24 stundir - 16.11.2007, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Leifur Kolbeinsson, matreiðslu-
maður og eigandi La Primavera,
skrifar bókina Ítalskir réttir Hag-
kaupa. Í bókinni eru um tvö hundr-
uð uppskriftir og Leifur segir að
bókin sé byggð upp á einföldum
ítölskum mat. „Þetta er einföld
matargerð sem nánast hver sem er
getur gert. Réttirnir í bókinni eru
réttir sem við höfum verið með á La
Primavera í gegnum tíðina og þeir
kúnnar sem hafa verið hjá okkur
ættu því að þekkja einhverja rétti,“
segir Leifur og viðurkennir að
vissulega leynist einhver leyndarmál
í bókinni. „Það er nauðsynlegt að
gefa líka en ekki bara þiggja.“
Heilög stund
Leifur segist eiga í erfiðleikum
með að velja sína uppáhalds-
uppskrift úr bókinni, enda séu þær
allar mjög góðar. „Það sem er eft-
irsóknarvert við ítalska matargerð
er fyrst og fremst hugsjónin, að
matseldin sjálf sé heilög stund. Auk
þess byggja Ítalir fyrst og fremst á
því að vera með ferskt hráefni og
einfaldan mat. Þeir eru því ekki að
blanda of mörgu saman.“
Hráefni frá Ítalíu
Leifur bíður spenntur eftir að sjá
hvort Ítalskir réttir eigi eftir að
verða metsölubók, eins og fyrri
Hagkaupabækur. „Það á eftir að
koma í ljós. Hagkaup leggja orðið
mikla áherslu á hráefni frá Ítalíu og
margt af því er hin besta vara. Í
bókinni nota ég ekki eingöngu hrá-
efni frá Hagkaupum en þó með,“
segir Leifur sem byrjaði að læra
kokkinn sextán ára gamall. „Ég hef
lengi haft áhuga á matseld og alltaf
þótt gott að borða. Sumir hafa ekki
lyst á matnum þegar þeir eru búnir
að standa lengi við eldamennsku en
það er ekki þannig með mig.“ Leif-
ur lætur fylgja með eina ljúffenga
uppskrift úr bókinni.
Ofnbakaður skötuselur með chili
og parmesanosti
800 g skötuselur
120 g parmesanostur
2 stk. rauður chili-pipar
ólífuolía
Maldon-salt
pipar
safi úr einni sítrónu
Stillið ofninn á 220 gráður,
hreinsið skötuselinn og skerið í um
100 g steikur.
Rífið parmesanostinn fínt, fræ-
hreinsið og saxið chili-piparinn.
Blandið parmesanosti og chili sam-
an í skál. Steikið fiskinn í ólífuolíu á
teflonhúðaðri pönnu við frekar
mikinn hita en einungis í mjög
stuttan tíma, um eina mínútu á
hvorri hlið. Kryddið með salti og
pipar og kreistið sítrónusafa yfir.
Veltið fiskinum upp úr ostablönd-
unni og setjið í eldfast mót.
Eldið fiskinn í ofni í 3-5 mín. eða
þar til hann er orðinn fallega gyllt-
ur.
Eigandi La Primavera skrifar bók um ítalska rétti
Einfaldir ítalskir réttir
➤ La Primavera er ítalskur veit-ingastaður í miðbæ Reykja-
víkur.
➤ La Primavera hefur verið ímiðbænum í ellefu ár.
➤ La Primavera er nútímalegurveitingastaður sem sameinar
matreiðsluhefðir.
LA PRIMAVERA
Matreiðslubækur Hag-
kaupa hafa verið á met-
sölulista fyrir jólin und-
anfarin ár. Það verður
varla undantekning á því
í ár en þá kemur út bókin
Ítalskir réttir Hagkaupa.
Leifur Kolbeinsson
„Það sem er eftirsókn-
arvert við ítalska mat-
argerð er fyrst og fremst
hugsjónin, matseldin
sjálf er heilög stund.“
24stundir/Golli
Evu Dögg Sigurgeirsdóttur,
markaðsstjóra Smáralindar, finnst
ómissandi að baka piparkökur og
skreyta í jólaundirbúningnum.
„Ég er reyndar mjög sniðug og
kaupi svona Kötluduft. Mér
finnst piparkökur ekkert sér-
staklega góðar en aðalatriðið er
að setjast niður og skreyta þær
með krökkunum,“ segir Eva
Dögg sem er byrjuð á jólaund-
irbúningnum. „Ég er næstum því
búin að kaupa allar jólagjafir. Ég
hef alltaf verið að ljúka und-
irbúningnum korter í jól en ég
hugsa þetta öðruvísi núna og vil
bara ljúka þessu sem fyrst. Það
er gott að geta notið síðustu dag-
anna fyrir jól í faðmi fjölskyld-
unnar,“ segir Eva Dögg sem er
algjört jólabarn. „Ég hef bæði
búið í Bandaríkjunum og Bret-
landi og finnst því afar mikilvægt
að baka amerískar smákökur fyr-
ir jól og helst enska jólaköku,
þótt ég svindli nú stundum á
ensku jólakökunni og kaupi
hana.“
Amerískar smákökur
1 bolli smjörlíki
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk. vanillusykur
2 bollar hveiti
2½ bolli haframjöl
½ tsk. salt
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 bolli muldar valhnetur (ekki
of smátt)
½ bolli kókosmjöl
200 g brytjað Síríus-súkkulaði
(ekki of smátt)
Þeytið saman smjörlíki, sykur
og púðursykur. Setjið síðan eitt
og eitt egg í einu út í. Blandið
þurrefnum saman og setjið
smám saman út í hræruna og að
lokum súkkulaði, kókosmjöl og
hnetur. Setjið með teskeið á ofn-
plötu klædda smjörpappír. Bakið
við 190°C í 10 mín. í miðjum
ofni.
Uppáhaldsjólakakan mín?
Jólalegt að skreyta piparkökur
Jólabarnið
Eva Dögg
Sigurgeirs-
dóttir.
Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni
Auglysingasimi
Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is
KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is
konan
27.nov
S
er
b
la
d
2
4
s
tu
nd
a