24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttir
24stundir.is
„Breytingar á þingskaparlögum
hljóta að ráðast af því hve fúsir
menn eru til að vinna saman,“ seg-
ir Katrín Jakobsdóttir, starfandi
þingflokksformaður vinstri
grænna.
Sturla Böðvarsson forseti Al-
þingis leggur nú til ýmsar breyt-
ingar til að efla og styrkja starfsemi
Alþingis. Ekki er vanþörf á ef
marka má skýrslu umboðsmanns
Alþingis sem rædd var þar í gær. Í
henni kemur fram að hlutfall gall-
aðra laga sé óvenjuhátt á Íslandi,
miðað við önnur Norðurlönd.
Björninn ekki unninn
Sturla er vongóður um sam-
stöðu og frumvarp á þessu þingi.
Samkvæmt heimildum 24 stunda
taka bæði Samfylking og Fram-
sóknarflokkur vel í tillögurnar.
Frjálslyndir hugsa en VG gerir at-
hugasemdir og vilja að þingið verði
sterkara gagnvart framkvæmda-
valdinu. „Við erum opin fyrir við-
ræðum en ekki kynningu á fyrir-
fram ákveðinni niðurstöðu,“ segir
Katrín.
Formenn úr stjórnarandstöðu
Styttri ræðutími er alltaf til um-
ræðu þegar auka á skilvirkni Al-
þingis. Stjórnarandstæðingar, eink-
um VG, líta á tímann í ræðustól
sem sitt eina vopn á ögurstundu
deilumála. Þeir eru ekki fúsir að af-
vopnast nema valdamynstri í starf-
semi þingsins verði breytt. Þannig
endurspeglist styrkur flokkanna,
en ekki vald ríkisstjórnar í nefnd-
unum og þá gæti stjórnarandstað-
an átt formenn í nefndum.
Kvöldfundur eftir átta
Sturla er gagnrýndur fyrir gam-
aldags áherslur um fundartíma.
Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi
forseti vildi gera hann fjölskyldu-
vænni. Sturla vill ljúka fundum
fyrir átta, en einn kvöldfund í viku
ef þarf. „Það er varla mikil bót að
því fyrir fjölskyldufólk að fundir
séu bara til átta,“ segir Katrín.
Kvöldfundur Tómur salur, lúnir þingmenn
og ómarkvissar umræður sæta gagnrýni.
Alþingi vinni
vinnuna sína
Vinstri græn gera athugasemdir við tillögur um ný þing-
skaparlög Fundir fram á kvöld ekki sagðir fjölskylduvænir
➤ Sturla Böðvarsson er forsetiAlþingis frá í haust. Sólveig
Pétursdóttir forveri hans vildi
breyta starfsháttum Alþingis
úr vertíðarlotum í vinnustað
sem hæfir fjölskyldum.
➤ Gallar í lagasetningu, seintframkomin mál, ómarkvissar
umræður og fjarvera bæði
ráðherra og þingmanna úr
sal er sígilt umkvörtunarefni
þeirra sem vilja bæta stöðu
þingsins.
STARFSHÆTTIR ALÞINGIS
24 stundir/Júlíus
Íslensk erfðagreining gæti hæg-
lega sinnt DNA-rannsóknum fyrir
lögregluna. Þetta segir Berglind
Rán Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi
Íslenskrar erfðagreiningar.
„Við búum bæði yfir mannskap,
þekkingu og tækjum sem réði við
rannsóknir af þessu tagi. Það hefur
hins vegar ekki verið leitað til okk-
ar um slíkt.“
Getum gert þetta hratt og vel
Spurð hvort fyrirtækið gæti
hugsað sér að veita slíka þjónustu
ef eftir því yrði leitað svaraði Berg-
lind því játandi.
„Það gæti alveg verið möguleiki.
Dómsmálaráðuneytinu var á
ákveðnum tíma boðið upp á að við
sæjum um svona próf fyrir þá en
það var ekki áhugi á því þá. Við er-
um að vinna með þá tækni sem er
notuð í þetta dagsdaglega og gæt-
um gert þessi próf mjög vel og á
mjög stuttum tíma.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítala - háskólasjúkrahúsi
væri hægt að taka að sér ákveðna
þætti rannsókna af þessu tagi þar.
Hins vegar sé staðan sú að til að
slíkt standist fyrir rétti þurfi
ákveðnar vottanir og þær séu ekki
fyrir hendi hér.
Ekki óþekkt að leita annað
Því hefur verið velt upp hvort
eðlilegt sé að það taki um mánuð
að fá niðurstöður úr prófum á
DNA. Rannsóknarstofa í lyfja- og
eiturefnafræði hefur séð um grein-
ingu á styrk eiturlyfja fyrir lögreglu
hér á landi meðal annars. Það er
því ekki óþekkt að utanaðkomandi
aðilar sjái um slíkar rannsóknir.
freyr@24stundir.is
Þarf ekki
að senda
sýni út
Hægt að gera DNA-
rannsóknir hér á
landi vandræðalítið
Frá 1999 hefur Rannsóknarnefnd
umferðarslysa rannsakað 13
dauðsföll í umferðinni þar sem
veikindi ökumanna eru greind
sem meginorsök slyss.
Telur rannsóknarnefndin brýnt
að umferðarlögin verði endur-
skoðuð með áherslu á viðbrögð
við aðstæðum, þegar sjúkdómar,
nauðsynleg lyfjanotkun og öldr-
un hafa sannanlega áhrif á öku-
hæfni einstaklinga í umferðinni.
Segir í tilkynningu að það grein-
ingarkerfi sem nú er notað til að
meta ökuhæfni ökumanna sé
ófullnægjandi. mbl.is
Veikindi orsök
umferðarslysa„Náttúran og umhverfið er okk-
ar spa,“ segir Jenný Jensdóttir sem
vill að byggt verði 28 til 30 her-
bergja lúxushótel á Drangsnesi á
Ströndum.
„Við þurfum ekki að byggja
rosalega íþróttaaðstöðu eða slíkt,
hafandi þetta umhverfi.“
Hugmyndin varð til á námskeið-
inu Vaxtarsprotar sem Iðntækni-
stofnun hélt ásamt Bændasamtök-
unum en Jenný vann hana þar
ásamt Jóni Herði Elíassyni.
Jenný segir þau hafa vitað um
lóð með fallegu útsýni og þar vilji
þau láta byggja lúxushótel. Hún
segir vanta gistirými á Ströndum,
sérstaklega yfir sumartímann. Þá
hafi kröfur fólks til gististaða breyst
gífurlega síðustu ár og fólk vilji
meiri þjónustu. Þannig taki svona
hótel ekki af þeim sem fyrir eru.
Minnsta sjávarþorp í heimi
„Við lögðum upp með það að
vera minnsta sjávarþorp í heimi,“
segir Jenný. Öll þjónusta sé hins
vegar fyrir hendi á Drangsnesi.
Jenný segir hugmyndina ekki
komna á það stig að þau séu farin
að leita að fjárfestum því að verk-
efnið sé dýrt, áætlunin hljóði upp á
250-300 milljónir. En hún segir öll-
um velkomið að nota hugmyndina,
hún sé tilbúin.
aak
Drangsnes Heitir pottar í fjöru-
borðinu njóta mikilla vinsælda í ́
bænum.
Hugmyndir um lúxushótel á Drangsnesi
Náttúran og um-
hverfið okkar spa
4stundir/Golli
Aðalsamninganefnd Starfs-
greinasambandsins hefur ekki
tekist að ljúka kröfugerð fyrir
komandi kjarasaminga, en
stefnir að því í næstu viku.
Aðalkrafan er hvellskýr að
sögn sambandsins. Hún er
mannsæmandi lágmarkslaun
sem ekki eru íslensku sam-
félagi til skammar, tilkynnir
SGS. Flest félög krefjast þess
að lágmarkslaun fari úr 125
þúsund í 170 og hefur for-
maður Verkalýðsfélags Akra-
ness lýst yfir að þar verði ekki
hvikað frá kröfunni, en um
hana verði að ríkja algjör sam-
staða, annars verði róðurinn
þungur. „Sýnum tennurnar,“
segja samtökin.
bee
170 þúsund krónur
SGS sýnir
tennurnar
Sveinn Rúnar Hauksson,
læknir og formaður Félagsins
Ísland-Palestína, hélt inn á
Gasasvæðið í gær. Hann hefur
undanfarna daga freistað þess
að komast þangað. Sveinn
Rúnar hefur verið á Vest-
urbakkanum frá því í lok sept-
ember. Sveinn Rúnar áformar
m.a. að heimsækja Ahli Arab-
sjúkrahúsið, sem rekið er af
ensku biskupakirkjunni í
Gasaborg. mbl.is
Læknir á ferðalagi
Sveinn Rúnar
á Gaza-svæðið
www.nora.is
Dalvegi 16a Kóp
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir