24 stundir - 16.11.2007, Page 28

24 stundir - 16.11.2007, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Við erum með jólaferðir til fjölda borga og það er mikið bókað hjá okkur,“ segir Helga Eysteinsdóttir hjá Iceland Ex- press. „Þessar ferðir rjúka út. Þetta hefst upp úr miðjum nóv- ember og stendur fram í desem- ber. Svo er alltaf aukning á versl- unarferðunum, fólk fer mikið til bæði London og Kaupmanna- hafnar til að versla. Það er bæði mikið um það að saumaklúbbar taki sig saman í þessar ferðir og makarnir fá oft að fljóta með. Svo eru pör líka að fara saman, þannig að það er allur gangur á þessu.“ Hópar fara saman „Það eru margir sem fara í október og nóvember sérstaklega til Ameríku og svo er auðvitað eitthvað í desember,“ segir Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Suðurnesjum. „Fólk er mikið að fara í hópum og saumaklúbbar og vinnustaðir taka sig saman. Það er misjafnt hversu mikinn farangur fólk kemur með heim. Það eru auð- vitað einhverjir sem versla mikið þegar þeir fara til útlanda en þetta er alls ekkert meiri jóla- verslun en það hefur verið síð- ustu ár. Mér finnst það frekar minna núna ef eitthvað er. Að vísu er dollarinn mjög hagstæður núna þannig að maður verður meira var við að það sé verið að fara í stuttar ferðir til Ameríku en það er þá bæði til að hafa það huggulegt og versla. Að stórum hluta er fólk bara að lyfta sér að- eins upp en Íslendingar versla auðvitað alltaf eitthvað líka. Ég get ekki séð að fólk sé að kaupa eitthvað sérstakt erlendis, ekki nema kannski föt og leikföng fyr- ir jólin.“ Lítið vandamál Ekki er meira um að áfengi sé keypt í Fríhöfninni á þessum tíma en öðrum að sögn Kára. „Fólk reynir almennt ekki að kaupa meira en leyfilegt er. Það veit hvað má kaupa og það er mjög sjaldgæft að það sé að brjóta þær reglur.“ Kári segir ekki mikið vandamál skapast í kringum jólakaup Ís- lendinga í útlöndum. „Við erum nú ekkert mjög uppteknir við það á þessum tíma að stöðva fólk sem hefur keypt of mikið. Við tökum auðvitað stikkprufur en við erum ekki með neinar rassíur enda eru önnur og mikilvægari mál sem þarf að fylgjast með.“ 24 stundir/Júlíus Jólaferðir Fjöldi Íslendinga fer til útlanda fyrir jólin. Margir halda utan til þess að fá jólagjafir á góðu verði Fjöldi Íslendinga versl- ar erlendis fyrir jólin Íslendingar ferðast mikið fyrir jól og er þá helst far- ið í stuttar borgarferðir þar sem upplyftingu og jólaverslun er slegið sam- an. Sumir gera öll sín inn- kaup fyrir jólin úti en aðr- ir fara frekar til að njóta jólastemningarinnar. Á mörgum heimilum þarf að pakka inn fjölda gjafa fyrir að- fangadagskvöld og þykir mörgum það yfirþyrmandi verkefni að koma öllum gjöfunum í gjafa- umbúðir. Þá er annað hvort að láta pakka inn fyrir sig í þeim verslunum sem upp á það bjóða eða að gera gjafapökkun að skemmtilegum hluta af und- irbúningi jólanna og leyfa börn- unum að hjálpa til. Kaupið fallegan pappír og skrautlega borða og dundið ykk- ur við að pakka inn. Að pakka inn fyrir jólin Yndisleg saga um sannan anda jólanna Júlíus Júlíusson (www.julli.is) eftir Júlíus Júlíusson Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Íslensk list er góð gjöf Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 · · · Næsta listmunauppboð 2. desember Erum að taka á móti verkum núna Kristín Jónsdóttir Haraldur BilsonGunnella Án skaðlegra efna • Fitu- og kýsilleysandi Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni ofl. ofl. Fix töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis. Svampur fylgir með Ótrúlegur árangur Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík - Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning - Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.