24 stundir


24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 44

24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Hreinn Friðfinnsson myndlist- armaður hlaut heiðursverðlaun Myndstefs, Myndhöfundasjóðs Íslands, árið 2007 en það var forseti Íslands sem afhenti þau í Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Viðurkenninguna hlaut Hreinn fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar en hluta þess gefur nú að líta á yfirlits- sýningu í Listasafni Reykjavíkur sem upphaflega var sett upp í Serpentine Gallery í Lundúnum í sumar. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu segir meðal annars: „Verk Hreins eru hrífandi og einföld, full af ljóðrænum vísunum og heimspekilegum vangaveltum. Ásýnd hlutanna skiptir ekki höf- uðmáli heldur andinn og hin tæra hugsun enda snúast verkin gjarnan um eitthvað loftkennt og ósnertanlegt einsog ljósið, vind- inn eða það sem ekki er. Þrátt fyrir – og kannski einmitt fyrir þessa ákveðnu naumhyggju – búa þau yfir einstökum þokka og fegurð.“ Að sögn Knúts Bruun, stjórn- arformanns Myndstefs, er veit- ing heiðursverðlaunanna til- raunaverkefni til þriggja ára þar sem Myndstef veitir helming verðlaunafjárins og Landsbanki Íslands hinn helminginn, sam- tals eina milljón króna. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru afhent en Gabríela Friðriksdóttir og Valgerður Bergsdóttir hlutu þau áður. En þótt tilraunaverk- efninu sé lokið er stefnt að því að festa verðlaunaafhendinguna í sessi. „Við hjá Myndstefi ætlum að setjast niður og finna leiðir til að halda þessu góða verkefni gangandi. Ef til vill fáum við það góða fólk hjá Landsbankanum til að halda áfram með okkur í því, eða aðra aðila,“ segir hann. Hreinn hlaut heiðurs- verðlaunin í ár Afhending Hér tekur Edda Jónsdóttir við verðlaununum úr hendi forsetans, en Hreinn er erlendis. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Myndirnar eru málaðar eftir ljós- myndum af sigurvegurum Ungfrú heimur-keppninnar frá því að hún hóf göngu sína árið 1951,“ segir myndlistarmaðurinn Birgir Snæ- björn Birgisson sem opnar sýn- inguna Ljóshærð ungfrú heimur 1951- á Kjarvalsstöðum á morgun. „Þetta eru ekki eiginlegar portrett- myndir heldur eru þær málaðar eft- ir pressumyndum sem margar hverjar eru í frekar slæmri upp- lausn, og svo er ég búinn að breyta öllum í ljóskur og mála þær í afar daufum litum. Þannig mást öll þjóðareinkenni út og myndirnar snúast alls ekki um persónurnar sjálfar sem eru á þeim. Ég er meira að fjalla um staðalímynd kvenna sem hafa stimpil upp á fegurð. Það er því með vilja gert sem mynd- unum er ekki raðað upp eftir tíma- röð og eru ómerktar.“ Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar Birgir rakst á bók um keppnina Ungfrú heimur í Góða hirðinum fyrir tveimur árum og keypti hana. Aftast í bókinni er myndaröð af sigurvegurum keppn- innar. „Þessi bók var að þvælast á vinnustofunni minni um tíma án þess að það væri einhver sérstakur tilgangur með því. Svo ákvað ég að mála nokkrar svona myndir og svo vatt þetta upp á sig. Fyrstu fimmtán myndirnar fóru á sýningu í Gauta- borg síðasta sumar og svo fékk Listasafn Reykjavíkur mig til að sýna þær allar hér á Kjarvalsstöð- um. Nú eru ákveðnar viðræður í gangi um að hún fari til London á næsta ári og jafnvel á fleiri staði. Ég vonast til að hún nái að fara sem víðast og held hún hafi alla burði til þess, enda er þetta alþjóðlegt þema ef svo má segja,“ segir hann. Þegar sýningin fór til Gautaborgar voru Svíar nýlega búnir að neita að senda sinn fulltrúa í keppnina Miss Uni- verse og umræðan um fegurðar- samkeppnir stóð sem hæst þar. Birgir segir það því hafa verið afar spennandi að gefa Svíum ákveðinn forsmekk að þessari sýningu, og líka af því að fyrstu tveir sigurveg- arar keppninnar Miss World voru sænskir. Með verkunum sé hann þó ekki að fella neina dóma eða deila á fegurðarsamkeppnir. „Ég þekki engan sem hefur ekki skoðun á feg- urðarsamkeppnum og það hafa líka mjög margir skoðun á ljósku- ímyndinni svokölluðu. En tilgangur minn með sýningunni er að opna grundvöll fyrir krítíska umræðu en ekki koma sjálfur með einhverja dóma. Ég hef því lagt mig í líma við að gæta hlutleysis. Áhorfandinn á að klára verkið,“ segir hann. En fylgistu mikið með fegurðar- samkeppnum? „Mér finnst þær áhugavert fyr- irbæri og ætla til að mynda að halda áfram að mála sigurvegara Miss World. En ég er þó ekki þessi nörd sem veit nöfn allra sigurvegaranna og á sennilega ekki eftir að vera fenginn í dómnefnd,“ segir hann að lokum og hlær. Sýning með myndum af ljóshærðum fegurðardrottningum á Kjarvalsstöðum Áhorfandi klárar verkið Sýning með málverkum af 56 ljóshærðum fegurð- ardrottningum verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Um er að ræða verk eftir myndlist- armanninn Birgi Snæ- björn Birgisson og var kveikjan að sýningunni bók sem hann keypti í Góða hirðinum. Ég vil frekar opna umræðu en fella dóma Birgir Snæ- björn í sýningarsalnum. ➤ Birgir hefur áður unnið meðljóskuþemað, þegar hann málaði myndir af ljóshærðum hjúkrunarfræðingum. Hug- myndina fékk hann þegar bresk þingkona sagði op- inberlega að of mikið væri af ljóshærðum hjúkrunarfræð- ingum á breskum spítölum. SÝNINGIN 24stundir/RAX MENNING menning@24stundir.is a Þannig mást öll þjóðareinkenni út og mynd- irnar snúast alls ekki um persónurnar sjálfar sem eru á þeim. Ég er meira að fjalla um staðal- ímynd kvenna sem hafa stimpil upp á fegurð. Finnski rithöfundurinn, fyr- irlesarinn og gagnrýnandinn Mikka Hannula er sýning- arstjóri sýningarinnar „Ljós- hærð ungfrú heimur 1951-“. Hann starfar nú sem prófess- or í listrannsóknum í mynd- lista- og hönnunardeild Há- skólans í Gautaborg en hefur unnið með Birgi Snæbirni að nokkrum verkefnum frá árinu 2002 og skrifaði grein í sýn- ingarskrána. „Þessi verk eru mjög áhrifarík á marga vegu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi eru þessar myndir mjög fallegar á að líta og hálfgert augnakon- fekt. En um leið krefjast þær þess að áhorfandinn komist að þeim, færi sig nær, skipti um sjónarhorn og stellingu.“ Þrátt fyrir að myndefnið sé kunnuglegt og líkist mörgu af því sem má sífellt sjá á öldum ljósvakans eru málverk Birgis þó um leið í mótsögn við það að sögn Mika „Þessar myndir sýna minna og listamaðurinn dregur úr í stað þess að ýkja. Þannig er ekki nóg að sjá bara myndirnar heldur verður áhorfandinn að sækja þær sjálfur,“ bendir hann á. Mika Hannula ætlar að ræða við Birgi Snæbjörn á ensku um sýninguna á Kjarvals- stöðum á sunnudaginn klukk- an 15. Verk sem krefjast mikils MATUR Matur 20. november Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni Serblad 24 stunda Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.