Alnæmi Sænskur dómstóll sakfelldi í gær 32 ára gamlan Breta fyrir að hafa smitað tvær ungar sænskar konur með HIV-veirunni og sett þrettán aðrar stúlkur í hættu. ● Forseti Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur sagt að hann muni láta af störfum sem yfirmaður hersins fyrir 1. des- ember næstkomandi. ● Fimmburar 29 ára rúss- neskri konu heilsast vel eftir að hún fæddi fimmbura á sjúkrahúsi í Bretlandi um síð- ustu helgi. Nýburarnir eru all- ir stúlkubörn. Hækka ætti skatta á áfengi og herða reglur um áfengisauglýsing- ar, segir í nýrri sameiginlegri skýrslu 24 breskra heilbrigðisstofn- ana. Samtökin Health Alcohol Alli- ance segja að þrettán börn séu að meðaltali lögð inn á sjúkrahús á hverjum degi vegna aukinnar mis- notkunar Breta á áfengi. Samtökin vilja að áfengisauglýs- ingar í sjónvarpi verði bannaðar fyrir klukkan níu á kvöldin og að gert verði skylt að setja harðorðari viðvaranir um mögulegan heilsu- skaða í áfengisauglýsingar. Með því að hækka skatta á áfengi um 10% myndi dauðsföllum, sem rakin eru til áfengisneyslu, fækka um tíu til þrjátíu prósent að mati samtak- anna. Áfengisskattar í Bretlandi eru nú þeir næsthæstu í álfunni. aí Áfengisgjaldið hækki og hertar auglýsingareglur Drykkja Dauðsföllum af völdum áfengisneyslu hefur fjölgað um helming á síðustu árum. Fjármagnið í hinum svokallaða olíusjóði Norðmanna fór yfir tvö þúsund milljarða norskra króna markið í síðasta mánuði, eða jafnvirði 22.300 milljarða ís- lenskra króna. Um síðustu mán- aðamót var upp- hæðin komin í 2.007 milljarða norskra króna og jafngildir það tæplega fimm milljónum ís- lenskra króna á hvern Norð- mann. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og er einn af stærstu fjárfestingarsjóðum í heimi. Tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu eru í gegnum olíu- sjóðinn nýttar til fjárfestinga og til að tryggja lífeyri Norðmanna í framtíðinni. aí Olíusjóðurinn blæs út VIÐ LEGGJUM AÐ FÓTUM ÞÉR Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is Í landsins stærsta sýningarsal á gólfefnum höfum við hjá Harðviðarvali sett upp glæsilega sýningu á flísum og innihurðum, að ógleymdu parketi og viðargólfefnum í ótrúlegu úrvali. Þegar þú vilt móta umhverfi þitt að þér, þá kemur þú í Harðviðarval og möguleikarnir verða nær óendanlegir. X E IN N H A 07 1 1 00 3 Nýja flísadeildiní Harðviðarvali býður SÉRTILBOÐ Á FLÍSUM

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.