24 stundir - 16.11.2007, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
Sameiginlegt friðargæsluverkefni
Sameinuðu þjóðanna og Afríku-
sambandsins í Darfúr-héraði í
Súdan gæti mistekist, leggi ríki
heims ekki fram fleiri þyrlur, vöru-
bíla og fleira til verksins. Þetta seg-
ir Jean-Marie Guehenno, yfirmað-
ur friðargæsludeildar Sameinuðu
þjóðanna, og bætir við að súdönsk
stjórnvöld ógni verkefninu þar sem
þau hafi ekki samþykkt uppbygg-
ingu friðargæslunnar.
Fyrirhugað friðargæslulið mun
samanstanda af 26 þúsund
mönnum og er ætlað að tryggja
öryggi í héraðinu. Ófriðurinn
hefur staðið í fjögur ár, kostað
rúmlega 200 þúsund mannslíf og
neytt tvær milljónir manna til að
flýja heimili sín.
Til stendur að friðargæsluliðið
verði komið á vettvang innan sex
vikna, en það gæti frestast berist
ekki nauðsynlegur búnaður til
gæslunnar. Guehenno sagði þörf
á sex herþyrlum og átján flutn-
ingaþyrlum. atlii@24stundir.is
Friðargæsla
í Darfúr gæti
mistekist
NordicPhotos/AFP
Við vatnsbrunninn Súdanskar konur bíða í röð til að sækja vatn úr brunni í Al Salaam-flóttamannabúðunum í hinu róstusama Darfúr-héraði í Súdan. Til stendur að 26 þúsund
manna friðargæslulið verði komið á vettvang innan sex vikna til að tryggja ástandið í héraðinu. Rúmlega 200 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum sem hófust árið 2003.
Splunkunýr Starfsmenn dýragarðs aðstoða 75 kílóa fílskálf í Ahmedabad í Indlandi.
Hann er afkvæmi móðurinnar Roopa og föðurins Ashok og kom í heiminn í gær.
Skál í botn! Viðskiptavinir heilsulindar í Hakone í Japan fagna Beaujolais Nouveau-
deginum. Vínið er sett á almennan markað þriðja fimmtudag í nóvember ár hvert.
ÁSTANDHEIMSINS
frettir@24stundir.is a
Ef ekki er komið til móts við þessar óskir, mun friðargæslan
árið 2008 ekki geta breytt því sem umheimurinn vill að hún
breyti.
Jean-Marie Guehenno, yfirmaður friðargæsludeildar Sameinuðu þjóðanna.