24 stundir - 16.11.2007, Síða 24

24 stundir - 16.11.2007, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Einstaklingur! vertu nú hraustur . Jónas Hallgrímsson verði háð? Er það nóg að taka lífið eins og það er og setja það Leikhópnum Sokkabandinu er mikið niðri fyrir á Litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Þar hefur hann sett upp mikið karnival sem sækir inn- blástur sinn í íslenska fjölmiðla- sirkusinn. Leikararnir hrista á sér brjóstin, dilla sér og jafnvel æla í beinni á meðan hrópuð eru slag- orð sem gætu verið ættuð úr glanstímaritinu Séð & heyrt – „Hetja!“ „Pabbi gaf jeppa!“ „Sex- tíu milljónir!“ Eitt aðalsöng- númer sýningarinnar snýst um – hvern annan? – hundspottið Lúkas. Hversu mikið þarf að matreiða raunveruleikann þannig að hann upp á svið til þess að í því sé broddur? Leikhópurinn Sokka- bandið svarar þeirri spurningu játandi með Hér & nú. Und- irrituð er ekki jafnsannfærð. Þeg- ar ádeilan á froðu fjölmiðlanna felst í því að fylla stórt svið af sápufroðu er eins og eitthvað vanti. Spjótin fljúga í allar áttir. Bæði að yfirborðsmennskunni í fjöl- miðlum, en ekki síður að því sem mætti kalla fjölmiðlaein- lægni. Þau hæðast að blogginu, þau hæðast að sjúklingum sem koma í sjónvarpið og segja sögu sína, þau hæðast að konunni sem er yfir snyrtivörudeild Hagkaupa í Njarðvík og finnst gaman í vinnunni. Skilaboðin eru: þið er- uð öll lúðar. Engu að síður náði leikhóp- urinn öðru hverju að fanga ein- hvern tíðaranda þannig að áhorf- endur brosa út í annað og kinka kolli – einmitt svona er heim- urinn. Það eiga allir að vera hressir, það eiga allir að vera sól- brúnir og sætir. Gerum lífið skemmtilegra! Hér og nú gefur áhorfendum leyfi – ætlast raunar til þess – að þeir hlæi að krabbameinssjúka fólkinu sem nágrannar þeirra gráta yfir í sjónvarpinu. Svo skulu áhorfendur klappa í takt við söng um að þeir séu vitleys- ingar. Ég veit ekki hversu ágætt það er. Líklega er það tilraun af hálfu leikhópsins um hvað er hægt að teyma fólk út í, sem þeim finnst eflaust heppnast með miklum ágætum. Revían getur verið ágætur spé- spegill og það er góðra gjalda vert að ætla að spegla nútímann í leikhúsunum – en speglun Hér & nú er bara ekki nægilega skörp til að vekja áhuga eða kátínu. Í HNOTSKURN Tveggja tíma löng síbylja um það hvað allur þorri almennings er vitlaus. Allt í beinni Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Tónlistarstjóri: Hallur Ingólfsson Leikmynd: Kristján Björn Þórðarson Búningar: Rannveig Kristjánsdóttir Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson og Kári Gíslason Leikarar: Arndís Hrönn Eg- ilsdóttir, Elma Lísa Gunnars- dóttir, Hjálmar Hjálmarsson, María Heba Þorkelsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson Hér og nú Sokkabandið í Borgarleikhúsinu Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Í dag eru 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Páll Vals- son er höfundur stórgóðrar ævi- sögu um Jónas sem hlaut á sínum tíma Íslensku bókmenntaverð- launin. Ævisagan er nú komin út í kilju. En af hverju er Jónas svo ást- sælt skáld? „Einfaldasta svarið er af því hann var svo gott skáld!“ segir Páll Valsson. „En ég held að Jónas njóti þess líka í okkar huga að hann er ekki bara fjölhæft skáld með marga strengi á sinni hörpu heldur er hann líka svo margbrotinn og spennandi maður; frumlegur hug- sjóna- og framfaramaður sem læt- ur mikið til sín taka en er jafnframt breyskur og glímir við sína djöfla – með öðrum orðum mannlegur. Hann verður mjög fljótt eins konar táknmynd hins góða og fagra í bókmenntum okkar og menningu – sem hefur farið illa með margt skáldið. Um leið og þau eru sett á stall fara af stað ýmsir kraftar að mola það niður, en Jónas lifir þetta allt af, bæði lof og last. Sem er langt í frá sjálfsagt og það eru ekki öll svokölluð þjóðskáld sem lifa jafn- góðu lífi og Jónas. Langflest hinna norrænu stórskálda sem hyllt voru á dögum Jónasar eru til dæmis lítið sem ekkert lesin í dag. Og þetta er af því Jónas er svo gott skáld og minning hans okkur hugþekk. Ein- hver sagði að dálæti íslensku þjóð- arinnar á Jónasi Hallgrímssyni væri eitt það fallegasta við þjóðina og sýndi að hún væri ekki dauð úr öll- um æðum.“ Mikill húmoristi Hvað einkennir skáldskap hans? „Frábær tök á formi, óviðjafn- anleg orðsnilld og svo orti hann jöfnum höndum frá hjartanu og heilanum. Það er mjög sjaldgæft að þetta fari allt saman.“ Nú skrifaðir þú verðlaunaævisögu um hann, sem komin er út í kilju. Hvernig maður var hann? Var hann eins ógæfusamur og stundum er látið í veðri vaka? „Þetta ógæfutal byrjar strax eftir slysalegt fráfall hans, sem var auð- vitað mikil ógæfa. Grímur Thom- sen, sem þekkti hann vel, kallar hann „óskabarn Íslands“ í minn- ingarkvæði ári eftir andlátið, en segir hann líka hafa verið „út á lífs- ins eyðihjarn/ örlagasvipum rek- inn“. Jóhann Sigurjónsson bætir svo um betur og kallar hann „óska- barn ógæfunnar“ sem er ansi dramatískt og auðvitað skáldaleyfi. Auðvitað er ýmislegt til í þessu, og þarna eru menn mikið að harma tjón Íslands, en ég held að Jónas hafi um margt verið gæfumaður. Þótt hann berjist í bökkum lengi vel, fátækur og heilsuveill, þá lifir hann auðugu innra lífi og bréf hans og skrif votta ótvírætt um mikla og sanna gleði enda var Jónas mikill húmoristi.“ Á alltaf erindi Á Jónas eitthvert sérstakt erindi við okkur í dag? „Hann á alltaf erindi því Jónas er á svo margan hátt samtímamaður okkar. Glíma hans við veröldina er að svo mörgu leyti hliðstæð helstu viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir og erum að brjóta heilann um. Jónas var til dæmis í senn mikill vísindahyggjumaður og svo innblásinn af þjóðernis- hyggju og ættjarðarást. Lungann af sinni stuttu ævi situr hann yfir því verkefni að reyna að flétta saman, bæði í skáldskap og öðrum skrif- um, ást á náttúru Íslands, sem hann þekkti betur en nokkur sam- tíðarmaður, og svo þá hugsjón sína að stuðla að framförum á Íslandi með hjálp vísindanna. Hann vill í krafti vísindanna efla framfarir á öllum sviðum þjóðlífsins, en jafn- framt að menn gefi gaum fegurð náttúrunnar, njóti hennar og láti hana auðga líf sitt. Þetta er í raun nákvæmlega sama glíman og við Íslendingar erum að fást við núna; eigum við að vernda náttúruna eða virkja? Ég hef haldið því fram að þessi meginhugsjón Jónasar Hallgríms- sonar sé eitt brýnasta viðfangsefni samtímans.“ Tvö hundruð ár frá fæðingu listaskáldsins góða Táknmynd hins góða og fagra „Frábær tök á formi, óviðjafnanleg orðsnilld og svo orti hann jöfnum höndum frá hjartanu og heilanum,“ segir Páll Valsson, ævisagnahöf- undur Jónasar, um helstu einkenni á skáldskap skáldsins. Páll Valsson. „Einhver sagði að dá- læti íslensku þjóðarinnar á Jónasi Hallgrímssyni væri eitt það falleg- asta við þjóðina og sýndi að hún væri ekki dauð úr öllum æðum.“ ➤ Jónas Hallgrímsson fæddist áHrauni í Öxnadal árið 1807 og lést á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn árið 1845, aðeins 38 ára gamall. ➤ Um hann sagði Halldór Lax-ness: „Það er skoðun mín að vér Íslendingar höfum aldrei átt skáld betra en Jónas Hall- grímsson.“ MAÐURINN Í dag, föstudag, verður haldin hátíðarsamkoma í Þjóðleik- húsinu undir heitinu „Þar sem háir hólar“. Í dagskrá há- tíðarsamkomunnar verða flutt verk Jónasar Hallgrímssonar í bundnu máli og lausu og tón- list tengd kvæðum hans, og minning hans heiðruð með ýmsum hætti af fjölmörgum listamönnum. Samantekt og leikstjórn er í höndum Sveins Einarssonar, en umgjörð hátíðarinnar skapar Vignir Jóhannsson. Menntamálaráðherra Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ávarp og afhendir verð- laun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Til heiðurs Jónasi AFMÆLI Í DAG Tíberíus keisari í Róm, 42. f. Kr. Paul Hindemith tónskáld, 1895 Dagskrá með lögum Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar verð- ur á laugardaginn 17. nóv- ember í Salnum klukkan 17.00. Fífilbrekkuhópurinn flytur. Hópinn skipa: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Eyjólf- ur Eyjólfsson tenór, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurður Ingvi Snorrason, klarínetta, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó og Hávarður Tryggvason, kontrabassi. Sögumaður er Arnar Jónsson leikari. Fífilbrekka gróin grund …

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.