24 stundir - 16.11.2007, Síða 42

24 stundir - 16.11.2007, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Toyota í Evrópu er búin að margprófa bílinn á 15 tommu felgunum eftir stöðluðu elgsprófi og þar ná menn aldrei að láta hann haga sér eins og í sænska prófinu. Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Toyota í Danmörku hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að breiðum dekkjum hafi verið um að kenna þegar Hilux-bíll var nærri oltinn í sænsku elgsprófi fyrir skömmu. Sá bíll var á 16 tommu felgum en er seldur hér á landi, eins og í Danmörku, á 15 tommu felgum og mjórri dekkjum. Þó að íslenskir jeppamenn telji flestir að breiðari dekk séu stöðugri er málið ekki alveg svo einfalt. Vandamál tengt hreyfihegðun „Þó að það sé ekki almenn regla að bílar verði óstöðugri á breiðari dekkjum þá er það möguleiki. Í þessu tilfelli sýnist mér að um sé að ræða vandamál tengt hreyfihegðun bílsins, en ekki „statískt“ vanda- mál,“ segir Hinrik Jóhannsson, þróunarstjóri hjá Arctic Trucks, og vísar þá til þess að bílar þola til dæmis meiri hliðarhalla á breiðum dekkjum en mjóum. „Ef það hefði verið rosalega lítið grip á afturdekkjunum hefði bíll- inn ekki náð að beygja svona hratt til vinstri þegar hann tekur beygj- una, heldur skransað að aftan og þá er hugsanlega minni hætta á að hann velti, rétt eins og í hálku, af því að bíllinn rennur bara út á hlið. Því er ekki ólíklegt að það væri betra fyrir bílinn að vera á öðrum dekkjum.“ Hinrik segir einnig að þessar niðurstöður þýði ekki að breyttir jeppar, á enn breiðari dekkjum, kæmu verr út úr prófinu, breyt- urnar sem hafa áhrif á niðurstöð- urnar séu einfaldlega of margar til að hægt sé að fullyrða um það. „Það eina sem hægt er að full- yrða er að önnur dekk gefa aðrar niðurstöður. Miðað við það sem ég hef séð er líka gengið lengra í þessu prófi en þeim stöðluðu prófum sem notuð eru í dag.“ Íslenskur Hilux elgsheldur Kristinn G. Bjarnason, markaðs- stjóri hjá Toyota á Íslandi, segir Hi- lux seldan á 15 tommu dekkjunum hér á landi. Standi til að jeppa- breyta bílnum séu gjarnan keyptar 16 tommu felgur en þá eru dekkin líka önnur. „Toyota í Evrópu er búið að margprófa bílinn á 15 tommu felg- unum eftir stöðluðu elgsprófi og þar ná menn aldrei að láta hann haga sér eins og í sænska prófinu, heldur sýndi hann sömu viðbrögð og í öðrum prófum til þessa. Aukinheldur hafa engar fréttir borist af neinum markaði Toyota um að þessi kynslóð af Hilux sem kom á markað 2005 sýni merki um óstöðugleika. Opinber staða Toyota í Evrópu og á Íslandi er sú að akstursöryggi bílsins sé gott og það sé engin ástæða til að ætla að bíllinn muni haga sér óeðlilega við eðlilegar akstursaðstæður. Sérstakur hópur frá Toyota Mot- or Corporation og Toyota í Evrópu er enn við prófanir á bílnum og þegar niðurstöður liggja fyrir mun- um við tilkynna þær,“ segir Krist- inn að lokum. Slæm frammistaða á elgsprófi hefur ekki áhrif á bíla selda á Íslandi Íslenskur Hilux veltur ekki Toyota Hilux er fimmti mest seldi bíllinn á Ís- landi á þessu ári. Toyota í Danmörku segir það breiðum dekkjum að kenna að bíllinn féll á elgsprófi. Framleiðand- inn rannsakar málið. Sænskir blaðamenn segja aðgerðaleysi sýna kæru- leysi um líf viðskiptavina. Stöðugur á Fróni Þrátt fyrir úthrópanir sænskra blaðamanna hefur ekki tekist að velta Hilux eins og hann er seldur á Íslandi. ➤ Hefur lengi verið einn allravinsælasti jeppinn á Íslandi. ➤ Það sem af er ári hafa 489 Hi-lux-bílar selst hérlendis. ➤ Toyota Hilux er því fimmtimest seldi bíllinn á Íslandi á þessu ári. ➤ Stór hluti Hilux-bíla á Íslandier jeppabreyttur. TOYOTA HILUX Úr elgsprófinu Hilux valt nærri því í prófunum sænsks bílatímarits. Dekkjum er kennt um. Félagsmenn fá ókeypis starthjálp, ókeypis aðstoð við dekkjaskipti og ókeypis flutning einu sinni á ári innan þjónustusvæða FÍB Aðstoðar Sjá nánar á www.fib.is Hvað gerir þú ef bíllinn þinn fer ekki í gang á köldum morgni, hann bilar eða verður eldsneytislaus ? 5-112-112 fyrir fólkið í bílnum Sími 414 9999 Bílasmiðurinn hf • Bíldshöfða 16 • 110 reykjavík • sími: 567 2330 bílasmidurinn @ bilasmidurinn.is Bílasmiðurinn HF Sætishitari í bílinn þinn! 2 hitastillingar sem halda stöðugum hita. Passar á allar sætisgerðir Láttu ekki kuldan gera þér gramt í geði Lífstíðarábyrgð SÍMAR: AX: Alhliða bi réttingar GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS BÍLAPARTAR VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ Heilsársdekk vetrardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Gúmmívinnustofan SP dekk - Skipholti 35 -105 R Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is RAFGEYMAR : . .

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.