24 stundir - 16.11.2007, Page 30

24 stundir - 16.11.2007, Page 30
Ívar Örn Sverrisson leikari viðurkennir fúslega að kona hans sé duglegri að baka en seg- ist þó vera sérfræðingur í amer- ískum pönnukökum. „Mér finnst rosalega gott að gera pönnukökur með jarðarberjum, banana, kíví og hlynsírópi á morgnana. Svo er hægt að gera þetta smá jólalegt með því að strá flórsykri yfir. Mér finnst gaman að gera mér dagamun stundum og bjóða fjölskyldunni upp á nýbakaðar pönnukökur á morgnana,“ segir Ívar sem vill alltaf hafa huggulegt í jólamán- uðinum. „Ég er duglegur að borða kökur í desembermánuði, að minnsta kosti duglegri en aðra mánuði. Reyndar er ég með frekar einfaldan smekk og finnst sörur og súkkulaðibitakökur bestar.“ Hér að neðan er upp- skrift Ívars að pönnukökunum góðu en uppskriftin er hæfileg fyrir tvo fullorðna. 2 bollar hveiti ½ bolli sykur, rúmlega 1 tsk. lyftuduft ½ tsk. salt hnífsoddur af matarsóda 1 egg 2 dropar vanilludropar Hráefnunum er blandað sam- an með mjólk en varist að gera deigið of þunnt. Panna er hituð upp. Notið ekki mikla olíu á pönnuna, best er að hafa hana þurra. Hellið hálfri ausu af deigi á miðju pönnunnar. Um leið og loftbólur hafa myndast í pönnu- kökunni má snúa henni við. Uppáhaldsjólakakan mín? Pönnukökur á morgnana Ívar Örn Sverrisson: „Reyndar er ég með frekar ein- faldan smekk og finnst sörur og súkkulaðibitakökur bestar.“ 30 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Aðventukransar eru ómissandi hluti af jólahaldinu og í hvert sinn sem kveikt er á nýju kerti er biðin eftir jólunum styttri. Hilda Allans- dóttir, blómaskreytir hjá Blóma- vali, segir að það hafi minnkað að fólk geri sjálft aðventukransa. „Það er mjög mikið um að fólk kaupi tilbúna aðventukransa þar sem fólk hefur ekki þann tíma sem það hafði áður í einhvers konar föndur. Vissulega er alltaf eitthvað um að fólk versli til að búa til kransa og það er hægt að búa til aðventukrans á einfaldan hátt.“ Svart ennþá vinsælt Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir, deildarstjóri blómadeildar Garð- heima, tekur undir orð Hildu og segir að ef fólk sjái einfaldar hug- myndir að aðventukrönsum sé efni keypt en annars séu helst keyptir tilbúnir kransar. „Þessir hefðbundnu þungu kransar hafa verið á undanhaldi og það eina sem þarf í rauninni er diskur, kerti og eitthvert skraut í kring. Köngl- arnir eru vinsælir í ár en þeir hafa lítið verið notaðir undanfarin ár. Það er kannski ekki síst vegna þess að brúni liturinn er vinsæll í skreytingum í ár ásamt hvítu, gylltu, fjólubláu og svörtu. Svartur var mjög vinsæll í fyrra og er það ennþá enda hentar hann vel inn á stílhrein heimili.“ Hilda tekur undir að svartur sé ennþá vinsæll en segir það sérstaklega vera hjá yngri kynslóðinni – hinum eldri finnist svartur oft óhugnanlegur jólalitur. Erna Hrönn Herberts- dóttir hjá IKEA segir að oftast geti fólk notað það sem til er heima í gerð aðventukransa. „Oft er nóg að bæta við kertum og greni og nota ímyndunaraflið.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ikea Fjólublár og gylllt eru aðallitirnir í þessum jólalega krans. Fljótlegur og fallegur aðventukrans Þungir aðventukransar á undanhaldi Það líður að því að lands- menn setji upp aðventu- kransa enda aðventan á næsta leiti. Þótt krans- arnir séu veglegir er sjaldan margra klukku- stunda vinna á bak við þá, eins og var áður fyrr. 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Blómaval Rauður jólakrans þar sem grænt greni er áberandi. 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Blómaverkstæði Binna Hefðbundinn krans þar sem fjólublár ræður ríkjum 24stundir/Ómar Garðheimar Fallegur rauður krans með könglum og seríu. Yndislegar og notarlegar vörur Frábærar jólagjafir Lavenderbaðið og húðolían hefur róandi og slakandi áhrif. Cítrusbaðið og húðolía hefur frískandi og örvandi áhrif Villirósarsturtusápa og húðmjólk hefur róandi og rómantísk áhrif Útsölustaðir Weleda: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Apótek Vesturlands, Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Kaup.is, Hagkaup, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. www.weleda.is GLÆSIBÆ S: 553 7060 MJÓDDINNI S: 557 1291 www.xena.is Stærðir yfir kálfa: S-M-L-XL-XXL F rá b æ rt ú rv a l a f s k ó m & t ö s k u m Mjóddinni & Glæsibæ Sérverslun með Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir stundir

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.