24 stundir


24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 16

24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 16
Kaupþing banki óvinsælastur Viðskiptavinir Kaupþings banka, stærsta fyrirtækis landsins, eru samkvæmt ánægjuvoginni óánægðustu viðskiptavinirnir á ís- lenska bankamarkaðnum. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Ánægja viðskiptavina banka hefur farið minnkandi hér á landi, sér í lagi miðað við viðskiptavini annars staðar á Norðurlöndum, sam- kvæmt samnorrænni rannsókn sem Capacent Gallup stendur að fyrir íslensku ánægjuvogina. Fyrir aldamótin voru íslenskir bankaviðskiptavinir með þeim ánægðustu, en síðan hefur dregið jafnt og þétt úr ánægjunni og voru íslenskir bankar með lægstu ánægjuvogina, eins og það er kall- að, árið 2006. Sérstaklega virðist hafa dregið úr ánægju með íslensku bankana árin eftir 2003 - árið sem einkavæðing ríkisbankanna gekk í gegn, en nú hefur ánægja aftur aukist á milli ára í fyrsta sinn í þrjú ár, án þess þó að hafa náð jafn hátt á ánægjuvog- inni og árið 2003. Ánægja með Símann hefur held- ur aukist síðan hann var einka- væddur, eða um tæp fimm prósent samkvæmt nýlegri ánægjuvog Capacent Gallup. Ekki endilega verri þjónusta Þóranna Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Veritas Capital, segir að minni ánægja með bankana þurfi ekki endilega að endurspegla verri þjón- ustu þeirra við viðskiptavini þeirra. „Við einkavæðingu bankanna jókst samkeppnin og keppni um hylli við- skiptavina til muna. Þar með urðu loforðin fegurri en áður og vænt- ingar viðskiptavina jukust. Það getur verið að fólk sé að upplifa það núna að minni munur sé á bönkunum en þeir hafa sjálfir gefið til kynna.“ Þóranna segir að sú staðreynd að bankarnir séu orðnir mun stærri en áður geti einnig haft sitt að segja hvað varðar ánægju íslenskra við- skiptavina. „Að vissu leyti hafa bankarnir færst fjær kúnnunum og áhersla þeirra hefur breyst. Það getur verið að fólki finnist sam- band sitt við bankann sinn ekki vera jafn persónulegt og áður.“ Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru hins vegar ánægðustu viðskipta- vinirnir, og kemur SPRON næst á eftir. Kaupþing banki (áður Búnaðar- banki) tók töluverða dýfu á ánægjuvoginni árin 2004 til 2006, og hefur ekki enn náð þeim vin- sældum sem Búnaðarbankinn naut áður en einkavæðingin gekk í gegn, þótt ánægja með hann hafi nú auk- ist frá síðasta ári. Landsbankinn virðist hins vegar ekki hafa glatað vinsældum við einkavæðinguna, en hann nýtur í dag svipaðra vin- sælda og Glitnir. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stundir.is Minni ánægja með bankana  Viðskiptavinir Kaupþings eru óánægðastir með bankann sinn Ánægð með tón- leikana Þrátt fyrir að hafa haldið risatónleika í sumar er Kaupþing óvin- sælasti bankinn. ➤ 1999 voru Íslendingaránægðastir bankavið- skiptavina á Norðurlöndum með 76,7 stig. ➤ Í ár eru Íslendingar á miðjumlista yfir ánægðustu banka- viðskiptavini á Norð- urlöndum með 72,6 stig, en Finnar ánægðastir með 78,2 stig. ÁNÆGJUVOGIN 16 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Það getur verið að fólki finnist sam- band sitt við bankann sinn ekki vera jafn persónulegt og áður. MARKAÐURINN Í GÆR            ! "##$                                                                                          ! " #$ $$ " # #%%"  "% " "$$"!  $ % %$%" "##!  $$#!$ %%! # ""%%# "%!!!! %##% "$ "! $ #!!! !$$ !!!! "! %!%$" ! $$  !"#!!!!! #% !&$! %&!! %&"! &! &%! $#&  & % #&!! $%&!  & "&# !&!! & "&" #!!&!! "!&!! & %#&!! &! %"&$! $&! & ! $!&!! !&$ %& ! %& ! & &% $%&!! &$ %#$&!! $%&"  &! "&" !&! & "&$$ #"!&!! "!&!! & !$&!! & % &! $& ! &#  &!! $&!! &!! "&  '()    ! $" ! $ # $ #   !       $   #  $ *       !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! !! "!!! #!! !! !! !!       +  , -. /  ), -. 01 -. '2, -. ,   -. .03 .45  67 , -. 8   -. 2   5   -. 3 / 9 '(9. -. :3-. ; -.    $"-. +. 7-. + 7< 3<=' 0 /  ', -. '> :/ 67 7, -. ?-. @A-(-. <BC@ : 3 )  -. D  )  -.     ! E :+3 3E  /, -. 3 ( -. ● Mest viðskipti í kauphöll OMX í gær voru með bréf Teymis, fyrir um 1,7 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Kaup- þings, fyrir 1,6 milljarða. ● Mesta hækkunin var á bréfum 365, eða 1,61%. Bréf Icelandair Group hækkuðu um 0,21%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Føroya Banka, eða 2,93%. Bréf Atorku lækkuðu um 2,65%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,53% í gær og stóð í 7.326 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,60% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan lækkaði um 1,50% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 1,1% og þýska DAX- vísitalan um 1,5%. Lánleysi íslenskra keppenda á mjólkurvörusýningunni í Herning í Danmörku var algert. Tæplega 200 mjólkurvörutegundir voru stoppaðar af í sænska tollinum og þeim ekki hleypt áfram til Dan- merkur. „Því miður virðist hafa átt sér stað röð mistaka þarna og sænskir toll- verðir unnu óskaplega mikið eftir bókinni. Við merkjum ekki þessar vörur með Evrópumerkingum og það er sennilega skýringin. Við lærum af þessu og vonandi gerist þetta ekki aftur. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt gagnvart sýningunni sjálfri líka. Þessar vörur áttu að vera stór hluti af sýningunni,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, Mjólkursamsölunnar. Spurður hvort hann teldi að fjarvera íslenskra vara á sýningunni hefði mögulega áhrif á markaðsstöðu íslenskra mjólkurvara erlendis svaraði Guðbrandur að áhrifin yrðu engin. fr Mjólkurvörur stoppaðar Smásala í Bretlandi dróst saman um 0,1 prósent á milli mánaða í október samkvæmt tölum sem Hagstofa Bretlands birti í gær. Búist hafði verið við óbreyttri smásölu milli mánaða og er þetta í fyrsta skipti frá því í janúar sem smásala dregst saman. Í Morg- unkorni Glitnis kemur fram að samdráttinn í október megi rekja til minni sölu á fatnaði og skóm og virðist nú loks vera farið að hægja á einkaneyslu Samdráttur í smásölu í október hefur ýtt enn frekar undir vænt- ingar um að stýrivextir í Bret- landi verði lækkaðir á komandi mánuðum eftir birtingu nýrrar þjóðhags- og verðbólguspár Eng- landsbanka. mbl.is Bresk smásala dregst saman Northern Travel Holding hf. hef- ur keypt allt hlutafé í félaginu Astraeus Limited. Fyrir kaupin átti Northern Travel Holding 51% af hlutafé félagsins. Astraeus sinnir verkefnum í leiguflugi og áætlanaflugi og gerir út starfsemi sína frá London Gatwick. Nort- hern Travel Holding hf. er ís- lenskt eignarhaldsfélag í eigu Fons, FL Group og Sund. mbl.is Northern Travel Holding stækkar Stjórn Skipta hefur farið þess á leit við íslenska ríkið að skilyrði um skráningu verði rýmkuð þannig að Skipti verði skráð á markað á fyrsta ársfjórðungi 2008, þegar komið verður í ljós hvort Skipti kaupi hlut í slóvenska símanum, Telekom Slovenije. Í tilkynningu frá Skiptum segir: „Fyrir liggur að vegna ákvæða í sam- komulagi við slóvenska ríkið er Skiptum hf. og ráðgjöfum þess óheim- ilt að upplýsa um hvaðeina sem varðar möguleg kaup á Telekom Slove- nije þ.m.t. nánari upplýsingar úr rekstri félagsins sem ekki hafa þegar verið gerðar opinberar. Skipti hf. eru þeirrar skoðunar að það sé baga- legt fyrir fjárfesta sem hyggjast leggja mat á verðmæti hlutabréfa í fé- laginu að ekki sé unnt að upplýsa um þær mikilvægu upplýsingar sem hér um ræðir og hafa jafn mikil áhrif á Skipti og starfsemi þess og raun ber vitni ef af kaupunum verður.“ mbl.is Vilja rýmri skilyrði um skráningu Tólf mánaða verðbólga í þeim 13 ríkjum sem mynda mynt- bandalag Evrópu mældist 2,6% í október og hefur ekki verið meiri í tvö ár. Tólf mánaða verðbólga í ríkjum Evrópusambandsins mældist 2,7% í október. mbl.is Aukin verðbólga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.