24 stundir - 16.11.2007, Side 22

24 stundir - 16.11.2007, Side 22
arnir, samkvæmt úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Samt ríkir fákeppni á fjarskiptamarkaðinum og minni leikendur á honum ásaka stóru fyrirtækin um vítaverðar sam- keppnishömlur. 24 stundir skoða fjarskiptamarkaðinn á Íslandi í fimmtu grein sinni um neytenda- markaðinn. Fleiri númer en íbúar Þann 5. ágúst 2005 seldi ís- lenska ríkið 98,8 prósenta hlut sinn í Símanum og lauk þar með öllum afskiptum ríkisins af sam- keppnisrekstri á fjarskiptamark- aði. Það sama ár voru Íslendingar 295.864 talsins. Virk farsímanúm- er hérlendis voru skráð alls 304.001 og því ljóst að Ísland er með farsímavæddustu þjóðfélög- um í heimi. Einkafyrirtæki höfðu komið inn á farsímamarkaðinn nokkru fyrr til að keppa við Sím- ann. Þau helstu voru Tal, Íslands- Íslendingar eru með netvædd- ustu þjóðum í heimi. Heilu sveit- arfélögin bjóða upp á svokallaða heita reiti og þau eru ekki mörg heimilin á landinu sem ekki eru nettengd. Þá er Ísland eitt fjórtán landa í heiminum þar sem virkar farsímaáskriftir eru fleiri en íbú- sími og Halló, sem síðan samein- uðust öll undir merkjum Vodafone í apríl 2003. Ráðandi með 61 prósents hlut Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun var markaðshlutdeild ráðandi aðila á GSM-farsímamarkaði á Íslandi 61 prósent í lok júní á þessu ári. Sami aðili er með 78 prósenta markaðshlutdeild í innanlands- símtölum og 67,6 prósenta hlut í millilandasímtölum. Þá er hann með 100 prósenta markaðshlut- deild í NMT-kerfinu og er eini að- ilinn hérlendis sem hefur tekið í notkun þriðju kynslóðar farsíma- kerfið 3-G. Þessi aðili er Síminn. Teymi á Vodafone og Sko Sem stendur keppa tvö önnur farsímafélög við Símann um hylli farsímanotenda. Þau heita Voda- fone og Sko og eru bæði í eigu sama aðila, Teymis. Stærsti eig- andi Teymis er Baugur Group sem á meðal annars Senu, stærsta út- gefanda innlendrar og erlendrar tónlistar á Íslandi, en mjög vin- sælt er að vera með þekkt dæg- urlög sem símhringingar í símum. Dægurlögin eru þá í formi MP3- hringitóna. Í skýrslu samkeppn- iseftirlitsins vegna samruna Senu og Dagsbrúnar í fyrra kemur fram að „Vodafone hafi einstakan að- gang að íslenskum MP3-hringi- tónum í samvinnu við D3.“ D3 er í eigu Senu, sem er í eigu Baugs Group. Eftir að D3 og Vodafone gerðu með sér sam- starfssamning um að veita skemmti- og afþreyingarefni (m.a. tónlist, kvikmyndum og hring- itónum) um stafræn dreifikerfi Vodafone árið 2005 jókst sala á MP3-hringitónum um 208 pró- sent. Þá sýna nýjustu tölur úr ánægjuvog farsímafyrirtækja að ánægja viðskiptavina bæði Símans og Vodafone fari minnkandi. Samanlögð ánægja þeirra með farsímafyrirtækin var 66,4 stig ár- ið 2000. Í ár mælist hún hins veg- ar 64,2 stig, eða 2,2 stigum lægri en fyrir sjö árum. Hægt, dýrt og takmarkað Í áðurnefndri skýrslu OECD kemur fram að Ísland sé meðal þeirra landa sem hafi flestar breiðbandstengingar við internet á hverja hundrað íbúa. Gæði tenginganna eru hins vegar með því minnsta sem þekkist á meðal OECD-ríkjanna. Þá er breið- bandsþjónusta hérlendis sú sjötta dýrasta innan OECD. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði í 24 stundum 8.nóvember síðast- liðinn: „Það sem aðgreinir ís- lenska markaðinn frá flestum öðr- um í þessari úttekt er að það er nánast einungis veitt þjónusta á DSL en ekki með öðrum hætti, til dæmis ljósleiðara, eins og í flest- um öðrum löndum.“ Nær allar tengingar á Íslandi eru DSL-teng- ingar. Þeim er veitt í gegnum kop- arlínur sem eru alla jafna í eigu gamla rótgróna símafyrirtækisins. Síminn markaðsráðandi Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun voru DSL-tengingarnar á Íslandi 85.280 í lok árs 2006. Þrír aðilar berjast um hylli neytenda á int- ernettengingamarkaðinum; Sím- inn, Vodafone og Hive. Sko hóf reyndar nýverið sókn inn á þenn- an markað en engar tölur liggja fyrir um árangur í þeim efnum. Þá er Sko sem fyrr segir í eigu sömu aðila og Vodafone. Markaðshlutdeild þessara þriggja aðila liggur ekki nákvæm- lega fyrir. Í tölum frá Póst- og fjarskiptastofnun frá árslokum 2006 kemur þó fram að Síminn sé með yfir 50 prósenta hlutdeild á þessum markaði og Vodafone og Hive með undir 30 prósenta hlut. Samkvæmt upplýsingum frá Hive er hlutdeild þeirra um 20 prósent og því má ætla að Vodafone sé með að hámarki 30 prósenta hlut. Nákvæmar tölur í desember Nákvæmar tölur um markaðs- hlutdeild á fjarskiptamarkaði hafa til þessa ekki verið birtar. Það stendur þó til að bæta úr því þar sem Póst- og fjarskiptastofnun setti nýverið á fót greiningarsvið sem er meðal annars ætlað að taka saman tölur um skiptingu mark- aðshlutdeildar fyrirtækja á þess- um markaði og birta með gegn- sæjum og skýrum hætti. Stefnt er að því að slíkt verði gert í fyrsta sinn í desember næstkomandi. HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Síminn og Vodafone með algjöra yfirburði  Stóru leikendurnir á fjarskiptamarkaði nánast einráðir  Fimmta grein 24 stunda um neytendamarkaðinn Gamli heimasíminn hefur vikið fyrir nýjum fjarskiptaleiðum. FRÉTTASKÝRING Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is MARKAÐSHLUTDEILD Á GSM-FARSÍMAMARKAÐI Vodafone/Sko* 39% Síminn 61% *Félögin eru bæði í eigu sama aðila. Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun. Í júní 2007 „Þeir kjósa kyrrstöðu. Kyrrstöðu í verðlagningu, þjónustu og hraða. Það er ekki fyrir það að þeim sé ógnað af aðilum eins og okkur að þeir bregðast við,“ segir Einar Kristinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Hive, um keppinauta sína um hylli íslenskra inter- netnotenda, Símann og Vodafone. Klárt samráð í gangi Einar segir samkeppnis- umhverfið einkennast af mikilli fákeppni og tveimur markaðs- ráðandi fyrirtækjum sem standi saman gegn því að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Hann er sannfærður um að samráð eigi sér stað milli fyrirtækjanna. „Fyrir það fyrsta þá kemst ekki hnífurinn á milli þeirra í verð- lagningu. Þeir fylgjast alltaf að í verðbreytingum. Það getur varla verið tilviljun. Þeir eiga síðan saman HÍN, Hið íslenska núm- eraflutningsfélag, sem er núm- eraflutningagagnagrunnur fyrir allt Ísland. Það þýðir að ef önnur fyrirtæki en þessi tvö þurfa að fá númeraflutning eða betur stað- sett símanúmer þá þarf að sækja þau í þennan grunn. Það kostar fjarskiptastofnun hefur verið að vinna mjög góða vinnu. Eftirlitið er mun virkara en það var áður og það er skjótar brugðist við. Við erum því ánægðir með stofn- unina sem slíka. Við fylgjumst með hvernig fjarskiptamarkaðir þróast erlendis. Þar erum við að sjá svolítið sömu mynstrin. Í þeim löndum þar sem gömul fjar- skiptafyrirtæki sem voru áður í ríkiseigu eru á markaðinum, og jafnvel eitt annað stórt til við- bótar, er eins og að fákeppni ríki. Þau vilja halda í einhverja þæg- indastöðu og bjóða ekki mark- aðinum upp á meira en hentar þeim.“ uði, hraðinn hefur aukist allt að þrefalt og það er hægt að fá ótak- markað niðurhal. Fljótlega eftir að Hive byrjaði og við fórum að bjóða upp á ótakmarkað niðurhal þá voru viðbrögð beggja keppi- nauta okkar þau að þetta væri ekki hægt. Það var haft eftir yf- irmanni annars þeirra í dagblaði á þeim tíma að þetta væru bara gylliboð án innihalds. Þeir sögðu að það væri ekki hægt að bjóða upp á ótakmarkað niðurhal.“ Sjáum sömu mynstrin erlendis Einar er mjög ánægður með opinbert eftirlit með fjar- skiptamarkaðinum. „Það verður að segjast eins og er að Póst- og skiptastofnun ræki hann, enda opinber eftirlitsaðili. Þetta er verulega samkeppnishindrandi atriði. En það er víst af mörgum slíkum að taka.“ Ætla á farsímamarkaðinn Einar segir ekki langt að bíða þess að Hive verði komið inn á farsímamarkaðinn. „Við erum að vinna að því og munum ná því. Síminn hefur verið að beita sam- keppnishindrandi aðgerðum gegn því að aðrir aðilar noti far- símakerfi hans, þótt búið sé að úrskurða hann skuldbundinn til að leyfa það vegna markaðs- ráðandi stöðu fyrirtækisins. En Síminn beitir alls kyns tækni- legum hindrunum til að tefja málin og drepa þeim á dreif. Við munum hins vegar koma með GSM-þjónustu hvort sem Síman- um líkar það betur eða verr.“ Hive hefur skilað miklu Einar Kristinn er sannfærður um að innkoma Hive á mark- aðinn hafi skilað neytendum mjög miklu. „Internetkostnaður- inn hefur lækkað að raungildi um tvö til þrjú þúsund krónur á mán- peninga. Okkur hefur ekki gefist kostur á því að gerast aðili að þessum grunni nema gegn yf- irverði sem er ekki nokkur rök- stuðningur fyrir,“ segir Einar Kristinn. Hann segir að ekki eigi að reka grunninn í hagnaðarskyni. „Samt er verið að krefja okkur um sér- stakar greiðslur til að komast inn í hann. Það eru greiðslur sem Síminn og Vodafone fá. Okkur finnst það mjög óeðlilegt að tvö fyrirtæki á fjarskiptamarkaði eigi þennan grunn og hleypi að hon- um eftir hentugleika. Okkur þætti miklu nær að Póst- og fjar- MARKAÐSHLUTDEILD eftir fjölda Internettenginga Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun Síminn yfir 50% Vodafone undir 30% Hive undir 30% Vodafone og Síminn kjósa kyrrstöðuna á markaðinum Einar Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri Hive á Íslandi 22 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.