24 stundir - 16.11.2007, Side 31

24 stundir - 16.11.2007, Side 31
24stundir FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 31 Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík og þáttastjórnandi, ætlar sér að byrja á jólabakstrinum fyrir helgina. „Ég baka ekki svo mikið, ekki eins mikið og ég gerði hér áður fyrr. Ég er upp- tekin í skólanum fram yfir miðjan desember og hef því lítinn tíma. Það er því best að vera tímanlega í jóla- undirbúningnum,“ segir Margrét sem á ógrynni af uppskriftum. „Ég baka alltaf vissar tegundir af smá- kökum ásamt kleinum, einhvern gerbakstur og kex til að hafa á morgunverðarborðinu í desember.“ Margrét lætur fylgja með tvær ljúf- fengar og einfaldar uppskriftir. Bakaðar kornflekskökur 2 eggjahvítur 1 bolli sykur 1 bolli kornfleks ½ bolli saxað súkkulaði 1 bolli kókosmjöl ½ tsk. vaniludropar Eggjahvítur og sykur þeytt sam- an. Kornfleks er aðeins mulið með hendinni og blandað út í ásamt súkkulaði, kókosmjöli og van- illudropum. Bakað við 175 gráður á celsíus, látið kólna á plötunni. Athugið að kökurnar eru ljósar og viðkvæmar meðan þær eru ný- bakaðar. Gott er að láta þær standa og þorna í sólarhring áður en þær eru settar í kökubox. Piparkökur 500 g hveiti 250 g sykur 6 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron 1 tsk. negull 1 tsk. kanell 1 tsk. pipar 1 tsk. engifer 1 tsk. kakó 250 g smjör eða smjörlíki 2½ dl síróp 1 egg Deigið er hnoðað og skipt í jafna bita, rúllað í kúlur, sett á plötu og þrýst á með gaffli. Bakað ofarlega í ofni við u.þ.b. 200°C. Athugið að best er að laga deigið daginn áður og láta standa inni í ísskáp. Margrét Sigfúsdóttir: „Ég baka alltaf vissar tegundir af smákökum ásamt kleinum, einhvern gerbakstur og kex til að hafa á morgunverð- arborðinu í desember.“ Uppáhaldsjólakakan mín? Baka minna en áður Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is bjartar vetrarnætur GLÄNSA LYSA útisería 48 perur L6 m heildarlengd 19,7 m 2.290,- GLÄNSA LYSA útisería net 64 perur L160xB100 cm 2.990,-ISIG lugt f/kubbakerti H44 cm 1.490,- ISIG lugt f/kubbakerti H28 cm 695,- GLÄNSA LYSA útiljósakróna Ø90xH90 cm (einnig til Ø47xH47 cm 5.990.-) 18.990,- ?? jólagjafir HLÝJAR Fyrsta flokks gæði og frábær verð Dúnsængur og koddar í miklu úrvali Bellora since 1883 Milano Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.