24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 10

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 10
24 stundir/Brynar Gauti Verðlaun Forseti Íslands veitti verð- launin. Hreinn var ekki á staðnum. Hreinn Friðfinnsson myndlist- armaður hlaut heiðursverðlaun Myndstefs, eina milljón króna, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í Listasafni Íslands í gær. Viðurkenninguna hlýtur Hreinn fyrir einstakt framlag sitt til ís- lenskrar myndlistar en hluta þess getur nú að líta á yfirlitssýningu í Listasafni Reykjavíkur. Sex voru tilnefndir til verð- launanna, þeirra á meðal var Hall- dór Baldursson sem teiknar fyrir 24 stundir. mbl.is Hreinn Friðfinnsson fær heiðursverðlaun 10 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Vegna umfjöllunar á BBC um rannsókn dr. Williams Pelhams sem 24 stundir sögðu frá í vikunni, mun barónessa Susan Greenfield taugasérfræðingur ávarpa lávarða- deild breska þingsins á miðvikudag og spyrjast fyrir um hvernig grein- ingu og meðferð í sambandi við at- hyglisbrest með ofvirkni (ADHD) sé háttað þar í landi. „Auk þess að meta ADHD-lyfin sjálf er mjög mikilvægt að komast að því hvers vegna börnum sem greinast með ADHD hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár,“ segir Greenfield í samtali við BBC og veltir fyrir sér hvort breyttur lífsstíll fólks geti haft áhrif. „Auðvitað er frumforsenda þess að einstaklingar greinist með ADHD sú að þekking sé til staðar. Hún hefur stóraukist og er hlut- fallsleg fjölgun einstaklinga sem greindir eru með ADHD þar með að nokkru leyti skýrð,“ segir Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Að- spurður um greiningarferlið segir hann greininguna vera mjög fag- lega sé hún rétt gerð. „Fyrst eru gerð próf til þess að útiloka aðrar skýringar. Síðan eru fengnar upplýsingar um hegðun barnsins bæði í skóla og heima en þær þurfa að vera í samræmi, fyrir greininguna. Að lokum er grein- ingarviðtal sem er alþjóðlegur staðlaður spurningalisti. Honum er ætlað að útiloka endanlega aðrar mögulegar orsakir hegðunar- truflunarinnar.“ Skiptar skoðanir eru á því hvort barnageðlæknar einir eigi að mega greina ADHD eða hvort heimilis- læknar ættu að fá að gera slíkar greiningar. Gylfi Jón segir að aðal- atriðið sé að greiningaraðili hafi fullnægjandi þekkingu á málefninu en starfstitill skipti minna máli. Aðspurður um hvort tilfelli þekkist þar sem börn eru sett á of- virknilyf án greiningar segist hann ekki hafa orðið var við slíkt á sín- um ferli en þó gæti það hafa gerst. „Ef svona tilfelli hefur komið upp er það grafalvarlegt mál.“ Ekki lyf án greiningar  Fólki sem greinist með ofvirkni með athyglisbresti fjölgar vegna aukinnar þekkingar  Yfirsálfræðingur í Reykjanesbæ veit ekki til að þar í bæ hafi verið gefin lyf ángreiningar Gylfi Jón Jónsson Seg- ir þekkingu greining- araðila lykilatriði. ➤ ADHD-einkenni geta veriðmisalvarleg, frá vægum ein- beitingarskorti upp í óstjórn- leg skapofsaköst. ➤ Biðtími eftir greiningu geturverið allt að fjórir mánuðir. ➤ Greiningu ætti að vera lokið áþremur mánuðum eftir að hún hefst. ➤ Eftir greiningu er leitað úr-lausna en þær eru t.d. atferl- ismótandi meðferð, lyf eða ADHD-markþjálfun (ADHD coaching). NOKKRAR STAÐREYNDIR Hæstiréttur dæmdi í gær erlend- an ríkisborgara sem dvalið hefur hér á landi vegna atvinnu sinnar í farbann til 12. desember næstkom- andi og stytti þar með dóm Hér- aðsdóms Reykjaness sem dæmt hafði manninn í farbann til 21. desember. Manninum er gert að sök að hafa sært meðleigjanda sinn á hálsi með brotinni bjórflösku þegar mennirnir tveir áttu í átökum á heimili sínu. Meðleigjandi ákærða hlaut töluvert sár á hálsi. Tveir meðleigjendur mannanna tveggja urðu vitni að átökunum og hringdu á lögreglu. Þegar hún kom á vettvang hafði maðurinn misst mikið blóð og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór fram á farbann vegna þess að nauðsynlegt væri að tryggja nær- veru ákærða á landinu þar til rann- sókn máls hans lyki. Hæstiréttur stytti farbannið þar sem hann taldi að rannsókn lög- reglunnar miðaði vel og nægur tími væri til að ljúka henni fyrir 12. desember. elias@24stundir.is Hæstiréttur Maður særði félaga sinn á hálsi með brotinni flösku. Hæstiréttur styttir farbann Telur lögreglu hafa nægan tíma Við eigum að geta stundað íþróttir og önnur áhugamál án þess að þurfa alltaf að vera að taka þátt í keppnum. Borgarráð frestaði á fundi í gær að afgreiða tillögu frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra um að hann fái umboð til að staðfesta ákvarðanir stjórnar Orkuveit- unnar frá 2. nóvember. Meðal þeirra er að falla frá staðfestingu á samruna Reykjavik Energy In- vest og Geysir Green Energy. Í tillögunni er einnig lagt til að leitað verði sátta í dómsmáli Orkuveitu Reykjavíkur og Svan- dísar Svavarsdóttur þar sem málsaðilar hafi ekki hagsmuni af niðurstöðu slíks máls. mbl.is Dagur fær ekki umboðið strax Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ryðjast tvívegis inn í íbúð fyrr- verandi eig- inkonu sinnar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist tvívegis á kon- una, í fyrra skiptið á meðan þau voru í sambúð og það síðara eftir að þau höfðu gift sig en Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að sök vegna árásanna hefði verið fyrnd þegar rannsókn lögreglu á þeim hófst. mbl.is Ekki hægt að dæma höggin Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær sértækar aðgerðir í starfs- mannamálum hjá Kópavogsbæ. Tilgangurinn er að auka stöð- ugleika í starfsmannahaldi, bregðast við samkeppni á vinnu- markaði og laða starfsfólk að lausum stöðum hjá bænum. Sér- stakt framlag vegna aðgerðanna nemur ríflega 150 milljónum króna á árinu 2008. Segjast bæjaryfirvöld í Kópavogi telja, að þessar aðgerðir samrým- ist samþykktum launanefndar sveitarfélaganna og kjarasamn- ingum. mbl.is Laða starfsfólk að Kópavogi „Það er bara svo mikið jákvætt við þetta, gef- ur þér færi á að taka þátt í samfélaginu yf- irhöfuð,“ segir Kristjana B. Svansdóttir um reynslu sína af lyfjatöku við ofvirkni og at- hyglisbresti (ADHD). Hún er að ljúka- fjarnámi í ADHD-markþjálfun og á tvö börn með ADHD auk þess að vera með það sjálf. „Núna næ ég að skipuleggja mig, get mætt á fundi, haldið utan um fjármálin og heimilið sem svo minnkar kvíða og depurð. Að auki eykst sjálfstraustið. Ég sé þetta líka hjá börn- unum mínum sem standa mun betur fé- lagslega núna, á lyfjum, en þau gerðu. Heim- ilislífið væri mun erfiðara án lyfjanna.“ Hún segir vandann vera þann að oft taki tíma að finna réttan lyfjaskammt. „Stundum þarf að auka skammtinn og stundum að minnka en þegar rétt magn hefur fundist er þetta algjörlega þess virði,“ segir hún. „Mér finnst óþolandi hvað fólk hefur miklar skoðanir á ADHD og lyfjagjöf án þess að vita neitt um málið. Þó þekkingin hafi aukist töluvert þá er enn langt í land. Fólk ætti að kynna sér málin áður en það gagnrýnir því öll þessi neikvæða umræða hefur slæm áhrif á þau börn sem greind eru með ADHD og eru á lyfjum.“ Kristjana sá um ADHD-daga í Reykjanesbæ í lok október síðastliðins en segir að mætingin hefði mátt vera meiri. „Umræða um þessi mál þarf að vera upplýstari. Ég held bara ADHD- daga aftur að ári.“ thorakristin@24stundir.is Kristjana B. Svansdóttir og börn hennar eru með ofvirkni og athyglisbrest - Hún lærir nú ADHD markþjálfun Vill upplýstari umræðu um lyfjagjöf Vill upplýstari umfjöllun Kristjana B. Svansdóttir fjarnemi í ADHD markþjálfun. Myndina tók Sara Ross.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.