24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 34

24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir www.rainbow.is Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Ég kunni vel við mig í sólinni og hitanum um jólin. Þetta er auðvit- að allt öðruvísi en hér heima, við höfðum líka jólin með bandarísku sniði þannig að við opnuðum pakkana á jóladagsmorgun,“ segir Halla. „Tengdafjölskylda mín leigði hús á Flórída en þangað komum við rétt fyrir jól og vorum fram yfir áramót.“ Ekki mjög hátíðlegt „Jólahaldið úti fannst mér mjög ólíkt því sem er heima. Á að- fangadag var fólk í búðum þannig að það var ekkert sérstaklega hátíð- legt, við fórum til dæmis í stóra verslunarmiðstöð þann dag. Það var kannski helst að finna fyrir há- tíðleikanum á jóladagsmorgun þegar við opnuðum pakkana. Það er auðvitað aðaldagurinn hjá Bandaríkjamönnum. Á jóladag borðuðum við svo kalkún í hádeg- inu og vorum með allt meðlæti að bandarískum sið eins og sætar kartöflur og trönuberjasósu. Það var æðislega gott.“ Gamlársdagur í sundlauginni Halla eyddi gamlársdegi í vatns- rennibrautagarði. „Sá dagur var auðvitað ólíkur öllu því sem ég er vön að heiman. Það er heldur ekki mikið um flugelda á gamlárskvöld en við gátum keypt einhvers konar flugelda, á okkar mælikvarða voru þetta nú bara blys. Ég held líka að það sé bannað að vera með flug- elda þarna úti. Það er allt svo þurrt og því mikil eldhætta. Ég saknaði þess þó ekki mikið að vera ekki heima á Íslandi. Það sem ég saknaði kannski helst var að vera ekki með foreldrum mínum og fjölskyldu þessi jól en það var engu að síður mjög skemmtilegt og ég ætla að fara aftur næstu jól.“ Góð hvíld að komast burtu Aðspurð segir Halla ferðina hafa verið góða hvíld frá jólastressinu. „Ég gat farið út og hvílt mig eftir mikla törn hérna heima þannig að þetta ferðalag var kærkomið. Það felast líka ákveðin þægindi í því að ráða tíma sínum sjálf og vera ekki bundin af því að mæta í jólaboð þó að það geti að sjálfsögðu verið gaman. En um jólin langar mann líka til þess að slappa af og það er ekkert alltaf hægt heima. Þannig að ég get vel hugsað mér að fara af og til og dvelja erlendis um jólin, ekkert endilega þó í sól- inni. Ég held að það sé líka mjög huggulegt að fara á skíði um jólin. Þá er maður líka kominn í um- hverfi sem er líkara því sem er heima og kannski aðeins jólalegra en að vera í sól og miklum hita á aðfangadagskvöld.“ Jólahald að bandarískum sið á Flórída Kunni vel við sig á sólarströnd um jólin ➤ Flórídaferðir eru vinsælar hjáÍslendingum en eins hafa skíðaferðir um jólin færst í aukana. ➤ Í fyrra dvöldust um 3.000 Ís-lendingar á Kanaríeyjum um jólin. ➤ Jólahald erlendis hefur aukistenda á fjöldi Íslendinga íbúð- ir á Spáni eða Flórída. ERLENDIS UM JÓLINFjöldi Íslendinga dvelur erlendis um jólin og hef- ur hingað til verið vinsæl- ast að fara í sólina og flatmaga á ströndinni. Halla Katrín Kristjáns- dóttir dvaldi á Flórída um jólin og snæddi kalkún á jóladagsmorgun. Halla Katrín Kristjánsdóttir Eyddi jólunum í Flórída og segir ekki hafa ver- ið mjög hátíðlegt á aðfangadag þar sem flestir eyddu tímanum í versl- unarmiðstöðvum. 24 stundir/ Piparkökubakstur og pipar- kökuskreytingar eru fastir liðir í jólaundirbúningi margra fjöl- skyldna. Oftast er þetta sérstaklega gert fyrir börnin en staðreyndin er sú að fæst börn hafa næga þol- inmæði til þess að halda út allan þann tíma sem baksturinn getur tekið. Þá er jafnvel sniðugra að kaupa tilbúnar piparkökur og leyfa börnunum að mála þær í skemmtilegum litum. Sumum finnst nauðsynlegt að baka pip- arkökurnar sjálfir fyrir jólin en þá er hægt að gera litla skammta eða frysta hluta af deiginu og baka aðeins litla skammta í einu. Skreytið svo kökurnar með flórsykri sem blandaður er með matarlit og búið til litríkar kök- ur. Keyptar og skreyttar kökur Ný sending af glæsilegum undirfatnaði frá Vanity Fair fyrir allar konur Verð á haldara 4.990 Verð á buxum 1.990 dÚtsölustaðir: Esar Húsavík, Snyrtivöruverslunin Nana Hólagarði, Heimahornið Stykkishólmi, Smart Vestmannaeyjum, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyðarfirði Opnunartími - Mán–fös 11-18 -Lau 11-14 Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 www.ynja.is Jón Halldór Bjarnason Gullsmíðameistari Opið Mán - fös 09-18 • lau 11-14 • Strandgötu 37 - 220 Hfj Sími 565 4040 nonni1949@simnet.is www.lovedsign.is • www.nonnigull.is Mikið úrval af glæsilegum trúlofunarhringum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.